Lögberg - 16.04.1953, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. APRÍL, 1953
3
Rithöfundur, sem mikiis mó vænta af
Eftir prófessor RICHARD BECK
I.
Haustið 1950 kom út á vegum
Keilisútgáfunnar í Reykjavík
skáldsagan Leiðin lá íil Vesiur-
heims eftir nýjan höffund, er
ntaði undir dulnefninu Sveinn
Auðunn Sveinsson. Stuttu síðar
vitnaðist það, að höfundurinn
væri Stefán Júlíusson yfir-
kennari í Hafnarfirði, en hann
hefir dvalið við framhaldsnám
vestan hafs. Er og skemmst frá
því að segja, að þessi fyrsta
skáldsaga hans hans hlaut svo
lofsamlega dóma, að mjög sjald-
gæft er um frumsmíð í skáld-
sagnagerð, enda sýndi hún það
jafnframt ótvírætt, að þar var
enginn viðvaningur á ferðinni,
heldur menntaður maður og and-
lega þroskaður, með mikla lífs-
reynslu að baki, er þegar kunni
vel til verks um skáldsagnagerð.
Að efni til er skáldsaga þessi
nýjung í íslenzkum bókmennt-
um, því að hún gerist vestur í
Bandaríkjum, en söguhetjan, Is-
lendingurinn Álfur Eyleifsson,
stundar nám vetrarlangt vestur
þar á svonefndum Belmont-há-
skóla í Minnesota, á stríðsárun-
um síðari. Kunnugir á þeim slóð-
um, eins og sá, er þetta ritar,
þekkja þegar skóla þann, sem
þar er átt við, en eigi verður það
frekar rætt, enda skiptir það
litlu máli, nema hvað þau kynni
af skólanum og umhverfi hans
gera greinarhöfundi léttara um
vik að dæma um sannfræði lýs-
inga skáldsins í þeim efnum.
Skal því þegar bætt við, að þær
lýsingar bera athyglisgáfu hans
gott vitni; hann lýsir ytra borði'
skólalífsins, svo sem íþrótta- og
félagslífi stúdentanna, bæði
glögglega og skemmtilega, og
gagnorðar náttúrulýsingarnar,
sem fléttaðar eru endur og sinn-
um inn í frásögnina, eru raun-
trúar og hitta vel í mark. Má
hið sama segja um lýsingarnar
á öðrum hliðum háskólalífsins
en þeim, er fyrr voru nefndar,
eins iangt og þær ná.
Um annað fram er skáldsaga
þessi þó lýsing á þeirri kynslóð
háskólastúdenta, sem Álfur
kynnist og á mest samneyti við,
lýsing á horfi þeirra við vanda-
málum samtíðarinnar og mann-
legrar tilveru, á hamingjuleit
þeirra og framtíðarvonum. Og
þó að sagan gerist á háskóla inni
á meginlandi Bandaríkjanna, þá
er hún með harla alþjóðlegum
blæ, því að hér koma mjög við
sögu erlendir stúdentar, auk
hinna amerísku, sérstaklega Pól-
verjinn Jósef Korsak og franski
Gyðingurinn Pétur Derval, sem
báðir eru landflótta og hafa því
fengið óþyrmilega „að kenna til
í stormum sinna tíða'*.
Rótleysi í hugsun einkennir
þessa kynslóð háskólastúdenta
stríðsáranna, og fer það að von-
um, þegar þess er gætt, hver
óvissa er framundan. Það er
hverju orði sannara, sem skáldið
lætur hárskerann í háskólabæn-
um segja: „Tilveran á stríðstím-
um er ekki líf, aðeins dvali eða
eirðarlaus bið í ofsaveðri." Og
þá er það heldur eigi að furða,
þó að ýmsir fari villur vegar
eða verði úti í slíkri geringa-
hríð.
Mannlýsingar sögunnar eru
gerðar af raunsæi og nærfærni,
og bera órækan vott innsæi höf-
undar og sálrænum skilnihgi; er
r ég algerlega sammála þessum
ummælum Kristmanns Guð-
mundssonar rithöfundar: „Merk-
ustu þættir bókarinnar eru sál-
fræðileg þróun aðalpersónunnar
og lýsing Veru Lankin. Hvort
tveggja er afrek, sem hlýtur að
vekja aðdáun allra unnenda
góðra bókmennta.“ (Morgun-
blaðið, 17. okt. 1950). En þeim
aðalpersónum sögunnar, Álfi og
veru, var eigi „skapað nema að
skilja.“
Að byggingu er sagan einnig
í heild sinni vel gerð; það er í
henni stígandi, sem heldur at-
hygli lesandans fastri, þó sú að-
finnsla sé á nokkrum rökum
reist, að frásögnin mætti sums
staðar vera samanþjappaðri, og
samtölin, sem annars eru yfir-
leitt prýðisvel gerð, stundum
heimspekilegri heldur en æski-
legt væri; en maklega hefir höf-
undi verið hrósað fyrir það, hve
vel honum tekst að láta and-
stæð sjónarmið koma fram og
formælendur þeirra njóta sín.
