Lögberg


Lögberg - 16.04.1953, Qupperneq 2

Lögberg - 16.04.1953, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 16. APRÍL, 1953 A. E. KRISTJÁNSSON: Ferð um fornar slóðir NIÐURLAG Ferðin til Winnipeg gekk ró- lega og ævintýralaust, því nú er aðalvegurinn þangað orðinn sæmilegur. Man ég mörg ævin- týri á þessum vegi, sem flest stöfuðu af ófærð og illviðrum. Þegar til Winnfpeg kom buðu þau Mr. og Mrs. Wauks okkur næturgistingu hjá sér, og þáðum við það. Er heimili þeirra hið snotrasta og þægilegasta að öllu leyti. Vorum við þar þá nótt og fram á næsta dag í bezta yfirlæti. Þennan dag heimsóttum við séra Philip M. Pétursson og drukkum hjá þeim eftirmiðdags- kaffi, en höfðum þar fremur skamma viðdvöl, því við höfð- um ákveðið að halda áfram til Gimli þann dag. Þó var töfin nógu löng til þess að séra Philip gafst kostur á að hrekkja mig svolítið. Notaði hann til þess vélar — eða öllu heldur vél, eitt af þessum vafasömu og vara- sömu uppfyndingartækjum þess- ara síðustu og verstu tíma. — Nefnist þessi (ó)þarfagripur, Tape recorder. Ætlaðist hann víst til, að ég talaði einhverja djúpa speki — lífsins orð, — mönnunum til eilífrar sálu- hjálpar. En ég var þreyttur og hálfsofandi. Trúði ég bannsettri vélinni fyrir þessu ástandi mínu, en athugaði ekki, að hún mundi spú þessu aftur og aftur í allar óbornar kynslóðir, mér til ei- lífrar háðángar. Verður þetta að öllum líkindum það eina, sem haft verður eftir mér dauðum, nema ef vera skyldi útvarps- ræða, er ég flutti í kirkju séra Philips, sumarið 1947, og má af því nokkuð ráða hver orðstír minn verður og hvaða áhrif ég eftirlæt þessum heimi. Sá hann svo um að við kæmumst á lest- ina til Gimli. Þennan dag var svækjuhiti og urðum við fegin að komast niður að vatninu og njóta þar kvöld- svalans. Tókum við nú á okkur náðir og næstu dagana gjörðum við það eitt, sem hugurinn bauð. Komu margir kunningjar okk- ar að sjá okkur, og ýmsir buðu okkur heim til sín til kaffi- drykkju eða máltíða. Yrði það of langt mál að telja upp alla þá, sem við vorum í boði hjá og alt sem við átum, drukkum og töluðum. En þó að nöfnin séu ekki hér nefnd erum við öllu þessu góða fólki innilega þakk- lát fyrir góðar og glaðar stundir með þeim. Leið svo fram til næsta mið- vikudags, hins 20. ágújsts, en þann dag, fyrir fimmtíu árum, höfðum við verið tengd hjú- skaparböndum í Winnipeg. Áður en langt leið urðum við þess á- skynja að einhver undirbúning- ur var hafinn að því að minnast þessa dags á*heimili Hannesar og Ellu. Er þar skemst frá að segja, að þar var efnt til veizlu á miðvikudagskvöldið (Gull- brúðkaupsveizla Nr. 3). Voru þar borð blómum skreytt og vistum hlaðin. Skorti þar ekki ljúffenga rétti, að ógleymdri fagurskreyttri brúðarköku. Var hér samankomið alt skyldfólk okkar Önnu, sem til náðist, auk margra vina. Tryggvi bróðir minn var veizlustjóri og stóð vel í stöðu sinni, þrátt fyrir það, að honum var málið skylt. Ekki var þarna mikið um ræðuhöld, þar sem enginn gat sagt neitt það, sem við vissum ekki öll. En gleði- bros var á hverju andliti, og hópurinn var eins og ein ástúð- leg fjölskylda. Þegar staðið var upp frá borðum söfnuðust allir kring um píanóið. Skorti þar ekki píanista, einkum í kven- legg. Var nú sungið af öllum lífs og sálarkröftum, og rabbað saman fram á nótt. Kom okkur hjónunum saman um, að nú væri fyltur gullbrúðkaups- veizlu-mælirinn, og mundi þetta duga okkur næstu fimmtíu árin. Hér vorum við enn sæmd fé- gjöfum. 