Lögberg - 25.09.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.09.1952, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952 7 Sveinbjörn Egilsson skóld Framhald aí bls. 3 hans til Rasks 7. ágúst 1823, þar sem Sveinbjörn er að skýra frá hinu helzta, er á daga hans hefur drifið eftir heimkomuna frá Kaupmannahöfn. í bréfinu seg- ir hann m. a.: Síðan fór eg hing- að heim og hvíldi á mínum krækiberjum (lárberjum vildi ieg segja) eins og ormur á gulli nokkra stund, þar til mér fór að leiðast að vera einsamall, hafði eg og áður heyrt, að það mundi ekki vera gott. Eg fór þá og gifti mig Helgu Benediktsdóttur ass. Gröndals, það var í fyrra.—Með- an eg var hér inni í einlífinu, hafði eg mér til skemmtunar á sumrin Eddu, sem þér höfðuð látið prenta í Stokkhólmi, og fór eg þá að reyna til að leggja út vísurnar í Snorra-Eddu, og vildi það ekki ganga greitt. Þó eg nú ekki skildi margt, liðkaðist eg þó smám saman, so eg fór að búa mér til dálitla orðbók yfir vís- urnar úr Snorra-Eddu og sum- um prentuðum sögum. — En Sveinbjörn hefur brátt fundið, að hinar prentuðu bæk- ur hrukku skammt og þeim var að auki oft lítt treystandi, svo að sumarið 1824 segir hann í bréfi til eins vinar síns í Kaupmanna- höfn (líklega Gunnlaugs Odds- sonar); Eg hafði beðið Jón Brynjólfsson sál. að skrifa upp fyrir mig vísurnar úr Kormáks- sögu, Björns Hítdælakappa og Gísla Súrssonar eftir góðum Codicibus [skinnbókum], sem Rask lofaði að vísa á og vera hjálplegur til að lesa úr, ef á lægi. Nú tók guð Jón; eg held hann hafi ekkert verið búinn að skrifa; enda þó nokkuð hefði verið, mun eg hafa séð þess síð- asta. Ekki viltu troða inn í hans stað, þá á milli væri fyrir þér; eg er að safna til poetisks lexi- cons, en get ekki haldið út að stríða við bálvitlausar afskriftir og vildi því fá þær svo réttar, sem eg gæti. Ekki veit ég, hvað varð úr þessari málaleitan, en. einhverjir hafa eflaust orðið til að hjálpa honum um afskriftir og enginn þó eins og Jón Sigurðsson, eftir að hann kom til. Var það Svein- birni ómetanlegur styrkur að eiga slíkan mann að í Höfn sem Jón, er jafnan var boðinn og bú- inn að senda honum afrit af kvæðum og vísum og átti þá stundum til að ræða við hann um skýringar þeirra. Ég birti hér kafla úr bréfi Sveinbjarnar til Jóns 1. marz 1842, þar sem hann minnist nokkuð á vísna- skýringar: Eg skrifaði yður til í haust ofurlítinn miða með Sveinbirni Jakobssyni, sem fór héðan til Altona og ætlaði að bregða sér til Hafnar um jólaleytið til að finna kærustu sína. Það var eig- inlega svar upp á yðar spursmálv um vísu og stað úr Landnámu, sem eg vona þér hafið nú með- tekið, og víst væri gaman að heyra yðar meiningu um þessa staði, því það er mín sannfæring. að betur sjá augu en auga, eins í þessu sem öðru, og að það er ekki nema hinum útvöldu gef- ið, að auga sjái betur en augu. Einkum finn eg slíkt, þegar eg fyrir alvöru fer að skoða Snorra- Eddu, þá sé eg, að eg er síður en ekki viss á svellinu og þarf eins og aðrir góðir menn staf og stuðning, sem menn aldrei fá almennilega, nema einhver sé manni samhendur. Eg