Lögberg - 06.11.1952, Side 3
(
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952
3
Mánaðardvöl meðal Asíuþjóða
Sigurður Magnússon kennari
er nýkominn úr ferð til Austur-
landa, og munu fáir íslendingar
hafa gert svo víðreist á jafn
skömmum tíma. Hann var aðeins
um mánuð í ferðalaginu og
dvaldist þó um kyrrt í þrjár vik-
ur í Hong Kong og Bangkok.
Hann hefir frá mörgu skemmti-
legu að segja, sem hann hefir séð
og kynnzt í þessu ævintýralega
ferðalagi, og hefir gefið blaðinu
nokkrar upplýsingar um ferða-
lagið og dvöl sína meðal Asíu-
þjóða.
Tíðindamaður AB hitti Sigurð
að máli eftir heimkomuna og
spurði hann fregna af hinu sögu-
lega og óvenjulega ferðalagi.
„Ég lagði af stað 1. ágúst og
kom heim 3. september,“ sagði
Sigurður. „Ég fór austur til Hong
Kong með norskri flugvél, sem
er eign Norska flugfélagsins, en
heim kom ég með „Heklu“ Loft-
leiða. Það virðist ekki á allra
vitorði, að nú getum við ferðazt
með íslenzkri flugvél, hvort sem
kosið er að fara austur til Hong
Kong eða vestur til New York;
en samvinna er nú milli Loftleiða
og Braathens, eiganda SAFE um
áætlunarferðir. Er flogið einu
sinni í viku milli endastöðvanna,
Hong Kong og New York, og
notaðar til þess tvær flugvélar,
„Hekla“ og norsk flugvél. Is-
lenzkar áhafnir taka við flug-
vélunum í Stafanger, fljúga þeim
vestur og aftur austur til Noregs,
en þar taka norsku flugmennirn-
ir við, fara austur til Kína og
aftur vestur til Noregs.“
— Hve lengi varstu á leiðinni?
„Ég kom til Hong Kong á
sjötta degi eftir að lagt var af
stað héðan. Einhvern tíma hefði
það verið talið sæmilegt áfram-
hald; en nú er BOAC farið að
auglýsa, að innan skamms verði
mögulegt að komast á einum
degi milli Bangkok og Lundúna,
en þá verður þetta ferðalag mitt
eins konar lestargangur. Bráðum
verður ugglaust farið að auglýsa
að þeir, sem vilja skoða sig um
cg taka lífinu með ró, skuli frem-
ur ferðast með Skymaster, en
að æða upp í háloftunum, og
verður hann þá aðallega notaður
af fólki, sem vill verja tímanum
til heimspekilegra hugleiðinga,
samtímis því sem siglt er um
geiminn, en meiri háttar business
menn og stórpólitíkusar stökkva
með kómetum!“
— Komstu víða við?
„Frá Stafangri fórum við til
Hamborgar og þaðan til Genf.
Svo héldum við til Róma-
borgar og gistum þar fyrstu nótt-
ina. Næsti náttstaður var í Cairo,
og á leiðinni var komið við í
Aþenu. Frá Egyptalandi sigld-
um við austur til Persíu og lent-
um í olíuborginni Abadan. Það
er eins konar Siglufjörður, þar
sem gapandi reykháfar standa
yfir stirðnuðum vélasamstæðum
og vitna um líf, sem lagzt hefir í
dá. Þaðan fórum við til Karachi,
höfuðborgar hins nýja ríki Mú-
hameðstrúarmanna, Pakistan, og
vorum þar eina nótt. Svo silgd-
tmm við austur yfir Indland, kom-
um til Kalkútta og fórum alla
leið austur í Síam. Daginn eftir
var haldið frá Bangkok til Hong
Kong. — Á vesturleiðinni var
ekki komið við í Cairo, en gist í
Aþenu. Að öðru leyti voru við-
komustaðir þeir sömu.“
— Hvað lengi varstu um kyrrt
eystra?
„Hálfan mánuð í Hong kong,
viku í Bangkok.“
— Var fullskipað farþegum?
„Nei, ekki á austurleiðinni, en
allmikið var tekið af varningi í
Sviss, aðallega úrum, svo að vél-
in mátti heita fullhlaðin, en
rúmir fimmtíu farþegar voru á
vesturleið, flestir frá Hong Kong,
aðallega sjómenn; en einnig
ýmiss konar annað fólk, m. a.
