Lögberg


Lögberg - 05.02.1953, Qupperneq 3

Lögberg - 05.02.1953, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. FEBRÚAR, 1953 3 Hervarnir Tímaritið Samvinnan flyt- ur í nýútkomnu desember- hefti sínu fróðlega grein um hervarnir hér á landi á ó- friðarárunum og um við- búnað varnarliðsins hér síð- an það kom hingað í fyrra- vor. Birtir AB þessa fróð- legu grein með góðfúslegu leyfi ritstjórans, Benedikts Gröndals. Þegar Brezkir hermenn gengu á land í Reykjavík 10. maí 1940 urðu þáttaskipti í sögu Islend- inga. Þá varð það ljóst, að sam- göngutæknin hafði gert her- guðnum kleift að hazla sér völl langt norður fyrir Island — og raunar til yztu marka hins byggða heims — og hann ætlaði ekki að láta slíkt tækifæri ónot- að. Þessari staðreynd hafa hvorki einlægur friðarvilji smá- þjóðar né afneitun hennar sjálfr ar á vopnaburði breytt. Islendingar viðurkenndu þessa staðreynd, er þeir gerðu samn- inga við Bandaríkjamenn um varnir landsins sumarið 1941. Þeir urðu að viðurkenna þessa sömu staðreynd aftur, er þeir gerðust aðilar að Atlantshafs- bandalaginu og gerðu á ný samn ing um varnir landsins, eftir að- eins þriggja ára hlé á hersetu. Það er því full ástæða til þess fyrir Islendinga að kynnast ör- lítið vörnum landsins, eðli þeirra og mikilvægi, hvort sem þeim líkar betur eða verr það, sem gerzt hefur undanfarin 12 ár. I þessum efnum fá þeir ekki sköp- um ráðið. Hernaðarleg þýðing landsins Ástæðan til þess, að svona hef ur farið, er einfaldlega sú, að ísland er nú hernaðarlega mikil- vægt fyrir öll ríki umhverfis norðanvert Atlantshaf. Nokkru fyrir heimsstyrjöldina síðustu sagði þýzkur herfæðingur, að landið væri eins og skammbyssa sem miðað er á ríkin við Atlants hafið. Þessi fullyrðing hefur orð- ið sannari með hverju ári, sem liðið hefur síðan, og Winston Churchill hefur vafalaust vitað, að Þjóðverjar voru þess albúnir að taka sér skammbyssuna í hönd er hann á einu svartasta augnabliki í sögu Breta lýsti yfir, að enginn óvinahermaður þeirra mundi stíga óhindrað á land á íslandi. Þaðan hefðu Þjóðverjar sennilega getað unn- ið kafbátaorrustuna um Atlants- haf, þar er hægt að rjúfa ómet- anlega flugleið yfir hafið og það an er nú hægt jöfnum höndum að gera sprengjuárástir á New York í vestri, Moskvu í austri eða borgir þar á milli — og þar er einnig hægt að verjast slík- um árásum. Allt þett,a gerir Island hern- aðarlega eftirsóknarvert, og skapar því árásarhættu, ekki sízt ef hægt er að vinna það án mótstöðu. Varnir landsins eru því miðaðar við margvíslega hugsanlega möguleika og hlut- verk þeirra manha, sem nú ann- ast varnir landsins, er að sjá fyrir allt slikt, sem fyrir getur komið, og vera viðbúnir að uiæta því. Varnir landsins Á styrjaldarárunum var mik- iU her á íslandi, sennilega 60-80, °00 m a n n s og margvíslegum virkjum komið fyrir um allt iandið. Þá var landinu skipt í tvö aðal varnarsvæði, Suður- og Yesturland með aðalstöðvum í Ueykjavík, og Norður- og Aust- urland með sérstakar strand- varnir við helztu hafnir land- sius, Reykjavík, Hafnarfjörð, Uyjafjörð, Seyðisfjörð og Reyð- at-fjörð, sérstakar loftvarnir á flestum sömu stöðum, sérstakar varnir gegn kafbátum við skipa- lasgin, gerðir miklir flugvellir í Keflavík, Reykjavík og Kaldað- arnesi og aðrir áformaðir á Egils stöðum og við Húsavík, enda hntt ekki yrði af þeim fram- kvæmdum fyrir stríðslok. Þá á íslandi voru einnig þjálfaðar sérstakar hersveitir með það fyrir augum að fara hvert á land, sem þörf gerðist fyrirvaralaust. Á friðartímum er talið, að hægt sé að komast hjá svo um fangsmiklum landvörnum, og er það nú samningsbundið, hversu fjölmennt varnarlið Bandaríkja- manna má vera. Er. það á al- mann vitorði, að það er aðeins brot af þeim her, sem hér var á styrjaldarárunum, og því ekki óeðilegt, að menn velti fyrir sér þeirri spurningu, 'hvort varnir landsins séu tryggðar með svo litlum liðsstyrk. Það hefur að sjálfsögðu