trúi valla, ef við gætum unnið að því báð- ir, að við ekki kæmum okkur saman, þó það sé ekki alténd nóg, ef maður ekki hittir það rétta. Hvernin væri að láta það óútlagt, sem maður skilur ekki, svo aðrir villist ekki á því, að maður lætur sem maður skilji það, sem hann skilur ekki? Eða sem bezt væri, að maður færi ekki fyrr til að útleggja en mað- ur væri viss um að skilja allt? En þér viljið segja, að þá gengi lítið á og einu gildi, þó vitlaust sé innan um, eftirkomendurnir geti lagfært það, allt sé svo ó- fullkomið, hvort sem heldur er. Og satt er að tarna líka: Maður getur þó ekki meir en vandað sig eins og maður er maður til og hann í svipinn hefur föng á og þar sem torfærurnar koma, verður að slarka e-ð; maður kemst ekki alténd til að skera fram fenið og láta svo- sigta úr því sona smátt og smátt, þangað til það að 3-4 ára fresti er orðið að harðvelli; manni verður það fyrir að kasta ofan í það rof- kekkum og moldarhnausum til þess að brölta yfir það: Það eru ekki allir, sem geta búið til fall- egar brúar á stólpum og riðið svo yfir hlemmiskeið. I febrúar 1844 var Sveinbjörn kominn svo langt með orðabók- ina, að hann hafði sent frá sér bókstafina A—F til Fornfræða- félagsins, er hugðist gefa hana út. En verkinu öllu mun Svein- björn hafa skilað veturinn 1845- 46, er hann dvaldist í Kaup- mannahöfn. Þó fór það svo, að Sveinbjörn dó án þess að sjá einn staf prentaðan af því, og kom það ekki út að fullu fyrr en í Kaupmannahöfn árið 1860. Var titill þess: Lexicon poeticum antiquae linguae Septentrional- is, og nær það yfir skáldskapar- málið forna. Skýringár allar eru á latínu. Hefur orðabók þessi verið tal- in mesta einstaklingsafrek, sem unnið hefur verið í norrænni málfræði, enda lagði Sveinbjörn aneð henni grundvöllinn að skilningi manna og skýringum á hinum forna kveðskap. Er þó þáttur hans í þeim sökum hvergi nærri rannsakaður sem skyldi, og er það bæði mikið efni og merkilegt. ☆ ☆ ☆ Samhliða orðabókarstarfinu skýrði Sveinbjörn og gaf út ýmis fornkvæði, og voru þau þá prent uð í boðsritum skólans. Vitna ég um þau og reyndar mörg önnur verk og störf Sveinbjarnar, er hér vinnst ekki rúm til að nefna, í ævisögu hans eftir Jón Árna- son, þar sem flestu mun til skila haldið. Þó skal ekki horfið svo frá Sveinbirni, að eigi sé getið kennslustarfa hans um rúmt 30 ára skeið og þess þáttar, sem hann ásamt slíkum samverka- mönnum sem Hallgrími Schev- ing og Birni Gunnlaugssyni hef- ur átt í því að móta einhverja merkilegustu kynslóð, sem ís- land hefur alið. Ég nefni aðeins Fjölnismenn sem dæmi, en þeir voru, sem kunnugt er, nemendur Bessastaðaskóla í tíð Sveinbjarn ar þar. Og svo eru allir hinir. — Þó að Sveinbjörn kenndi nem- endum sínum grískuna vel og flytti skemmtilega sögufyrir- lestra, lærðu þeir þó fyrst og fremst íslenzku af honum og fengu hjá honum þá ást og virð- ingu á tungu sinni, er entist þeim til æviloka. Vér þurfum ekki annað en fletta upp í Fjölni eða einhverju öðru riti frá þeim tíma til þess að sjá áhrifin frá Bessastöðum. Og þau áhrif eru lifandi afl í íslenzkri menningu