Lögberg


Lögberg - 06.11.1952, Qupperneq 7

Lögberg - 06.11.1952, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952 7 Á sakamannabekk \ Framhald aí bls. 3 um þess að komast sem fyrst út að flugstöð. Við hrukkum upp við að bif- reiðarstjórinn hægði skyndilega á ferðinni, hemlaði. Hvað var að? Fram undan okkur voru tvö hlið, rammlega gerð, með nokk- urra metra millibili, harðlæst. Hvers vegna hafði þessum tálm- unum verið komið fyrir á veg- inum? Jú, það var auðvitað. — Flugvöllurinn var eitt fjöreggja hins unga ríkis, samkomulagið við nágrannanna bölvað, aldrei að vita hvenær Hindúar tækju upp á að senda skemmdarverka- menn einmitt þessa leið. Hér voru náttúrlega hermenn á verði, gráir fyrir járnum. Við biðum þess að þeir kæmu og rannsökuðu vegabréf okkar. Eftir all-langa dvöl tók bif- reiðarstjórinn að þreyta hornið. Ekki myndu nú óvinir ríkisins hafa slíkan hávaða uppi, enda hélt hinn friðsami afkomandi spámannsins áfram að æpa á flautu sína í stað þess að reyna að komast hávaðalítið á leiðar- enda. Menn tóku nú að gera að gamni sínu: „Ég kann bezt við þann, sem ætlaði gegnum skrá- argatið,“ heyrði ég Svía einn segja við samferðamann sinn, og er ég innti hann eftir, sagði hann mér söguna, en hún er á þessa leið: „Þrír eiturlyfjaneytendur komu að harðlæstri hurð. Sá, sem reykti ópíum, sagði: „Við skulum leggjast niður og bíða þess að hurðinni þóknist að opnast.“ Annar, sem var drukk- inn af víni, mæltir „Við mölvum okkur í gegn.“ Hinn þriðji, en hann reykti marihuana, sagði: „Ég skal smjúga í gegnum skráargatið.“ „Hvernig væri að fara út úr bif reiðinni og opna hliðið?“ spurði einn samferðamannanna.. „Það myndi kosta mig stórsekt eða tugthús,“ svaraði bifreiðar- stjórinn og hélt áfram að æpa. Þegar liðnar voru ýkjulaust tíu mínútur kom náungi rólandi utan úr myrkrinu. Hann var berfættur, skítugur, lausgirtur, svefndrukkinn. Þetta var varð- maðurinn. Hann var svo alsak- laus af að vera vakandi að við sannfærðumst um það, nokkrir Skandinavar, að hann myndi með beztu samvizku geta svarið það í dag við skegg spámannsins, að í nótt hefði hann hvorki opn- að hliðin fyrir friðsömum ferða- löngum, né Hindúum, klyfjuðum vítisvélum og tímasprengjum. „Hvers vegna hafið þið þessar tálmanir hér?“ spurði ég bifreið- arstjórann um leið og hliðið skall aftur að baki okkur. „Spyrjið mig ekki um það,“ svaraði hann. „Ég hef aldrei botnað neitt í því. Þá gátu hef ég aldrei ráðið.“ Það getur oft komið sér vel Ég sé að flestir farþeganna dotta og veit að enn er langt í land. Þess vegna er líklega bezt að ég dundi við það stundar- korn að reyna að reisa austræn- um embættismönnum ofurlítinn minnisvarða með því að segja söguna um það, er ég sat á saka- mannabekk Bangkokborgar. Ég byrja með aðdragandanum, til- dragelsi tugthússdyra: Nýlega stóðum við séra Jó- hann Hannesson við afgreiðslu- borð í skrifstofu ræðismanns Thailands í Hong Kong. Ég rétti #ungum og fremur þokkalegum pilti vegabréf mitt, og bréf frá afgreiðslumanni Braathens, þar sem gengið var í ábyrgð vegna væntanlegs ferðalags míns til Bangkok og þess óskað að mér yrði veitt leyfi til vikudvalar þar. Ungi, viðkunnanlegi piltur- inn leit á plöggin. Allt í einu belgdist hann allur út, horfði á mig eins og strangur dómari á illræmdan sökudólg og sagði: „ómögulegt. Þér fáið ekkert dvalarleyfi.