Málið er gott og geðþekkt og
fellur vel að efninu; stöku sinn-
um bregður þó fyrir amerískum
áhrifum í málfari, og má að vísu
segja, að það auki á raunveru-
leika svip frásagnarinnar.
Lítið eitt koma Vestur-Islend-
ingar hér við sögu, en glögg og
athyglisverð er frásögn höfund-
ar um þá ættingja söguhetjunn
ar, sem þar eiga hlut að máli.
Sérstaklega aðlaðandi er sú
mynd, sem brugðið er upp af
ömmunni áttræðu, blindri og
hvítri fyrir hærum, sem biður
Álf frænda sinn þess síðastra
orða, að senda sér eina moldar-
lúku, þegar hann sé kominn heim
til íslands. Og gamla konan
bætir við: „Ég legg svo fyrir, að
henni skuli kastað á kistuna
mína, þegar hún er komin
gröfina. Þá blandast bein mín
ofurlitlu af íslenzkri mold. Ég
ætla að biðja þig að gera mér
þennan greiða, gæzkur, þótt þér
finnist það eflaust hégómi og
vitleysa. Ég mun ekki deyja
fyrri en moldin kemur, ef ég á
von á henni.“
Og skáldið, bætir því við, að
frammi fyrir þessari öldruðu
frænku sinni hafi Álfi hvorki
fundizt þetta hégómi eða vit-
leysa, enda lofar hann að verða
við tilmælum frænku sinnar, ef
honum sé þess nokkur kostur. —
En hverfum aftur að megin-
efni sögunnar og meðferð þess.
Skáldið lætur kennara sinn í
ritsmíðanámi, Prófessor Lankin,
segja meðal annars: „Aðals-
merki góðrar skáldsögu er sann-
leikurinn allur, hversu sár sem
hann er, hversu bitur sem hann
er og hversu hrjúfur sem hann
er. Enginn ætti aö snerta á að
skrifa skáldsögu, nema hann sé
að leita sannleikans og óski að
leiða meðbræður sína í allan
sannleika."
Þessi fyrsta skáldsaga höfund-
ar ber því órækan vott með
mörgum hætti, að einmitt þetta
hefir sérstaklega vakað fyrir
honum með þeirri lýsingu sinni
á lífi og lífsviðhorfi háskóla-
stúdenta vestan hafs á stríðs-
árunum. Sá trúnaður við raun-
veruleikann, eins og hann kom
höfundi fyrir sjónir, er einn af
höfuðkostum þessarar nýstár-
legu og um margt merkilegu
skáldsögu hans.
II.
Síðastliðið haust kom út, einn-
ig á vegum Keilisútgáfunnar í
Reykjavík, önnur bók Sveins
Auðuns Sveinssonar, því að enn
ritar hann undir hinu fyrra dul-
nefni sínu; í þessari nýju bók
hans, ViiiS þér enn------?, eru
sjö smásögur.
Bók þessi er því gjörólík fyrstu
skáldsögu höfundar um bók-
menntalegt form, og að sama
skapi um sögusvið, því allar
gerast þessar smásögur í íslenzk-
um kaupstað, og sýnilega á
kreppuárunum fyrir heimsstyrj-
öldina síðari. Sögurnar heita:
„Hlátur“, „Blindi maðurinn og
ég“, „Við Steini byggjum snjó-
hús“, „Kirkjuklukkurnar“, Ónot-
aður kaðalspotti“, „Söngvarinn“
og „Þegar ég stal“.
Þær eru sér um svip, en fjalla
flestar um kröpp kjör og harða
lífsbáráttu fátækra verkamanna
kaupstaðnum á sjávarströnd-
inni. Þeirri hetjulund, sem
bognar en brestur ekki undir
oki örbirgðarinnar, er eftir-
minnilega lýst í þessum sögum,
ekki sízt í sögunum „Við Steini
byggjum snjóhús“ og „Ónotaður
kaðalspotti“, sem eru hvor ann-
arri betri, og hin fyrri mjög
frumleg að gerð og efnismeðferð.
Sama hreystilund svipmerkir
blinda manninn í sögunni
„Blindi maðurinn og ég“, og
minnisstæð verður Solveig í
reisn sinni, mitt í andstreyminu,
í sögunni „Söngvarinn“, harm-
sögu Gunnars manns hennar.
