Lögberg - 05.02.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.02.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. FEBRÚAR, 1953 * Nylonvörpurnar hafa gefið þrefalt betri veiðiárangur heldur en hamp- og bómullarvörpur Ræíl við M. MAURICE BONBEKE um nýjungar á sviði neiagerðar Fyrír nokkrum dögum kom hingað til baejarins franskur maður, að nafni Maurice Bon- beke, flugleiðis frá París um Kaupmannahöfn og Prestwick. Mbl. hitti hann snöggvást að máli og átti við hann stutt sam- tal um komu hans hingað. Nýkominn frá Spáni og Poriugal Hefir hann einnig nýlega verið á ferð um Spán og Portugal, gerður út af fyrirtæki því, sem hann er starfsmaður hjá í Wer- vicq, borg einni í Norður-Frakk- landi, skammt frá Lille. Þetta er hlutafélag, „Cousin Fréres“ heitir það og rekur mjög umfangsmikla framleiðslustarf- semi. Það er meira en hundrað ára gamalt og nemur hlutafé þess í dag 303 milljónum franka og 1400 verkamenn eru starf- andi í verksmiðjum þess. Starf- semi félagsins hefir frá upphafi miðast aðallega við vefnað og netagerð alls konar og hefir það á síðari árum haft forgöngu um merkar rannsóknir á möguleik- um nylons til flotvörpu gerðar og reyndar til fiskinetagerðar yfirleitt. Hafa nylonvörpurnar þegar skilað prýðilegum árangri, svo að vænta má, að þær muni eiga mikla framtíð fyrir sér. — Eftir þeirri reynslu, sem fengin er af nylonvörpunum, segir M. Bonbeke, er sýnt, að þær muni valda byltingu í fisk- veiðum í náinni framtíð. Athug- anir, byggðar á margra ára ná- kvæmum og vísindalegum til- raunum, hafa leitt í ljós, að nylon hefir marga óyggjandi kosti fram yfir hamp og bómull til neta- og vörpugerðar. Nylon er sterkast Nylonþráður af sama gildleika og bómullarþráður er næstum því fjórum sinnum sterkari, þ. e. togþol bómullarþráðar svarar 4,5 kg. þunga en nylonþráður af sama gildleika og lengd 17 kg. Hið mikla togþol nylonþráðar- ins gerir fært að hafa vörpurn- ar miklu fínni en tíðkazt hefir hingað til og um leið síður sjáan- legar í sjónum. Auk þess er nylonþráðurinn háll, laus við alla ló og trunsur, svo að hann rennur létt og mótstöðulaust í sjónum, en það eykur augsýni- lega veiðihraðann og sparar véla orku skipsins. Þannig geta smærri skip notað mun stærri vörpur en ella. Ef miðað er við 100 metra langan þráð og tveggja hnúta hraða þarf 5,150 kg. drátt- arafl til að draga nylonþráð, sem er 0,9 mm. gildur en 7,80 kg. til að draga bómullarþráð, einn mm. að gildleika. Nylonvörpur Jyrirferðarminni Annar kostur nylonneta er sá, að þau eru þrisvar sinnum létt- ari og þrisvar sinnum fyrirferð- arminni en venjuleg net. Þaji taka því minna rúm og eru auð- veldari í meðförum. Þau þrútna ekki í vatninu og eru ávalt reiðu búin til notkunar. Það hefir stundum verið haft á móti nylon vörpunum, að þær væru of dýrar, en slíkt er misskilningur. Þær eru seldar eftir 'þunga og kosta um það bil jafnt og venju- legar vörpur af vandaðri gerð, auk þess,%em hinir mörgu kostir þeirra gera fiskveiðanar stór- kostlega miklu arðvænlegri. Hafa reynzt veiðimönnum vel — Hafa þessar vörpur reynzt vel til síldveiða? — Já, mjög vel. Norðmenn hafa þegar um nokkurt skeið notað þær og lokið á þær miklu lofsorði. Samkvæmt athugunum, sem norska fiskimannasamband ið gerði fyrir um þremur árum síðan reyndist veiðiárangurinn þrisvar sinnum betri, er nylon- vörpur voru notaðar heldur en þar sem þær venjulegu voru annars vegar. — Nokkrar aðrar nýjungar? — Ekki sem mig og fyrirtæki mitt varðar sérstaklega. Hins vegar veit ég til, að uppi er á teningnum ný kæhaðferð