átta kaþólskir prelátar, sem voru
að koma úr tugthúsum í Kína. —
Unnið er þar í landi skipulega
gegn áhrifum hinna ýmsu
kristnu kirkjudeilda, og hafa
kaþólskir einkum orðið hart úti,
því að þeir voru orðnir fjöl-
mennir austur þar; en vitað er,
að sitt hefir lengi sýnzt hvorum,
páfanum þeim, er í Moskvu situr,
og hinum, sem er suður í Róm.“
— Er Jóhann Hannesson ekki
einhvers staðar þarna fyrir
austan?
„Jú, hann er í Hong Kong. Það
er forláta herra, sem virðist engu
minni heimamaður úti í Kína
en austur í Grafningi, lærður
sem mandrín, ljúfur og gestris-
inn eins og gamall íslenzkur
sveitamaður. Hann býr á eyju
nokkurri eigi all-langt frá Hong
Kong, fæst þar við þýðingar og
önnur ritstörf og kvaðst hafa í
hyggju að flytjast nú hingað
heim um áramótin, og er það vel,
því að við höfum ekki ráð á að
láta hann eyða öllum starfskröft-
um sínum í útlöndum.“
— Var óþægilega heitt þar, sem
þú komst?
„Já, enda versti árstími. Mér
þykir sennilegt, að ágætt muni
okkur þarna úti á veturna, en
það ér þreytandi að vera þar,
sem hitinn er yfirleitt ekki undir
30 stigum á daginn. Heitast var
í Abadan; en þar mun hitinn
hafa verið um 40 stig í skugg-
anum.“
Það getur orðið afdrifaríkt að
athuga ekki það, sem skrifað er í
vegabréf manna
Um borð í TF-RVH „HEKLA“
á leið frá Pakistan til Persíu
29. ágúst
Við erum á leiðinni til
Abadan, olíuborgarinnar miklu.
Mér finnst rétt, milli þess sem
horft er yfir hinar gulu, sól-
brenndu auðnir Mohammed
Mossadeghs, flogið yfir háfjöll
arabiska Omanskagans, sem
minna á myndir af landslagi í
tunglinu, Hekla spegluð í bláum
fleti Persaflóans, að stytta vöku
hinna sjö klukkustunda, sem
líða frá því að farið er frá Kara-
chi og unz fast land er undir fót-
um, með því að tína saman ein-
hver minningabrot frá því ferða-
lagi, sem nú er senn á enda og
smeyja síðasta ferðabréfinu til
lesenda Vísis í póstkassa norður
í Aþenu, áður en gengið verður
þar til náða í kvöld.
Áreiðanlegt er það, að eitt-
hvert kenningarheiti verður öld
okkar gefið, er stundir líða fram,
og fróðlegt væri að geta ráðið
létt gátuna um það. „Gullöld hin
nýja?“ „Tímabil hinnar síðari
endurreisnar?“ Hver veit? Eitt
væri alveg áreiðanlega rétt-
nefni, „Eyðublaðaöldin mikla,“
því ekkert eitt einkennir samtíð
okkar eins og eyðublaðið.
Eyðublaðasérfræðingur
um borð
Hér er um borð sérstakur
starfsmaður, sem á að ábyrgjast
að fullnægt sé öllu því réttlæti,
sem einkennist af fagurlega út-
fylltum eyðublöðum. Enginn
þeirra, sem til áhafnarinnar telj-
ast, hafa meira að gera en hann,
og naumast mun nokkur rækja
ábyrgðarmeira embætti, því að
ef á eitthvert hinna mörgu
skjala, sem hann á að skrifa,
skyldi vanta punkt eða kommu,
þá er allt í voða, — vélin kyrr-
sett — og guð má vita hvað, en
til þess kemur ekki. Þetta er
maður, sem kann sitt handverk.
Hann fyllti út farþegaskrá, póst-
skýrslu, áhafnarlista, vöruskrá,
hvert í tólf eintökum eða 48
skjöl alls í Calcutta í gær, þar
sem við biðum á meðan elds-
neyti var tekið. Vitanlega þurfti
hann auk þessa, að skila lista yfir
mat- og drykkjarföng, heilbrigð-
— Þú hefir ekki heimsótt
kommúnistana í Kína?
„Nei, ég kom að bæjardyrum
þeirra, því að við Jóhann fórum
í bíl út að landamærunum, og
voru með okkur í því ferðalagi
nýsjálenzk hjón, búsett í Tokio,
þar sem þau eiga dagblaðið
Japan News. Var það mjög fróð-
legt ferðalag.“
— Hvernig er sambúðin þarna
á landamærunum?
