Lögberg - 30.04.1953, Blaðsíða 2
1
2
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 30. APRIL, 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Gefið út hvern fimtuflag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 74-3411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The 'Logberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Fyikiskosningarnar
Manitobaþingið hefir verið rofið og nýjar kosningar
fyrirskipaðar þann 8. júní næstkomandi; flestir munu hafa
haft það á vitund að þetta lægi í loftinu þó forsætisráðherra
varðveitti þetta leyndarmál sitt í lengstu lög.
Frá stjórnskiplegu sjónarmiði séð þurfti stjórnin síður
en svo að flýta fyrir kosningum, því í raun og veru átti hún
enn eftir nálega hálft annað ár af kjörtímabili sínu; en á
hinn bóginn hefir Mr. Campbell litið þannig á, að fyrsti
tími væri beztur og því væri bezt að láta kylfu ráða kasti
og freista gæfunnar þegar í stað.
Það mun mála sannast, að um Campbellstjórnina hafi
upp á síðkastið staðið meiri styr en flestar aðrar fylkis-
stjórnir í þessu landi; nægir í því efni að vitna í orkumálin,
er slíkur úlfaþytur hlauzt af, að til einsdæma má teljast;
þó fóru að lokum leikar þannig, að allir þingflokkarnir
féllust á stefnu stjórnarinnar í þeim efnum og sögðu já og
amen; það er því alveg útilokað, að meðferð stjórnarinnar
í því mikla velferðarmáli fylkisbúa verði henni að falli, er
að kjörborðinu kemur, því þar greinir engan á um neitt;
fjárhagur fylkisins stendur í miklum blóma og á fylkis-
skuldum hefir verið grynt til muna; en þó margt hafi óneit-
anlega verið vel um stjórn Mr. Campbells, hafa í ýnjissum
tilfellum komið fram veilur í fari hennar, sem ekki verða
auðveldlega réttlættar, svo sem fálm hennar varðandi
fiskiðnaðinn ber svo glögg merki um; að á þeim vettvangi
verði teknar róttækar ráðstafnir til úrbóta, má ekki undir
neinum kringumstæðum dragast á langinn; þetta mál grípur
djúpt inn í iðju og athafnalíf fjölda manna af íslenzkum
stofni, og er þess því að vænta, að þeir vaki dyggilega á
verði um það hvert stefni.
Litlar líkur eru á, eða jafnvel engar, a'ð fylkisbúar láti
ginna sig til þess, að taka þá Willis eða Stinson fram yfir
Mr. Campbell og feli öðrum hvorum þeirra á hendur
stjórnarforustu að loknum kosningum.
Getur ísland orðið miðstöð vöru-
flutninga í lofti ólfa á milli?
Með aukinni þróun flugmála
verða vöruflutningar í lofti al-
gengari. Þegar kveður orðið all-
mikið að þeim, ekki sízt á lang-
leiðum milli heimsálfa. Ýms af
stærstu flugfélögum heimsins
hafa tekið upp sérstök áætlunar-
flug, sem eingöngu eru bundin
við vöruflutninga, og vaxa þess-
ir loftflutningar stórlega með
hverju árinu sem líður.
Farþegar og flutningur fer
ekki saman
Þar sem flugmálin eru bezt
skipulögð, þykir ekki henta að
flytja vörur með sömu flugvél-
um og farþega. Kemur þar
margt til, en einkum það tvennt,
að farþegar kunna illa við að
hafa vörustafla í farþegarúm-
inu hjá sér og annað hitt, sem
er þó mun þyngra á metunum,
að trygging farþegaflugvélanna
er miklu kostnaðarsamari og
viðhaldskostnaður þeirra og eft-
irlit miklu meira, heldur en þeg-
ar vélar eru eingöngu notaðar
til vöruflutninga.
Þegar vörur eru fluttar með
farþegaflugvélum, jafnhliða far-
þegum, verða flutningar þessir
því óeðlilega dýrir, og þess
vegna hefir verið farið inn á
þær leiðir að hafa sérstakar flug-
samgöngur fyrir vöruflutninga.
ísland á krossgöium
fsland er að ýmsu leyti ákaf-
lega vel sett varðandi framtíð
vöruflutninga í loftinu. Landið
er á krossgötum milli heimsálf-
anna í austri og vestri, og því
mikilvægur áfangastaður fyrir
flutningaflugvélar á þessum
langleiðum.