'Meðal þeirra var var pottur einn mikill með þremur fótum og höldu, líkastur í lögun pottunum, sem voru í móð á íslandi, þegar við vorum þaij börn. Potturinn var kúffullur af gullpeningum, að því er virtist. En raunar var þetta nú ofurlítil missýning, enda er riú mest af gullforða heimsins grafið í jörð suður í Kentucky, og „þar fær enginn gull úr gjá“. En þó gullið fengist ekki var potturinn samt fullur af peningum — úr silfri. Fylgdi einnig seðlabunki, sem ekki var hægt að koma í pottinn. Hingað barst okkur einnig fimm dollara seðill frá gamalli vin- konu í Winnipeg, sem hafði þekkt Önnu frá því hún var barn. Bréf hafði einn minna góðu vina á Lundar fengið mér í hendur með þeim ummælum, að ég mætti ekki opna það fyr en þetta kvöld. Hélt ég að það mundi geyma eina eða tvær stökur, því hann er hagmæltur, en þegar ég opnaði það kom í ljós tuttugu dollara seðill en engin staka. Vissi ég að hér var að finna höfðingslund hans en ekki ríkidæmi, enda voru víst engir Rochefellers meðal þeirra, sem gáfu okkur gjafir á þessu sumri. Var það og að vonum, því ævibraut okkar hefir legið fjarri þeirra görðum. En ylur- inn frá hjörtum frænda og vina, hefir reynzt okkur gullinu betra alla okkar ævidaga, og var þetta kvöld nokkurs konar krýning þeirrar lífsreynslu. Sátum við nú um kyrt að mestu og hvíldum okkur það sem eftir var vikunnar. Einn daginn ögraði ég þó Trvggva bróður mínum til að reyna sund við mig í Winnipegvatni, en þar höfðum við svamlað margan sumardaginn „þá er vér vorum yngri“. Lét Tryggvi sjaldan ögra sér lengi, og svo var enn. — Klæddumst við nú mittisskýlum, sem nefndar eru sundföt, en sem ekki þékktust í okkar ung- dæmi, enda moraði þá ekki vatn- ið af allavega litu og löguðu fólki. Skjögruðum við svo fram til strandar og urðum svo að vaða all-langt áður en við gæt- um komið sundi við, því út- grynni er þarna mikið. Þegar nógu langt út var komið stung- um við okkur í kaf og tókum svo til sundfæranna. En það fundum við brátt, að allir uggar voru orðnir slappir og stirðir og að okkur mundi alls ekki duga að þreyta sund við menn eins og Kjartan Ólafsson eða Ólaf Tryggvason. Læt ég svo dulu dregna yfir þessa sundför okkar. En þó fundum við nokkra hug- arhægð í því, að við höfðum þó enn þorað að blotna. Enginn núlifandi ættmenna minna hefir aukið frændaliðið eins og Hannes bróðir minn, því þau hjónin eiga sex syni og tvær dætur, nú er þetta fólk óðum að giftast og þá er nú ekki að sökum að spyrja, og engin hætta að ættin deyi út hér vestra í bráð. Hitt er þó meira um vert, að þau hjónin Hannes og Ella hafa komið börnum sínum vel til menta og að þau eru öll ætt sinni og þjóð til sóma. Vænt hefði okkur þótt um að geta séð þau öll, en þrír piltanna gátu ekki komið vegna fjarlægðar. Um næstu helgi kom Dr. Baldur Kristjánsson með konu sína og börn sunnan frá Fargo, N.D., þar sem hann er kennari við búnaðarháskólann. Á sunnu- daginn skírði ég tvö yngstu börn þeirra hjóna, — elzta barn þeirra hafði ég skírt áður. Að þessu loknu var nú ekki annað ógjört, en búa sig til farar og kveðja frændurna og þakka þeim fyrir ógleymanlegar samverustundir. Eftir hádegi var svo lagt af stað til Winnnipeg. Vorum við farþegar í bíl þeirra Westma- cott hjónanna, en Mrs. Westma- cott er Alda, bróðurdóttir mín (dóttir Hannesar). Vorum við síðan gestir þeirra hjóna í Win- nipeg þangað til við lögðum í síðasta áfangann