Lögberg - 02.10.1952, Síða 3

Lögberg - 02.10.1952, Síða 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. OKTÓBER, 1952 San Francisco, borgin við Gullna hliðið Brúin yfir „hliðið" er merkileg- asta mannvirki sinnar tegundar Þar í borg er margt annað fágætt að sjá Þá er ég loksins kominn suður til F 1 o r i d a, „Sólskinríkisins,“ eins og íbúar þess nefna það á bílanúmerum sínum. Hinsvegar kom ég frá New York og Washington, og nú er loksins lokið flugi mínu um Bandaríkin á vegum MATS, þeg- ar frá er tekinn „spölurinn“ heim til íslands um það er lýkur. Innan Bandaríkjanna hefi ég þá flogið samtals 7168 mílur, eða 14.470 km. að því er reiknings- list mín tjáir mér. Enn er margt ósagt af því, sem fyrir augu og eyru bar á þessu furðulega ferða- lagi, en það er fyrst núna, að ég get setzt niður í ró og næði, til þess að halda ferðapistlum þess- um áfram um ferðalagið á veg- um MATS, en þó er ekki hlaupið að því, með því að hitinn hér suð ur frá er óþolandi óvönum manni, molla á nóttunni og ca. 32 stiga hiti í skugganum dag hvern. En nú ætla ég að venda mínu kvæði í kross—hverfa a f t u r norðvestur til Kaliforníu, nema aftur staðar á Travis-flugvelli hjá vinum mínum þar, en síð- ast sagði ég frá undralandinu norður í Washíngton-ríki. Litið inn í „blóðbanka" Travis-flugvöllur er í Norður- Kaliforníu, í Sacramentodal. Um það bil klukkustundar akst- ur er til San Francisco, borgar- innar fögru við Gullna hliðið. / Réttast væri, að ég segði nán- ar frá flugvelli þessum, áður en haldið er til Gullna hliðsins, því að þar var sannarlega nóg að sjá, jafnvel fyrir algeran leikmann á sviði flugmála, eins og ég hlýt að teljast. Þó ætla ég ekki að gera það, nema að mjög litlu leyti. Þar skoðaði ég ,blóðbanka‘ mikinn, sem sér um blóðsending- ar til Kóreu, og er það í sjálfu sér hið merkilegasta fyrirtæki. Hin tæknilegu atriði leiði ég hjá mér af eðlilegum ástæðum, get þess aðeins, að frá því að blóðið kemur til Travis-vallar og hefir verið greint þar, og þar til það kemur til vígvallanna í Kóreu, líða aldrei fleiri en sjö dagar. Þarf a u ð v i t a ð fullkomna að- gæzlu til þessarrar starfsemi, þar eð blóðflokkur, sem er líf- gjafi eins manns, getur verið banvænn öðrum, eins og al- kunna er. Þá er þarna geysimik- ill hermannaspítali, sem ég skoð- aði lauslega í fylgd Bosshards majórs, sem sýndi mér alla fyrir- greiðslu þar og vinsemd. Spítali þessi hefir það hlufverk að greina meiðsli eða sjúkdóma þeirra manna, er hlotið hafa bráðabirgðaaðgerð austur frá, og senda sjúklingana síðan áfram þangað, sem þeir eiga að liggja og hljóta fullan bata. Venjulega hafa þeir ekki lenkri viðdvöl þarna en 48 stundir eða svo. Hermenn velja sjúkrahúsið Þegar hermaður kemur þang- að, er honum fyrst gefinn kost- ur á að hafa tal af aðstandend- um sínum í landssíma, en síðan mega þeir sjálfir kjósa þann spítala, er þeir vilja liggja á. Yfirleitt virðist herstjórn Banda- ríkjamanna láta sér ákaflega annt um særða hermenn eða sjúka og gera þeim lífið eins bærilegt og mannlegur máttur fær ráðið. Fékk ég að rabba við hermenn að vild, og fékk ekki annað séð, en að þeir yndu hlut- skipti sínu eftir því sem við var að búast, voru vongóðir og sátt- ir við tilveruna. Hins er þó að gæta, að þarna voru engir dauð- veikir menn né mjög illa meidd- ir, sem betur fór, en mannleg eymd er alltaf jafnátakanleg og erfitt að skilja til hlítar líðan þeirra, sem svo er ástatt um, eða viðhorf þeirra til lífsins og fram- tíðarinnar. Engan mann heyrði ég þó kvarta um það, sem orðið var. íslenzk stúlka á leið til Okinawa Svo undarlega bar til þarna á Travis-flugvelli, að einn liðs- foringjanna, sem ég var kynntur fyrir, tjáði mér, að kvöldið áður hefði íslenzk stúlka farið þar um, á leið