í fiski skipum. Sjó er dælt inn í skipið á meðan það er við veiðar og fiskurinn frystur jafnóðum í honum. Hefir þessi aðferð gefizt ágætlega. Miklar framfarir í fiskeiðum Frakka — Hvað er að segja um fisk- veiðar Frakka í dag? — Stórstígar framfarir hafa orðið á sviði franskra fiskimála á síðari árum. Fiskiflotinn hefir verið aukinn og bættur að mikl- um mun, radartækjum komið fyrir í öllum fiskiskipum og víð- tækum rannsóknum haldið uppi á möguleikum á bættum aðferð- um og afkomu í veiðiskap og útgerð. Má segja, að Frakkar standi framarlega á þessu sviði, sem sjá má m. a. af því, að Boulogne í Frakklandi er stærsta fiskihöfnin á meginlandi Ev- rópu.- — Heyrðuð þér í Frakklandi minnzt á landhelgisdeilu okkar við Breta? — Ég er lítt að mér um þau mál. Franskur viðskiptamaður hefir yfirleitt að reglu að seilast ekki inn á þau svið, sem starfi hans eru ekki beinlínis viðkom- andi. Möguleikar á auknum viðskipt- um Frakka og Xslendinga Hins vegar teldi ég ekki óeðli- legt, að þessi déila og samdrátt- ur sá í viðskiptum íslendinga við Breta, hlýtur að hafa í för með sér, að minnsta kosti á með- an hún er enn óleyst, mundi leíða til aukinna viðskipta milli íslands og Frakklands. Við erum reiðubúnir til að kaupa af ykkur fisk og annað, sem þið hafið á boðstólum og bjóðum ykkur góðar og smekklegar vörur í staðinn. Ég vona, að för mín hingað geti ef til vill leitt til viðskipta á milli „Cousin Fréres“ og íslenzkra útfvegsmanna í framtíðinni. — Hvernig lýst yður á höfuð- borgina okkar? — Vel, og ekki bjóst ég við hlýrra veðri í Reykjavík heldur en í París, en sú hefir nú samt raunin orðið. Veturinn í Frakk- landi, það sem af er, hefir verið óvenju harður, með snjóum og frosti, þar sem Island virðist þvert á móti hafa orðið óvenju vel úti í ár. —Mbl., 28. des. Æskuvinur minn látinn Fyrir nokkru síðan sendi vinur minn, Halldór Sigurðsson í Seattle-borg, mér úrklippu úr Seattle-blaði, er sagði frá láti Olgeirs Helgasonar, þar í borg, í flugslysi, er skeði nálægt Tocoma í Washington-ríki, 21. desember-mánaðar. Hann var á ferð með eiganda flugvélarinnar, Mr. Stephen Boyd. Tveimur árum áður hafði Mr. Boyd eign- ast þessa flugvél, og höfðu þeir vinirnir, við hentugleika, notað hana til skemtiferða. Ofsastorm- ur hefir víst orsakað slysið; báðir biðu þeir bana. Olgeir var sonur þeirra hjón- anna Helga Einarssonar og Kristjönu Olgeirsdóttur. Heimili þeirra á íslandi var í Seyðis- firði. Þar fæddist Olgeir árið 1868. Fjölskyldan kom vestur árið 1883 og settist að í Winni- peg. Aðrir synir þeirra hjóna voru Gunnlaugur, lengi kjötsali í Winnipeg, Oddgeir, Jens og Jónas. Allir höfðu þeir kvatt á undan Olgeiri. Ég naut vinsemdar þessa manns, sem nú kvaddi, í þremur borgum. Fyrst þeirra var Win- nipeg. Við vorum þar unglingar, nokkuð á sama reki, hann einum tveímur árum eldri en ég. Við vorum mikið saman á þeim ár- um, í kirkjunni og öðru félags- lífi unga íslenzka fólksins í Win- nipeg, hittumst oft, og höfðum sameiginleg áhugamál. Lund hans var hrein, vinsemd hans einlæg. Hann lagði gott til mála og kynti sig frábærlega vel. All-mörgum árum seinna, árið 1896, fór ég í prestaskóla suður í Chicago. Þá var hann kominn þangað fyrir nokkru. Þar einnig, þau þrjú árin, sem ég dvaldi í þessari borg, notaði hann tæki- færið að vera mér unaðslega góður. Hann hafði þá ágæta stöðu á auðmannsheimili. Með fjölskyldunni hafði hann ferðast til Norðurálfunnar. Framkoma hans ávann honum ávalt bæði vinsemd og traust, og var hann í góðum metum hjá þessu fólki. Hann gjörði mér