Lögberg - 06.11.1952, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952
LANGT í burtu
frá
Heimsku Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BÍLDFELL þýddi
Hin næma eðlistilfinning Bathshebu hafði
gjört henni ljóst, að ástarþrá Boldwoods til
hennar var enn eins sterk og að hún hafði
nokkru sinni áður verið, og hún hafði sterka
meðlíðan með honum. Henni hafði verið það
ljóst þá um kvöldið og það hafði lamandi áhrif
á hana og hafði minnt hana á heimsku hennar;
hún vildi aftur, eins og að hún hafði viljað svo
oft áður, að hún gæti bætt fyrir það. Og af
því stafaði meðlíðan hennar með manninum,
sem unni henni svo staðfastlega sjálfum sér
til meins; og þessar þunglyndis hugsanir, sem
lögðust yfir hana, gerðu hana viðkvæma, en
juku á vald draumfegurðar Boldwoods. Hann
fann fljótt tækifæri, eftir að hafa riðið á eftir
vagni hennar í tunglsljósinu tvær eða þrjár
mílur, til þess að færa sig á hlið við vagninn.
Þau höfðu verið að tala við og við um daginn
og veginn, um sýninguna, búskapinn, gagnsemi
Oaks fyrir þau bæði og hitt og þetta, þegar
Baldwood sagði allt í einu og blátt áfram:
„Frú Tráy, þú giftir þig einhverntíma
aftur?“
Þessi óvænta og nærgöngula spurning kom
svo flatt upp á Bathshebu, að það var ekki
fýrr en eftir nokkrar mínútur að hún áttaði
sig nógu mikið til að svara: „Ég hefi ekki
hugsað neitt um slíkt.“
„Ég skil það vel. — En það er nú nærri
ár og — síðan að maðurinn þinn dó.“
„Þú gleymir því, að það eru engar órækar
sannanir fyrir því að hann hafi drukknað, og
ég er því ekki orðin lagalega ekkja,“ og greip
til einu útgönguleiðarinnar, sem að henni
bauðst.
„Nei engar órækar sannanir máske, en lík-
urnar eru sterkar. Maður sá hann drukna. —
Enginn sanngjarn maður efast um að hann sé
dauður; og ég á von á að þú gerir það ekki
heldur.“
„Ég geri það ekki nú, ef að ég gerði það,
þá hefði ég hagað mér öðruvísi en ég hefi
gjört,“ sagði hún þýðlega. „Fyrst hafði ég ein-
kennilega tilfinningu, sem að ég gat ekki gert
mér grein fyrir, að hann hefði ekki farist, en
ég hefi hins vegar getað gert mér grein fyrir
henni á ýmsa vegu síðan. En þó að ég sé orðin
fyllilega sannfærð um, að ég muni aldrei sjá
hann aftur, þá er ég fjarri því, að hafa hugsað
um að gifta mig öðrum. Ég væri sannarlega
fyrirlitleg, ef að slíkar hugsanir væru í huga
mér.“
Þau þögðu bæði urn- stund og voru komin
inn á fáfarna braut, sem lá eftir sléttunni, þar
sem nóttin var þögul og ekkert heyrðist nema
marrið í hnakk Boldwoods og veltuhljóðið í
vagni Bathshebu. Boldwood rauf þögnina:
„Manstu þegar að ég bar þig máttvana í
fanginu inn í Kings Arms í Casterbridge? Allir
rakkar hafa sinn dag: Það var minn dagur.“
„Ég veit — ég veit það allt,“ sagði hún í
skyndi.
