Lögberg - 25.06.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.06.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. JÚNÍ, 1953 7 Boðskapur og bókmenntír Um ARTHUR KOESTLER og GEORGE ORWELL ELDSPYTNABÆKUR Hvert er hlutverk bókmennta? Svörin eru mörg og hin ólik- ustu og bera ef til vill fávizku spyrjandans að nokkru vitni. Um fá atriði í heimi menningar og mennta hefir verið meira deilt og dæmt en hvernig meta bæri kyngi og blæfegurð hins ritaða orðs. Við rennum hugan- um aftur til hinna forngrísku sjónleika, hvert var hlutverk harmleikjanna, fágaðra orða Æschylosar og Euripidesar og hvernig myndi sú brennimynd mannlegra ástríðna, er í harm- leikjunum birtist standast sam- anburð við Sesars Bellum Gallicum, þær þurru hernaðar- skýrslur, nánast dagbók frama- fíkins sigurvegara? En það má ef til vill segja, að orsaka um svo órætt efni, sem markmið hins skráða orðs sé deila um keisarans skegg. Ef nánar er hugað að málinu, kemur í ljós að bókmenntir á þessari öld má helzt flokka í þrjá þætti eftir því, sem ætla má, að þær skuli orka á hugartheim lesandans. í fyrsta lagi eru þær bækur, sem fyrst og fremst eru uppi hafðar sökum sagnfræðilegs gildis þeirra, e. t. v. ritaðar í allt öðru augnamiði, aldarfarslýsing- ar hinar fágætustu og merkis- minningar. Þá koma þær fagur- bókmenntir, sem aðeins eru ritaðar l’art pour l’art, út frá því sjónarmiði, að fegurðardýrkun- in skuli ávalt í heiðri höfð, ann- að skipti ekki máli, sé neikvætt í veröld magnaðri ljótleika og hugarangri. Og hver skilur ekki slíka afstöðu, þrátt fyrir þá upp- gjöf, sem pneitanlega í henni kennir? Og þá er það þriðji flokkurinn, alls ráðandi á þessari öld og feikilega áhrifaríkur, áróðurs- bókmenntirnar, boðandi guð- sjallið mikla. En guðspjallið er fleira en eitt, í fjölbreytileik ádeilunnar og áróðursins. Það er þessi tegund bókmennta, sem einkum einkennir það, sem af er öldinni, boðandi jafnt sem bannandi. Áróðursritið í pólitískum til- gangi er einkennandi fyrir bók- menntaheim þessa aldarhelm- ings, sem liðinn er. Aldrei áður hafa stjórnarstefnur af hug- sjónalegum toga spunnar, verið jafn margar og andstæður hverri annarri. — Aldrei fyrr hefir máttur orðsins verið jafn mikill í eyrum hins sívaxandi fjölda. Upp úr hinum frjóa jarðvegi hafa síðan sprottið hinar marg- víslegustu áróðursbókmenntir með það yzta lokamark fyrir augum að sannfæra og heilla lesandann og fá hann til þess að sjá það, sem höfundurinn sjálfur kemur bezt auga á. En slíkar bókmenntir hafa ekki eingöngu fjallað um stjórn- mál eða þjóðfélagsmál. Ekkert svið mannlegs lífs hefir verið þeim óviðkomandi, allt frá gras- áti til sóldýrkandi nektarhreyf- ingar. En hvað sem því líður, þá verður það þó hinn pólitíski penni, sem hér verður hlut- skarpastur. — Rauðir pennar, brúnir og svartir. Hver á sinn mann. ☆ Tveir rithöfundar standa á þessari öld sem sérstakir boð- berar þeirra, sem er það brenn- COPENHAGEN Bezto munntóbak Keimsins andi mál að túlka skoðun sína, þá er þeir vita réttasta, fyrir les- endum sínum. Það eru þeir Arthur Koestler og George Orwell. Báðir eru þeir heims- frægir menn, og allvel þekktir hérlendis. — Þeir eru hvað mestir