Lögberg - 15.01.1953, Side 2

Lögberg - 15.01.1953, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. JANÚAR, 1953 Almenningur í Rússlandi eftir 35 ára stjórn kommúnista AMERISKUR blaðamaður hefir átt tal við fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Moskva, um það hvert sé viðhorf almenn- ings í Rússlandi nú á dögum. Spurði blaðamaðurinn fyrst hvort rótgróið hatur væri meðal almennings í garð Bandaríkj- anna. — Ekki verður það sagt. En með sífelldum rógi og áróðri reynir stjórnin að sverta Banda- ríkjamenn í augum almennings. Og það sjaldan maður nær tali af rússneskum manni, eru þetta vanaspurningarnar: Hvers vegna eruð þið að koma nýrri styrjöld á stað? Hvers vegna eruð þið svo fjandsamlegir í garð okkar? Hvers vegna hófuð þið stríðið í Kóreu? Þetta stafar af því, að stöðugt síðan 25. júní 1950 hefir stjórnin hamrað það inn í almenning, að Suður-Kórea hafi farið með stríði á hendur Norður-Kóreu og Bandaríkin hafi sent þangað her- lið til þess að hefja þessa árásar- styrjöld. Það er nokkurn veginn víst, að allur almenningur í Rússlandi trúir því að stríðið í Kóreu sé Bandaríkjunum að kenna. Þrátt fyrir þetta hygg ég að margir Rússar muni undir niðri vera Bandaríkjunum þakklátir fyrir hjálpina, sem þeim var veitt með láns- og leigulögunum, enda þótt stjórnin hafi hvorki þakkað hjálpina, né staðið í skilum með endurgreiðslu. — Óttast almenningur fanga- búðirnar? — Almenningur í Rússlandi verður að gæta þess vel hvað hann segir. Hver maður verður að forðast eins og heitan eldinn að fara út af þeirri „línu“, sem stjórnin hefir sett. Og þetta er vandasamt, þar sem „línan“ er alltaf að breytast. En það kemur þó fyrir að mönnum rennur í skap, eins og til dæmis þegar stjórnin skipar svo fyrir að allir íbúar í einhverju þorpi skuli fluttir þaðan, vegna þess að þar á að hefja einhverjar framkvæmd- ir. Þá kemur það fyrir að einhver vesalingur fær ekki orða bund- izt. Hann er gripinn hispurslaust og settur í fangabúðir og jafnvel öll fjölskylda hans líka. — Býst almenningur við því, að stríð skelli á? — Rússnesk alþýða hefir jafn- an elskað land sitt. Það hefir ljóslega komið fram í fyrri styrj- öldum. Þetta notar stjórnin í á- róðri sínum. Alltaf eru blöð og útvarp með fullyrðingar um það, að erlend ríki ætli að sölsa undir sig rússneskt land og nátt- úru auðlindir þess. Þau segja að kapitalisminn á Vesturlöndum sé einráðinn í að leggja Rússland í rústir, og þetta hefir sín áhrif á fjöldann, og ég held mér sé óhætt að segja að nokkur stríðsótti sé meðal almennings, verkamanna og eldra fólks í borgum og fólks í þeim héruðum, þar sem stríðið geisaði seinast. — Telja Rússar fylgiríkin jafn- ingja sína? — Þrátt fyrir margar fjálg- legar umsagnir blaða og útvarps um jafnrétti þá er litið niður á fylgiríkin. Menn hafa ekki gleymt því að sum þeirra gerðu bandalag við Hitler gegn Rúss- um. Sérstaklega er mönnum lítt gefið um Rúmena, sem kallaðir eru „músikantar“ í óvirðingar- skyni, Og menn hafa líka illan bifur á Ungverjum, og yfirleitt eru þjóðirnar í fylgiríkjunum taldar standa skör lægra en Rússar. Þetta á þó ekki við um Kína. Allir telja að þaðan sé mikils liðs von, og almenningur er mjög hrifinn af því að Kín- verjar skyldi senda „sjálfboða- liða“ til hjálpar Norður-Kóreu- mönnum. Stjórnin hyggur gott til að fá „ódýran vinnukraft“ frá Kína — en því er ekki hreyft opinberlega. — Má alþýðan hlusta á út- varp? — Útvarpstæki eru á boðstól- um í Rússlandi, en þó af skorn- um skammti og