Á léttari streng er slegið í upp-'
hafssögunni „Hlátur“, og að
öðrum þræði í lokasögunni
„Þegar ég stal“, sem báðar lýsa
örlagaríkum atburðum í lífi
söguhetjanna og eru prýðilega
sagðar, ei^kum er hin síðari með
miklum snilldarbrag.
Annars má það um þessar
smásögur segja, að þær eru all-
ar vel gerðar. Þær láta að vísu
lítið yfir sér, og getur því verið,
að látleysi þeirra feli einhverj-
um við fyrsta lestur frásagnar-
list þá, er einkennir þær; en þær
eru hnitmiðaðar um umhverfis-
atburða og mannlýsingar, er
falla í einn farveg, því höfund-
urinn kann bæði þá list að segja
ekki of mikið og að draga alla
meginþræði saman í einn brenni-
depil í sögulok.
Djúpur sálfræðilegur skiln-
ingur skáldsins og samúð hans
með þeim, er skarðan hlut bera
frá lífsins borði, njóta sín hér
jafnvel e.nn betur en í hinni at-
hyglisverðu fyrstu skáldsögu
hans; festan er einnig meiri í
máli og stíl og málfarið kjarn-
meira, þó vel væri um þetta allt
í skáldsögunni.
Eitt er víst, að með þessum
sögum sínum hefir höfundurinn
sýnt, að hann ræður yfir óvenju-
lega mikilli tækni í smásagna-
gerð, og með skáldsögu sinni og
smásögum hefir hann með þeim
hætti haslað sér völl í íslenzk-
um bókmenntum, að mikils má
vænta og verður vænst af hon-
um í framtíðinni.
Business and Professional Cards
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34. REYKJAVÍK
Minningarorð
Guðmundur Thorgrímson and-
aðist á Inglewood General
Hospital, Inglewood, California,
4. okt. 1952. Hann var fæddur á
Leifsstöðum á íslandi 26. ágúst
1887. Foreldrar hans voru Þor-
grímur Guðmundsson og Þor-
björg Magnúsdóttir; hún var
systir hins góðkunna söguskálds,
Guðmundar Magnússonar, sem
ritaði undir nafninu Jón Trausti.
Guðmundur fluttist til Ame-
ríku 1888 með foreldrum sínum,
settust þau að í Serville, N.Y.,
nálægt New York-borg, en þar
lézt faðir Guðmundar eftir tæpt
ár, og stóð þá móðirin allslaus
eftir með þennan unga son í
ókunnu landi; nú vildi hún
helzt fara „heim“ til Islands og
það gerði hún.
Ellefu árum síðar, 1899, kom
Guðmundur aftur til Ameríku
með móður sinni, stjúpa sínum
og ungri systur; settust þau að
skammt frá Akra, N. Dak. Þar
hafði Guðmundur tækifæri til
að ganga á barnaskóla í tvö ár;
á þeim stutta tíma las hann í
gegnum margar „grades“. Þetta
var öll hans skólaganga, en hann
las mikið, bæði á ensku og ís-
lenzku og leysti mörg áríðandi
embætti af hendi síðar meir.
Hann skrifaði góða hönd og var
mjög hjálpsamur móður sinni
alla ævi. Hann vann fyrst hjá
bændum þar í byggðinni.
Árið 1908 flutti fjölskyldan til
Pembina, N. Dak. Þar vann
Guðmundur í búð hjá Mr.
Heneman í 8 ár, unz hann varð
mjög veikur af taugaveiki, sem
lamaði heilsu hans mikið og
læknir hans ráðlagði honum að
vinna útivinnu. Fór hann þá að
vinna hjá „Northern Pacific“
járnbrautarfélaginu og var í
þeirra þjónustu frá 1817 til 1848,
mest af þeim tíma var hann
section-foreman“. Frá Pembina
fór hann til Dazey, N. Dak. árið
1928 og var þar þangað til 1931,
að hann kom til Grafton, N. Dak.
Þar bjó hann í 7 ár, en flutti
þaðan 1938 til Drayton, N.D., og
vann þar í 10 ár, eða þar til
heilsa hans bilaði (hjartveiki).
Allan þennan tíma sýndi hann
dugnað og mikla trúmensku í
starfi sínu. Hann var bæði ritari
og féhirðir í mörg ár fyrir
Brotherhood Maintenance of
Way Employees.
Hann meðlimur Masons (frí-
múrarar) fyrst í Pembina Blue
Lodge, var skrifari hjá þeim í
mörg ár; í Grafton tilheyrði
hann Chapter 9; Royal Arch
Mason’s og Rae Council 5; St.