heimleiðis. Var nú margs að minnast, þegar við ókum suður Víðines- byggðina og yfir Merkjalækinn, isem markaði suðurtakmörk Nýja-íslands „hins forna“. — Hingað hafði ég komið „emi- granti“ með foreldrum mínum og systkinum fyrir 68 árum, klæddur íslenzkum vaðmáls- fötum og berhöfðaður, því húf- an mín, falleg klæðishúfa, sem var arfur eftir hálfbróður minn, Þórð, — hann fórst í fiskiróðri -frá Húsavík, skömmu áður en við fórum til Ameríku — fauk af höfði mínu einhvers staðar í Atlantshafinu. Að vísu hafði kunningi okkar 1 Winnipeg gefið mér aðra húfu, en ég týndi henni viljandi. Á Gimli og í frumskógunum þar umhverfis hafði ég svo alist upp. Þar byggði ég mínar fyrstu bygg- ingar, — á sandi og úr sandi — á hinum rennisléttu og mjúku sandeyrum við Gimlivíkina. Ég byggði bæði íveruhús og pen- ingshús, og girti í kringum bú- garð minn — alt úr blautum sandi, sem hrundi saman þegar hann þornaði, eða skolaðist burt þegar hækkaði í vatninu. Þar gekk ég öllum sumrum „á mínu eigin fótaskinni“, sem var orðið svo þykkt og hart að hausti, að ég gat vaðið í gegnum þistlana, sem þá var nóg af, án þess að kenna sársauka af broddum þeirra. Þar lærði ég að höggva skóg, veiða fisk, sigla bátum og og vinna þau önnur verk, sem frumbyggjum Nýja-íslands var nauðsynlegt að vinna. Þar gekk ég fyrst á skóla, í bjálkahúsinu, •sem var fyrsta skólabyggingin á Gimli. Þar hafði og mitt fólk barist við fátækt og skort fyrstu árin. Þar höfðum við átt í margs konar baráttu; við 40 stiga frost á vetrum og 100 stiga hita á sumrum; við flugnavarg og veggjalýs og annað illþýði. Samt er mér nú Nýja-ísland hjart- fólgnara en aðrir staðir á jörð- inni, utan landsins, sem ól mig, — Gamla íslands. Enda á ég frá báðum þeim stöðum ótal indæl- ar myndir og minningar, sem miklu lengra mál þyrfti til að segja frá en hinu mótdræga. Þegar ég hætti við sandbygg- ingar mínar, sem fyr er getið, hófst annað tímabil í bygginga- starfi mínu, sem sé, loftkastala- byggingar. Þær voru vitanlega ætlaðar fyrst og fremst drottn- ingunni, sem með mér átti að ráða ríkjum. Fór ég nú að skyggnast um eftir henni. Yfir þá leit verður maður að draga fjöður, eins og hver maður getur skilið. Læt ég það eitt nægja, að það var í Nýja-lslandi, sem ég kom fyrst auga á þá, sem síðar varð kona mín og hefir gengið með mér ævibrautina nú í full 50 ár. Ekki hætti ég nú samt að byggja loftkastala, síður en svo, því nú tók ég að byggja heilar skýjaborgir, og held því áfram svo íengi sem ég lifi. Enda hefi ég það fyrir satt, að engin vegleg og varanleg bygg- ing hafi nokkru sinni verið byggð á jörðu, án þess að hafa fyrst verið reist á himni, og svo hitt, að þegar maður hættir að byggja skýjaborgir, þá er maður andlega dauður. En svo maður víki aftur að efninu: Við vorum að kveðja Nýja-ísland, máske í síðasta sinn. Við verðum að loka augunum til að geta séð okkar gömlu sveit, því alt er nú gjörbreytt frá því sem var, þegar við vorum ung. Skógurinn að mestu horfinn og eins hvítþvegnu bjálkahúsin í þröngum skógarrjóðrum. í stað- inn eru komnir akrar og marg- víslegur nytjagróður og stór og vönduð hús með öllum nýjustu þægindum. Nýja-ísland, sem áður var eitt erfiðasta landnáms- svæði landa hér vestra, er nú orðin einhver farsælasta byggð íslendinga í Ameríku. En þó söknuðum við skógarskjólsins og skógarfegurðarinnar. Brátt vöknuðum við af draumum okk- ar við það, að við vorum komin til Winnipeg og heim til