“ Svo sneri hann í mig rassi og stikaði burt, þang- að sem hann hafði fyrr setið við skriftir, er við komum inn. Við tókum nú að biðjast skýr- inga. Strákur hreytti í okkur svörum, en öll voru þau á þann veg, að einhvern veginn var al- veg ómögulegt að sannfærast um að hann segði satt, án þess þó að beinlínis væri gerlegt að full- yrða að svo væri ekki, en alveg geðlaus maður, sem hefði getað sætt sig við hrokann, svo að ég ákvað að auðmýkja hann og sagði: „Má ég tala vlð ræðis- manninn sjálfan?“ „Upptekinn," svaraði strákur og hélt áfram að skrifa. Þetta var auðsjáanlega búið. Ég var afvopnaður, patt — heimaskítsmát. Jóhann, sem dundað hafði við að skrifa eitthvað á blað, rétti nú úr sér, og sagði af miklum myndugleik, næstum hrokafullt „Fáið ræðismanninum þetta strax!“ Strákur drattaðist að borðinu, tók við blaðinu og las. — Allt í einu rann honum allur hofmóður, og á einu andartaki varð hann aftur ljúfur og lagleg- ur afgreiðslupiltur, sem hneigði sig fyrir Jóhanni og skeiðaði með pappírsblað á fund síns herra. „Hvað skrifaðir þú á blaðið?“ spurði ég Jóhann. Hann glotti. „Ræðismaður Islands í Kína bið- ur viðtals. Það getur oft komið sér vel að bregða því fyrir sig, einkum þegar í hlut eiga þeir, sem betur hefðu mátt vera upp- aldir.“ Lögin — ekki með að spauga Dyr opnuðust og smávaxinn, miðaldra maður birtist. Hann hneigði sig djúpt, heilsaði virðu- lega, bauð til stofu. Þetta var sjálft hans ágæti, ræðismaðurinn í eigin persónu. Jóhann tók nú að skýra mitt mál og hafði uppi hin ágætustu lök fyrir því að Thailandi myndi áreiðanlega enginn voði búinn af vikudvöl minni. Er hann hafði flutt um þetta langt erindi og snjallt hóf starfsbróðir hans ræðu sína. Hann kvað það að vísu engum efa bundið að ég færi með friði, en hins vegar gæti hann ekki gefið mér dvalarleyfi, hann gæti sent skeyti til Bang- kok, þar sem mælt væri með að leyfi yrði veitt, en svar við því yrði áreiðanlega rúma viku á leiðinni, annað og meira væri ekki leyfilegt.* Hann sagðist al- búinn þess að taka þá ábyrgð á herðar sér að veita mér leyfi til þess að fara um Bangkok á leið til Evrópu, en það tæki einungis til tuttugu og fjögurra klukku- stunda og yrði ég að vera far- inn innan þess tíma, svo að allt væri löglegt, og er við þökkuð- um þetta fögrum orðum og af hrærðum hjörtum, en gátum þess, að mér hefði lukkast að komast til Hong Kong um Bang- kok, án þess að hafa þetta leyfi og hefði í huga að komast með sama hætti heim, þá var auð- sætt, að það var hvergi neitt það að finna innan ramma em- bættis hans, er gefið gæti honum tækifæri til þess að verða mér að liði. „Hvað gerist ef ég fer leyfis- laust?