og þjóðlífi enn í dag og verða það vonandi um allan aldur. Þegar vér þvf hugsum til Sveinbjarnar og þess, hve góður og vinsæll kennari hann var að allra dómi, sjáum vér bezt, hve stórkostleg ógæfa það var, að Pereatið svonefnda skyldi koma niður á honum. En það var 17. janúar 1850. Hafði talsverðrar óreglu gætt í skólanum þá um veturinn og Sveinbjörn reynt að brjóta pilta til bindindis með svo ströngum fyrirmælum, að þeír risu öndverðir og hlupu á brott úr skólanum morguninn 17. janúar, er rektor hafði sett þeim úrslitakosti, en héldu síðar heim til hans og hrópuðu: Per- eat—fyrir honum, þ. e. Niður með hann. Stiftsyfirvöldin voru reikul í ráði og veittu Sveinbirni ekki sem skyfdi í þessu máli. Kaus Sveinbjörn þá að sigla og fá skorið úr málum sínum ytra, en Hallgrími Scheving fengin rek- torsvöld á meðan. í Kaupmanna- höfn fóru málin svo, að Svein- björn var settur aftur í öll sín réttindi óskert. Byltingar fóru í þennan mund um lönd og álfur, og hefur Per- eatið verið skýrt sem bergmál af þeim. Atburðurinn var hörmu- 'legur og átti sér þó nokkurn aðdraganda, er verður eigi rak- inn hér, en mönnum í staðinn vísað til ritgerðar Klemensar Jónssonar um málið, er síðast var prentuð í Minningum úr Menntaskóla (Reykjavík 1946). Er aðalatriðið, að menn kynni sér vel alla málavöxtu, áður en þeir fella nokkra dóma, og sízt skyldu þeir skella skuldinni á Sveinbjörn, þótt enginn muni á hinn bóginn firra hann allri sök á því, hvernig fór. Það eitt er víst, að Pereatið fékk meira á hann en' menn yfir- leitt hafa haldið og þyngdi hon- um siðasta spölinn. Þegar hann dó, 61 árs að aldri, var hann þó, að sögn Jóns Árna- sonar, ekki eldri að sjá en fimm- tugur,—og fáir munu þeir, sem afkastað hafa jafnmiklu og Sveinbjörn á ekki lengri starfs- ferli. ☆ ☆ ☆ Þegar vér virðum fyrir oss verk Sveinbjarnar Egilssonar, undrumst vér einna mest áræðið, sem þau lýsa. Hann hikar ekki við að ráðast í hvert stórvirkið af öðru, að hefja það^erk í dag, sem hann e. t. v. fær ekki lokið fyrr en eftir 10, 20 eða jafnvel 30 ár. Honum nægir ekkj. að fást við eitthvert lítilræðið, hann verður alltaf að hafa eitthvað stórt í takinu. Og þó er hann hógværðin sjálf og finnst hann vera ónýtur til átakanna og seinn í verki. En hann vissi, að afrek manna eru ekki komin undir kröftunum einum, heldur — og jafnvel fremur — undir elju þeirra og langlundargeði. Yrkisefni skyli aldasynir við sitt hæfi velja; því at eigi var ein orka lagin ýtum í ár daga. Hóflig byrði að húsi kemst þótt vanknár vegi; en afrendan hal sá ek frá of stórum steini móðan stíga. (Eftir Horatius; þýðing Sveinbjarnar). Og í líkum anda eru eftirfarandi orð úr einni af skólaræðum Sveinbjarnar: Mönnum er títt að dást mest að því, sem hrífur á mann allt í einu, sem birtist fyrir manni strax í öllu líki eða sýnir allan sinn kraft sosem í einum böggli. Menn dást meir að þeim vatns- straumi, sem rennur í stríðum streng, en að því vatni, sem líður hægt áfram, meir að hamra- veggnum í Almannagjá en að Hólavelli. En Sveinbjörn veil þó, að ekk- ert mannanna verk, sem á ann- að