„Ég harma að minsta kosti eins lengi og
ég lifi atburðina, sem ollu því, að þú gast ekki
orðið mín.“
„Ég geri það líka,“ sagði hún, en áttaði sig
og bætti við: „Ég meina, eins og þú veist, þá
harma ég að þú hélzt að ég........“
„Ég á alltaf þær raunalegu endurminningar,
að geta hugsað um samverustundir með þér —
að ég var þér eitthvað áður en hann kom til
sögunnar, og að þú varst nærri orðin mín. En
auðvitað meinar það ekkert. Þú felldir þig al-
drei við mig.“
„Jú, ég gerði það.“
„Gerir þú það nú?“
„Já.“
„Hvort?“
„Hvað meinar þú með hvort?“
„Fellur þér við mig, eða virðir þú mig?“
„Ég veit það ekki, að minsta kosti get ég
ekki sagt þér það. Það er erfitt fyrir konu að
lýsa tilfinningum sínum á máli, sem aðallega
snertir karlmennina. Viðskipti mín við þig voru
hugsunarlaus, ófyrirgefanleg, þorparaleg! Ég sé
eftir þeim á meðan ég lifi. Ef að það hefði verið
eitthvað, sem að ég hefði getað gjört til að
bæta fyrir þau, þá hefði ég gert það með gleði;
það var ekkert til á jörðinni, sem mig langaði
eins mikið til að gjöra eins og að bæta fyrir
þá yfirsjón. En það var ekki hægt.“
„Ásakaðu ekki sjálfa þig — þú varst ekki
eins langt frá vegi sannleikans, eins og þú held-
ur. Bathsheba, segjum, að þú hefði órækar
sannanir fyrir að þú sért það, sem þú í raun
og sannleika ert — ekkja — vildir þú þá bæta
fyrir óréttlætið gamla með því að giftast mér?“
„Ég get ekki sagt neitt um það. Og ég ætti
ekki að gjöra það — ekki enn að minnsta kosti.“
„En þú mundir máske gjöra það einhvern
tíma seinna?“
„Ójá, það er mögulegt að ég gæti gjört það,
einhvern tíma seinna.“
„Jæja þá! veiztu, að án frekari sannana, þá
getur þú gifst aftur eftir svo sem sex ár frá
því nú — án þess að taka nokkrar mótbárur
eða ásakanir til greint.“
„Ójá,“ sagði hún fljótt. „Ég veit allt um
það. En minnstu ekki á það — sex eða sjö ár —
hvar verðum við eftir þann tíma?“
„Þau líða fljótt og sýnast furðu stutt þegar
litið er til baka — miklu styttri en þegar litið
er fram til þeirra.“
„Já, já, ég hefi reynt það sjálf.“
„Heyrðp mig, einu sinni enn,“ sagði Bold-
wood í bænarróm. „Ef að ég bíð þann tíma,
viltu þá giftast mér? Þú viðurkennir, að þú
skuldir mér yfirbót — láttu það verða veginn,
sem þú velur til að veita hana.“
„En hr. Boldwood — sex ár —“
„Vilt þú verða 'kona nokkurs annars
manns?’“
„Nei, vissulega ekki! Ég meina, að ég vil
ekki tala um þetta núna; það er máske ekki
rétt og ég ætti ekki að líða það. Við skulum
ekki tala meira um þetta sem stendur — vertu
svo góður að gjöra það ekki.“
„Sjálfsagt, ég skal ekki gjöra það, ef að þú
vilt það síður. En velsæmi á ékkert skylt við
rök. Ég er miðaldra maður, sem er ant um að
veita þér vernd og skjól það sem eftir er af
ævi okkar. Frá þinni hlið er ekki um neina
ástríðu að ræða eða saknæman flýti — frá
minni hálfu er máske ekki uggvænt um að
svo sé. En mér getur ekki annað en verið ljóst,
að ef þú kýst sökum meðaumkvunar og, eins
og þú segir, sökum vilja til yfirbótar, að gjöra
framtíðarsamning við mig, sem lagar allt þetta
og gjörir mig ánægðan, þó að seint sé þá getur
það ekki varpað neinum skugga á þig sem konu.
Var ég ekki sá fyrsti, sem gekk þér við hlið?
