Lögberg - 16.04.1953, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. APRÍL, 1953
s
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
DA LALÍF
,^Það leit nú út fyrir, að ungdómurinn hérna í sveitinni væri
alveg eins ánægður, áður en hann lærði þetta næturhopp," sagði
hann. „Það var Jón Jakobsson, sem innleiddi það í dalinn, þegar
hann kom af skólanum. Það er víst flest kennt þar.“
Þóra brosti. Það bros lýsti bæði sorg og gleði. „Hann innleiddi
líf og yndi í sveitina, þegar hann kom heim.“
, „Eða gjálífi og spillingu,“ tautaði Björn svo lágt, að hann
heyrði það varla sjálfur; en Þóra heyrði það. Samt talaði hún
ekkert. Reynslan var búin að sýna henni, að þögnin var gullvæg.
„Það loftaði líka undir hann og kærustuna áðan hérna út með
ánni; bæði skeiðríðandi. Það reynir það ekki á sig að labba, fólkið
það,“ skrækti í Möggu gömlu.
„Svoleiðis ómenni nenna nú ekki svo miklu,“ sagði Fúsi
fyrirlitlega.
Þóra saup hveljur af gremju. Að heyra slíkt ómenningartal
um svona almennilegt fólk.
Þá tók faðir hennar í strenginn á móti Fúsa.
„Það getur enginn maður sagt það með sanni, að Jón sé
ómenni. Þvert á móti er hann mikill dugnaðarmaður. Hann er
lifandi eftirmyndin hans afa síns, þetta fjör og gleðskapar, hvar
sem hann var,“ sagði hann og brosti.
Líklega var það séra Helgi, sem það átti, en ekki dóttursonur
hans.
Fúsi gafst alveg upp. Hann þurrkaði sápuna vandlega af rak-
hnífnum og lét hann upp undir sperru.
Þá voru barin þrjú högg frammi og því næst komið inn
göngin. Það var Tommi á Nautaflötum, ferðbúinn á ballið.
„Verðið þið ekki með?“ spurði hann, þegar hann hafði heilsað.
Hann meinti Þóru og Fúsa.
„Þóra ætlar ekki að fara,“ sagði Magga gamla. „Hún verður
heima hjá pabba sínum.“
„Ég skal láta inn fyrir þig, svo þú getir. farið að búa þig.
Ekki getur Tommi beðið eftir því að þú smalir og látir inn,“ sagði
Þóra við Fúsa.
„En Anna sagðist vonast eftir, að þú kæmir út eftir,“ sagði
Tommi. „Er ekki pabbi þinn svo hress, að þú megir yfirgefa hann?“
„Nei, ég fer ekki frá honum.“
„Þú skalt bara fara að búa þig, Fúsi. Siggi ætlar að láta inn
fyrir mig,“ sagði Tommi og dró pípu og tóbak upp úr vasa sínum.
„Kannske má ég ekki reykja?“
„Helzt ekki,“ sagði Þóra.
Hann lét pípuna niður aftur.
Eftir dálitla stund lögðu þeir félagar af stað.
Þóru fannst það upplífgandi að fara upp í fjallið og smala
ánum, eftir að hafa setið inni í baðstofu í nærri þrjár vikur. Hún
kom raulandi inn til föður síns, þegar hún hafði lokið við að hýsa.
„Það er víst gott veðrið ennþá?“ sagði hann.
„Það er alltaf sólskin og blíða, þó að við sjáum það ekki nema
á morgnana. Gluggarnir ættu að vera sunnan á baðstofunni. Það
þarf að fara að byggja hana upp. Þetta er svo mikill garmur.“
„O jæja; við látum það bíða þetta vorið. Ég vil helzt fá að
deyja í þessari baðstofu. Hver veit, hvað tekur við eftir minn dag.“
Þóra ranglaði út að glugganum, eins og hún sæi eitthvað at-
hugavert uppi i fjallinu. En hún var aðeins að hylja tárin, sem
fylltu augu hennar. Alltaf þessi sama dauðahugsun. Átti það nú
að bætast ofan á allt annað, að hún missti hann, eina manninn,
sem var henni nokkurs virði í lífinu. Henni virtust allir erfiðleikar
smávægilegir hjá því. Hvað var það, þó að Axel norski kæmi á
krossmessunni? Einhver ráð yrðu til að losna við hann.