“ spurði ég. Ræðismaður Thailands saup hveljur, en er hann loks náði andanum kvein- aði hann: „Fangelsi, herra minn, fangelsi. Leyfislaust! Hamingjan hjálpi okkur! Það er óðs manns æði, voðinn vís!“ Svo sló ræðis- maðurinn út báðum höndum og setti upp ólýsanlegan angistar- svip: „Lögin mínir herrar. Þau eru ekki til að spauga með.“ Og þá urðum við líka angistarfullir gagnvart almætti laganna,, slóg- um út höndum, þar sem við stóð- um, og hneigðum okkur. Og þá hneigði ræðismaður Thailands sig fyrir okkur og við hneigðum okkur enn fyrir honum og í dyr- unum notaði litli, laglegi af- greiðslupilturinn tækifærið og hneigði sig djúpt fyrir Jóhanni. „Það er þó allur munur að hafa fengið að tala við siðaðan mann,“ sagði ég er út var komið, „og ég skil það vel eftir skýr- ingu hans, að fyrir mig er ekkert annað að gera en að hætta við þessa Bangkok-ferð.“ „Ekki er ég nú enn alveg viss um það,“ sagði Jóhann. Þessar reglur um veitingar dvalarleyfa í Bangkok eru þá hinar einu, sem eru án undantekninga hér í Austurlöndum. Förum aftur til Wallem.“ Við skýrðum norska afgreiðslu manninum frá erindislokum. Hann hlustaði á sögu okkar. Svo sagði hann stuttlega: „Þessi ræðismaður er líklega nýkom- inn hingað, regluþræll eins og margir nýliðar." Svo sneri hann sér að kínversku skrifstofu- stúlkunni og sagði: „Sendið af- greiðslu okkar í Thailand þetta skeyti MAGNÚSSON ÍSLAND NÆSTU FLUGFERÐ DVALARLEYFISLAUS VILL VIKUDVÖL BANGKOK. — Svo bætti hann við: „Þetta verður áreiðanlega í lagi. Þér farið á miðvikudaginn, eins og ráð var fyrir gert. Góða skemmt- un í B§ngkok.“ Bara venjuleg skriffinnska Réttri viku eftir þetta kom til mín einn hinna thailenzku að- stoðarmanna afgreiðslustjórans í Bangkok og sagði: „Lögreglan vill finna yður. Það er eitthvað í sambandi við dvalarleyfið. Ég hefi verið beðinn að fylgja yður til lögreglunnar klukkan hálf ellefu á morgun.“ Hver fjandinn var nú á seyði? Ég vissi ekki betur en að dvalar- leyfið væri skráð, skýrum stöf- um, í vegabréf mitt, og að lög- reglumaðurinn hefði einskis spurt, en dembt stimplinum yfir hálfa blaðsíðuna, skrifað eitt- hvað, — og svo var það búið. — „Uss, tölum ekki um það,“ hafði afgreiðslustjórinn sagt„ er ég spurði hvernig hann hefði farið að þessu, og þá spurði ég einskis framar, en reiknaði með að hann hefði þurft að „skvísa“ — múta, því að yfirleitt fæst ekkert þess konar nema fyrir „squeeze“, sem þykir nákvæmlega jafn sjálfsagt í Thailandi og heiðarlég fyrir- greiðsla annars staðar. „Þetta er ekkert, sem máli skiptir, ekkert nema venjuleg skriffinnska,“ sagði afgreiðslu- stjórinn, er ég hringdi til hans. „Við gleymdum að segja yður frá því, að þér áttuð að koma til viðtals á lögreglustöðinni dag- inn eftir að þér komuð. Segið einungis, að þér hafið ekkert um þetta vitað og biðjið afsökunar. Þá sleppið þér.