Eftir því sem flugáfangarnir
styttast, er hægt að auka vöru-
þunga þann, sem hægt er að
flytja í hverri ferð, þar sem þá
þarf minna af eldsneyti.
Fríhöfn fyrir flugflulninga?
Þegar stærri og öruggari flug-
vellir koma á Grænland, styttast
áfangarnir á flugleiðinni milli
heimsálfanna að miklum mun og
eru þá orðnir til þess að gera
jafnir, alla leið frá meginlandi
Ameríku til meginlands Evrópu
og Bretlandseyja.
ísland hefir þó þá sérstöðu, að
það er svo til mitt á milli megin-
landanna á flugleiðinni. Héðan
eru svo til jafnar leiðir til
margra staða í Evrópu og til
staða í Kanada og Banda-
ríkjunum.
Ef komið yrði upp á íslandi,
til dæmis í Reykjavík, fríhöfn
f y r i r vöruflutningaflugvélar,
skapaðist hér mikil aðstaða til
slíkra flutninga í framtíðinni.
Birgðasiöðvar
Þróunin yrði þá sú, að fram-
leiðendur í Evrópu og Ameríku
flyttu vörur sínar hingað í stór-
um stíl og létu þær bíða hér og
afgreiddu þær héðan með flug-
vélum til kaupenda, svo til sam-
dægurs eftir óskum þeirra.
Þannig myndu amerískir fram
leiðendur senda héðan vörur
sínar með flugvélunum sam-
dægurs til þeirra Evrópuborga,
þar sem viðskiptavinirnir bíða
eftir þeim í það og það skiptið,
og sama yrði um Evrópufram-
leiðendur. Þeir myndu geyma
hér vörur sínar og senda þær
samdægurs beint til neytenda
um allan Vesturheim.
Með þessu kæmust vörurnar
fyrr á áfangastað, afgreiðslu-
er ekki hætt við því, að þeim
er ekki hætt við því, að þeim
fyrirtækjum myndi ekki fljótt
fjölga, se(m hefðu þennan hátt á,
þegar reynslan væri farin að
segja til sín í samkeppninni um
fljóta og örugga afgreiðslu.
Þannig gæti með fríhöfn
skapazt sérstaða fyrir íslenzka
loftflutninga, sem gæti orðið til
þess að gera ísland að svipuðu
stórveldi í loftinu, og Norðmenn
eru á sjónum.
Fyrir þessum framtíðarmálum
er ríkjandi mikill áhugi hjá
hinni duglegu, ötulu stétt flug-
manna á íslandi.
—TfMINN, 22. marz
Ævimmning
Dýrunn Steinsdóitir Árnason
Hún er fædd að Stóru-Gröf í
Skagafirði 30. nóv. 1856. For-
eldrar hennar voru: Steinn
bóndi Vigfússon Jónssonar að
Vatnsleysu í Viðvíkursveit í
Skagafirði. Steinn í Stóru-Gröf
var orðlagður dugnaðarmaður,
þótti einn með betri bændum
um Skagafjörð.
Sex voru systkini hennar, 2
drengir dóu ungir. Magnús bróð-
ir hennar var sá eini, er fluttist
vestur um haf, var seinast í
Alberta.
Árið 1877, giftist Dýrunn Gísla
Árnasyni; faðir hans var bóndi í
Álftagerði í Víðimýrarhrepp í
Sl^ágafirði, sonur Jóns sterka
Ólafssonar í Kálfárdal í Váladal,
en móðir Gísla Árnasonar var
Aðalbjörg Gísladóttir, ættuð
einnig úr Skagafirði. — Dýrunn
var 21 árs er hún giftist, en mað-
ur hennar var 7 árum eldri.
Til Vesturheims fluttu þau
árið 1883. Settust fyrst að á
Gimli, en fluttu þaðan til Mikl-
eyjar, bjuggu þar í 14 ár, en tóku
þar ekki heimilisrétt á löndum.