„Pabbi!“ sagði hún með klökkva. „Má ég ekki fara ofan á Ós
á morgun og finna lækninn? Þig hlýtur þó að langa til að komast á
fætur aftur.“
„Æ, ég veit það ekki, barnið mitt,“ svaraði hann. „Það er lítils
virði lífið, þegar maður er ekki orðinn til neins, ekki nema hálfur
maður við það, sem var. En ef þig langar ósköp mikið til að finna
hann, þennan lækni, þá hef ég ekki ó móti því. Ég hef auðvitað
enga trú á þessu meðalagutli. Ef drottni þóknast að slíta þennan
veika lífsþráð, þá getur enginn aftrað því.“
En ef hann vildi nú lengja hann ofurlítið, hugsaði hún. Skyldi
hann bænheyra hana, ef hún reyndi að biðja hann þess? Henni
datt allt í einu í hug dálítið atvik frá æskuárunum: Lilja frá Seli
hafði sagt henni frá því, að einu sinni, þegar hún kom heim af
engjunum, hefði mamma hennar verið svo slæm af gigt í bakinu,
að hún hefði ekki getað hreyft sig í rúminu og Lauga hefði verið
að basla við að hita búverkavatnið. Og svo vantaði bæði ærnar og
kýrnar. „Hvernig fórstu að þessu?“ hafði Þóra spurt hana. „Nú,
ég bara bað guð almáttugan að hjálpa mér, og rétt á eftir komu
kýrnar labbandí heim og Gullhúfa var svo þekk, á meðan ég var
að mjólka hana, að hún bara hreyfði sig ekki. Og Þórður var
búinn að kvía ærnar, þegar ég kom úr fjósinu.“ En Þóra var ekki
trúuð á kraft bænarinnar. Hún þekkti ekki guð nema að nafninu
til. „Heldurðu, að það hafi verið því að þakka, að þú baðst guð?“
„Já, auðvitað. Mamma segir, að hann geri allt, sem við biðjum
hann um, ef það sé okkur til góðs. Hvað hefur þú gert?“ spurði
hann um, ef það sé okkur til góðs. Hvað hefðir þú gert?“ spurði
Lilja. „Ég hefði bara hleypt í mig illsku og rokið af stað til að
leita að kúnum. Svo hefði ég heft beljuna svo fast sem ég hefði
getað og sagt henni að hafa sig bara hæga eða ég skyldi lemja
hana duglega.“ Þá hristi Lilja höfuðið. „Nei; mamma sagði mér
að var góð við hana og láta Laugu klóra henni hjá eyrunum.“
Þessu hafði Lilja trúað. — Skyldi nú guð vilja bænheyra mig?
hugsaði Þóra, og gefa pabba heilsuna aftur.
Hún fór fram í stofu, kraup ríiður og bað svo heitt sem hún
gat, að hún fengi að sjá föður sinn frískan aftur. Henni fannst hún
styrkjast í fullvissunni um, að bæn hennar væri heyrð.
Um kvöldið vakti hún við að gera ferðaskóna handa sér. Og
morguninn eftir, þegar hún hafði gefið í húsunum og lokið fjós-
verkunum, lagði hún af stað. Möggu þótti þetta hálfgerður óþarfi.
Hún var komin .langt út í dal, þegar ballfólkið kom á móti
henni. Hún reyndi að sneiða hjá því öllu. Það skiptist í smáhópa
og hópunum fækkaði og þeir þynntust hjá hverjum bæ. Þarna
kom þó tvennt ríðandi. Það voru þau Jón og Anna. Hann söng og
trallaði, eins og hann var vanur. Þóra vildi ógjanran hitta þau.
Hún var fótgangandi á hálfömurlegu ferðalagi. Þau voru ríðandi,
glöð og sæl. Hún settist niður í holtinu fyrir neðan túnið á Brekku.