mjög dýr. Þetta eru góð tæki, sem hafa allt að 15 lampa, en þau kosta um 1200 rúblur (það er um 500 ísl. kr.). En það er ekki ætlazt til þess að almenningur sé að kaupa slík tæki. Hann á að hlusta á útvarp frá hátölurum, sem stjórnin hefir alls staðar komið fyrir á al- mannafæri. En samt verður stjómin að hafa útvarpstæki til sölu. Hún verður að koma áróðri sínum og fyrirskipunum til þjóð- arinnar með útvarpinu. Og það er svo sem engin hætta á að menn geti stolizt til þess að hlusta á annað útvarp. Menn hafa hvergi afdrep til þess, því að alls staðar er fólki kakkað saman. Sjónvarp hafa þeir í Moskva og er það aðallega rekið í áróðurs skyni, en þó koma þar stundum sýningar úr leikhúsum. — Hvernig er með kirkju- málin? — 1 lok stríðsins voru guðs- þjónustur aftur leyfðar, en patrí- arkanum (yfirmanni grísk- kaþólsku kirkjunnar í Rúss- landi) og prestum var harðlega bannað að skifta sér af stjórn- málum eða gagnrýna gerðir stjórnarinnar. Meðan prestarnir gæta þessa, mega þeir prédika. En eins og þér vitið sjálfsagt, ■þá afneita allir flokksbundnir kommúnistar guði. Og vegna þess að flokkurinn hefir ótak- markað vald yfir alþýðunni, þá áleit stjórnin óhætt að leyfa kirkjugöngur. En hún hefir vak- andi auga á öllu, sem þar er sagt. Það er aðallega eldra fólkið, sem sækir kirkju. Þó fara fram hjónavígslur og skírnir, og þetta færist t aukana. Og mér er nær að halda að trúarlíf muni glæðast aftur í Rússlandi. — Er rússnesk alþýða frjáls ferða sinna? — Það ferðast enginn í Rúss- landi að eigin vild. Og fyrir al- þýðu er það útilokað, því að hver maður verður að skila ákveðnu verki á hverjum degi. En hafi einhver unnið sérstaklega vel, ef hann hefir sótt vel áróðursfundi og hrópað stjórninni lof hátt og lengi, þar sem það á við o. s. frv., þá getur skeð að honum verði leyft að fara á hvíldarheimili suður við Svartahaf, við Eystra- salt eða í Mið-Asíu. En þetta skeður því aðeins að menn gæti stöðugt orðs og æðis, því njósnað er um hvern mann. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK II — Hvað er um alþýðumennt- un að segja? — Börn eru skólaskyld frá 7—11 ára aldurs. Þá taka við al- þýðuskólar, en þangað geta hinir fátækustu ekki sent börn sín. Úr þessum skólum eru börn rekin miskunnarlaust ef þau eru ó- stýrilát, ef þeim fer ekki nógu vel fram eða eru hyskin, eða gleyma því að dást að foringjan- um eða stjórninni. En þegar 'til háskólanna kemur, þá er vand- lega vingsað úr eftir pólitísku sjónarmiði. Kennslan er yfirleitt pólitísk, en þeir sem velja sér vísindagreinar verða að læra að halda sér saman. — Hefir almenningur aðgang að bókasöfnum? — Til eru nokkur alþýðubóka- söfn, en hin helztu þeirra, svo sem Leninsafnið í Moskva, eru ekki opin fyrir almenning. Menn verða að fá sérstakt skilríki til þess að mega koma á þau söfn. Út um landið eru léleg bókasöfn fyrir almenning í áróðursstöðv- um stjórnarinnar. — Þess er vandlega gætt að í söfnum þess- um séu ekki aðrar bækur en þær, sem lofsyngja kommúnism- ann, flokkinn, Lenin og Stalín. — Hvernig eru húsakynni al- mennings? — Húsakynni í Rússlandi fara eftir því hver maðurinn er. Hátt- settir flokksmenn, herforingjar, vísindamenn, viðurkenndir rit- höfundar og jafnvel annálaðar dansmeyjar, eru ekki á flæði- skeri. Þeim eru fengnar 4—5 herbergja íbúðir á bezta stað, jafnvel upphitaðar og stundum fylgir bíll og bílstjóri. En almenningur verður að láta sér nægja sambýlishús, þar sem hverjum manni eru ætluð 10 fer- fet af gólfi. Enginn