Svo hófst íslenzk byggð norður
af svo nefndri Fljótsbyggð í
Norður Nýja-Islandi — (nú
Howardville), sem er norður frá
Riverton, Man. Þar voru gras
gefin lönd í fsafoldarbyggðinni
(því að henni var fyrst gefið það
nafn). Byggðin lá með vestur-
strönd Winnipegvatns; þangað
fluttu þau Gísli og Dýrunn og
tóku þar heimilisréttarland, er
þau gáfu nafnið Víðihóll. Þar
bjuggu þau til 1901, er hækkun
í vatninu varð svo mikil, að
flæddi yíir engjalöndin, og jafn-
vel að sumar byggingar stóðu í
vatni, fór því sú engjamikla
byggð í eyði fyrir nokkur ár.
Á þeim tíma myndaðist Fram-
nesbyggðin, sem er norðvestur
af Árborg, fluttu þangað margir
af ísafoldarbúum, þar á meðal
þau Gísli og Dýrunn. Tóku þar
rétt á landi og nefndu Víðihól.
Þar andaðist Gísli 14. apríl 1917.
Börn þeirra hjóna voru 8, eru 4
af þeim dáin. Á lífi eru: Björn,
ógiftur; Halldóra, ógift; Magnús,
giftur Ástríði Einarsdóttur Ste-
fánssonar frá Árnanesi við
Hornafjörð. Þau hjón eru í Ár-
borg. Árni Helgi. giftur Sigríði
dóttur Kristjóns Finnssonar, er
um skeið var kaupmaður í
Riverton. Árni hefir kaffisölu í
Árborg.
Dáin eru: Guðrún, er giftist
Halla bónda Björnssyni á Vind-
heimum, við Riverton. Halli er
dáinn líka fyrir nokkrum árum;
Árni dó 15 ára; Steinunn, dáin
fyrir nokkrum árum; Helgi, dá-
inn á æskuárum.
Barnabörn eru 38. Barnabarna
börn 71, í 5 lið 4. *
Eftir að Dýrunn misti mann
sinn bjó hún 2 ár eftir það á
Víðihól, en þá keypti Magnús
sonur hennar landið, en hún
keypti í Árborg tvær ekrur af
landi og bjó þar með börnum
sínum, Birni og Halldóru, og
flutti með þeim til Riverton, er
skipt var um bústað.
Dýrunn var um ævi sína ein-
læg trúkona, var fríðleiks kona,
greind og skemtileg í viðræðum.
Sérstaklega góð þeim er áttu við
bág kjör að búa, búskapurinn
gekk vel. Þar var oft mikið um
gestakomur, því aðalbrautin lá
hjá Víðihóli. Og er börnin kom-
ust upp varð hjálp þeirra mikill
léttir við annir daganna, því
bæði voru hjónin framkvæmdar
söm, enda búnaðist þeim ágæt-
lega, þótt nútíma þægindi væru
fjarlæg á þeim tímum.
Dýrunn andaðist hjá börnum
sínum, Birni og Halldóru, í
Riverton, að kveldi 21. janúar
síðastliðinn, 96 ára, eins mánaðar
og 20 dögum betur.
Jarðarförin fór fram frá lút-
ersku kirkjunni í Árborg 27. jan.
að fjölmenni viðstöddu. Flutt
var meðfylgjandi kveðja frá B.
J. Hornfjörð; sr. Sigurður Ólafs-
son frá Selkirk jarðsöng.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Haf þú þökk fyrir alt og alt.
B. J. H.
☆
Kveðja
MRS. DÝRUNN ÁRNASON
Riverton, Man. D. 21. jan. 1953
Hæg var hinsta stUndin,
hérvist er þú kvaddir,
laus við legu langa,
lífs þjáninga raddir.
Svefninn sæll er vinur,
sem þig örmum vafði,
böndin heims öll brostin,
burtför ekki tafði.
Aldurs elzta kona,
okkar varst þú byggðar.
Manni sínum meður,
með landnámi tryggðar,
afkomur sem áttu
óskir vona sinna,
framtíð góða færa
fljótt þar sjálfstæð vinna.
B. J. H.
Hátíðamessur
í Vancouver
Páskamessurnar í lútersku
kirkjunni í Vancouver hjá séra
Eiríki S. Brynjólfssyni, tókust
ágætlega vel. Á föstudaginn
langa var altarisganga og messa
um kveldið. Hálfur þriðji hring-
ur var til altaris. Kórinn söng
part úr þeirri stórfrægu kantötu
“The darkest Hour”. Parturinn
var krossfestingin. Aðalhlutverk
kvennakórsins höfðu Mrs. Mar-
grét Sigmar Davíðsson og Mrs.