meistarar báðir í að rita skáldsögur, ferðasögur og frá- sagnir, litauðgar heimslýsingar slungnar broddi biturrar ádeilu og brennandi boðskapar. Báðir beina þeir geiri sínum gegn öll- um einræðiskenndum mannsins, grimmd hans og óstjórn, fátækt og örbirgð. Báðir eru þeir svarnir óvinir kommúnismans hvar sem þeir hitta framá menn hans og báðir hafa þeir kynnzt honum í raun. Þeir telja sig bezt þannig geta þjónað þeirri frumhugsun hvers góðs rithöf- undar og skálds að færa í list- rænan búmng efni ádeilu sinnar og kjarna boðskapar síns. Bækur þeirra eru kunnar um allan heim, þeir njóta vinsælda og hylli feikilegs lesendahóps, báð- ir eru þeir viðurkenndir snill- ingar á sínu sviði og hinir fram- sýnu þjóðfélagshugsuðir, auk listrænna hæfileika á hið skrif- aða orð. Arthur Koestler er Islending- um að nokkru kunnur fyrir rit sín, en þó hefir ekki nema fátt eitt verið þýtt af verkum hans. Hann er álitinn sá rithöfundur, sem skarpast hefir beitt penna sínum við húðflettingu hinnar kommúnisku ofsjónar um vel- sæld og hamingju öreigaþjóðfé- lagsins og mál sitt skýrir hann með leiftrandi myndum og lík- ingum frá raunveruleikanum í Rússlandi nútímans. Þar er Koestler hagavanur. Hann var lengi framan af ævi sanntrúaður kommúnisti og get- ur því manna bezt ritað um stefnuna, þar sem hann þekkir hana náið af eigin raun og sárri reynslu. Koestler heimsótti Rúss land á árunum fyrir síðari heims styrjöldina og var viðstaddur sem blaðamaður réttarhöldin miklu, sem þá fóru fram í Moskvu yfir þeim, sem hreins- aðir voru á þeim tíma úr póli- tísku lífi Ráðstjórnarríkjanna. Þau réttarhöld sannfærðu Koestíer betur en nokkuð ann- að um einræði og fasisma hinna kommúnisku fræðikenninga í framkvæmd og alla tíð síðan hefir hann barizt skelegglega í bókum sínum gegn hinu rúss- neska stjórnarkerfi og hag- kenningum kommúnismans. Auk þessa hefir Koestler á síðari árum ritað fjölda greina og ritgerða um bókmenntir og gefið út nokkrar skáldsögur. Ein frægasta bók Koestlers fjallar einmitt um áðurnefnd réttarhöld og nefnist í íslenzkri þýðingu Jóns Eyþórssonar veður fræðings „Myrkur um miðjan dag“. Leikrit hefir og verið gert eftir bókinni og hefir það nýlega verið sýnt við fádæma aðsókn í New York. Væri hér tilvalið verkefni Þjóðleikhúsinu að kynna þennan öndvegishöfund fyrir íslenzkum leikhúsgestum með sýningu þessa leikrits. Aðrar bækur Koestlers eru m. a. „The Gladiators"; „Dark- ness at Noon“, sem þýdd hefir verið á íslenzku; „Scum of the Earth“; „Arrival and Departure" og „The Yogi and the Com- missar“, ritgerðarsafn, sem fjall- ar um kommúnismann og Rúss- land. Þá er Koestler og kunnur hér á landi fyrir höfuðritgerðina í bókinni „Guðinn sem brást“, er Stuðlaberg gaf út fyrir tveim- ur árum. ☆ George Orwell er um margt ólíkur höfundur Koestler, þótt þeir komist að sömu niðurstöðu í bókum sínum. Orwell er Eng- lendingur og hefir orðið fyrir allmiklum áhrifum af Thackery ög H. G. Wells. Hann var eins og Koestler upþhafalega sannfærð- ur kommúnisti og eldheitur Marzisti, en eftir því sem at- burðirnir þróuðust í heimsmál- unum snerist hann algerlega frá stefnunni. Hann tók þátt í spönsku borgarastyrjöldinni og