Omar Commandery 6. I Dray-
ton var hann „Worshipfund
Master“ í þeirra félagi. Alls
staðar sýndi hann sína góðu
hæfileika og trúmennsku.
Þann 17. maí 1911 kvæntist
Guðmundur eftirlifandi ekkju
sinni, Ingibjörgu Ólafsson, dóttur
Erlendar Ólafssonar og Hall-
dóru, en þau voru frumbyggjar
í Pembina, N. Dak. É>au Guð-
mundur og Ingibjörg eignuðust
3 börn: Vilmar, sem andaðist í
Inglewood, Calif., 27. marz 1952,
eftir langvarandi heilsuleysi, og
Erlene (Mrs. Lyle Ormiston) og
Dagmar (Mrs. George Andrea-
son), báðar búsettar í Los
Angeles, og þar er Ingibjörg á
víxl hjá dætrum sínum. Eina
systir Guðmundar, Guðbjörg
(Mrs. William Cory) býr í
Crosby, Minn.
Útfarar-athöfn fór fyrst fram
8. október 1952 frá Little Church
Around the Corner, Inglewood,
Calif. Lúterskur prestur flutti
kveðjumál ásamt bræðrum —
Masons frá Montibella Lodge,
Bellgarden, Calif. önnur kveðju-
athöfn fór fram 13. október 1952
frá Adams Chapel, Grafton, N.
Dak., og loks höfðu Masons sína
athöfn „Committal Service.“ —
Guðmundur var jarðaður í
Crecent grafreitnum nálægt
Grafton, að viðstöddum mörgum
vinum og félagsbræðrum og
konum frá „Eastern Star“, sem
Ingibjörg tilheyrir. Ingibjörg og
systir hennar, Mrs. Robert Budd,
komu alla leið frá Los Angeles
til að vera viðstaddar útförina.
Guðmundur var meðlimur
lúterskra safnaða, hvar sem hann
var búsettur og var mjög hjálp-
samur í öllum.fyrirtækjum við-
víkjandi kirkjumálum, var m. a.
í söngflokkum og kenndi sunnu-
dagaskóla á fyrri árum. — Hann
var greiðvikinn, gestrisinn og
vandaður í orðum og verkum.
Margir vinir og kunningjar
sakna hans, en þó sérstaklega er
hann syrgður af ekkju sinni,
dætrum, barnabörnum og systur.
Blessuð sé minning hans.
—VINUR
Dr. P. H.T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnlpeg
PHONE 92-6441
T
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVXNUE BLDG. WINNXPEG
Pasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og elds&byrgC,
bifreiSaábyrgð o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
EOR QUICK. RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK. MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
Offlce Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Barristers and Sölidtora
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Dlstrlbutors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
offlce: 74-7431 Bes.: 72-3917
Offlce Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Offlce Hours: 4 pjn.—6 pjn.
and by appointment.
Stofnað 1894
jjoiuwuf fíjfGtl
Watch ior Opening
New Showrooms
Gréta Björnsson opnaði í gær
málverkasýningu í Reykjavík
og sýnir þar rúmlega 60 mál
verk, ennfremur handþrykkt
gluggatjöld og dúka og lakk-
málaðamuni. Þetta er sjötta mál
verkasýningin, sem Gréta Björns
son heldur í Reykjavík.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur likklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sfl bestl.
Slml 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternity Pavillon
General Hospltal
Nell's Flower Shop
Weddlng Bouqueta, Cut Flowers.
Funeral Designs, Corsages,
Beddlng Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Kaupið Lögberg
SEIKIRK MEUL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn.
og ávalt hereinir. Hitaelningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við. heldur hita frá að rjúka út
með reykum.—Skrifið, slmlð til
KELLV SVEINSSON
625 WaU Street Winnipe*
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRID SWANSON 8t CO.
Insurance ln aU its branches.
Real Estatc - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
(32 Slmcoe St.
Winnlpeg, Min.
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur 1 augna, eyrna, nef
og hálssjúkdömum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimaslmi 40-3794
Creators oj
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave., Winnlpeg
PHONE 74-3411
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Flsh Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPKQ
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wlU be appreciated
Minnist
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Accountant
505 Confederatlon Llfe BuUdlng
WTNNTPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicilors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 C&nadlan B&nk of Commerce
Ch&mbers
Wlnnlpcg, Man. Phone 92-5561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise St*-&n Slml 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
VAN'S ELECTRIC LTD.
636 Sargent Ave.
Authorized Home Appllanc*
Dealers
General Electric
McClary Electric
Moffat
Admiral
Phone 3-4890