Öldu frænku. Fór þar engu síður vel um okkur en annars staðar, þar sem við höfðum dvalið á ferða- laginu. Notuðum við nú tímann sem bezt við gátum til að heim- sækja vini okkar í borginni. Varð okkur tíminn langt um of naum- ur til að sjá alla, sem við hefð- um kosið að finna, og dvölið hjá hverjum skemmri en við hefðum kosið. Yrði það samt of langt mál að geta allra þeirra. Þó verð ég að geta tveggja heimsókna. Önnur þeirra var til Dr. Magnús- ar Hjaltasonar. Hafði hann verið læknir okkar úti í Grunnavatns- og Álftavatnsbyggðum. Áttum við honum margt gott að þakka í því sambandi og ekki mundum við trúa öðrum læknum fremur fyrir heilsu okkar og lífi. Með mér og honum hafði þróast ó- yfirlýst og orðfá vinátta, sem festi æ dýpri rætur er árin liðu. Hygg ég, að við höfum smám saman fundið það betur og bet- ur, að við áttum samleið í fleiru en við áttuðum okkur á í fyrstu. Meðal annars í því að við erum báðir sérvitrir, þó máske nokk- uð sinn með hverju móti. Ég á við með þessu, að hvor um sig hefir ætíð kosið að fara sinna ferða upp á eigin ábyrgð, en ófúsir að þræða annara manna koppagötur. Magnús fær máske aldrei þá viðurkenningu, sem hann verðskuldar, meðan hann lifir, en vonandi verður það þá þegar hann er dauður. Heim- sóknin til þeirra hjóna var hin skemmtilegasta að öllu leyti. Röbbuðum við um margt og undum okkur vel. Að sjálfsögðu lýstum við fyrir honum öllum þeim kvillum, sem höfðu þjáð okkur síðan hann sleppti hendi af okkur, og sem ágjörðust eftir því, sem aldur færðist yfir okkur. Áleit hann þetta fara alt að líkum, en við sátum við okk- ar keip og heimtuðum af honum, að hann gæfi okkur meðul til að halda við lífinu, helzt eilíflega, eða að minsta kosti þangað til við dæjum. Lét hann loks til- leiðast og gaf okkur forskrift fyrir meðulum og hafa þau reynst okkur hið bezta, eins og sjá má á því, að við lifum enn. Meðal annars kom það upp í samtali okkar, að hann^var að semja bók. Mun handritið nú vera fullbúið til prentunar. Eru þetta minningar hans, nokkurs konar óbein sjálfsævisaga. Greip ég niður í handritið hér og þar og fanst það mundi verða bæði fróðleg og skemmtileg bók. Bíð ég þess nú með óþreyju að fá handa í höndur. Hin heimsóknin var til Dr. Björns Péturssonar, akurvrkju- fræðings og sérfræðings í jurta- sjúkdómum. Er hann kennari í þessum fræðum við Manitoba- háskólann og vinnur stöðugt að því að framleiða nýjar hveiti- tegundir, sem séu ónæmar fyrir þeim sjúkdómum, er ásækja hveitigróður í Sléttufylkjunum. Sýndi hann okkur ýmsar af til- raunum sínum með ræktun nýrra tegunda af blómum og nytjajurtum. Kona hans er hon- um samhent í starfi hans og hefir mikinn áhuga fyrir því. Áttum við hina skemmtilegustu stund með þeim. Að vonum tóku þau okkur með ástúð, því við Björn erum bræðrasynir. Ég hafði gert mér nokkra von um, að mæta hér Dr. Áskel Löve og konu hans. Hafði verið kynntur þeim á íslendingadaginn á Gimli og leizt þannig á þau að ég hefði gjarnan viljað kynnast þeim meir. En þau voru þá farin suður í Bandaríki, til að eiga þar samfundi með stéttarbræðrum sínum og systrum, en þau eru bæði grasafræðingar. Hefi ég yndi af þeim fræðum og fæst við blómarækt í kringum heimili okkar í Blaine, þó mig skorti alla sérþekking í þeim efnum. Nú fórum við að hugsa til heimferðar. Þegar við litum nú yfir þessa ferð okkar um fornar slóðir, fundum við til þess, að aðeins einn skuggi hvíldi yfir þessari dvöl okkar