sú reynsla, sem hann hlaut á þeim vettvangi, sneri honum með öllu frá einræðis- og hern- aðarhyggju marzismans, sem svo mörgum öðrum evrópiskum menntamönnum. Að styrjöldinni lokinni ritaði Orwell bók um reynslu sína á Spáni „Homage to Catalonia“. . George Orwell hefir valið sér það hlutverk í bókum sínum, að sýna fram á lífið í alræðisríkinu, annað hvort í spéspegli (Félagi Napóleon) eða sem raunhæfan framtíðardóm sem í bókinni 1984, Honum hefir tekizt að lýsa svo að með afburðum er ofstjórn, lögregluveldi og ríkisviðjum hins alráða ríkisvalds, og sagt fyrir um ill örlög mannsins undir slíku veldi. Með þetta erfiða efni fer Orwell snilldarlega vel svo þær myndir, sem hann bregður upp af framtíðinni verða ljós- lifandi og skýrar. Með síðustu bók sinni, Nítján hundruð átta- tíu og fjögur, varð Orwell heims frægur í einni svipan. Hefir sú bók verið þýdd á íslenzka tungu, svo og önnur metsölubók sem hann ritaði „Animal Frasm“, og ber hún heitið .Félagi Napóleon'. 1 báðum þessum bókum berst Orwell af rökþunga miklum gegn alræði og ríkisafskiptum, notar beitt háð skáldsöguforms- ins til að brýna skoðanir sínar og boðskap og er á allan hátt hinn frjálshuga baráttumaður í rithöfundahópi. Framahld af bls. 2 marzmánuði aflaði t. d. einn bátanna fyrir 5000 krónur, en í apríl fyrir 145.000 krónur. ☆ Unglingavinna er nú að hefj- ast í Hafnarfirði. Undanfarin ár hafa unglingar unnið þar að kar- töflurækt í garðlöndum bæjar- ins, en að þessu sinni vinna þeir í Krísuvík og dveljast þar sum- arlangt. Verður unnið við kar- töflurækt og önnur garðyrkju- störf. ☆ Nýlega fór fraím atvinnuleysis skráning á Siglufirði og voru skrásettir 82 karlmenn og ein kona. Á framfæri þessa fólks eru 116 manns. ☆ Aðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn s.l. sunnudag og var Guðmundur G. Hagalín kjörinn formaður félagsins. ☆ Menntamálaráðuneytið hefir boðið fimm erlendum' stúdent- um styrki til háskólanáms hér næsta vetur, þar á meðal einum frá Bandaríkjunum og réð Dart- mouth College vali hans. Til endurgjalds fyrir styrk þennan hefir Dartmouth College heitið íslendingi námsstyrk vestra næsta vetur, og hefir ráðuneytið, að tillögum háskólaráðs, lagt til að Pétur Eggerz Pétursson við- skiptafræðinemi fái þann styrk. ☆ Sinfóníuhljómsveitin heldur hljómleika í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn kemur og henni stjórnar þá þýzki hljómsveitar- stjórinn Hermann Hildebrandt. Á hljómlei'kunum syngur gríska söngkonan Diana Eustradi, sem starfar hjá Komische Opera í Berlín og hún syngur einnig tvisvar fyrir félaga Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík. Söng- skemmtanir þær verða á morg- un og þriðjudaginn. — Tónlist- arskólanum í Reykjavík var ný- lega slitið. Þar voru í vetur 160 nemendur í tveimur deildum, og stunduðu 100 þeirra nám í píanó- leik, og 33 lærðu á ýmis strengja hljóðfæri. Áður en skólanum var slitið voru haldnir tvennir nemendahljómleikar og komu Maður er nefndur Joshua Pusey og var lögfræðingur í Filadelfia í Bandaríkjunum. Hann komst einhvern veginn að þeirri niðurstöðu, að hann mundi geta orðið stórauðugur, ef hann gæti fundið upp eitthvert hand- hægt hylki