Lögberg - 24.09.1953, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 24. SEPTEMBER, 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
GefiO út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift rit8tjúrans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG,
PHONE 74-3411
MAN.
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The
‘Lögberg” is printed and publlshed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Aíþjóðaráðstefna um búnaðarmál
1 síðastliðnum júnímánuði var haldin í Róm alþjóða-
stefna um búnaðarmál, og bar þar, eins og gefur að skilja,
mörg atriði og mikilvæg á góma; svo sem vænta mátti
komu til umræðu á ráðstefnunni mörg og mismunandi við-
horf til ýmissa meginmála þar sem aðstæður heima fyrir
voru gjörólíkar um margt; þó verður ekki annað sagt en
að yfir ráðstefnunni hvíldi fagur eindrægnisandi, er góðu
spáði um framtíðarþróun þessa margbrotna grundvallar-
atvinnuvegar, landbúnaðarins, er afkoma einstaklinga og
þjóða að svo raunverulegu leyti byggist á.
Píus páfi XII. bauð erindreka velkomna og flutti um
leið ræðu, sem margt má læra af varðandi sambúð mann-
anna á þessari jörð og nauðsyn alþjóðlegrar samvinnu á
breiðum grundvelli; bar ræðan það með sér, að hann hafði
gerkynt sér sögu áminstra samtaka og sett sig inn í gildi
þeirra mannfélagslegu öryggi til fulltingis.
„Ég fagna því,“ sagði páfi, „að Róm skyldi veljast til
slíkrar ráðstefnu sem þessarar, því við það veitist ítölsku
þjóðinni kostur á að votta öllum hlutaðeigandi þjóðum góð-
vild sína í þeirra garð, en við það opnast nýir farvegir gagn-
kvæms skilnings og vaxandi bræðralags. Þessi alþjóða-
samtök litu ekki dagsljósið fyr en að lokinni síðari heims-
styrjöldinni og þó að þeim hafi að vísu skilað nokkuð áfram,
eiga þau enn langt í land að ná því markimiði, sem þeim
var ætlað og þau verða að ná; þroskinn getur tíðum verið
æði seinn á sér og þá ekki sízt, er við misskilning og andvíg
öfl er að etja; þó fer svo jafnan að lokum, að góðum til-
gangi verða aldrei að fullu og öllu stungin svefnþorn. Mikið
hefir þegar unnizt á og er því ástæðulaust að óttast um sigur-
vænlega þróun þessara mikilvægu samtaka í framtíðinni.“
Allir þeir erinrekar, er ráðstefnuna sóttu voru á eitt
sáttir um það, hve óhjákvæmilegt það væri, að auka svo
framleiðslu matvæla, að unt yrði að koma í veg fyrir það
ófremdarástand, að tugir miljóna mannanna barna yrðu ár-
lega hungurmorða í heiminum; að nauðsyn væri á að koma
til hjálpar við þær þjóðir, er skemst væru á veg komnar og
enn kynni eigi skil á ræktun jarðarinnar nema þá á afar
ófullkominn hátt; að andi lífrænnar samvinnu yrði þannig
að ryðja sér til rúms í mannheimi, að hann gæti skapað öll-
um þjóðum án tillits til hnattstöðu eða litarháttar jöfn skil-
yrði til sjálfsbjargar og efnahagslegs öryggis; að því marki
bæri öllum að stefna, er það veglega hlutverk hefðu með
höndum að erja jörðina og gera hana sér undirgefna.
Ræðu sinni lauk Píus páfi með svofeldum orðum:
„Mér er það ljúft, að leggja áherzlu á hinn fagra og
göfuga tilgang stofnunar yðar, sem fólginn er í því, að knýja
fram úr skauti jarðar lífsviðurværi handa börnum hennar.
Og er það ekki eitt hið mikilverðasta hlutverk, sem unt er
að inna af hendi lífinu sjálfu til framdráttar á þessari jörð?
Jón Borgfjörð landnómsmaður
F. 9. sept. 1866 — D. 27. febr. 1953
Þessa merka og affarasæla
landnámsmanns skal hér að
nokkru getið. Hann var fæddur
aö Hofsstöðum í Álftaneshreppi
í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
9. sept. 1866. Foreldrar hans
voru' Magnús' Jónsson hrepp-
stjóri Magnússonar og kona hans
Helga Þorsteinsdóttir Ingjalds-
sonar frá Skildinganesi við
Reykjavík. Jón var 8 ára að aldri,
er faðir hans dó. Móðir hans
giftist síðar Hákon Þórðarsyni.