F. Hambly, en aðalhlutverk
karlakórsins hafði Hálfdán Thor-
lóksson. Organistinn var Stefán
Sölvason. Manni fanst þeim tak-
ast prýðilega vel. Ræða prestins
var á meðal þess allra bezta og
fegursta, sem ég hefi heyrt eða
lesið um endurlausnarstarf Jesú
Krists.
Á páskadaginn var kirkjan svo
full, að bæta þurfti sætum við.
Auk venjulegrar guðsþjónustu,
söng kórinn aftur stóran part af
kantötunni og tókst það vek —
Báða þessa daga voru einnig
fluttar messur á elliheimilinu
„Höfn“.
Veðrið var inndælt og allir
virtust njóta þess vel er um
ræddi. Tréin og blómin eru að
byrja að springa út, segja þó
lcunnugir að tíðin sé fremur
seinni á sér en venjulega. Smá-
túnin, sem hafa að vísu verið
græn í allan vetur, eru enn
grænni núna og einstöku eru
nýslegin. Daffodils springa óðum
út og einstöku fífill gægist svona
óboðinn upp úr jörðinni, en hann
horfir í sólina hreykinn yfir sinni
tilveru og fæst ekki um hvar í
blómavirðingastigann hann er
settur, enda eru þeir til hér sem
ennþá telja hann koúung grund-
arinnar á hverju sem gengur.
Fleiri blóm eru að springa út,
þau hin ræktuðu, yndislega fög-
ur og í búðargluggum blóma-
húsa og jafnvel matvörubúða,
mátti sjá feikn af alls konar
blómum, sem ræktuð eru í blóma
húsum hér. Þar á meðal blóma-
drotningu páskanna, páska-
liljuna í allri sinni dýrð.
Á páskunum 1953
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
Lesið Lögberg
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
Framhald af bls 1
olli töfinni vont veður og sam-
gönguerfiðleikar. Fyrsta keppnis
greinin var 15 km. skíðaganga og
eru keppendur 17. íslandsmeist-
ari í göngunni varð Finnbogi
Stefánsson, Héraðssambandi S.-
Þingeyinga, á 1 klst. 18 mín. og
24 sek. — Á skírdag var keppt í
4 sinnum 10 km. boðgöngu og
sigraði þar sveit Héraðssambands
Suður-Þingeyinga.
☆
12. APRÍL
Alla vikuna, sem leið, var
austan- norðaustan- eða norðan-
átt um land allt og kalt, en hlýj-
ast í gær. Snjókoma hefir verið
mikil nyrðra og nokkur snjó-
koma um allt landið. I gær var
eins til fimm stiga hiti sunnan-
lands og eystra en annars staðar
frost og mest á Vestfjörðum, 4 til
5 stig. Vegir norðanlands eru
ófærir venjulegum bifreiðum,
enda hefir verið þar sífelld snjó-
koma að undanförnu og stórhríð
var norðanlands á skírdag og
föstudaginn langa.
☆
Eins og áður hefir verið getið,
er ákveðið í lögum að stofna
skuli menntaskóla í sveit, þegar
fé er veitt til þess á fjárlögum.
Nú hefir það verið gert, og gerði
menntamálaráðherra þá ráðstaf-
anir til þess að skólinn kæmist
á fót að Laugarvatni, og þar hef-
ir verið framhaldsdeild undan-
farna vetur, og nemendur þaðan
tóku stúdentspróf í Reykjavík í
fyrravor. Embætti skólameistara
við skóla þennan var auglýst
laust til umsóknar og veitt Dr.
Sveini Þórðarsyni menntaskóla-
kennara á Akureyri. Mennta-
skólinn að Laugarvatni tekur nú
formlega til starfa og verður í
því tilefni athöfn í skólanum í
dag. Þar flytja ræður Bjarni
Bjarnason skólastjóri á Laugar-
vatni, hmn nýskipaði skóla-
meistari, Dr. Sveinn Þórðarson,
og að lokum menntamálaráð-
herra Björn Ólafsson.
☆
í s.l. mánuði barst atvinnu-
málaráðuneytinu kvörtun um
það, að skemmdir hefðu reynst í
hraðfrystum fiski, er sendur var
til Tékkóslóvakíu og Austurríkis
um áramótin, og mun það vera í
fyrsta skipti, sem kvartanir
berast frá þessum löndum yfir
gæðum hraðfrysts fisks héðan.