Kannske tækju þau ekkert eftir henni eða þekktu hana ekki. Þau
riðu skammt fyrir neðan hana. Þá stanzaði hann hestinn og
kallaði:
„Nei, góðan daginn, Þóra! Ertu að leggja af stað fyrst núna
á ballið?"
Hún stóð upp og kom til þeirra. Anna beygði sig áfram í
söðlinum og rétti henni rauðar varirnar.
„Sæl og blessuð! Á hvaða ferðalagi ertu?“
„Ég ætla ofan á Ós að finna lækninn,“ svaraði Þóra.
„Er hann pabbi þinn svona veikur?“
„Nei, hann er ekkert veikari en hann hefur verið, en honum
getur ekkert batnað. Ég fer þetta svona til reynslu.“
Anna varð angistarleg á svipinn.
„Hvers vegna hefirðu ekki vitjað læknis fyrr?“ spurði Jón.
„Hann hefur ómögulega viljað það.“
„Ég hef alltaf ætlað að finna þig,“ tók Anna til máls. Hræðslu-
svipurinn var nú horfinn af andliti hennar. „En ég hef ekki farið
út eftir af því, að pabbi þinn var veikur. Ég er svo hrædd við
veikt fólk. Þú sagðir mér einu sinni, að þú ættir gamlan upphlut
eftir mömmu þína. Nú er ég búin að baldera borða handa þér, og
mamma ætlar að gefa þér klæði í bolinn. Borghildur kann að sjóða
millurnar, svo þær verða eins og nýjar. Komdu nú frameftir og
við drífum hann upp fyrir páskana. Heldurðu, að pabbi þinn verði
nokkuð á móti því?“
Það glaðnaði yfir Þóru. Hún þakkaði Önnu vináttu hennar og
bað að heilsa Lísibetu. Meira gat hún ekki sagt þá í bráðina.
Um kvöldið kom hún heim gönguþreytt með stórt meðalaglas
meðferðis, sem Magga gamla gaf illt auga.
„Ég er bara þreytt,“ sagði Þóra, þegar hún hafði setið dálitla
stund á rúminu hjá pabba sínum og sagt honum það markverðásta,
sem hún hafði heyrt í ferðinni.
„Þú þarft ekki að hugsa um að fara í fjósið,“ sagði Magga
gamla. „Hann Fúsi brynnir í þetta sinn.“
„Hann er víst ekki síður þreyttur en ég, og grútsyfjaður af
ballinu,“ gegndi Þóra.
„Nei; ég svaf í dag,“ greip hann fram í, dauðfeginn að geta
gert Þóru greiða.
„Þiggðu það, góða mín,“ sagði Björn. „Vandi er vel boðinu
að neita.“
Og Fúsi vagaði í fjósið við hliðina á Möggu gömlu og bar
fyrir hana mjólkurfötuna.
„Alltaf dettur Þóru eitthvað í hug. Kemur hún ekki nema með
einhverja ólyfjan í glasi frá lækninum. Hvað skyldi henni nú
detta í hug næst, ráðríkisskjóðunni þeirri? Ætli þau verði ekki
til þess að gera alveg út af við karlinn? Það er ekki látið svo mikið
af meðulunum hans, þessa læknis,“ rausaði Magga gamla.
Fúsi spýtti drýgindalega í flórinn, áður en hann svaraði.
„Það læt ég nú vera. Hann getur áreiðanlega látið góð meðul,
en hann er ekki allra. Það er ekki sama hver kemur eftir þeim.
Ég hefði verið búinn að fara til hans fyrir löngu, ef Björn hefði
viljað það, og ég er viss um, að Halldór hefði látið mig hafa góð
meðul. Ég gerði honum dálítinn greiða einu sinni, og ég veit, að
hann gleymir því ekki strax.“
„Og hvað var það nú eiginlega?“ spurði hún forvitin.