borð er nokkurs virði, verður metið í einu augnakasti, heldur á löngum tíma og honum því lengri, því meira af viti, elju og kærleika, sem í það var lagt í upphafi. Verk Sveinbjarnar eiga enn sama erindi til vor og þau áttu til íslendinga fyrir 100 árum. Og sú er trú mín, að vér verðum að sama skapi betri íslend'ingar sem vér lærum gjörr að rrieta verk hans og þann boðskap, sem líf hans og starf hljóta jafnan að flytja oss. Lögmenn og oddvitar í embætt- isferð á öræfi Mesta áreið, sem sögur munu af fara Þarna er um að ræða eina mestu áreið, sem sögur fara af, og var til hennar stofnað vegna deilu Landmanna við Holta- menn og Rangvellinga um rétt til veiða í Fiskivötnum. Hefir Landhreppur gert kröfu til einkaréttar á veiði í Fiskivötn- um, en Rangvellingar og Holta menn véfengja þá kröfu, og hefir dómur verið skipaður til þess að kveða upp úrskurð. Eiga sæti í dóminum Sigurgeir Jóns- son lögfræðingur, Hákon Guð mundsson hæstaréttardómari og Þorkell Jóhannesson prófessor. Tvær nætur á fjöllum Þessi flokkur var tvær nætur á fjöllum í áreiðinni. Alls voru í ferðinni seytján menn. Auk þeirra, sem nefndir hafa verið, voru Gizur Bergsteinsson hæsta réttardómari, Ágúst Böðvarsson kortagerðarmaður lögfræðing- arnir Ragnar Ólafsson, Svein björn Jónsson, Bergur Jónsson og Oddgeir Magnússon, oddvit- arnir Kristinn Guðnason á Skarði, Þórður Bjarnason í Meiritungu og Þórður Bogason á Hellu og bændurnir Jón Árna- son í Lækjarbotnum, Benedikt Guðjónsson í Nefsholti og Ó- feigur Ófeigsson í Næfurholti, auk bílstjóra. Sýndu veiðivötnin Landmenn sýndu dómsmönn- um og öðrum þátttakendum í förinni vötn þau, sem þeir telja sig hafa veitt L og mældi Ágúst Böðvarsson sum þessara vatna. Dómsins sjálfs mun enn nokk- uð að bíða, þótt þessi áreið hafi verið gerð, því að málið virðist allflókið og margt, er rannsaka þarf, áður en dómur er upp kveðinn. —TÍMINN, 17. ágúst Aðalbjörg Halldóra Jóhannesson F. 12. febrúar 1874 — D. 15. ágúst 1952 „Svo vertu kvödd með hrygðarblöndnu hrósi; Vér hermum drotni lof, sem tók og gaf, Öll lífsins straumvötn hverfa áð einum ósi, í undrasœinn, guðlegt kœrleikshaf (STGR. THORSTEINSSON) Miss Aðalbjörg Halldóra Jó- hannesson andaðist að heimili Miss Katrínar Anderson, 320 Lake Ave., Selkirk, Man., aðfara- nótt þess 15. ágúst, en á því heimili hafði hún ásamt Jónu systur sinni dvalið síðustu árin, og haft hliðsjón með aldraðri móður Andersons systranna, er þar búa, en daglega eru að heiman atvinnu vegna. Aðalbjöá-g var fædd að Meiða- völlum í Kelduhverfi í Suður- Þingeyjarsýslu 12. febrúar 1874, dóttir Jóhannesar Einarssonar og konu hans, Þóru Einarsdótt- ur, er þá bjuggu á Meiðavöllum, eð síðar fluttu til Vopnafjarðar. Hún kom vestur um haf 1893 með Jóhönnu systur sinni og Runólfi Magnússyni manni hennar, er settust að í Selkirk, og hér vann Dóra (eins og hún var venjulega kölluð) um hríð, en fór svo til Winnipeg, en flutti stuttu síðar til Selkirk og átti þar heima og vann þar þaðan af. Um tuttugu ára bil vann hún á Canadian Pacific hótelinu hér í bæ, en þar á eftir um nærri fulla tvo tugi