“ í klóm lögreglunnar Þrátt fyrir þessar fullyrðingar var mér ekki beinlínis rótt, er ég gekk inn um aðaldyr lögreglu- stöðvarinnar klukkan nákvæm- lega hálf ellefu þriðjudaginn 26. ágúst. Myndu þeir nú ekki reyna að nota tækifærið til þess að gera mér einhverja skráveifu? Raunar var talið að hvergi í öll- um Austurlöndum væri vinveitt- ari þjóð okkur hvítum mönnum en í Thailandi, og enn sem komið var höfðu allir sýnt mér vin- semd, — en öryggislögreglan? Það var einhvern veginn ekki alveg nógu öruggt. Mér var vísað til lögreglufor- ingja, er sat við geysistórt skrif- borð. Ég nefndi nafn mitt, og rétti honum vegabréfið. Foring- inn gerðist allt í einu mjög þungbrýnn og ábúðarfullur og svo spurði hann: „Hvers vegna komuð þér ekki hingað, eins og fyrir yður var lagt?“ Ég gerði mig eins aumingjalegan og mest mátti verða og svaraði, klökkum rómi: „Ég vissi ekkert um það, minn herra.“ Löng og ískyggi- leg þögn meðan hann blaðar í vegabréfinu. Svo réttir hann það í áttina til mín, leggur það á borðið, styður vísifingri hægri handar einmitt á þá blaðsíðuna, þar sem leyfið mitt var skráð og segir: 9« „Þér eruð læs, er ekki svor* Jú, ekki áræddi ég nú beinlínis að þræta fyrir það, og sá ég að þarna stóð skýrum stöfum: Mæti hjá útlendinga- eftirlitinu 21. ágúst. „Drottinn minn,“ sagði ég og reyndi að fölna upp: „Þetta las ég aldrei.“ „Las ekki,“ át yfirvaldið fyrirlit- lega eftir mér, tók vegabréfið og lagði það ofan á skjalabunka á skrifborðshorninu. Svo tók það þrjár handskrifaðar folíósíður, sem voru á boðinu, hóf nú að yfirheyra mig um einstök at- riði ferðar minnar og skrifaði jafnóðum til viðbótar á blöðin, og þá varð mér ljóst að á öllum þessum þrem blaðsíðum var skýrsla um hinn óheyrilega af- brotaferil minn. Að lokinni yfir- heyrslu og skýrslugerð stakk foringinn vegabréfi mínu í skjöl in og sagði: „Annar herramaður þarf að tala við yður.“ Svo brun- aði hann á undan okkur, en við eltum eins og lömb, leidd til slátrunar. „Er það sá allra æðsti, sem við hittum næst?“ hvíslaði ég að fylgdarmanninum. „Nei, lið- þjálfinn fer bara með okkur til liðsforingjans,“ andaði hann í eyra mér. Og ég sem hélt í ein- feldni minni að þetta væri sjálft yfirvaldið. Rakinn afbrotaferill minn Skjöl á borði. Þungbrýnn yfir- maður. Aumur þræll skellir hæl- um. Sökudólgur hnígur í stól. Ný yfirheyrsla. Stuttar, snöggar spurningar, eins og skothvellir. Fylgdarmaðurinn túlkar því að yfirvaldið segist ekki tala ensku en geta lesið hana. Fyrirskipun gefin um að ég skrifi skýrslu, þar sem grein sé gerð fyrir öllum ferðum mínum, og einkum skýrð ástæðan til lögbrots míns. Ég settist nú við skýrslugerð þessa og endaði langt mál með afar a u ð m j ú k r i afsökunarbeiðni vegna yfirsjónar minnar, og var plagg þetta stílað til yfirmanns sakamálalögreglu staðarins. Heyrir minn tók nú ritsmíðina og þrílas hana vandlega mjög. Að því búnu tók hann að hand- skrifa á skjölin, þar sem allur af- brotaferill minn var rakinn, og skildist mér að4>ar væri hann að semja ptdrátt og gera tillögur í málinu. Að því búnu sagði hann, stutt og laggott: „Kapteinninn.