Vissulega gætir þú sagt mér, að þú værir viljug
til að taka mig í sátt aftur, ef kringumstæður
leyfðu. Gjörðu svo vel að segja álit þitt! Ó,
Bathsheba, lofaðu því — það loforð er ekki stór-
kostlegt — að ef þú giftist aftur, að þá skulir
þú giftast mér!“
Baldwood var orðinn svo æstur, að Bath-
sheba var nærri hrædd við hann, þó að hún
hefði meðaumkvun með honum. Það var að-
eins ofbeldishræðsla — hræðsla þess veika við
hinn sterka; það var engin innri andúð, eða
óbeit. Hún sagði því með nokkrum ótta, því að
hún mundi vel haminn, sem hann komst í á
Yalbury-veginum, og vildi forðast að slíkt kæmi
fyrir aftur:
„Ég skal aldrei giftast öðrum manni, ef þú
vilt fá mig fyrir konu, hvað sem fyrir kemur —
en að segja meira — þetta kemur svo flatt upp
á mig........“
„En láttu það standa í þessum einföldu
orðum — að þú viljir verða konan mín eftir
sex ár? Við minnumst ekki á óvænt slys, því
auðvitað verðum við að beyja okkur undir
þau. Og ég veit ,að þú stendur við orð þín í
þetta sinn.“
„Það er þess vegna, að ég er treg til þess.“
„En þú gerir það nú samt. Minnstu þess
liðna og vertu miskunnsöm.“
Hún varp öndinni og sagði raunalega: „ó,
hvað á ég að gjöra? Ég ann þér ekki, og ég er
hrædd um að ég geti aldrei unnað þér, eins og
að eiginkona á að unna manni sínum. Ef að þú,
hr. Boldwood, skilur það, og að ég get, þrátt
fyrir það gjört þig hamingjusaman, aðeins með
því að lofast án hlýhugar, og aðeins frá vináttu-
legu sjónarfniði til að giftast þér eftir sex ár,
þá er það stórheiður fyrir mig. Og ef að þú
metur slíkt vinarhót frá konu, sem hefir tapað
sjálfsvirðingu sinni frá því, sem áður var, og
á lítið af ástúð eftir, þá skal ég . . , ,
„Lofa!“
„Hugsa um hvort ég get lofað því, bráðum.“
„En bráðum er máske aldrei?“
„Nei, nei, alls ekki! Ég meina fljótlega. —
Segjum á jóladaginn!“
„Jóladaginn!“ endurtók hann, svo þagði
hann um stund, en bætti svo við: „Jæja, ég
minnist þá ekki á þetta þangað til.“
Bathsheba var í mjög einkennilegu hugar-
ástandi, sem að sýndi hve algjörlega sálin er
háð líkamanum — andlegi þrótturinn upp á
styrk líkamans kominn. Það er naumast of
sagt, að hún hafi fundið sig knúða af afli, sem
var hennar eigin vilja yfirsterkari, ekki aðeins
til að gefa loforð í sambandi við þetta óljósa
framtíðarspursmál, heldur vaknaði sú tilfinn-
ing hjá henni, að hún yrði að gjöra það. Þegar
vikurnar á milli samtalsins, sem að þau áttu og
jóladagsins tóku að líða, óx órói hennar og
vandræði að mun.
Dag einn af tilviljun átti óvanalega náið
samtal sér stað á milli Bathshebu og Gabríels
í sambandi við vandræði hennar, sem að gaf
henni nokkra fróun, þó að hún væri lítil og
köld. Þau voru að fara yfir reikninga og eitt-
hvað kom fyrir, sem að kom Oak /til að segja
í sambandi við Boldwood: „Hann gleymir þér
aldrei frú, — aldrei.“
Þetta varð til þess að leysa tunguhaft henn-
ar, og áður en hún vissi af var hún búin að
segja honum frá vandræðunum, sem að hún var
í; hveruig að hún hafði aftur flækzt í netinu
hjá Boldwood, að hann hefði beðið hana að
giftast sér og að hann vonaðist eftir að hún
játaðist honum: „Sorglegasta ástæðan fyrir mig
að taka bónorði hans,“ sagði hún raunalega, „og
sú eina, sem að ég held að ráði úrslitunum til
hins betra eða verra er sú — ég hefi ekki minnst
á hana við nokkurn mann fyrr en nú — að ég
held, að ef ég lofast honum, að þá gangi hann
af vitinu.“
„Heldurðu það virkilega?" spurði Gabríel
alvarlega.