ekki verið gert heyrum kunnugt, með hverju móti varnarliðið hyggst gegna hlutverki sínu, þrátt fyrir takmarkaða stærð þess. Þó er hægt að fá margvíslega vitn- eskju um þetta með því að ræða við stjórnendur liðsins og íhuga það, sem hver maður getur séð af viðbúnaði þess. Varnarliðið, sem bækistöðvar hefur á Keflavíkurflugvelli og í Hvalfirði, er undir stjórn flug- foringja, Ralph O. Brownfield. En í því eru sveitir úr landher, flugher og flota. Er þar fyrst frá að segja, að í venjulegum her er mikil og margvísleg verkaskipt- ing, en aðeins hluti hans annast sjálf varnarstörfin. I varnarlið- inu hér er hver einasti maður, hvort sem hann er matsveinn, ekill eða skrifstofumaður að að- alstarfi, þjálfaður sérstaklega sem fótgönguguliði svo að mann aflinn mundi, ef á reyndi, nýtast til hins ýtrasta. Auk þess eru hinir ýmsu deildir liðsins búnar mjög fullkomnum vopnum og það er þeim sameiginlegt, að þær virðast undir það búnar að fara hratt hvert á land sem til- efni gefst til. Er þar notuð skip- an sú, sem höfð var á stríðsárun- um, að hafa-slíkt lið ávallt við- búið. Landherinn Landhersveitir þær, sem eru líér á landi, eru búnar stórum fullkomnari vopnum en tíðkuð- ust í síðustu heimsstyrjöld og er hver einstaklingur nú töluvert mikilvirkari en þá var. Sveitirn- ar hafa skriðdreka til umráða, léttar fallbyssur, sem flytja má hratt hvert sem er, „bazookaí* og önnur spánný vopn, er fyrst voru reynd að marki í Kóreu. Meðal hermannanna eru fjöl- margir, sem verið hafa á víg- stöðvunum í Kóreu, og flestir fyrirliðar eru menn, sem tóku þátt í síðustu heimsstyrjöld. Er liðið annars blandað atvinnu hermönnum og herkvöddum, og flestir liðsmenn munu ekki hafa fengið minna en árs þjálfun, áð- ur en þeir voru hingað sendir. Liðsmennirnir eru við hvets kyns æfingar frá kl. 8-5 alla daga, vopnaþjálfun, kortalestur, líkamsæfingar, hópþjálfun og hvaðeina. Meðal æfínganna hafa verið landgönguæfingar í Hval- firði, en það er hluti af þjálfun hersins í skjótum ferðum hvert sem er á landinu. Flugherinn Flugherinn hefur margvíslegu hlutverki að gegna innan varn- arliðsins, en þar á meðal er stjórn bækistöðvarinnar, birgða- umsjón öll, stjórn gistihússins á flugvellinum og móttaka alira herflugvéla. Sá hluti flughersins, sem tek- ur beinastan þátt í vörnum land sins, er sveit orrustuflugvéla af svonefndri „M u s t a n g“ gerð. Reyndust þetta beztu orrustu- flugvélar Bandaríkjamanna í síðustu styrjöld, og eru enn not- aðar um allan heim. Eru þær að því leyti hentugri en þrýstiflofts flugvélar, að þær hafa gefizt vel við aðstoð landhers og árásir á landgöngu sveitir. Á styrjaldarárunum var gerð- ur sérstakur flugvöllur fyrir or- ustuflugvélar, sem verja áttu suðvesturhorn landsins, og er sá flugvöllur rétt víð hliðina á Keflavíkurflugvelli, og nefndist Patterson flugvöllur. Hann er nú ónotaður, en orustusveitin hefur bækistöð sína á sjálfum Keflavíkurvelli (sem áður hét Meeks flugvöllur, eftir fyrsta fyrsta ameríska flugmanninum, sem fórst hér á landi.) Auk orrustuflugvélanna hefur flugherinn hér björgunarsveit með nokkrum flugvélum, þar á meðal flugbátum, sem einnig geta lent á landi eða sjó og hafa mergvíslegan útbúnað til björg- unar. Er þessi sveit vel kunn af störfum sínum. Flotinn Bandaríski flotinn hefur ekki fastar bækistöðvar fyrir skip hér á landi, nema eitt lítið olíuskip af sömu gerð og Þyrill. Hins veg ar hafa Atlantshafsríkin haldið sameiginlegar flotaæfingar og samæft varnir sínar á sjó, og munu geta sent flotadeildir hvert sem er með stuttum fyrir- vara. Ameríski flotinn hefur sinn eigin flugher, og það er sú deild hans sem kemur við sögu hér á landi. Hér hefur bækistöð deild könnunarflugvéla af svonefndri „Ventura“ gerð, tveggja hreyfla flugvélar, svartar og ljótar, sem hafa það hlutverk að svífa yfir öldum hafsins og fylgjast með því, sem gerist á sjónum og í honum. Virðist það augljóst, að kafbáta hætta