„Hún er víst mjög árekstra-
lítil,“ sagði Sigurður. „Þeir
standa þarna, gráir fyrir járnum
báðir tveir, brezku og kínversku
verðirnir, og skoða skjöl þeirra
fáu, sem í milli fá að fara, en
talast aldrei neitt við. Um dag-
inn valt bíll frá Bretunum út í
á, sem er á landamærunum, og
ætluðu þeir að sækja hann, en
bolsévikkar töldu, að þeim væri
heimilt að gera það sem þeim
sýndist við þann hluta bifreiðar-
innar, sem þeir töldu sín megin,
og skutu því á hana úr vélbyss-
um sínum, en við það hrukku
Bretar á brott. Hentu menn
gaman að þessu og töldu, að
báðir hefðu rétt til þess að skjóta
á bifreiðina, en hvorugur mátti
ná henni, og liggur hún þar enn
í bróðerni þeirra beggja.“
— Er óttast, að kommúnistar
taki Hong Kong?
„Nei, ekki fyrr en ef til heims-
styrjaldar drengur, sem allir viti
bornir menn vona að verði ekki.
Ástæðurnar eru þær, að Kín-
isskýrslum og ábyrgjast að hver
farþegi útfyllti gjaldeyrisskýrslu,
heilbrigðisvottorð og eyðublað,
sem fór til lögreglunnar. Hann
sagði mér áðan að það myndu
vera um eitt þúsund eyðublöð,
sem farþegarnir yrðu að afhenda,
samkvæmt leiðbeiningum hans,
í einni Hong Kong-ferð, auk þess
sem hann verður sjálfur að skila
vegna áhafnarinnar.
Vondur kaball
Enda þótt öll störf þessa manns
séu svo vel af hendi leyst, sem
bezt verður á kosið, þá lítur svo
út, að við séum álíka óvelkomin
til hverrar nýrrar flugstöðvar og
skæðir skemmdarverkamenn,
enda vakað yfir hverju okkar
fótmáli, vegabréf varðveitt af
lögreglu, þar sem dvalizt er um
nætursakir, ljósmyndatökur
bannaðar, viðdvölin í stuttu
máli; eins konar stofufangelsi,
þar sem okkar hefir verið gætt af
ótal embættismönnum, sem
tryggt hafa þannig öryggi ríkja
sinna. Við höfum afar oft verið
áminnt: Ekki að villast! Beint
áfram! Haldið röðinni! En alltaf
höfum við sloppið — auðvitað
vegna eyðublaðanna, sem ætíð
hafa verið í lagi.
„Segið mér, minn kæri herra.
Til hvers andskotans er nú
þetta?“ spurði ég skrifstofu-
mann vorn í gær, er ég fékk
eyðublað, þar sem skrá átti ná-
kvæmlega hvar við hefðum gist
undanfarnar fjórar nætur.
„Þér megið ekki spyrja mig
um það. Ég get ekki sagt yður
hvernig á að útfylla eyðublaðið,
svo enginn embættismaður geti
haft hendur í hári yðar, en
spyrjið mig ekki um hinn eigin-
lega tilgang þess, er í öndverðu
setti þá krossgátu saman, sem
þar er skráð. Ég reyndi lengi vel
að ráða hana svona eins og þeg-
ar maður leikur sér við að leggja
kabal, en það var vondur kaball.
Hann gekk aldrei upp. Ég er
fyrir langa löngu búinn að gefast
upp við að brúa bilið milli heil-
brigðrar skynsemi og allra þeirra
reglugerða og eyðublaða, sem
embættismannaherinn er vopn-
aður hér á Austurlöndum.“
Austurlenzk nótt
Þetta rifjar upp fyrir mér sög-
una um samskipti okkar við em-
bættismanninn, sem gætti borg-
arhliðsins í Karachi — eins kon-
verjar fá geisimikið af vörum
frá Hong Kong, sem þeir gætu
ekki fengið eftir öðrum leiðum,
ef þessi lokaðist, -og að þeir kæra
sig ekkert um að stofna til nýrra
vandræða við Breta. Þess vegna
eru menn óhræddir að mestu um
að nýlendan verði hernumin á
næstunni, en hins vegar er það
almannarómur, að hún falli Kín-
verjum í hendur nokkrum
klukkustundum eftir að byrjað
hefir verið að berjast um hana,
og er ástæðan m. a. sú, að vatns-
bólin liggja alveg opin fyrir árás-
um, og vatnslaus lifir enginn
stundinni lengur úti þar.“
— Þú veiktist í Hong Kong?