„Ég held það,“ hélt hún áfram í yfirdreps-
lausri einlægni; „og ég tek guð mér til vitnis
um, að ég segi þetta ekki af neinni hégóma-
kend, því að það hryggir mig og angrar meira
en ég fæ lýst — ég held, að ég haldi framtíðar-
velferð þessa manns í hendi mér. Framtíðarlíf
hans allt er undir því komið hvernig ég reynist
honum. Ó, Gabríel, ég nötra af ábyrgð þeirri,
sem á mér hvílir!“
„Ég held, frú, eins og ég hefi sagt þér áður,“
sagði Oak, „að líf hans sé vonlaust þegar að hann
er ekki að vonast eftir þér, en ég get ekki
ímyndað mér — ég vona, að ekkert eins hræði-
legt og þú heldur, sé bundið við það. Hin eðli-
lega framkoma hans hefir alltaf verið bölsýnis-
leg og einkennileg, eins og þú veist. En þegar
þessi aðstaða er svona sorgleg og einkennileg,
því gefurðu honum þá ekki loforð með fyrir-
vara? Ég held að ég mundi gera það.“
„Er það rétt? Sumar ógætnisathafnir mín-
ar í liðinni tíð hafa kennt mér að kona, sem allra
augu hvíla á, verður að vera varfærin, ef hún
á að halda dálitlu af heiðri,sínum, og mig langar
til og þarf að fara gætilega í þessu! Og sex ár —
við getum öll verið dáin og grafin, þegar sá tími
er liðinn. Sá langi tími og óvissan með þetta
allt saman gerir þetta næstum hlægilegt. Er
þetta ekki heimskulegt, Gabríel? Hvernig hon-
um fór að detta þetta í hug, er meira en ég fæ
skilið. En er það rangt? Þú veist það — þú ert
eldri en ég.“
„Átta árum eldri, frú.“
„Já, átta árum — en er það rangt?“ •
„Það gæti verið óvenjulegur samningur
fyrir mann og konu að gerá. Ég sé í rauninni
ekki neitt rangt við hann,“ sagði Oak seinlega.
„Það eina sem gerir hann vafasaman er, hvort
þú ættir að giftast honum, ef þú annt honum
ekki, því að ég má búast við........“
„Já, þú mátt búast við að ég unni honum
ekki,“ sagði hún stuttlega. „Kærleikur minn er
alveg horfinn eða sorglega lamaður til hans
eða nokkurs annars manns.“
„Jæja, kærleiksleysið virðist mér vera það
eina, sem að gjörir þennan samning við hann
skaðlausan. Ef að brennandi ást hefði nokkuð
við hann að gera — þrá hjá þér til þess að yfir-
stíga hinar ömurlegu kringumstæður í sam-
bandi við dauða manns þíns, þá gæti það verið
rangt; en kaldur og tilfinningalaus samningur
gerður eingöngu til að þóknast manni virðist
mér á annan veg farið. Eina, eða aðalsyndin,
frú, virðist mér vera sú, að hugsa til að giftast
manni, sem að þú elskar ekki að heilum huga.“
„Ég er fús til að undirgangast þá hegningu,“
sagði Bathsheba ákveðin. „Þú veist, Gabríel, að
ég get aldrei gleymt að ég vann þessum manni
stórkostlegt mein einu sinni í algjörðu gáleysi.
Ef ég hefði aldrei framið það heimskupar á hon-
um, þá hefði hann aldrei sótzt eftir að giftast
mér. Ó, ég vildi að ég gæti afplánað þann skaða,
sem ég hefi gert honum með féútlátum og
þannig létt synd þessari af sálu minni! . . . Þetta
er skuld, sem greidd verður aðeins á einn veg,
og ég held að ég sé skyldug til að gjöra það ef
ég get það á ærlegan hátt án tillits til minnar
eigin framtíðar. Þegar svallari kastar á glæ
vonum sínum og tækifærum, þá dregur það
ekkert úr ábyrgð hans þó að skuldirnar séu
óþægilegar. Ég hefi verið ræfill, og eina atriðið,
sem að ég vil spyrja þig að, takandi til greina
aðstöðu mína og það, að frá lagalegu sjónar-
miði — að maðurinn minn sé aðeins týndur, er
mér þá óhætt að ganga út frá því að enginn
maður geti gifst mér fyrr en eftir sjö ár; er mér
frjálst að láta hugann dvelja við þá hugsun,
jafnvel þó að hún sé pynting, eins og hún er.
Ég hata að giftast undir slíkum kringumstæðum
og þá tegund kvenna, sem ég með því mundi
líkjast!“
„Mér sýnist það allt vera undir því komið,
hvort að þú heldur, eins og allir aðrir, að maður-
inn þinn sé dauður.“
„Já, það er langt síðan ég hætti að efast
um það. Ég veit vel hvað það er, sem að hefði
komið honum til að koma heim, ef að hann hefði
verið á lífi.“
„Jæja þá, frá trúarbragðalegu sjónarmiði
virðist ekki vera neitt því til fyrirstöðu, að þú
giftist aftur, eins og hver önnur kona, sem misst
hefir mann sinn ,eftir eitt ár; en því spyrðu
ekki séra Thirdly ráða um það hvernig að þú
eigir að snúa þér í þessu máli gagnvart hr.
Boldwood."