þar eystra; skuggi, sem enginn gat varnað, því allir, sem við mættum, voru samtaka í því að láta ekkert ógert til þess að gjöra ferð okk- ar sein allra bezta. Þessi skuggi stafaði af því, að elzta systir mín, Kristjana, lá veik í sjúkra- húsinu á Gimli og var sýnilegt, að hún mundi ekki eiga langt eftir ólifað, enda fréttum við lát hennar skömmu eftir að við komum heim. En þar sem hún var komin um áttrætt og hafði hvergi hlíft sér í lífsbaráttunni, var henni hvíldin kærkomin. Við heimsóttum hana á hverjum degi, þegar því varð viðkomið. Mælti hún aldrei æðruorð og var glöð í bragði og hress í anda. Kvöddum við hana síðustu kveðju daginn sem við fórum frá Gimli síðast. Á sjúkrahúsinu var einnig gamall æsku vinur minn og fé- lagsbróðir, Sigurður Kristjáns- son. Höfðum við verið á skóla saman í fyrsta skólahúsinu á Gimli. Síðar vorum við félagar í fyrsta og eina lúðraflokknum, sem stofnaður hefir verið á Gimli. Mun hann hafa verið stofnaður rétt um aldamótin. Flokkurinn var ýmist nefndur Gimli Band eða Kristjánssons Band, því fjórir af átta, sem stofnuðu hann, voru Kristjáns- synir. Voru þeir við þrír bræð- urnir: Tryggvi, ég og Baldur, sem féll á Frakklandi í lok stríðs- ins 1914—1918. Hinn fjórði var Sigurður sá er fyr er getið. Aðrir í flokknum voru: Joe Hanson, Sveinn Björnsson, Þórð- ur ísfjörð og Ásgeir Fjeldsted. Stýrði ég flokknum í byrjun, en Tryggvi bróðir minn tók við, þegar ég fór úr byggðinni og stjórnaði honum síðan. Gat flokkurinn sér allgóðan orðstír, er honum bættust nýir kraftar. En við féskort varð hann altaf að búa eins og tíðast er um slíka menningarviðleitni. Eru nú að- eins þrír lifandi af hinum átta stofnendum: Tryggvi, Þórður og ég, því Sigurði varð ekki bata auðið og fréttum við einnig lát hans skömmu eftir að við kom- um heim. Þannig varð kveðja okkar og hans á Gimli, einnig hin síðasta. En þetta er alt með eðlilegheitum, að frændur ‘ og aðrir vinir týnist æ örar og örar úr lestinni eftir því, sem árin færast yfir mann og þýðir ekki um það að fást. Þrátt fyrir blíða sumartíð og góðar uppskeruhorfur hvíldi yfir mönnum, þar sem ég fór um, uggur og ótti gagnvart framtíð- inni. Stafaði þetta af því öng- þveiti, sem heimsmálin eru nú komin í og þar af leiðandi stríðs- hættu. Beindist þessi ótti meir að stefnu Bandaríkjastjórnarinn- ar en hræðslu um innrás frá Rússlandi. Höfðu margir gert sér von um stefnubreytingu, syðra ef Stevenson tæki við völdum, en nú var loku fyrir það skotið. Þess utan fanst þeim þjóðarmetnaður sinn, sem Can- adamanna, vera fyrir borð bor- inn og þeir vera neyddir til að lúta yfirráðum útlendrar stjórn- ar. Þetta sama hefi ég fundið vestur í B.C. Þetta sama er og farið að þjá stjórnarvöldin í Canada og í öðrum þeim löndum, sem bundin eru Atlantshafs- samningunum, og kemur það upp á yfirborðið öðru hvoru. Hvernig leysast muni úr þessu öngþveiti leiði ég hér engar getur að, enda er þetta aðeins ferðasaga og skýrir frá því einu, sem fyrir augu og eyru bar 1 ferðalaginu. Við höfðum gefið flugfélaginu tuttugu og fjögra tíma fyrirvara, eins og þeir áskilja sér, um það hvenær við vildum fá far með því, en fengum það svar, að hvert sæti væri skipað, og að við yrðum að bíða til næsta dags. Þótti okkur þetta slæmt, því við vorum ferðbúin. En Mr. Westma- cott var stöðugt á verði og kom loks með þá frétt, að tvö sæti hefðu losnað. Kvöddum við þá Öldu frænku, en Mr. Westma- cott ók með okkur til