fyrir eldspýtur, í staðinn fyrir eldspýtnastokkana. Eftir mikil heilabrot kom hon- um til hugar að hafa eldspýt- urnar flatar og hefta þær inn líkt og bók. Og eftir fjölmargar tilraunir tókst honum að útbúa slíka eldspýtnabók, handhæga og fyrirferðarlitla. Þetta var árið 1892. Hann vann að þessu á skrif- stofu sinni. Hann sauð sjálfur brennisteininn á eldspýturnar og kveikiflötinn. Kápuna eða spjöld in utan um eldspýturnar bjó hann til úr þunnum pappa. Hann hafði' 50 eldspýtur í bókinni og skírði bókina „Flexibles“. Einn höfuð ókostur var þó á þessu. Kveikiflöturinn var innan á lok- inu og því gat hæglega farið svo að sjálfkrafa kviknaði á eld- spýtunum og af yrði sprenging. Stór eldspýtnaverksmiðja keypti einkaleyfið af Pusey, en hafði ekkert gagn af því. Al- menningur leit svo á, að eld- spýturnar væri hættulegar. — Gafst svo verksmiðjan upp á þessu og bað ungan og áhuga- saman mann, sem Henry C. Traute hét, að reyna að gera umbætur á . eldspýtnabókinni. Hann fann upp á því að setja kveikiflötinn utan á bókina og lét svo prenta framan á hana: „Lokið áður en þér kveikið“. þar fram um 20 nemendur. — Skólastjóri er dr. Páll ísólfsson. ☆ Dr. Dag Strömback, prófessor í norrænum þjóðfræðarannsókn- um við Uppsala-háskóla er kom- inn til Reykjavíkur í boði Há- skóla Islands og flytur tvo fyrir- lestra í háskólanum nú í vik- unni. Hinn fyrri fjallar um sænskar þjóðfræðarannsóknir, en hinn síðari um íslenzka viki- vakaleiki og uppruna þeirra og verður sá fyrirlestur fluttur á íslenzku. Prófessor Strömback var fyrsti sænski sendikennar- inn við Háskóla íslands, dvaldist hann hér á landi þrjá mánuði og hélt þá fjölsótta fyrirlestra um sænsk efni. Hann segir von- ir standa til þess, að stofnaður verði kenn'arastóll við Uppsala- háskóla fyrir íslenzkan sendi- kennara. ☆ Fertugasta og þriðja Islands- glíman var háð í Reykjavík á sunnudagskvöldið var og voru keppendur 9. Sigurvegari varð Rúnar Guðmundsson, Ármanni, hlaut 8 vinninga, en næstur honum Ármann J. Lárusson, Ungmennafélagi Reykjavíkur, sem hlaut 7 vinninga. ☆ Irska knattspyrnuliðið Water- ford hélt heimleiðis í gær. írarn- ir þreyttu hér fimm leiki, unnu tvo, töpuðu tveimur og gerðu einu sinni jafntefli. Þeir töpuðu fyrir Val í fyrsta leiknum og fyrir Akurnesingum í fjórða leiknum. — Islandsmótið í knatt spyrnu hefst á morgun, og seint í þessum mánuði verður háður landsleikur við Austurríkis- menn. — Iþróttaráðstefna ríkis- íþróttasambands Norðurlanda verður haldin í Reykjavík dag- ana 23. og 24. júlí n.k. og sækja hana fulltrúar frá Norðurlönd- unum öllum. Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar um 35 ára skeið og til skiptis í höfuðborg- um Norðurlandanna, en aldrei þó áður hér á landi. — Norrænt skautamót í listhlaupi verður haldið í Grænlandi í febrúar næsta vetur. Gert er ráð fyrir að keppendur frá' Norðurlöndunum komi við í Reykjavík og sýni þar. Síðan fór Traute til Milwaukee og fékk Pabst bruggunarhúsið til þess að panta 10 miljónir eld- spýtnabóka með auglýsingu utan á um Blue Ribbon öl. Næst útvegaði hann svo pöntun á 13 miljónum bóka fyrir Duke tó- bakssala. Og seinast kom hann með pöntun á 1000 miljónum bóka frá