til Okinawaeyjar á Kyrra- hafi. Þetta þóttu mér allmerki- leg tíðindi, ekki sízt er ég heyrði að hún hefði verið úr Reykjavík. Ég reyndi auðvitað strax að hafa uppi á stúlku þessari, en hún var farin til dvalar í ein- hverri smáborg Kaliforníu og ekki skilið eftir neitt heimilis- fang, þar sem unnt væri að ná til hennar. En hitt var mér sagt* að stúlka þessi héti Ásta Hard- ing, væri með sex ára barn sitt á leið til Hardings liðþjálfa, manns síns, sem hefði bækistöð á Okinawa, eins og fyrr greinir. Þá get ég upplýst, að þau hjón- in, sem höfðu kynnzt á íslandi, höfðu búið í Great Falls í Mon- tana-ríki. En Ásta Harding er úr Reykjavík, og ef til vill lesa að- standendur hennar þessa grein, og er mér þá ljúft að^segja, að mér var tjáð, að henni liði prýði- lega, svo og barni þeirra hjóna, og yndi hag sínum hið bezta. Horft á kjarnorkusprengingu Heimurinn virðist ekki vera svo ýkja-stór, hugsaði ég með mér. ólíklegt þykir mér, að það hafi komið fyrir áður, að tveir íslendingar færu um Travis-flug völl í Kaliforníu á sama sólar- hring, og alveg fráleitt til Okin- awa ,en hinn til Texas. Ég skýt því hér inn í, að á Travis-flugvelli horfði ég á kjarnorkusprenginguna miklu í Nevada í sjónvarpi, og var þetta tilkomumikil e n óhugnanleg sjón. Gerðist þetta kl. 9.30 um morgun, eftir Kyrrahafstíma, og munu milljónir manns hafa horft á þetta og heyrt í sjón- varpstækjum, því að þessu var sjónvarpað um öll Bandaríkin, og þótti það út af fyrir sig mikið tæknilegt afrek. Brúin yfir Gullna hliðið Svo var lagt upp í ökuferð til San Francisco, borgarinnar við Gullna hliðið, og heimsóknin til þeirrar borgar verður eitt þeirra atvika, sem aldrei firnast úr minni mér eftir þessa Ameríku- ferð. Við ókum þangað í undur- þýðum Cadillac-bíl, en það þarf ekki nauðsynlega að tákna neina sérstaka velmegun, svo útbreidd sem sú dýra bílategund virðist vera um öll Bandaríkin. En þeir eru vandaðir, búnir öllum hugs- anlegum þagindum, og sjálfur þreyttist ég aldrei á því að láta gluggana lokast eða opnast sjálf- krafa með því að þrýsta á hnapp. Við ókum inn til borgarinnar yfir brúna á Gullna hliðinu. stórkostlega fagurt mannvirki, sem teygir sig yfir einn arm San Francisco-flóa. Þetta er stærsta hengibrú heims, en brúarhafið milli stöpla er hvorki ipeira né minna en 4200 fet, eða um 1200- 1300 metrar. Hún er 30 metra breið, með sex akbrautum bif- reiða, auk gangstíga fyrir fót- gangandi fólk. Stærstu hafskip sigla undir brúna, og er þetta undursamleg sjón, sem ég á erf- itt með að lýsa. Brúin er með réttu talin eitt af furðuverkum Bandaríkjanna og heimsins. Fangelsiseyjan Alcatraz Úti á dimmbláum flóanum ris drungaleg klettaeyja, Alcatraz- eyja. Þangað fýsir fæsta að koma, því að þar eru geymdir hættulegustu afbrotamenn Bandaríkjanna, og þaðan er tal- ið með öllu óklgift að flýja, bæði sakir rammlegs útbúnaðar og árvekni, og eins vegna straum þungans, sem þarna beljar um sundið. En eyjan virðist vera þarna sem sífelld áminning um, að glæpir borgi sig ekki, eins og sagt er. Þarna dvaldi á sínum tíma A1 Capone, frægastur af- brotamanna Bandaríkjanna. Við ókum fyrst til Golden Gate Park, unaðslegs skemmti- garðs, sem San Franciscobúar réttilegu eru stoltir af. Hann er geysistór, ótrúlega fagur, og þar e r u ógrynni menningarverð- mæta, auk blómahafsins og trjá- gróðurs. Central Park í New York verður nánast eins og Hljómskálagarðurinn í saman- burði við þenna gróðursæla stað. Mér þótti merkilegt að sjá „Gjóa“ í Golden Gate Park, skútu Roalds Amundsens er hann notaði til hinnar glæfra- legu farar sinnár um norðvest- urleiðina (frá Atlantshafi norður fyrir Ameríku, um Beringssund til Kyrrahafs, skömmu eftir alda mótin). Þarna er þá skútan, prýði lega vel við