fær ráðið neinu um það hvar hann býr, né með hverjum hann býr. Yfir- völdin ráða því hvar hver maður skal eiga heima, og vei þeim, sem hefir nokkuð við það að athuga. Þarna skiftast menn á að elda mat sinn, sópa gangstéttina fyrir framan húsið á sumrin og moka snjó af henni á vetrum. Og um annað verða menn að koma sér saman. — Hvað um stéttaskiptingu í Rússlandi? — Frá ómunatíð hefir verið mikill stéttamunur þar. Og þessi stéttamunur er þar enn. Það er aðeins orðaglamur þegar talað er um hið „stéttlausa ríki“. — En meðal almennings virðist ekki nein öfundsýki út af betri húsa- kynnum, betri klæðnaði og meira frjálsræði yfirstéttanna. Á viss- um stöðum hafa heldri menn engin sérréttindi, svo sem í leik- húsum, strætisvögnum og neðan jarðarlest, nema ef um liðsfor- ingja er að ræða. Með þessu er ryki slegið í augu almennings, svo hann verður þess ekki var að sífellt vex bilið á milli hans og æðri stéttannð. —Lesb. Mbl. VÖKUDRAUMAR Eftir JÓNBJÖRN GISLASON FRAMHALD Einstöku menn munu vera svo æfintýragjarnir, að þá fýsir að lifa æfi sína upp aftur, að sjálf- sögðu með það fyrir augum að fækka misstígnu sporunum og fjölga þeim happadráttum, sem heimurinn hefir á boðstólum. Allan þorra manna mundi þó skorta hugrekki til að hefja þá pílagrímsgöngu á nýjan leik, enda vonlaust að geta nokkru um breytt við sömu skilyrði hið ytra og innra, vegna þess að sama hugarfar og sömu kringumstæð- ur mundu skapa sömu lífsstefnu og sama niðurlag að lokum. Marga hefi ég heyrt afsaka óhöpp sín og mistök með þeirri röksemd, að þeirra sjálfra sé í raun og veru ekki sökin, því þeir fái engu um þetta ráðið, þetta séu alt örlagaþræðir, ofnir og knýttir af einhverjum æðri mátt- arvöldum, sem ekki leyfi nein gönuskeið eða aukaspor út fyrir afmarkaða línu; allir atburðir stærri og smærri séu fyrirfram óraskanleg forlög; þeir gefa sjálf- um sér ftdla syndakvittun fyrir fram og skelli allri skuldinni á eitthvert ímyndað vald, sem, ef til væri, hefði ef til vill ekki verið kunnugt um tilveru þeirra og þess vegna látið þá gjörsam- lega afskiftalausa. Sennilegra virðist að hver og einn sé sinnar eigin gæfu eða ógæfu smiður, eins langt og það nær; en vissulega eru þar ýms ljón á veginum, sum vegna vönt- unar einstaklingsins á framsýni og spámannlegum hæfileikum og sum af völdum ríkjandi þjóð- skipulags sem tíðum hefir sín óska- og olnbogabörn. Hinn bjartsýni æskumaður, er lífsglaður og öruggur, leggur land undir fót, sér allan heim- inn framundan, baðaðan róslit- uðu geislaflóði, sem æskan ein getur framkallað og málað. Ótal vegi er um að velja og allir hljóta þeir að liggja til Róm. Honum sýnist öll framsýn og stefna svo hnitmiðuð og auðveld að hann kennir jafnvel vonbrigða. Hann einmitt þráir að mæta hættum og torfærum svo tækifæri gefist að prófa krafta sína og hugrekki. Hann vill borga fullu verði þann bróðurhluta, sem honum er ljóst að í hans skaut fellur af þessa heims dásamlegu gæðum. Hann veit sig tilheyra bræðralegu þjóðfélagi, þar sem enginn geng- ur á annars hlut; hann verði að- eifts að vinna fyrir sínum bróður- hlut með ráðvendni, dugnaði og þrautseigju. Slíkir eru draumar æskunnar. Brátt verða á vegi hans marg- víslegar krossgötur og öll hans tímanlega velferð veltur á vali hans á vegum í það eða hitt skiftið. Við fyrstu sýn eru allar þessar götur hver annari líkar, og vera má að val hans í þeim efnum fari ekki ætíð eftir dóm- greind hans eða meðfæddum hæfileikum, heldur augnabliks áhrifum, en virðist í fljótu