flugstöðv- anna. Kvöddum við hann þar og stigum um borð í flugvélina skömmu eftir hádegi. Var þá þykt loft og regnskúrir öðru hvoru. Var nú loftfarið ekki eins stöðugt í rásinni eins og á aust- urleið, og var okkur nokkrum sinnum skipað að festa um okk- ur stólbeltin, til varúðar. Entist þetta veðurlag vestur yfir Mani- toba og mest af Saskatchewan. En áður en við lentum í Calgary var komið sólskin og logn. Við höfðum þar 20 mínútna viðdvöl eins og á austurleið. Þegar við lögðum af stað sáum við að ský lágu á fjöllunum. En við lyftum okkur ekki aðeins yfir fjöllin heldur yfir skýin líka. Jöfn skýjabreiða lá yfir fjöllunum alla leið vestur, en fyrir ofan þau var glaða skólskin og heið- blár himinn. Og nú var flugfarið svo stöðugt í rásinni að maður fann alls enga hreyfingu nema lítilsháttar titring frá vélunum. Við flugum mót lækkandi sól með mjallhvíta skýjabreiðuna fyrir neðan okkur og út að sjón- deildarhring í allar áttir. Hér og þar stóðu klakkar upp úr breið- unni og köstuðu vaxandi skugg- um á breiðuna eftir því sem sól lækkaði á lofti. Fanst mér út- sýnið heillandi fagurt. Líktist það helzt útsýn yfir hafísbreiðu með borgarísjaka hér og þar. Ég hafði séð Skjálfandaflóa líta þannig út vorið, sem ég fluttist vestur um haf (1888). En hér stafaði okkur enginn kuldi frá skýjahafinu, og himneskur frið- ur hvíldi yfir sölum bláloftsins. Brátt vorum vði komin vestur á vesturbrún Klettafjallanna. Fór- um við þá að lækka flugið og liðum niður úr skýjunum og inn í sólsetursdýrðina og kvöld- roðann við Kyrrahafið. Við lent- um á flugvellinum, sem við höfðum lagt upp frá rétt um mánuði áður, og svo mjúklega var lent, að það varð naumast greint þegar lendingarhjólin námu fyrst við jörð. Nanna dóttir okkar og maður hennar höfðu búist við að við kæmum heim til þeirra og gist- um þar næstu nótt. En bæði var það, að það var nokkuð langt heim til þeirra frá flugvellinum og í öfuga átt frá Blaine, og svo vorum við orðin heimfús og dá- lítið þreytt. Vildum við því gjarnan komast alla leið um kvöldið, enda ekki nema 25 míl- ur, eða þar um bil, heim til okkar. Svo datt okkur líka í hug, að gaman væri að leika ögn á þau Nönnu og Leo. Leigðum við okkur því bíl og ökumann og héldum heimleiðis. Þegar heim kom kallaði Anna í símann til Nönnu. Vildi Nanna strax vita, hvar við værum stödd. Þegar henni var sagt, að við værum heima í Blaine, varð hún fyrst „undrandi og hissa“ og svo hálf- sár yfir því, að við skyldum ekki hafa þegið boðna gistingu hjá sér. En brátt skildi hún og fyrir- gaf karli og kerlingu grínið. Enda höfðum við marga nóttina gist á heimili þeirra áður og gerðum ráð fyrir að gjöra það oft enn. Það, sem rak mig, öðru frem- ur, til að rita þessar ferðaminn- ingar, var það, að okkur fanst að við aldrei geta fullþakkað öllu því góða fólki, sem á allan hátt stuðlaði að því að gjöra þessa 50 ára hjúskaparminningu okkar að sumarlöngu brúð- kaupi. Við sendum þeim öllum hjartans þakkir, jafnt þeim, sem ég hefi ekki komizt yfir að nefna í þessum línum, sem hin- um er ég hefi nafngreint. — Nokkru eftir heimferð Stephans G. Stephanssonar til Islands átti ég við tal við hann um þá ferð. í því viðtali nefndi hann heim- ferðarárið, „árið sem ég átti gott“. Nú kemur okkur Önnu saman um, að sumarið 1952 eigi hér eftir að heita, sumarið, sem við áttum gott. C0PENHAGEN Bezta munntóbak Keimsins

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.