ára á Mental Hospital í Selkirk, og hætti þar störfum aldurs vegna með eftirlaunum 1939. Hún gat sér jafnan hinn bezta orðstír hvar sem hún vann fyrir dugnað, ósérhlífni og þjón- ustuanda er hún átti í óvenjulega ríkulegum mæli. Foreldrar henn ar og systkini komu að heiman til Selkirk nokkru eftir aldamót, var hún þeim og öðrum ætt- mennum sínum frábærlega hjálp söm. Eftir lát þeirra efndi hún til heimilis með Einari smið, bróður sínum, og Jónu systur sinni. Einar andaðist fyrir nokkr- um árum síðan á heimili henn- ar, þá aldurhniginn maður. — Eftirlifandi systkini hennar eru: Jóna, fyrrnefnd, til heimilis á heimili Andersons systra í Sel- kirk, og Magnús, til heimilis í Vancouver, B.C. Fjölment vina- og frændalið er einnig eftir- Aðalbjörg Halldóra Jóhannesson skilið; hún átti óvenjulega djúp ítök í hugum margra skyldra og vandalausra; olli því óvenjulegt trygglyndi hennar og höfðings- lund, er æ var fús til hjálpar, og skilningsrík innsýni hennar um annara hag, er lét sér fátt óvið- komandi vera, ef unnt var að rétta hjálparhönd. Lætur hún eftir sig fagurt eftirdæmi um kærleiksríka þjónustu öðrum til handa. Hún var gædd óvenju- legu lífsþreki og bjartsýni, er lét ekki bugast af erfiðleikum lífs- ins. Örugg og lifandi trú hennar á Guð brúaði allar torfærur, og knúði hana til kærleiksríkra starfa. Þrotin að kröftum með þverrandi sjón, las hún stöðugt fyrir suma er blindir voru. Hún unni íslenzkum bókum og las jafnan mikið. Hún var óviðjafn- anlega tryggur vinur vina sinna. Söfnuði sínum og kirkju unni hún af heilum hug og óskiptum, og sannaði með verkum og þjónustu. Lengi þjónaði hún í djáknanefnd Selkirk-safnaðar. — Útförin fór fram þann 18. ágúst frá Langrills útfararstofu og kirkju Selkirksafnaðar að mörgu fólki viðstöddu. Sóknarprestur jarðsöng. S. ólafsson KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK LEIÐBEININGAR UM PERSÓNULEG BANKAVIÐSKIPTI........EIN AF FLEIRI AUGLÝSINGUM Tvær innstæðutegundir, sem fullnægja þörfum yðar Með það fyrir augum að greiða fyrir viðskiptum, hefir The Canadian Bank of Commerce tvær innstæðutegundir. 1. Sparireikningur — Inn í þennan reikning leggið þér peninga, sem gefa af sér vöxtu og lagt er reglubundið inn í án þess að ætlast sé til, að þér greiðið reikninga yðar úr þeirri innstæðu. Þó getið þér nær, sem er, gefið út ávísanir á þessa inneign. Greiddar ávísanir verða ekki endursendar, en þær verða ávalt geymdar í bankanum. 2. Hlaupareikningur — Þessi innstæða er notuð nær, sem þér þurfið að borga skuld með ávísun, eða afgreiða önnur viðskipti. í hverjum mánuði er banka- bókin gerð upp, er sýnir innlag og úttekt, og verða þá ávísanirnar endursendar. Útibússtjóri yðar aðstoðar yður með glöðu geði varðandi þá viðskiptaaðferð, er bezt þykir henta. Hafið hugfast, að The Canadian Bank of Commerce býður yður fullkomna bankaþjónustu. Ad. No. 5 and 6. The Canadian Bank of Commerce Býður yður velkomin YFIR B00 ÚTIBÚ í CANADA AÐALSKHIFSTOFA 1 TORONTO •ÍWBMBIHír'icyHSIIIBBBIIIIIWIBWWÉWBBBWWMWIIWílPIS.'11*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.