Bjuggu þau á Hvanneyri í Borg-
arfirði.
Árið 1888 flutti Jón til Vestur-
heims ásamt móður sinni og
stjúpföður og systkinum, er
settust að í Mikley. Stundaði
hann þá alla vinnu er til félst,
en á næsta vori nam hann land
í vestanverðri Geysisbygð á
bökkum íslendingafljótsins; —
nefndi hann heimili sitt Hvann-
eyri. Þann 16. des 1889 gekk
hann að eiga Guðrúnu Eggerts-
dóttur. Þar áttu þau heimili
saman í 63 ár. Þeim varð 10
barna auðið, eru 9 á lífi, en eitt
dó nýfætt.
Magnúsína, Mrs. T. T. Jónas-
son, Riverton, Man.; Páll Valdi-
mar, býr á Hvanneyri við Ár-
borg; Eggert, Geraldton, Ont.;
Sigríður, Mrs. Otto Kristjánsson,
Geraldton; Dýrfinna, Mrs. Geo.
Olson, Spokane, Wash., Árni,
bóndi við Árborg, Man.; Lára,
Mrs. S. O. Jónasson, Winnipeg;
Magnús, býr á Hvanneyri;
Edward, búsettur í Winnipeg.
Barnabörin eru 23 að tölu, en
barnabarnabörnin 22.
Systkini Jóns eru: —
Mrs. Sigríður Sigurðsson,
látin.
Thorsteinn Borgfjörð, látinn.
Mrs. Sigríður Landy, Betel,
Gimli.
Guðmundur Borgfjörð, Ár-
borg, Man.
Mrs. Sesselja Harpell, Wpg. —
Hálfsystur Jóns, báðar látnar,
Magga og Guðrún Elízabet
Thordarson. —
Með Jóni Borgjörð er í val
fallinn
Jón Borgfjörð
nú ríkir í heimi gjörvöllum, þar
sem flest af störfum bændanna
eru nú með vélum af hendi
leyst, get ég ekki látið hjá líða
að taka hér upp glögga og gagn-
orða lýsingu Snæbjarnar John-
son úr erindi, er hann flutti á
demantsbrúðkaupi Borgfjörðs-
hjónanna 25. sept. 1949; ræðir
hann þar um framsækni Jóns í
búskap og segir frá fyrstu
þreskingu bændanna, Jóns Borg-
fjörð og Guðmundar bróður
hans árið 1911:
„Eftir tólf ára veru á bújörð-
inni er loks farið að gera land-
mælingu svo að menn, sem
seztir voru að með fram Fljótinu
vissu hvar merkjalínur væru og
gætu tekið til starfa. Að mæl-
ingunni lokinni fer Jón þegar
að ryðja skóginn eftir megni og
býr undir akurlendi, en gerir
ekki mikið að því að sá korni
fyrr en vissa er fengin fyrir að
hægt sé að fá þreskivél til að
þreskja uppskeruna. Von bráðar
rættist úr þessu: Nokkrir bænd-
ur í byggðinni tóku sig saman
og lögðu fé fram til að kaupa
þreskivél fyrir sig og aðra í
byggðinni, og voru þeir bræður,
Jón og Guðmundur, fremstir í
þeim samtökum. Lítil vél var
keypt hjá Massie Harris félag-
einn úr brjóstfylkingu I jnu 0g var kölluð „Horse Power
a landnema. Unsur að « þess hátt-
Kirkjan — í órjúfandi samræmi við þann mikla til-
gang, sem stofnun yðar grundvallast á, eins og raunar allir
góðviljaðir einstaklingar og mannfélagssamtök — hefir
fundið til sársauka yfir þeirri öfugþróun, er virðist hafa náð
yfirtökum á svo mörgum sviðum mannlegra athafna í yfir- sinu
standandi tíð.