bragði lítinn mun gjöra, en geta orðið all-áhrifaríkt er stundir líða fram. Sumir þessir greiðfæru vegir verða smám saman að þröngum og ógreiðum götuslóðum, er hverfa síðast með öllu í hinum illræmdu Illugiljum, Göngu- skörðum og Svörtuloftum, þar sem margur góður drengur hefir orðið úti, dagað uppi eða fallið fyrir björg. Lítið er til minnis um þá, því þau fáu spor, er þeir áttu, hefir sandur tímans fylt og jafnað yfir að fullu og öllu. Hvað skorti hér á til fullnæg- ingar á framsóknarþrá þessara ungu manna? Var vöntun á leið- sögn úr foreldrahúsum ástæðan? Voru þverbrestir í skapgerð þeirra, var stefnufesta þeirra og einbeitni ekki nægileg eða sam- ræmandi við eldmóð æskunnar er þeim bjó í brjósti? Skorti þá nægilega hörku og óbilgirni til að ryðja sér til rúms við nægta- borð alheimsgæðanna, þar sem öllum er þó ætlað sæti, sam- kvæmt mannúðar- og siðgæðis- lögum? Öll okkar veraldlegu viðskifti eru ein þráðlaus glíma og fang- brögð upp á líf og dauða, um þátttöku í gæðum þessa heims. Sagt er að vísu að þar gildi vissar reglur og glímulög, en hræddur er ég um að glímudómarinn líti stundum undan þegar viss brögð eru notuð, er verða þeim óglímn- ari og máttarminni að falli. öll- um er þátttaka heimil, en hér fer sem oftar, að margir eru kall- aðir en fáir útvaldir. Sigurveg- ararnir verða að lokum örfáir úr- vals glímu- og kraftamenn, er horfa sigri hrósandi yfir raðir fallinna andstæðinga, meira og minna lemstraðra. I æsku minni var refskák tölu- vert í afhaldi meðal unglinga og vaxinna manna, þá var hún að- eins saklaus skemtun og dægra- stytting, en vegna verðleika sinna í byggingu og formi, hefir henni verið lyft upp í hærra veldi. Tófan er að vissu ein, en hún er bæði grimm og slæg; lömbin eru mörg en þau eru bæði saklaus og heimsk, og því endar leikurinn ætíð á sama veg, ef kænlega var á haldið. FramhaXd Tvö merk framhaldsrit Úr fylgsnum fyrri aldar II. og Brim og boðar II. Sysiurforlögin Iðunnar- og Draupnisúigáfan hafa nýlega seni 6 nýjar bækur á markaðinn. íslenzkir listamenn taka þétt í alþjóðalistkeppni. Fyrir einu ári áformaði sam- bandið að efna til samkeppni milli allra þjóða, og skyldi gera uppkast að myndhöggvaraverki, er hugsað var til skreytingar fyr- ir einhverja alþjóðastofnun. Hugmynd sú, er vinna skyldi eftir, var: „Hinn óþekkti póli- tíski fangi.“ — Stærð frummynd- ar mátti ekki vera meiri en 50 centimetrar. Skyldi tilkynna þátttöku fyrir 31. marz 1952. Vegna óska og mjög mikillar þátttöku í upphafi var fresturinn framlengdur, og ákveðið að sýn- ingin yrði opnuð í ársbyrjun 1953. I bréfi frá sambandinu var nánar vikið að tilhögun sýning- arinnar, og verðlaunum. Var bréfið undirritað af formanni sambandsins A. T. Koloman og fleirum úr stjórninni. Gert var ráð fyrir að einungis 80 frummyndir yrðu sýndar, og væru þær valdar af 9 manna dóm nefnd — í henni áttu sæti menn frá öllum heimsálfum og stór- veldunum og átti að taka til dóms allar liststefnur. Allar þær myndir sem valdar yrðu á sýninguna áttu að fá verðlaun, frá 25 pundum enskum til 3,500. Sá myndhöggvari er valinn yrði til að móta minnis- merkið fengi þá 4,500 ensk pund (yfir 200 þús. ísl. kr.). Eru það einna hæstu verðlaun, er veitt hafa verið fyrir listaverk svo vitað sé. Vitað er að þúsundir mynd- höggvara hafa sent myndir til keppni þessarar, og að keppnin verður hörð. 4 íslenzkir mynd- höggvarar munu hafa sent myndir: Ásmundur Sveinsson, Guðmundur Einarsson, Gerður Helgadóttir, Sigurjón Ólafsson. Hefir