„Það er nú hérna, og líklega betra að það fréttist ekki. Að
minnsta kosti væri ekki heppilegt, að frúarskepnan vissi það.“
„Ja, sei sei! svei svei! Hverslags bölvaður legáti er þetta? Ég
gæti nú trúað því, að hamj Björn snerti ekki meðalið, ef hann
heyrði þetta. Hann er nú siðavandari en svo. Ætli þeir séu ekki
skyldugir að láta góð meðul, hver sem í hlut á, þessar landeyður?
Það gerði hann Jóhann heitinn hómópati. Það batnaði líka öllum
af hans meðulum nema þeim, sem ekki gátu lifað.“
Þóra naut ánægjunnar af því að sjá föður sinn hressast með
degi hverjum. Hvort það var kraft bænarinnar að þakka eða
meðulunúm, var ekki gott að segja. En hún var eins og óþekku
börnin. Þegar búið er að uppfylla eina óskina, kemur önnur. Nú,
þegar dauðahugsunin var algerlega búin að yfirgefa föður hennar,
fór ný þrá að rísa 1 huga hennar. Það var upphluturinn. Hún
hugsaði um hann nótt og dag. Hún átti sammerkt við flestar aðrar
ungar stúlkur fyrr og síðar, að hana langaði til að eiga falleg föt,
helzt fallegri en sveitasystur hennar. Frá því að hún mundi fyrst
eftir sér hafði hún átt fallegri sparikjóla en flestar aðrar telpur
á hennar reki, þangað til Anna kom að Nautaflötum. Hún var
sjálfkjörin fegurðar- og fínheita-drottning, sem engum datt í hug
að etja við.
Lísibet hafði jafnan valið kjólana handa Þóru og saumað þá.
Peysuföt hafði hún eignazt strax um fermingu. En það eftirsóknar-
verðasta, sem nokkur ung stúlka gat hugsað sér í þá daga og nú
stóð henni til boða, var að eignast upphlut, þennan stássfega bún-
ing, sem enginn átti, nema helztu konur sveitarinnar, Lísibet,
Borghildur og Anna. Það var bara eitt til fyrirstöðu: hvort faðir
hennar leyfði það nokkurn tíma, að hún tæki millurnar af gamla
upphlutnum. Ekkert var líklegra, en að hann ætti að liggja
óhreyfður niðri í kistu, alveg eins og baðstofan og þúfurnar í
túninu, sem hvorugt mátti hreyfa, fyrr en hann væri dauður. Og
ekki bætti Magga það með þröngsýnina og smásálarskapinn. Hún
vildi nú helzt hafa það allt eins og það var fyrir hundrað árum.
Pálmasunnudagurinn var kominn. Björn var farinn að klæða
sig fyrir nokkru, en hafði ekki farið út. Nú var gott veður og Þóra
leiddi hann, án þess þó að hann þyrfti þess, suður fyrir bæinn.
Þau settust á kláfana, sem stóðu þar ennþá.
„O jæja; þá er nú karlinn kominn út aftur, og það er mest og
bezt þér að þakka, barnið mitt,“ sagði hann hrærður.
Nú var tækifærið, hugsaði hún. Svo brá hún sér allt í einu
inn í stofuna, tók upphlutinn upp úr kistunni, sem hann var búinn
að liggja í full fjórtán ár, og klæddi sig í hann, en hann komst
hvergi að henni. Svo fór hún út aftur.
„Hvað er þetta, sem þú ert að reyna að troða þér í?“ spurði
faðir hennar.
Hún hló. „Þekkirðu ekki upphlutinn hennar mömmu sálugu?
Hann er svo lítill, að ég get hvergi komið honum að mér.“
„Það er ekki von. Þú ert svo mikið þreknari en hún og stærri
á alla kanta.“
„En nú hefur Lísibet boðið mér að gefa mér klæði í upphlut,
nýja borða, og Borghildur kann að sjóða millurnar, svo að þær
verða eins og nýjar. Má ég ekki taka millurnar af gamla bolnum?
Ekkert gaman er að láta þetta liggja svona ónotað,“ sagði hún og
var fegin að vera búin að stama þessu upp.