Wrigley, til þess að auglýsa á þeim jórturleður hans. Nú er allrar varúðar gætt um tilbúning eldspýtnanna. Kveiki- efmð á þeim er búið til úr 30 mismunandi efnum og getur því varla kallast brennisteinn, enda er þetta kveikiefni ekki eins hættulegt og brennisteinn. — Eldspýturnar eru alltaf reyndar og til þess hefur verksmiðjan sérstaka menn, sem kveikja á þeim og slökkva logann, með því að blása á hann. Einn maður í verksmiðjunni hefir ekki gert annað síðan 1909 en að slökkva á eldspýtum og hann hefir blás- ið á 3000 eldspýtur á dag til jafnaðar. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að énn hefir ekki vérið fundin upp nein vél, sem getur reynt eldspýtumar og sýnt að þær sé eins og þær eigi að vera. Slokkni á eldspýtu við fyrsta blástur, þá er hún talin ónothæf, því að þá sé ekki hægt að nota hana úti. Slokkni ekki á henni fyr en við þriðja blástur, þá er hún talin hættuleg, því þá sé líklegt að menn kasti henni logandi frá sér. En slokkni á henni við annan blástur, þá er hún talin góð. Er það sérstök list að blása á eldspýturnar, því að blásturinn verður að hafa á- kveðinn styrkleika, eða álíka og vindur, sem fer með 15 mílna hraða á klukkustund. Eldspýtnabækurnar h a f a reynzt ágætur boðberi og aug- lýsingatæki. Þær voru mikið notaðar í stríðinu til þess að dreifa undirróðri. Flugvélar létu þeim rigna yfir borgir og þorp í óvinalöndum, og vegna þess, að þar var mikill hörgull á eld- spýtum, kepptist fólk um að ná í þær, enda þótt það væri bann- að. Uppgjafahermaður í Boston keypti fyrir nokkrum árum 100.000 bækur og lét prenta á þær auglýsingu um að hann væri fatlaður hermaður og vant- aði tilfinnanlega húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Þetta ein- kennilega neyðarkall bar þann árangur, að innan sólarhrings hafði hann fengið mörg tilboð um íbúð. En það var meðfram vegna þess, að flestir kaupmenn í Boston afhentu ekki aðrar eld- spýtnabækur þann daginn, en þær, sem voru með þessari aug- lýsingu. Hvíta húsið í Washington hefir jafnan keypt sérstakar eld- spýtnabækur handa forsetanum síðan á dögum Tafts. Á eld- spýtnabókum Roosevelts var mynd af báti með einu siglutré. En á eldspýtnabókum Trumans var fangamark hans. Wrigley græddi miljónir á því að auglýsa á eldspýtnabókum, og sama má segja um Gillette, rak- vélakónginn. Annars eru þau firmu óteljandi, sem auglýsa á þennan hátt. Eldspýtur eru nú hversdags- legur hlutur og menn hafa gleymt því hve nauðsynlegar þær eru, vegna þess að þeir hafa þær alltaf handbærar. Og það eru ótrúleg ósköp, sem eytt er af þeim í heiminum á ári hverju. Meðan þú ert að lesa þessa línu, er kveikt á 16.000 eld- spýtum, í Bandaríkjunum. — 500.000 miljónir af eldspýtum eru framleiddar í Bandaríkjun- um árlega og um helmingur af þeim er í eldspýtnabókum, hitt í stokkum. Ymsar sögur eru sagðar um eldspýtnabækurnar. Einu sinni komu þær upp um glæpamann. Haijn var örfhentur og hafði þess vegna brotið eldspýturnar af vinstra megin. Þessi munur varð til þess að koma upp um glæpamanninn. Á stríðsárunum komst upp um njósnara, sem notuðu eldspýtna bækur sem dulmál. í hverri bók eru 20 eldspýtur nú og gilti hver eldspýta ákveðinn