*
Nú eru raddir farnar að koma fram um það, að tak-
marka beri búnaðarframleiðslu vegna þess að hún gefi«ekki
af sér nægilega mikið í aðra hönd, og þetta gerist einmitt á
þeim tímum, sem þörfin fyrir aukinn vistaforða, er brýnni
en nokkru sinni fyr; víða ríkir hin sárasta hungursneyð, en
annars staðar má svo heita, að fólk fái naumast dregið fram
lífið; lausnin hlýtur að verða fólgin í samtökum, er hvíli á
hugsjón bræðralagsins, þar sem sá skilningur verði fang-
víðastur, að allir eigi sama rétt til þeirra fríðinda, sem lífið
hefir að bjóða; það er samt sem áður réttlætanlegt, án þess
að slíkt brjóti í bága við hinn veglega tilgang kirkjunnar,
að úthúða þeirri niðurlægingu, sem landbúnaðurinn hefir
sums staðar komist í á kostnað stóriðjunnar, þó einkum að
því er áhrærir markaðsskilyrði; furðulegt ósamræmi hefir
skapast, sem orsakað hefir óheillavænlega togstreitu milli
stóriðju og þeirra, sem leggja fyrir sig ræktun landsins; í
sumum löndum virðist svo komið, að stóriðjan sé að skapa
yfirstétt, er allir aðrir verði að lúta; þó stendur enn óhögguð
hin forna staðreynd,1 að í sveita þíns andlitis _skaltu þíns
brauðs neyta; samræmd framleiðsla og skynsamleg dreifing
hennar stuðlar öllu öðru fremur að bættum alþjóðasam-
skiptum og aukinni lífshamingju bændastéttarinnar vítt
um heim.“ —
Að því búnu lýsti páfi drottinlegri blessun yfir hinni
fjölsóttu ráðstefnu og óskaði erindrekum hennar heillar
heimkomu.
Ekki er það nokkrum minsta vafa undirorpið, að al-
þjóðaráðstefnur sem þessi hafi margt gott í för með sér og
greiði úr ýmissum þeim flækjum, sem frá ókunnugleika og
misskilningi stafa; kynningargildi þeirra er margþætt og
mikilvægt.
íslenzkra landnema. Ungur að Threshing Machine.
aldri, auðugur að vonum, með
sér yngri brúður við hlað, hóf
hánn landnemabaráttu sína árið
1889, eru því 60 ár og 3 betur
síðan liðin hjá; mörg störf af
hendi leyst og sigurvinningar í
hlut fallnir.
Þung hefir ævibaráttan verið
Jóni og konu hans í kyrrstöðu
hinna fyrri ára; ítrustu kröftum
var einbeitt af beggja hálfu að
sigrandi stefnumiði. Jón var
affarasæll maður í ævistarfi
hagvirkur, hagsýnn og
smiður góður í eigin og annara
þágu. Rólegt upplag hans átti
sinn þátt í því að hann tók blíðu
og stríðu með styrkri lund og
jafnaðargeði. Hann mátti gæfu-
mann telja; á óvenju langri sam-
fylgd var hann studdur af ágætri
eiginkonu, er átti fágætt þrek
samfara lífsgleði og var honum
hin mikla stoð; honum við hlið
afkastaði hún afar miklu og
fögru eiginkonu-, móður- og
húsmóðurstarfi með dæmafáum
dugnaði og öruggri þróttlund
fram á elliár. Börn þeirra utan
eitt fengu hjá þeim að búa og
urðu þeim til gleði og reyndust
þeim hagkvæmir hjálpendur.
Heimilið á Hvanneyri, íslenzkt í
anda, var glatt og fjörugt, and-
rúmsloft þess óþvingað og eðli-
legt. Margar ljúfar minningar
samferðafólksins eru við það
tengdar, bæði frá fyrri og síðari
árum.
Jón var maður félagslyndur,
tók hann jafnan virkan þátt í
sameiginlegum félagsstörfum
héraðs síns og umhverfis. Minn-
ist sá, er línur þessar ritarv trú-
festi þeirra hjóna beggja við
söfnuð sinn og marþætta félags-
lega starfsemi í þágu hans, þá
þreytt og roskin að aldri.
Á þessari einstæðu vélaöld, er
ar vélar voru almennt notaðar í
Ontario í gamla daga og voru í
miklu afhaldi þar um slóðir, þar
sem litlir akrar voru.
Mér lék mikil forvitni á að sjá,
hvernig þessi „Horse Power“
ynni og gerði mér ferð til að
athuga þetta nýja fyrirbrigði á
búgarði þeirra Borgfjörðsbræðra.
Þetta var í septembermánuði og
heiðskírt og stillilogn þann dag.