„í hverju sýður Borghildur millurnar eiginlega, niðri í graut-
arpottinum eða kaffikatlinum?“ spurði hann og hló kaldan glettnis-
hlátur.
„Það veit ég ekki. En mig langar bara til að eignast upphlut,
þeir eru svo fallegir."
„En við erum ekki þeir aumingjar, að við þurfum að láta gefa
okkur efnið í hann.“ Kuldinn óx í rómnum.
„Við höfum nú svo margar velgerðir þegið af þeirri konu.
Er þá nokkuð meira, þó að ég þiggi þetta?“
„Það var annstð fyrr eða nú, eða er þér eins vel við hana
og áður?“
„Já, og það verður mér ævinlega. Ég fann það bezt í vetur, að
hún var eina manneskjan, sem ég gat flúið til.“
„Fórstu þangað?“
Hún svaraði með augunum. Þau skildu hvort annað, þó að þau
töluðu ekki greinilegar.
„Og hún gerði hvað?“ spurði hann.
„Hún benti mér á, hvað ég ætti að gera. Svo fylgdi hún mér
hérna heim að túngarðinum.“
„Hún er alveg ómótstæðileg, sú kona. Hún er alveg einstök,"
sagði hann og tinaði ótt og títt með höfðinu.
Þóra klæddi sig úr bolnum og braut hann saman, döpur á
svip. Hann sat og hugsaði. Átti hún ekki skilið, að hann léti annað
eins eftir henni og þetta? Var hún ekki búin að sjá nógu margar
vonirnar verða að engu. Hann lagði höndina ofan á boilnn og sagði:
„Þú átt bolinn, góða mín, og mátt gera við hann hvað sem
þú villt.“
„Heyrðirðu ekki, hvað ég sagði?“ spurði hann.
„Þú ert ekki ánægður með það,“ sagði hún. „Það er bezt að
'nætta við það.“
„Jú, jú, jú; ég er ánægður. En þú þarft nú meira en bolinn.
Þær voru í skyrtum, ljósleitum skyrtum. Þú þarft að fá svoleiðis.“
„Ég fékk mér það um daginn, þegar ég fór að finna lækninn.
Ég skal sýna þér það, fyrst þú ætlar að verða svona góður við mig,“
sagði hún og hljóp brosleit inn í stofuna aftur.
„Ó, þetta eru nú engin gæði. En mér finnst þetta vera ein-
hverjar hundsbætur, sem sú góða kona er að greiða henni, aum-
ingja barninu; en það má ekki særa hana rneira," tautaði hann.
Þóra kom með dálítinn bréfböggul í hendinni.
„Hérna kemur nú djásnið,“ sagði hún og sýndi honum hvítt
fínt efni.
Gamli maðurinn hneggjaði ánægjulega. „Ja, sei, sei! Það
verður nú skárri dragtin á þér. Nú lízt Fúsa sæmilega vel á þig,
býst ég við. Eða heldurðu það ekki?“
Hún gretti sig bara og hló ánægjulega, ekki yfir því, að Fúsa
litist á hana, heldur yfir því, að hún hafði fengið heitustu ósk
sína uppfyllta.
Á skírdagsmorgun snemma fór Þóra fram í stofu og fór að
spretta millunum af gamla bolnum, meðan Magga gamla hitaði á
katlinum.
„Hvað svo sem ætli hún sé nú að hafast að þarna inni í stof-
unni?“ hugsaði sú gamla, læddist að dyrunum, opnaði þær hljóð-
lega og stakk höfðinu, vöfðu í gráa ullarhyrnu, inn í gættina. Svo
hljóp hún inn göngin og alla leið að rúmstokknum til húsbóndans:
„Ertu vaknaður, Björn?“ skrækti hún og var mikið niðri fyrir.