staf. Fjórar síður af umslaginu giltu ákveðna stafi og hinar tvær síður á yfir- brotinu giltu tvo stafi, og þannig höfðu njósnararnir fengið allt stafrófið. Fjöldi manna safnar eldspýtna bókum, og sumir eiga stór söfn af þeim. — Sjaldgæfar tegundir eru komnar í geipiverð, sérstak- lega fyrsta bókin, sem var með auglýsingu. Það var 1896 og var auglýsingin ekki prentuð heldur skrifuð á bækurnar, og var frá Mendelsohn Opera Company. Þegar stríðið var í algleym- ingi, bað ameríska flotamála- ráðuneytið um eldspýtur, sem þyldi að blotna. Þá fann efna- fræðingur upp eldspýtur, sem þoldu raka í átta klst. Öðru sinni kom sérstök pönt- un á eldspýtum, og var þar farið fram á að fá eldspýtur, sem ekki gæti kviknað á. Það var auðgert. Sá, sem þessar eídspýtur pant- aði var „galdramaður“ og ætl- aði að nota þær við sýningar sín- ar. En svo illa vildi til þegar eldspýturnar voru sendar, að venjulegar eldspýtur voru tekn- ar í misgripum og sendar töfra- manninum. Og þegar hann svo ætlaði að sýna að hann gæti með töfrum gert eldspýtur þannig að ekki kviknaði á þeim, misheppn- aðist tilraunin hastarlega. Svo fór um það bragð. —Lesb. Mbl. Ljón Júdakyns . . . Framhald af bls. 3 að hafinu, og Víst má búast við því, að íhafnarborgin Assab fari ört vaxandi á næstu árum, en Djibuti gæti að sama skapi ininna. Annars eru það menntamálin, Isem keisarinn vinnur mest að og lætur sér annast um. Þau eru það vandamál, sem þjóðin verð- ur fyrst og fremst að sigrast á, ísegir hann, landið getur ekki haldið sjálfstæði sínu til lengd- ar, nema það fylgist með í hinni öru þróun á sviði vísinda og þekkingar. Menntamálaráðu- neytið hefir því miklu starfi að sinna og mikilvægu, og það er því aðeins eðlilegt, að keisarinn stjórni starfi þess persónulega, hvað þetta snertir. Vikulega heimsækir hann skóla og mennta istofnanir, bæði í sjálfri höfuð- borginni og nærliggjandi héruð- um, til þess að örfa kennara og nemendur til aukins starfs og átaka. Keisarinn hefir einnig hönd í bagga með öllum fjármálum ríkisins. Helztu útflutningsvörur Etíópíu eru kaffi og húðir, og keisarinn gerir allt, sem unnt er til þess að láta útflutninginrí standa undir innflutningnum, því að hann er mjög frábitinn því að taka erlend lán, þar eð hann telur, að öll slík aðstoð bindi ríkið að meira eða minna leyti pólitískum og hernaðarleg- um samningum. Og þessi var- 'færni er einkennandi fyrir hann og stjórn hans, enda er hann enginn byrjandi á sviði alþjóð- legra stjórnmála. Hann hefir líka reynzt þeim vanda vaxinn, að ráða fram úr aðsteðjandi vanda á sviði innanríkismála, — þegar lægst launuðu verka- mennirnir hófu baráttu fyrir hækkuðum launum, sýndi hann kröfum þeirra þegar velvild og skilning. Félagslegar framfarir og öryggi verður að fylgja vax- andi menntun, segir hann, ann- ars líður ekki á löngu áður en mér og fleirum verður rutt úr vegi. Keisarinn rís á fætur og fylgir mér til dyra, út í sólskinið. Eitt andartak horfir hann fram und- an sér og skugginn af þessum litla manni verður tröllaukinn, — skuggi hins sigursæla ljóns Júdakynþáttarins, guðs útvalda, Haile Selassi fyrsta. —Alþbl. —MBL. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.