“ svo reis hann á fætur, tók skjölin og vísaði mér að borði innar í salnum, þar sem maður nokkur sat, er saup kalt te, reykti vindl- inga og blaðaði í skjölum. Sá tók plöggin og bauð mér að sitja. Enda þótt hann léti sem ég væri alls ekki þarna, lengi vel, og héldi áfram að lesa, þá sann- færðist ég fljótlega um að þetta væri hinn alþýðlegasti herra- maður, einkum vegna þess að hann bauð mér vindling, sem ég neyddist þó til af afþakka. Hann tók nú að yfirheyra mig, ná- kvæmlega á sama hátt og hinir tveir, og er því hafði farið fram um hríð gerðist ég svo djarfur að vísa til skýrslu minnar. Varð það til þess að hann hóf nú að lesa skýrslu næsta undirmanns síns og hvarf frá yfirheyrslun- um. Svo handritaði hann á plögg mín all-langt mál, las það vand- lega yfir, sveiflaði því næst penna sínum í marga hringi, unz hann skrifaði einhverja ólæsi- lega þvælu, sem bersýnilega átti að tákna undirskrift hans. Svo ieis hann á fætur og fylgdi mér til einhvers manns, sem ég vissi ekki hvert embætti hafði, en sá tók strax við mér og hóf að kynna sér málavöxtu. Vitlausi endinn Þessi maður vírtist taka létti- lega á lögbroti mínu, og varð það til þess, að ég freistaðist til þess að gera að gamni mínu og sagði: „Það vill nú svo vel til, af ef ég verð gerður landrækur vegna þessa, þá er fyrsta ferðin, sem fellur héðan einmitt sú, sem ég ætla með.“ Þetta var of djarft teflt. Hið góðlátlega yfirbragð var allt á brott, og yfir þetta litla, smágerða og satt að segja fremur ógáfulega andlit, var komin einhver pr&ssnesk for- herðing, og nokkru síðar, er hann skipaði mér að undirrita eitt- hvert skjal, þá var ég alveg viss um að það væri játning þess að hafa verið með einhverjar flimtingar og ósæmilegan munn- söfnuð í sambandi við fram- kvæmd embættismanns hans há- tignar Phumiphol Aduldejs á lögum, er vörðuðu öryggi ríkis- ins, en ég þorði ekki annað en að undirskrifa, fullviss þess að í auðmýktinni lægi eina von mín til lausnar. „Það er sæti fyrir yður þarna á bekknum,“ sagði þetta háyfir- vald við mig, en við fylgdar manninn sagði hann: „Þér kom ið með mér til yfirmanns öryggis lögreglunnar.“ Svo hurfu þeir með vegabréf mitt og skjöl, en ég settist á sakamannabekk úti í horni. Þar voru, auk mín, tveir Indverjar, áreiðanlega misendis menn, kínversk ungmær, sem ég sá ekki betur en að hlyti að vera fróm jómfrú, og mér varð því ráðgáta hvert erindi ætti í þenna kvalastað, og svo miðaldra mað- ur, af mér ókennilegu þjóðerni, ljótur þrjótur með skaðbrennd- ar tennur*af beteláti, gat útlits síns vegna verið margeftirspurð- ur manndrápari. „Það er þokkalegur selskapur, sem þú, fyrrverandi löggæzlu- maðurinn, ert kominn í,“ hugs- aði ég, þar sem ég sat þarna á sakamannabekknum. „Þér hefði verið nær að trúa ræðismannin- um. Lögin, þau eru áreiðanlega ekki með að spauga, eins og hann sagði. Hér benda öll þau teikn, sem uppi eru, á einn stað, — tugthúsið. Ætti ég ekki annars að hlaupa burt? Nei, guð hjálpi mér. Ekki dugar það. Nógu illa er nú komið íslending, „þótt ég söðli ekki óhapp með glæp,“ eins og standa mun í Sturlungu. Nei, hér mun ég sitja og bíða míns sakadóms." Minn leiðsögumaður og hjálp arhella birtist allt í einu. „Þetta er allt í lagi. Þér megið fara,“ sagði hann, og bætti við: „Það hefir líklega verið byrjað á vit- lausum enda. Ég hefði átt að fara einn með vegabréfið beint til yfirvaldsins, því að það hefði á- reiðanlega klesst strax á það ein- hverjum stimpli.