til ánægju og aðstoðar alt sem honum var unt. Hans fallega göfuga sál flutti gæði í orði og verki þeim sem hann varð samferða á lífsleið- inni. Enn liðu mörg ár, að árinu 1925. Þá fór ég til Seattle til að starfa fyrir íslenzka lúterska söfnuðinn þar. 1 þeirri borg fann ég vin minn Olgeir. í Chicago hafði hann kynst og gifst Banda- Olgeir Helgason ríkja konu, og svo nokkru seinna leituðu þau vestur á bóginn, og um nokkurra ára skeið höfðu þau verið búsett í Seattle. Hann átti þar heima það sem eftir var ævi. Lengi var hann starfsmaður á strætisvögnum borgarinnar. Ég hefi getið þess, að Olgeir var auðugur að gæðum; þau héldu áfram að vaxa ævina út, uppljómuð af gleðiríku hugar- fari. Hann var mér dásamlegur, ekki sízt í Seattle. Þau tvö ár, sem ég þjónaði í þeirri borg, kyntist ég heimili hans, konu og börnum. Það var vermandi kærleikur hjá þessu fólki, og hafði ég nautn af sam- bandi mínu við hópinn. Olgeir var sterk-trúaður, sann- kristinn maður, sem átti andlegar hugsanir á háu stigi. Minnist ég meðal annars einnar sérstakrar jólakveðju frá honum, sem þrungin var af guðlegum kær- leiksmætti. Vinsemd hans hafði mátt af hæðum. Fyrir mörgum árum misti hann konuna sína. öll hin síðari ár hafði hann heimili hjá kvænt- um syni sínum, Laurence O. Helgason. Annan son, Joseph Field Helgason, misti hann í síðari veraldarstyrjöldinni. Son- ardóttir hans, Mrs. Patricia Satre, á heima í Seattle. Af öðr- um í skyldleik eða með tengdum við hinn látna veit ég um Mrs. Magnýju Helgason í Winnipeg, ekkju Jónasar Helgasonar, bróð- ur hans. Ennfremur hefir mér verið sagt frá hálfbróður hans Einari í Winnipeg, og Mrs. Lilju Thoman hálfsystur hans í Chicago. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka.“ Rúnóljur Marteinsson Hvað ætti maður að hafa með sér? „Fjallaveg þá þú ætlar á ekki skaltu gera nestibaggann þyngri þá en þér sé fært að bera.“ Það má kveða svo að orði að menn séu rétt búnir að leggja frá landi og leysa landfestar, því ennþá er árið ungt, og eng- inn veit hvað það felur í skauti sínu. Það blasir við hið mikla og leyndardómsfulla úthaf tím- ans. Útivist getur orðið með mörgu móti, og jafnvel örðug og hættuleg, ef of mikil þungi er uln borð; mun því heppilegt að hafa innanborðs það eitt, sem hefir gildi að geyma. Hvað ætti maður að hafa með sér? Sjálfsagt verður svarið við þexrri spurning á margan hátt; það sem einn telur þarft reiknar annar óþarft. Þegar Alexander mikli var að búa sig undri leiðangur, bað hann menn sína að létta af sér öllum farangei, sem þeir gætu hæglega skilið eftir, til þess að þeir yrðu greiðari í ferðum; vikust menn litið undir það boð. Huggaði hann menn sína með því, að þeim skyldi hlotnast her- fang svo mikið að hverjum manni yrði bættur skaðinn að fullu. Sjálfsagt er að hafa með sér þægilegar endurminningar lið- ins árs og tíða. Þær aukast eðli- lega eftir því sem líður á daga æfinnar. Sá sem gleymir flestu því sem gerist um leið og það líður, miss- ir mikils af því sem reynslan getur kent. Hann er að vissu leyti andlegt ungmenni hvað sem aldrunum líður. Það er gömul hefð og háttur að gera yfirlitt yfir liðið ár og tíma. Ég vil fylgja þeirri reglu. Ekki er mér áhugamál að rekja atburði mína frá liðnu ári, en þó dirfist ég að gera það; ekki svo mjög vegna míns sjálfs, heldur vegna þess, að það kem- ur við ýmsum öðrum. Skemtiferð mín vestur að hafi á liðnu sumri aflaði mér minn- inga, sem munu endast mér lengi. Þar barst ég inn í um- hverfi og hugarheim, sem mig hafði aldrei dreymt um. Lúter sonur minn