sé aðalviðfangs- efni þessarar sveitar, enda var kafbátahernaður geysimikill við strendur Islands í síðustu heims- styrjöld, og yrði vafalaust á nýjan leik, ef til styrjaldar kæmi. Má nefna það, sem dæmi, að dagana 2. og 3. nóvember 1942 var 11 skipum sökkt við Is- land og 568 skipbrotsmenn flutt- ir hér á land, en mörg hundruð fórust. Það má telja tvímælalaust, að mikill kafbátahernaður mundi aftur verða á Atlantshafi, ef svo ógæfulega færi, að styrjöld bryt ist út, og mundi því hlutskipti íslands verða svipað og í /síðustu styrjöld. Miklar framfai/ir urðu í kafbátasmíðum í lok síðustu styrjaldar, þannig að kafbátarn- ir geta siglt langar vegalengdir með miklum hraða, án þess að koma upp á yfirborðið. Hafa flotaforingjar Atlantshafsríkj- anna lagt geysi mikla áherzlu á að fullkomna baráttuaðferðir kafbáta, enda eiga Rússar nú stórum meiri kafbátaflota en Þjóðverjar áttu í byrjun síðustu styrjaldar. Sú var reyndin í síðustu styrj öld, að flugvélar reyndust bezta vopnið gegn kafbátum, og mun svo vera enn. Flugmennirnir á „Ventura" flugvélum ameríska flotans hafa, auk flugkunnátt- unnar, allir hlotið venjulega sjómennskuþjálfun, sem flotinn veitir liðsforingjum sínum, þar sem allt þeirra ævistarf er bund- ið við sjóinn, enda þótt þeir fljúgi landflugvélum frá land- bækistöðvum. Auk þessara helztu sveita varnarliðsins, sem hefur fasta bækistöð á íslandi, má ekki gleyma því, að landið er aðeins hlekkur í varnarkeðju Atlants- hafsbandalagsins. Aðrir hlekkir í þessari sömu keðju eru að mörgu leyti líkir. Norðmenn ráða yfir stóru landi og hernað- arlega mikilsverðu. Þeir leggja að vísu hart að sér og verja ofsa- fjárhæðum til landvarna, en samt er her þeirra tiltölulega lít ill miðað við landið. Þeir hafa svipaða skipan og notuð er hér á íslandi, lítinn her en vel þjálf- aðan, vel vopnum búinn, og framar öllu hreyfanlegan, svo að hann geti fyrirvaralaust mætt hættum hvar sem er í landinu. Það hlýtur að hafa verulega þýðingu í sambandi við þetta varnarkerfi, að allt er undirbúið til þess að frekari hjálp geti bor- izt þegar í stað, ef þörf gerist. Mundi, eins og málum er nú hátt að, fljótlegt að senda flugvélar og varnarliðsmenn til íslands, Noregs, Danmerkur eða annarra Atlantshafsríkja með flugvélum og skipum frá Bretlandi eða Bandaríkjunum. Það eru slíkar aðgerðir, sem voru kjarni hinna miklu heræfinga við strendur Noregs og Danmerkur í haust. Flugvellir Þegar heimsstyrjöldin hófst fyrir 13 árum, var varla hægt að segja, að flugvellir væru til á Islandi, enda aðalega notaðar hér sjóflugvélar fyrir þann tíma. Eitt af fyrstu verkum brezka hersins var því að gera tvo velli, við Reykjavík og Kaldaðarnes. Þegar Ameríkumenn komu til landsins, hófu þeir þegar undir- búning að fleiri völlum og stærri enda þótt eldri vellirnir væru notaðir áfram. Að vísu urðu not af Kaldaðarnessvelli lítil vegna flóðahættu þar. Það mun hafa verið í desem- bermánuði 1940, sem Bretar komu • auga á Miðnesheiði við Keflavík, sem hugsanlegt flug- vallarstæði. Athuguðu Ameríku- menn þennan stað þegar eftir að þeir komu hingað og höfðu þeir ekki verið í landinu einn mánuð, þegar flugforingi þeirra gerði tillögu um flugvallargerð þar syðra. Hinn 7. nóvember 1941, réttum mánuði áður en árásin var gerð á Pearl Harbor, var svo endanlega samþykkt í Washing- ton að gera þarna flugvöll. Ætl- unin var fyrst að gera aðeins einn flugvöll, en þar sem mikil þörf var á flugvöllum fyrir or- rustuflugvélar, sem voru á leið til Evrópu frá Vesturheimi, var ákveðið að gera tvo velli, og var Patterson vellinum, hinum minni, hraðað meira. Byrjað var á flugvallargerðinni í febrúar 1942 og voru þá ráðnir þangað um 100 íslenzkir verkamenn. Var hraði mikill á verkinu, þótt það væri vandlega unnið, sér- staklega sökum frosta hættu í jörðu. Mest unnu um 3000 manns við vellina, en brautirnar voru teknar í notkun jafnóðum og þær urðu til. Lenti fyrsta flugvélin