myndunum nú verið pakk- an og þær sendar áleiðis til Lon- don, þar sem sýningin skal fram fara. —VISIR, 11. des. Merkastar þessara bóka er seinna bindið af hinu mikla ævisagnariti séra Friðriks Eg- gerz „Úr fylgsnum fyrri aldar“ og nýtt bindi af „Brim og boð- ar“, en það eru frásagnir af sjóhrakningum og svaðilförum. „Úr fylgsnum fyrri aldar“ er sennilega eitt viðamesta ævi- sagnarit Islendinga á 19. öld, sem enn hefir komið út á prenti, en bæði bindin eru sem næst 1000 blaðsíður, þéttprentaðar. Báðar aðalsögupersónur bók- arinnar, en það er höfundurinn og séra Eggert faðir hans voru málafylgjumenn miklir, mjög við deilur riðnir og ódeigir til stórræða. Höfundurinn er ó- myrkur í máli um samtíðarmenn sína og finnst þeir a. m. k. sumir hverjir, ekki vera neinir englar. Hann segir ágætlega frá og málfarið ramíslenzkt og þrótt- mikið. En auk þess sem þarna ræðir um samtíðarmenn höfund- arins og deilur hans við þá eru dregnar upp skýrar og lifandi þjóðlífs- og þjóðháttamyndir, sem hafa menningarsögulegt gildi um alla framtíð. — Jón Guðnason skjalavörður bjó rit þetta undir prentun. I hinu nýja bindi af „Brim og boðar“ eru 17 frásöguþættir af sjóhrakningum, svaðilförum og öðrum atburðum, sem á einn eða annan hátt snerta líf og starf ís- lenzkra sjómanna. Þættirnir eru þessir: Jól á Halamiðum eftir Sæmund Ólafsson, Skammdegis- róður frá Seyðisfirði um síðustu aldamót eftir Sigurð Helgason, Með Goðafossi eldra frá New York í Straumnes eftir Jónas Þorbergsson, Sjóhrakningurinn frá Höfðasandi eftir Þórberg Þórðarson, Björgun í Horna- fjarðarós eftir Eirík Sigurðsson, Noregsför á s.s. Auróru eftir Sig. Helgason, Laura strandar eftir Lúðvíg C. Magnússon, Englands- ferð með Snorra Sturlusyni eftir Árna Vilhjálmsson, Ferð milli Fjarða eftir Stefaníu Sigurðar- dóttur, Mótorkútterinn Fönix í maígarðinum mikla 1922 eftir Sig. Helgason, Vélbátur talinn af eftir örnólf Thorlacius, Brim á Stokkseyri eftir Sig. Heiðdal, Brotsjór á Halanum eftir Jón Gunnarsson, Frá Guðmundi í Bæ eftir Þorstein Matthíasson, Ofsaveður við Austurland í páskavikunni 1918 eftir Eirík Sigurðsson, Völt er skeið og við- sjál Dröfn eftir Guðm. G. Haga- lín og loks Köld er vist á eyði- skeri, skrifað upp eftir handriti á Landsbókasafninu. Rit þetta er nær 300 bls. að stærð, prentað á góðan pappír og prýtt mynd- um. Sig. Helgason rithöfundur bjó það undir prentun. Þriðja bókin heitir „Ævintýra- legur flótti" eftir Eric Williams, en Hersteinn Pálsson ritstjóri hefir íslenzkað hana. Segir bókin frá ævintýralegum flótta tveggja brezkra liðsforingja úr þýzkum fangabúðum á styrjaldarárunum og er frásögn og atburðarásin öll svo spennandi að bókin varð metsölubók 1 enskumælandi löndum og komu 10—20 útgáfur af henni á örfáum vikum í London. Fjórða bókin „Fluglæknirinn“ eftir hinn vinsæla höfund Frank G. Slaughter, er 6. bókin, sem Draupnisútgáfan gefur út eftir þennan höfund og er það næg sönnun fyrir vinsældum hans. Andrés Kristjánsson blaðamað- ur íslenzkaði bókina. Loks eru tvær barna- eða unglingabækur. Ævintýradalur- inn eftir Enid Blyton, bráð- spennandi og skemmtileg ungl- ingasaga með fjölda mynda, Sigr ríður Thorlacius íslenzkaði hana. Hin bókin „Sjö ævintýri“ er fyrir yngstu lesendurna, í sönnum ævintýrastíl úr ríki dýr- anna. Hún er prýdd fjölda mynda og sumum þeirra lit- prentuðum. Guðmundur M. Þor- láksson þýddi og endursagði. —VISIR, 10. des. C0PENHAGEN Bezta munntóbak Keimsins Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.