býr með konu sinni Marjorie í Van- couver. Hann gegnir ábyrgðar- fullri stöðu; eiga þau sjón snot- urt heimili. Systir mín Þorgerð- ur er þar til heimilis. Hún á við mikla vanheilsu að búa. Gera menn orð á því, að hún beri mótlæti þetta með hug- prýði. Þeir sem þekkja innræti hennar "vita, að það er trúar- styrkurinn, sem hún býr að, sem gerir henni mögulegt að rísa undir hinum þungbæra krossi. Jónasína Jóhannesson er líka þar til heimilis. Hún missti mann sinn Ásmund fyrir nokkrum ár- um. Hún er góðsöm, nærgætin og hjálpfús í vandræðum öllum og kemur það sér vel. Lúter og kona hans stunduðu að gera mér dvölina hjá þeim skemmtilega eins og frekast var unt; sögðu, að óvíst væri að ég ætti leið þar um í annað sinn. Þeim tókst það prýðilega. Systir Marjorie er gift þar í bænum. Keyrðu þau hjón okkur víða; held ég þau hefðu verið fús til að keyra okkur til enda veraldar ef þess hefði verið óskað. Ég hefi getið um dagsstund, sem frændir og vinir völdu til þess að gleðja mig. Hjálpuðust allir til að gera stundina eftir- minnanlega. Þar fann ég margt fólk frá Argyle-byggð, sem mig óraði ekki fyrir að væri þar niður kom ið. Valgerður, ekkja Jóns frænda míns var þar til staðins, og Guð- björg systir hennar. Guðbjörg er gift Mr. Campbell. Eiga þau snoturt heimili. Ég átti ánægju- lega kvöldstund með þeim hjón- um. Við Guðbjörg gengum saman á Hekluskóla og vorum í sama bekk. Þykir mér vænt um skól- ann gamlan. Þar voru og frænd- systkini mín, Halldór og Sigur- veig, börn Sigurðar frænda míns Christophersonar. Sigur- veig les mikið og les vand- lega; komst ég að því að hún er kunnug íslenzkum bókum. Hún er gift annara þjóða manni. Hall dór er líka giftur, og gegnir góðri stöðu í bænum. Þar hitti ég líka Jón S. Johnson, sem var um tíma í Argyle, þar sem að bræður hans búa. Kona hans er Sigríður (Sarah). Prýðileg kona og vel látin. For- eldrar hennar voru þau hjónin Kristján og Þóra Anderson, frumbýlingar þar í byggð. Fleiri gæti ég tilgreint, sem hjálpuðu til þess að gera stundina unaðs- lega. Meðal annars var það sem hjálpaði til, að það var ekki þessi endalausi hraði á neinum. Allir voru rólegir og glaðir. Það var eins og menn væru horfnir yfir takörk þess tímanlega og eilífa, og eyktir allar væru úr sögunni. Mér fanst ég vera far- inn að endurlifa liðin æskuár. Það er annars segin saga, að þegar fundum manna ber sam- an þeirra, sem lifðu unglingsár sín á Argyle, að þá er eins og menn séu bræður og systur eða að þeir eigi hvern annan. Nokkrum dögum seinna heim- sótti ég Valgerði ekkju frænda míns Jóns Christophersonar. Vel höfðu þau hjón búið um sig, þeg ar frændi minn lést. Hús er vandað og stórt, og umhverfi prýtt og skemtilegt. Vel heldur Valgerður við heimilinu og býr þar með börnum sínum. Sorg- blandin hugsun gripur mann við það að kynnast þessu ágæta heimili og sakna húsbóndans, sem var kallaður burt mitt í starfinu. - Ég kom á samkomu íslend- inga í Blaine; fann þar fólk frá Argyle, sem mér var kært frá fornu, og margt skemtilegt fólk annað, en það var aðeins orðið um augnablik að menn gætu átt tal saman, því svo margt var um manninn á því þingi, en un- aðslegt var að finna þetta fólk hafa tal af því, þó ekki væri nema um augnablik. Ég get nú ekki tilgreint nöfn allra þeirra, sem ég átti tal við, hefði þó gjarnan viljað gera það. Seinna átti ég erindi til Blaine. Þá fann ég Andrew Danielson; fólk hans við Poplar Park er mér kunn- ugt. Mr. Danielson er blátt á- fram og hispurlaus í samræðu, er vel fróður um innlend mál og fleira. Gaf hann