„Já, hvað viltu?“
„Hvað heldurðu, að hún dóttir þín hafi fyrir stafni?“
„Nú, hvernig ætti ég að vita það, niðri í rúminu?“
„Hún situr nú reyndar við að rífa sundur upphlutsbolinn
hennar móður sinnar sálugu. Er það ekki svívirðilegt, hvernig
þetta unga fólk hagar sér? Hvað skyldi hún Kristín heitin segja,
ef hún væri risin upp úr gröf sinni?“
„Tekurðu nú til með fjasið og ósköpin, eins og vant er. Er
ekki orðið heitt á katlinum hjá þér, skepnan mín?“ sagði Björn
gamli og brosti að ákafanum í kerlingunni. „Hún ætlar að fara
að búa sér til nýjan upphlut og vantar millurnar og reimina “
„Nú dámar mér aldeilis. Er það ekki nóg, að eiga þessi dýr-
indis peysuföt?“ Hún verður ekki lengi að fara með þetta, sem
þú hefur dregið saman, ef hún má ráða.“
Þóra hafði komið inn og heyrt rausið í Möggu gömlu, en nú
lá of vel á henni til þess að reiðast við hana. Hún lét glingra í
millunum rétt við eyrað á kerlingunni. „Nei, það er ekki nóg að
eiga peysufötin. Upp úr hádeginu fer ég fram að Nautaflötum og
fer að sauma djásnið mitt, Magga, mín! Á páskadaginn verð ég í
honum við kirkjuna.“
„Tarna er lagið,“ var það eina, sem Magga gamla gat sagt.
Veturinn hafði verið einstaklega góður, en harpa settist hrana-
lega að völdum. Strax upp úr sumarmálum kom hver stórhríðar-
dagurinn á fætur öðrum. Hrossin, sem allan veturinn höfðu gengið
úti, voru nú tekin í hús, þegar sumarið var komið. Nýgræðingur,
sem hafði skotið höfðinu upp úr jörðinni í vetrarhlýjunni, dó út í
sumarfrostunum. Það var allt orðið öfugt í náttúrunni. Nú var
ekki talað um annað en hríðarkulda og yfirvofandi hey- og eldi-
viðarleysi hjá fátækari bændum. Hálfvaxnir krakkar voru sendir
upp í fjallið fyrir ofan bæina, þegar eitthvað rofaði til, til að rífa
hrískræklurnar, sem stóðu upp úr snjónum, til eldsneytisdrýginda.
Hver gat vitað, hvenær yrði hægt að stinga út og þurka taðið í
þessari ótíð?
Nú var hart í dalnum. Enginn maður hafði gaman af þessum
alvanalegu slúðursögum, eins og um Axel norska og Maríu á
Hrafsstöðum; allir höfðu nóg með að hugsa um sitt eigið heimili.
Allir horfðu vonaraugum til tveggjapostulamessunnar. Þá
hlyti þó eitthvað að breytast. En hún gusaði bara ísköldum snjó-
flygsum á vonir þeirra, um leið og hún þeysti fram dalinn á úlf-
gráum stórhríðarbyl. Ekki var meira af þeirri hnútunni að kroppa.
Hvenær skyldi þá breytast til batnaðar? Upp úr hvítasunnu? Um
sjöundu sumarhelgina? Þá yrði orðið slæmt ástand; hvert ung-
lamb steindautt. Nei; svo hörmulegt yrði það aldrei Og tíðin
hélzt óbreytt frarn að krossmessu.
Þóra hafði aldrei talað um það við föður sinn, hvort Fúsi
yrði kyrr eða ekki. En hún sá um að fötin hans væru í góðu lagi og
hrein á krossmessudaginn. En hann sýndi ekkert fararsnið á sér.
„Skyldi Fúsi verða kyrr?“ spurði hún Möggu gömlu frammi í
eldhúsi um hádegið.
„Veiztu það ekki?“ spurði Magga alveg hissa.
„Nei; ég hef aldrei spurt pabba að því.
„Hann er víst orðinn kyrr fyrir löngu.“ ,
Fólkið flutti með sér snjóskafla á höttum og sjalhnútum í
nýju vistina. Þetta var óskemmtilegur krossmessudagur. Ef árið
yrði eftir honum, þá var tilhlakk, eða hitt þó heldur. En þetta
var líka síðasti hríðardagurinn.