“ „En segið mér eitt, elskaði trú- bróðir og heiðraði herra. Hvern fjandann á öll þessi rekistefna að þýða? Hvers vegna allar þessar ofsóknir, stimpilæði, þvarg og skýrslugerðir?“ „Spyrjið mig ekki um það,“ svaraði hann. „Þá krossgátu hefi ég ekki getað leyst. Það er kaball, sem aldrei gengur upp. Þess vegna er ég kurteis og þol- inmóður við embættismennina meðan þeir eru að leita að ein- hverjum lagakróknum til þess að festa skjólstæðinga mína á. Takist það ekki er allt vel, en ef þeir finna hann þá vitum við að það kostar „squeeze." Svona er þetta hérna austur- írá hjá okkur. En segið mér: hvernig er þessum málum háttað heima hjá yður?“ —VISIR, 20. sept. Minningarorð Sunnudaginn 12 október s.l. andaðist Elín Hjaltalín á sjúkra- húsi í Bellingham. Hafði hún verið þar nokkrar vikur þungt haldin, er dauðann bar að. Elín sál. var dóttir hjónanna Sigurðar Runólfssonar og Krist- ínar Jónsdóttur, á Akureyri, og þar fæddist hún 13. júlí 1871. Faðir hennar lézt í sjóslysi, þeg- ar hún var ungabarn, en hún ólst upp hjá tveimur föður- systrum sínum. Til Ameríku kom hún 1891. Dvaldi þar hjá móður sinni í grend við Mountain, þar til hún, árið 1893, giftist Hirti Hjaltalín. Býr hann á Mountain, N. Dakota. Fjölskyldan fluttist til Bell- ingham, Wash., árið 1913, og bjó Elín þar síðan, þangað til hún flutti að Stafholti í Blaine árið 1949. Börn þeirra hjóna búa flest í Bellingham og þar í grend. Er Síg. Hjaltalín, hinn vinsæli borgarstjóri í Bellingham, eitt þeirra. Börn þeirra eru öll hið myndarlegasta fólk. Lifa hina látnu líka mörg barnabörn, og tvö systkini, sem heima eiga á Mountain. Elín var vel gefin kona og bók- hneigð. Þrekmikil manneskja var hún, og bar sjúkdómsstríð sitt með hugprýði. Hún var kát, fyndin og fjörug í viðræðum. Góðgjörðasöm var hún líka og velviljuð, og naut góðra vin- sælda í Stafholti; var hún þar frá árinu 1949 þar til hún varð að fara á sjúkrahúsið í haust, þar sem hún andaðist. Jarðarförin fór fram frá West- ford útfararstofunni í Belling- ham. J. Samúelson söng tvo fagra söngva. Séra H. Sigmar frá Blaine flutti kveðjumálin. — Hún var lögð til hvíldar í fögrum grafreit í Bellingham. H. Sigmar FOR. FASTER LONG DISTANCE SERVICE CML BY NUMBEk / Hvenær, sem þess er kostur skulið þér gefa firðsímaþjóninum hið rétt§ símanúmer þess, er þér hringið til — þetta auðveldar og flýtir fyrir afgreiðslu. Ef þér munið eigi númerið — skrifið það hjá yður, er síma- þjónninn segir yður frá því, svo þér getið hindrunarlaust símað næsta sinn. Haldið ávalt skrá yfir þá, er þér þurfið að ná til í firðsíma — og fáið yður með því betri — og fljótari — afgreiðslu! mnniTOBR TEhEPHORE sysiEm kEMEMBER-MTES ARE LOWER OULOHG DíETANCE CAUS BETWEEH 6m&43°AM AA/D ALL DAY WWDAY !

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.