mér mikils- varðandi upplýsingar. Guðni Davíðsson er búandi í Blaine. Hann líka var um tíma í Argyle; átti ég þar stutta heimsókn. Hann er giftur ágætiskonu; eiga þau snoturt heimili. Fylgdi Guðni mér til Magnúsar Þórðar sonar, sem er til heimilis á gamalmenna heimilinu Staf- holt þar í bænum; þektum við ekki hvor annan í bili, en það breyttist skjótt. Man ég vel hve Magnús og fólk hans allt var hlýtt í minn garð, þegar ég var að ganga á skóla í Baldur. Gengum við um elliheimilið; allt bar vott um hagævæmlegt fyrirkomulag, reglusemi og þrifnað. Kona Magnúsar lá þá veik. Hefi ég frétt að hún sé látin. Vildi ég árna Magnúsi hluttekt mína. Oft hugsa ég um það hve ánægjulegt er þegar fundum manna ber saman, sem eitt sinn ólu aldur sinn í Argylebyggð. Útsýnið er prýðilegt, víst er um það. Þó hygg ég að annað og meira liggi hér til grundvallar. Það munu vera brautryðjend- urnir, sem sköpuðu andlega and- rúmsloftið. Það voru konur og menn alvörugefin, búin at- orku og hágsýni. Að því var stefnt að verða sjálfstæðir, og að því róið öllum árum. Félagslíf var vel lifandi og skemtilegt. Veizlur og vinafund- ir voru tíðir viðburðir. Menn skemtu með söng og ræðum. Skáldið, góðkunna, Sigurbjörn Jóhannson orkti marga hug- hlýja drápu, enda varð hann vel látinn af öllum. Kunni hann vel við sig í hóp vina sinna. Menn hösluðu völl örðuleik- unum, og báru iðulega af þeim, þótt vanhöld vildu verða með köflum. Sakomulag var yfirleitt gott, þótt smágárar kæmu á yfxrborðið. Fljótir voru menn að liðsinna, ef vandræði bar að höndum- Menn sóttu kirkju reglulega; unglingarnir röðuðu reiðhjólum sínum undir kirkju- veggjum, og báru saman kosti reiðskjóta sinna, alveg eins og rætt er nú um bifreiðarnar. Flest var þó meðal drengja, sem nutu þessara hlunninda . Nú munu frumbýlingjar flest- ir úr sögunni. Með aukinni lífs- reynslu höfum við eignast skiln- ing á því hvað þeir áttu við að etja. Þeir njóta hvíldar að end- aðri „strangri reisu.“ Verkin þeirra lifa. Allt er nú þetta orðið hug- næmt draumaefni, og frábæri- lega hugljúft umtalsefni. Það er sameiginlegur arfur, sem ekki sneiðist þótt af sé tekið, en eykst öllu fremar þagar við því er hreyft. Ekki gátu þó allir alið aldur- inn á þessum slóðum; mönnum fjölgaði svo, að ekki varð rúm fyrir alla; menn urðu að leita sér athvarfs og brautargengis á öðrum stöðum; menn vildu kom- ast „yfir fjöllin háu.“ Þeir fundu til köllunar út í starfið, út í stríðið — út í lífið. En gott er að minnast „heimahafa", og ótæm- anlegt umtalsefni að minnast fornra tíða. Þá kemur spurningin: Erum við sem eftir komum ættlerar þeirra, sem undan gengu? Það held ég alls ekki. Líf þeirra sem nú lifa er að mörgu leyti ólíkt því sem frum- byggjarnir höfðu að venjast; ef til vill hafa ekki nútíðarmenn orðið að hefja „Grettistök“ eins og þeir eldri gerðu, þó held ég að merkið það sem þeir reistu hafi aldrei verið láta falla, og að virðing þeirra sé vel borgið í höndum þeirra, sem á eftir komu. Ofanskráðar minningar munu endast mér, þótt ég verði gamall eins og Metúsala, sem ritningin getur, var hann þó vel við aldur þegar hann yfirgaf þennan heim. Minningarnar mun ég hafa með mér um hið nýja ár og lengur. Um leið og ég endurtek þakk- læti mitt til allra þeirra, sem glöddu mig á liðnu ári og á öll- um tímum, vil ég bera fram þá ósk fyrir hönd mína og annara, að menn minnist þess að setja áritun sína á jólakveðjur. S. S. C. —Framhald KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34'. REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.