„Nei, þegar ég leita álits mér til upplýs-
inga, sem er fráskilið áliti sérfræðinga, þá leita
ég aldrei til þeirra manna, sem eru sérfræðingar
í því sérstaka atriði, sem um er að ræða. Ég
leita til prestsins þegar ég þarf á lögfræðilegum
upplýsingkm að halda — til lögfræðings í sam-
bandi við læknisfræðileg atriði — til læknis
þegar um viðskiptaleg atriði er að ræða — og
til þín þegar um siðferðileg mál er að ræða.“
„En þegar um ástamál er að ræða?“
„Til sjálfrar mín.“
„Ég er hræddur um að það sé eitthvað bogið
við þá hugsunarfræði,“ sagði Oak og brosti al-
varlega.
Bathsheba svaraði ekki strax, en sagði svo:
„Gott kveld, hr. Oak“ og fór.
Hún hafði talað hispurslaust, og hvorki
beðið um né vonast eftir öðru svari frá Gabríel
en því sem hún fékk. En innst í fylgsnum
hjarta síns fann hún til ofurlítilla vonbrigða
út af ástæðum, sem að hún sjálf vildi þó ekki
kannast við. Oak hafði ekki ymprað á því, að
hún yrði frjáls sjálfs hans vegna, svo að hann
gæti gifst henni sjálfur — hann hafði ekki
minnst á, að hann gæti líka beðið eins og hinn.
Það var nöðrustungan. Ekki svo að skilja, að
hún hefði léð slíkum orðum eða hugsunum eyra.
Nei, sussu nei, var hún ekki alltaf að segja
að slíkar framtíðarhugsanir væru óviðeigandi,
og var ekki Gabríel alltof fátækur til að láta
þær í ljósi við hana? En hann hefði mátt aðeins
ympra á hinni gömlu ástarþrá sinni og spurt
svona í gamni -og alvöru hvort að hann mætti
minnast á hana; það hefði verið fallegt og geð-
þekt, þó það væri ekki til annars en sýna hve
vingjarnlegt nei konnunnar getur stundum ver-
ið. En að gefa þessa köldu ráðleggingar — ein-
mitt ráðleggingarnar, sem að hún bað um —
svall í hug hennar allan eftirmiðdaginn.
LII. KAPÍTULI
Jólakveldið kom og heimboðið hjá Bold-
wood var aðalumræðuefni manna í Weather-
bury. Það var ekki sökum þess, að slík jóla-
heimboð væru ótíð í sveitinni, heldur hitt að
Boldwood skyldi halda það. Fréttirnar um það
höfðu einhvern hjárænulegan hreim, eins og
menn hefðu heyrt, að leika ætti boltaleik í
gangi dómkirkjunnar, eða að einhver velþektur
dómari hefði gerzt leikari. Að áformað væri
að gjöra heimboðið eins skemmtilegt og föng
væru á, gat enginn efast um. Stórir bunkar af
„Mistletoe“ villiblómum og reyrgrasi höfðu verið
sóttir út í skóg og fluttir heim til að skreyta
húsið með. Frá því klukkan sex um morguninn
og þangað til eftir miðjan daginn brunnu miklir
eldar í eldhúsinu, og á hlóðunum sásust katlar,
pönnur og pottar, sem verið var að sjóða,
steikja og baka í.
Það fór að líða á kvöldið og ljós var kveikt
í salnum, sem að stiginn ofan af loftinu lá ofan í
og öllu lauslegu var rutt úr honum, því þar
átti dansinn fram að fara. Tréð, sem átti að
halda eldinum lifandi í salnum um kveldið,
var neðri hlutinn af miklu tré, sem erfitt var
viðureignar — svo erfitt að það var hvorki
hægt að draga það eða velta því á sinn stað,
en fjórir menn voru að mjaka því inn með vog-
stöngum.
En þrátt fyrir þetta hvíldi einhver drungi
yfir öllum, leikgleði var hvergi sýnileg. Eig-
andi hússins hafði aldrei reynt neitt þessu líkt
áður, og það var nú gjört eins og öllum væri
það um geð. Áformuð gleðværð snerist upp í
nokkurs konar nauðsynjaþjónustu og allt fyrir-
komulagið var í höndum kaldlynds þjónustu-
fólks og það sýndist eins og skuggi læðast um
salina og herbergin og segði að allt þetta til-
stand væri húsinu og húsbóndanum óeðlilegt,
og þess vegna einskisvert.