haldið, en minnis- merki af Amundsen er þar skammt frá og á það greypt ár- tölin 1872-1928, en það ár fórst hann í leit að hinum ítalska ó- happamanni og uppskafningi, Umberto N o b i 1 e. Amundsen flaug í norðvesturátt frá Tromsö í Noregi á frönskum flugbáti, Latham að nafni, en hvarf og spurðist aldrei til hans síðan. „Gjóa“ er ef til vill glæsilegasta minnismerkið um hetjuna A- mundsen, þótt ekki hafi hún ver- ið veglegur farkostur . . . í Golden Gate Park eru mörg stórmerkileg söfn, listasöfn og vísinda. Ég skoðaði fiska-safn og sædýra, sem heitir Steinharts Aquarium. Hafði ég aldrei áður séð neitt svipað þessu, enda þyk- ir það afar merkilegt. Þarna eru 142 ker með ýmislegum sjávar- dýrum, samtals yfir 8000. „Thompson liðþjálfi" Skemmtilegast þótti mér að sjá fiskinn, sem kallaður var „Sargeant T h o m p s o n,“ eða Thomson liðþjálfi. Hvers vegna fiskurinn bar þetta hjákátlega nafn, veit ég ekki, en þetta stóð á kerinu, sem hann var í, og þær upplýsingar, að hann væri elzti fiskur safnsins, 23 ára gam- all, og hefði verið blindur í mörg ár. Þarna synti hann þó hinn ró- legasti, grár og forneskjulegur, en mun hafa verið rauður á lit í æsku. Hann er af þeirri tegund er nefnist California Redfish, eða á latínu „Pimelometopon pulcher.“ Ég skrifaði þetta hjá mér til gamans, ef ske kynni að fiskifræðingar okkar hefðu gam- an af eða bæru kennsl á Thomp- son liðþjálfa. Niðri við sendna strönd Kyrra hafs stendur merkilegt hús á klettum, er nefnist Cliff House (Klettahús). Þar má kaupa hina margvíslegustu minjagripi. Er þetta talin stærsta verzlun sinn- ar tegundar í heiminum og má það vel vera. Þar er og frægt matsöluhús, en öllu merkilegra voru þá sæbarðir k 1 e 11 a r skammt úti fyrir ströndinni, er nefnast Selsker (Seal Rocks). Þar lá aragrúi af risavöxnum selum í sólinni, en glöggt mátti heyra „g e 11 i ð“ í þeim eða ýlfrið. Þeir aur auðvitað frið- aðir, og þarna una þeir hag sín- um hið bezta, er þungar öldur hins mikla úthafs gnauða ei- lífan sorgaróð sinn við sæbarin Selsker . . . í bátahöfninni Enginn, sem kemur til San Francisco, lætur undir höfuð leggjast að skreppa niður á Fish- ermen’s Wharf ,eða Fiskimanna- bryggju. Þetta er alveg sérstæð- ur og einstakur staður í sinni röð. Þarna má sjá ógrynni smárra vél- og seglskipa, að lang mestu leyti mönnuð ítölum, og þar heyrist það tungamál miklu oftar en enska. Þarna er einkum seldur humar og krabbi, lifandi upp úr sjónum, og soðið eftir pöntun í geysistórum pottum, sem múrsteinar eru hlaðnir utan um. Þar í kring eru margir fræg- ir matsölustaðir, sem einkum auglýsa fiskrétti, sumir heims- frægir. Við snæddum hjá Joe di Maggio, sem eitt sinn var fræg- asti „baseball“-leikmaður Banda ríkjanna. Hann var ættaður frá San Francisco, og er hann settist í helgan stein, vel efnum búinn, hóf hann þarna mikinn atvinnu- rekstur, er virðist standa með miklum blóma. Maturinn hjá Joe di Maggio var a. m. k. alveg ein- staklega góður . . . Slærsta Kínverjahverfi heims Áður en ég lýk við þessa grein, verður að greina frá Kínverja- h v e r f i San Franciscoborgar. Þarna búa að sögn fleiri Kín- verjar en í nokkri borg utan Kína sjálfs. Einkum er þetta á- berandi kringum Grant Avenue. Þar blasa við hin undarlegustu hús, sem með „pagoda-lagi,“ og eru næsta nýstárleg. Þarna verzla þeir Gin Lung, Lip Hing og Ming Toy, en ég verzlaði svo- lítið hjá heiðursmanninum Bock Lee Hong, keypti morgunskó á konuna mína fýrir lítinn pening. San Francisco er undurfögur borg, stórmerkilegt fyrirbæri. Borgin, sem rís á bröttum stöll- um við dimmbláan flóann, er undarlegt bland beggja, austurs og vesturs, og þar er alltaf eitt- hvað nýtt að sjá, sem ógerning- ur er að gera skil í stuttri grein. Thorolf Smith — VÍSIR, 30. júní Ferðasaga Framhald af bls. 2 inu, bæði seglskip og gufuskip. 