„Já, ég fékk bölvaða pest, sem
varð mér til óþæginda og leið-
inda; hefði sennilega átt að
drekka meira af áfengi en minna
vatn einhvers staðar á austur-
leiðinni. Það er ekki alls staðar
eins hollt og heima að vera í
stúku. — Svo að öllu gamni sé
sleppt, þá mátt þú segja frá því,
að það virðist alveg sama, hvar
komið er á þeim slóðum, sem ég
fór um. Eitt orð skilja allir veit-
íngamenn, þótt öll önnur séu
hrein íslenzka: „Carlsberg“, en
það opnar kæliskáp, þar sem
danskur góðvinur bíður tæki-
færis til þess að svala þorstlátum
ferðalangi. — Hvenær skyldi ís-
lenza ölið eignast svona alþjóð-
legt nafn?“ sagði Sigurður að
lokum.
ar Sankti-Péturs þeirra í Pakist-
an, og ég ætla að skrá hana hér,
svo að a. m. k. ein grein austur-
lenzkrar embættisfærzlu gleym-
ist mér ekki.
Við gistum á Grand í nótt.
Raunar nefndi ég það með sjálf-
um mér „afdrepið“ og einn Norð
mannanna var svo ósvífinn að
kalla það „fjósið“, en þetta var
hótel nokkurt, sem er miðja
vega milli flugvallar og borgar
í Karachi. Það væri kapítuli út
af fyrir sig að segja frá sóða-
skapnum þar, en því sleppi ég að
sinni. Gaman væri líka að mega
lofa hið eina, sem ágætt var þar,
rúmið, þar sem ég svaf vært í
nokkra klukkutíma, en það þori
ég ekki fyrr en norður í Aþenu
í fyrramálið, en þá verður ör-
ugglega komið í ljós, hvort ég
þarf að hafa á samvizkunni ó-
leyfilegan innflutning skordýra
til Evrópu. Ég er þó enn mjög
bjartsýnn og vongóður vegna
þessa, en hins vegar alveg viss
um að hafa étið ofan í mig alla
þá ólyfjan, sem unnt er að byrla
manni í mat. En þetta var útúr-
dúr. Ég ætlaði að tala um Lykla-
Pétur.
Klukkan var að byrja að
ganga fjögur í nótt, er við ókum
í stórri bifreið eftir þjóðveginum
frá Grand áleiðis til flugvallar-
ins. Engir voru á ferli nema tveir
menn, er teyrhdu klyfjaðan úlf-
alda og tötralegur náungi með
poka á baki, sem flýtti sér úr
augsýn, er við nálguðumst. —
Þetta var heit austurlenzk
nótt, undarlega kyrrlát þeim,
sem nýkominn er þaðan, sem
náttúran eignast nýtt líf er
rökkva tekur, þar sem sofnað er
við niðinn frá þúsundum smá-
dýra, er hefja söng við sólsetur.
Hér drjúpir þögull pálmi yfir
gulum sandi, og virðist engu láta
sig varða þótt ljóskeilurnar tvær
frá bifreiðinni okkar rjúfi skörð
i múra myrkursins, er lukti um
hann. Hér mun allt verða á
morgun eins og það var í gær,
þrátt fyrir komu okkar, engan
varðar um þessa bifreið nema
e. t. v. hungraðan þjóf með poka
á baki. Og okkur varðar heldur
ekkert um þetta land. Bráðum
mun Hekla halda héðan, sigla
véstur á bóginn, áleiðis heim, en
þá verður Pakistan að baki, og
það er gott. Við dottum og bíð-
Framhald á bls. 7
—AB, 7. sept.
SIGURÐUR MAGNÚSSON:
Á sakamannabekk í Bankokborg
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughanr Wínnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgtS,
bifreitSaábyrgtS o. s. frv.
Phone 02-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK, RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Thorvaldson Eggertson
Baslin & Stringer
Barristers and Solicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur líkki8tur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
StofnatS 1894 Slmi 74-7474,
Phone 74-5257 70« Notre Dame Ave.
Opposite Maternlty Pavihon
General Hospltal
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Office 93-3587 Res. 40-5904
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Buildlng
364 Main St.
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
vi8, heldur hita frá aC rjúka út
meC reykum.—Skrifið, slmiC til
KELLY SVEINSSON
25 WaU Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
J. WILFRID SWANSON 8t CO.
Insurance in aU its branches.
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
SérfrœOingar i öllu, sem aö
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjór1
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SérfræCingur i augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimasími 40-3794
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Matthews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings. 38 711.
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wiU be appreclated
Minnist
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Acconntant
505 Confederátion Life Buildlng
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Rpn P Parker O P
B. Stuart Parker, A. F.' Krístjansson
500 Canadlan Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-356]
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT Blk. Síml 02-5237
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Kaupið Lögberg