Ráðuneytið boðaði samstundis
til fundar með framleiðendum
og fiskmatsmönnum og var þar
ákveðið að grafast þegar í stað
fynr um orsakir þessara fisk-
skemmda og samþykkt að rann-
saka fisk í hverju einasta frysti-
húsi á landinu. Athugun á sýnis-
hornum frá frystihúsunum við
Faxaflóa hefir ekki leitt í ljós
neina skemmd og hefir verið
unnið að athugunum á sýnis-
hornum frá frystihúsum annars
staðar að. Verður síðan hafin alls
herjar rannsókn á frystihúsun-
um og fiskinum, sem í þeim er
geymdur. Þess er loks að geta,
að seldar hafa verið 1000 lestir
af hraðfrystum fiski til Tékkó-
slóvakíu síðan kvartanirnar bár-
ust þaðan.
☆
Afli hefir víða verið mjög
góður hérlendis síðustu dagana.
Á Flateyri var t. d. svo mikil
vinna, að fá varð verkamenn að,
og börn úr unglingadeild barna-
skólans fengu leyfi úr skólanum
til þess að hjálpa til. — Sjö
togarar bæjarútgerðar Reykja-
víkur lögðu á land í vikunni,
Framhald á bls. 4
Kærkomið
fréfrtabréf
Gardar, N. Dak., 14. apríl 1953
Hr. ritstjóri, Einar P. Jónsson,
Minn góði vinur:
Það er því líkast, að nú séu
allar mínar athafnir og fram-
kvæmdir orðnar svo seinar og
bíða og ættu menn síður að
undrast, þar sem ég er rétt að
verða 88 ára gamall í þessum
mán. (21.).
Það hafði farið fram hjá mér,
eins og margt annað, að ég átti
eftir að senda gjald fyrir Lög-
berg og Sameininguna, en ég
hefi haldið því við að borga
blöðin fyrirfram og bið ég þig
nú að koma með fylgjandi ávís-
un minni fyrir 6 dölum til
greiðslu og skila.
Hvað er að frétta? spyrja
menn. Já, það er nú bæði mikið
og lítið. Mannfólkið á ekki til
neina þá draumaráðningu, sem
geti sagt fyrir hvað muni ske
á morgun, næstu viku, eða á
þessu ári. Svo margvíslegar
breytingar halda sig stöðugt á
oddinum um allan heim. Við
fáum lítið gert annað en horfa,
hlusta og vona, að nú taki eitt-
hvað að hljóðna hinn ægilegi
glymur stáls og vopna.
Frá íslendingum hér í Dakota
bygðinAi má það til máls færa,
að þeim líður bærilega. Á önd-
verðum vetri óð hér yfir bygð-
irnar aðsúgsmikil inflúenza og
varð í sumum tilfellum að loka,
skólum hennar vegna, en ekki
heyrði ég þess getið, að hún
yrði banvæn hér um kring. Nú
eru kunnáttumenn betri og
fleiri að stilla hana og stöðva,
en þeir voru 1918, en upp aftur
og aftur tekur hún sig og erfitt
að losast við hana.
Allir tala mest um þá lang-
varandi óskapa þurka, sem hitt
hafa okkur Islendinga hér í
bygðum hin síðustu ár. Fari það
fram öllu lengur, spáir það hall-
æri. Á fleiri og fleiri býlum er
að verða vatnsskortur fyrir
menn og skepnúr. Nú reyndu
menn að gerast forsjálir í haust,
sem leið, og leigðu vissa menn
til að leita að vatni í jörðu. (Ég
kallaði þá vatnsorma). Þeir
gengp um kring með “Willow
switch”-pílviðar grein í hendi.
Voru þá margir brunnar grafnir,
en aðrir dýpkaðir, þar 'sem píl-
viðargreinin vísaði á vatn í
jörðu. Þessir menn björguðu
mörgum heimilum frá hættuleg-
um vatnsskorti, að svo stöddu,
en á mörgum stöðum halda
áfram að aukast vandræðin.
Fóðurleysi og hagaleysi fylgdi
þurkinum í sumar, sem leið, og
hafa margir fækkað búpeningi,
sem dugar þó varla til, því
hvergi er hægt að fá hey, nema
þá innflutt með járnbrautum
eða “truckum.”
Kær kveðja,
G. Thorleifsson
4 t i M.D.333