á stærri vellinum þeg- ar í marzlok 1942. Þegar þetta gerðist, var Keflavíkurflugvöll- ur stærsti flugvöllur í Evrópu, en síðan munu aðrir hafa verið stækkaðir, og eru nú nokkru stærri. Flugvellirnir oru notaðir til margra hluta á stríðsárunum. Þeir voru bækistöðvar fyrir or- rustuflugvélar, er vörðu Island og skutu niður nokkrar þýzkar flugvélar, er hingað komu til á- rása eða í könnunarskyni. Þeir voru bækistöðvar fyrir sprengju flugvélar, er leituðu upp kafbáta um allt Norður Atlantshaf og fylgdu skipalestum. I fyrsta skipti í sögunni, er kafbátur gafst upp fyrir flugvél, var flug- vélin frá íslandi (og íslenzkt skip bjargaði kafbátsmönnun- um). Og loks er stærsta og frið- samasta hlutverk þessara flug- valla, en það er að vera viðkom- ustaður á flugleiðinni milli Norð urálfu og Vesturheims. Það er ekki lítill fjöldi manna sem komið hefur við í Keflavík, á flugferðum sínum og dvalizt þar lengri eða skemmri tíma. Árið 1943 komu 525 flugvélar við á vellinum og 1944 samtals 6,390 flugvélar, en með þeim voru 72,552 manns. K o m u s t flutningar þessir um skeið upp í 10,000 manns á mánuði. Af þess um farþegum 1944 og ’45 voru tæplega 20,000 rúmliggjandi sjúklingar og særðir menn. Enn er þessi umferð geysimikil og munu um 44,000 manns hafa komið við í Keflavík með öllum flugvélum siðastliðið ár. Eru þessar tölur nokkuð umhugsun- arefni fyrir íslendinga um það, hvort ekki sé þess virði að gera meirá til landkynningar fyrir allt þetta fólk, sem flest fær á örskömmum tíma alrangar og oft óvinsamlegar hugmyndir um ísland. Varnir landsins á siyrjaldar- árunum Að lokum er rétt að segja ör- Framhald á bls. 5 Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson i S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. WINNIPEG CLINIC RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS . St. Mary’s and Vaughan, W’mnipeg PHONE 92-6441 CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 J. J. Swanson & Co. LXMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MAN. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Ashphalt Roofs and Insulated Sidlng — Repairs Country Orders Attended To G32 Simcoe St. Winnipeg, M&n. GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfræöingar i ÖII«, scm aö útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Thorvaldson Eggerison Bastin & Stringer Barristers and Solicitora 209 BANK OF NOVA SCOTLA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heimasimi 40-3794 --------------------------, CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargeni Ave., Winnipeg PHONE 74-3411 Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPKG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wUl be apprectated A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá be*U. StofnatS 1894 Simi 74-7474 Minnist í erfðaskrám yðar. Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants NeU Johnson Res. Phone 74-6753 PHONB 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA tfoknny, JZyan 107» DOWNINO 8T. PHONE 72 Jllí WINNIPEG'S FIRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE Refrigerators Stoves Kaupið Lögberg Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicilors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Liouise Street Simi 92-5227 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viC, heldur hita frá aö rjúka út meö reykum.—SkriflB, simiC U1 KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFRID SWANSON 8t CO. Insurance in aU its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 216 POWER BUELDING Telephone 637 181 Res. 463 486 LET US SERVE YOU BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Elgandt ARNI EGGERTSON, Jr. VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorised Home Applianœ Dealers General Electric McClary Electric Moffat Admiral Phone 3-4890

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.