2. sept. kl. 8.30 f. h. komum vér til Granton. Camoens var lagt við flóvarpann (Wharf-key- Bolverk), sem var svo hár, að hér um bil 3 álnir voru frá „lunningunni“ á hærra dekkinu upp á brún á flóðvarpanum, áður en farið var að afferma. Tvær gufuvélar voru uppi á flóðvarp- anum og voru hrossin höluð upp með annari, en flutningur okkar með hinni. Hrossin voru þannig höluð upp, að maður stóð á palli, sem stóð dálítið út úr vélinni, og sneri sveif, enrvið það færðist löng og sver járn- stöng, er föst var við vélina, út yfir skipið; neðan við enda stangarinnar hékk stór kassi mjög rammgjörður að sjá á járnkeðju, en þegar kassinn var kominn yfir opið á lestinni, sem hrossin voru í var hann látinn síga niður í lestina, opnaður á annari hliðinni og hrossunum hleypt þar inn og svo lokað; síð- an var allt halað upp, og færð- ist stöngin svo í sveig upp yfir flóðvarpanrí og inn yfir háan timburgarð, sem var meðfram flóðvarpanum, og þar var kass- inn látinn síga niður og hross- unum hleypt út; en hvað svo var gjört við þau sá ég ekki fyrir timburgarði^um. Ein 3—4 hross voru höluð upp í einu í kassan- um á þennan hátt. útbúnaður- inn á vélinni, sem halaði upp flutninginn, var að öllu leyti eins, að undanteknu því, að hann var ekki halaður upp í kassa heldur köðlum, og vélin fór ekki lengra með hann en upp í flóð- varpann. Allur farangur okkar var rannsakaður af tollþjónunum undir eins og hann kom upp á flóðvarpann. Ekki skoðuðu þeir neitt nákvæmlega í hirzlur okk- ar og meira að segja skoðuðu þeir ekkert í sumar hirzlur, t. d. stóra og ljóta kassa, sem mikil fyrirhöfn var að ná upp; að vísu hafa þeir (tollþjónarnir) ekki fyrir því að ljúka upp hirzlum manna, nema ef eigandinn vill ekki gjöra það sjálfur, en viliji þeir endilega skoða í hirzluna, þá horfa þeir ekki í að brjóta hana upp. Tollþjónarnir spurðu ekki — eða leituðu ekki — eftir öðrum vörutegundum en tóbaki (öllum tegundum) og vínföngum. Hjá einum fundu þeir fáein lóð af tóbaki, — en hvergi vín. Ekki vissi ég til að tóbak væri tollað. — —FRAMHALD Business and Professional Cards Dr. P. H.T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnipeg PHONE 92-6441 1 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. 'WINNIPEG Pasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgS, bifrei'SaábyrgíS o. s. frv. Phone 92-7538 v Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 622 Simcoe St. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfræöingar i öllu, scm aö útförum lytur BRUCB LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. *■ Phones: Office 26 — Res. 230 Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasimi 40-3794 i CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 ComforÉex the new sensation for the modern girl and woman. Call Lilly Matthews. 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings. 38 711. Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclateð A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaS 1894 Sími 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavillon General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Office 93-3587 Res. 40-5904 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Building 364 Main St. WINNIPEG CANADA Parker, Parker and Kristjansson Barrislers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 SELKIRK METAl PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aö rjúka út með reykum.—SkrifíÖ, simiö til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT Blk. Síml 92-5227 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargení Ave„ Winnipeg PHONE 74-3411 Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.