Tíðin hafði verið mjög hagstæð
um haustið og uppskeran vel í
meðallagi. Þegar ég kom þangað
var verið að þreskja og allir
voru önnum kafnir við starfið;
átta uxar gengu fyrir vindunni,
sem knúði vélina áfram og voru
litlir drengir af báðum heimil-
unum að reka á eftir uxunum
til skiptis. Og ég man ekki til
að ég hafi í annan tíma orðið
fyrir meiri hrifningu, en þegar
ég hitti þá þarna bræðurna, Jón
og Guðmund; alúðin í viðmóti
þeirra og einlægnin í samræð-
unum um framtíðina er ógleym-
anleg. Ánægjan skein svo bjart
hjá þeim báðum yfir því að nú
væri búið að yfirstíga mestu
erfiðleikana, og nú væri auð-
veldara að færa sér kornræktina
í nyt: að nú þyrftu þeir ekki
lengur að skilja við konur og
börn og fara burt í atvinnuleit
og eiga á hættu hitt og annað,
er kynni að koma fyrir heimilið
í fjarveru þeirra.“
Síðar, er tímar liðu, varð bú-
skapur Jóns all-umfangsmikill
með ágætum atbeina uppvax-
andi sona þeirra hjóna, er urðu
miklir hjálpendur við búskap-
inn og langvistum dvöldu með
foreldrum sínum, og sumir
þeirra hafa aldrei að heiman
farið til langdvalar.
Varð búskapur Jóns og sona
hans mjög yfirgripsmikilli og
akuryrkja í stórum stíl. Á síðari
árum keyptu þeir einnig jörð-
ina Hof, sem er nú einnig akur-
lendi og starfrækt af sonum
Jóns. Ég minnist þess á dvalar-
árum mínum í Árborgar um-
hverfi, að eitt sumar, er öll hin
erfiðari verk voru í höndum
sona Jóns, að hann, þá kominn
um eða yfir 70 ára aldur, byggði
að nýju eða gerði starfahæfa
(“reconditioned”) stóra þreski-
vél, þótti það laglegt vik af
manni á hans aldri. Ávalt var
hann reglumaður.
Jón bar aldurinn frábærlega
vel, sjötugur að aldri, og enda
lengi síðan gekk hann beinn,
ólotinn og bar sig vel; þannig
mátti segja, að hann væri fram
á hinztu æviár, hann naut sín
vel, h'afði yndi af lestri íslenzkra
bóka — ljóðin voru honum alt af
kær — enda ljóðelskur eins og
Þorsteinn bróðir hans, er var
prýðilega hagorður maður. Á
sjötíu ára afmæli Jóns héldu
fjölskylda hans og vinir fagnað
honum til heiðurs. Var þar mjög
fjölment. Einn af kunningjum
Jóns, er ekki gat verið þar við-
staddur, sendi honum kveðjuorð,
er ég hygg réttmæli vera, tek
ég hér að láni fáeinar setningar
úr kveðjunni:
„Víðreist hefir þú ekki gert
á þessum mörgu dvalarárum
þínum hér vestra. Bundinn hefir
þú verið lengst ævi þinnar við
þreytandi — og oft og tíðum arð-
lítil störf. En helgustu skyldur
lífsins eru fólgnar í trúmennsku
við hin hversdaglegu störf — og
þeim hefir þú og þín góða kona
jafnan verið trú. Og þó að þú
hafi ekki „gert viðreist“, hefir
þú jafnan haft ævintýrahug
hins yngri manns. Þú hefir átt
drauma og útþrá, er fengu útrás
í ævintýri landnámsins, er vörp-
uðu Ijósi sínu á hversdagslega
þreytandi baráttu, er þú og
lconan þín lifðu á ný ævintýri
hinna fornu landnema, forfeðr-
anna er ísland námu, og eigin
barátta ykkar varð léttari, og
ævintýrið mikla — ævintýri
hins sigrandi landnema — vonin
um hið ókomna, trúin á sigrandi
framtíð — með Guðs hjálp gerði
ykkur styrk og örugg — í eigin
ævibaráttu, er til sigurs stefndi.“
Jón andaðist þann 27. febr. s.l.
á Red Cross sjúkrahúsinu í Ár-
borg eftir stutta legu þar. Hann
var jarðsunginn frá sóknar-
kirkju sinni í Árborg þann 4.
rnarz að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Kona hans var þá lasin
og gat ekki fylgt honum til
grafar. Sá, er þetta ritar, þjónaði
við útförina.
S. Ólafsson
Bankahúsið á Selfossi eif-f-hvert
glæsilegasta bankahús landsins
Bygging þess viðurkenning fyrir
dugnað og ráðdeild fólksins, sem
héraðið byggir
Eins og skýrt var frá hér í
blaðinu á sunnudaginn, var
hið nýja og glæsilega banka-
hús Landbankans á Selfossi
tekið í notkun á laugardag-
inn. Fór bankastjórn Lands-
bankans austur og þar voru
einnig samankomnir margir
gestir úr héraðinu. Hið nýja
bankahús mun vera eitt
vandaðasta bankahús á landi
hér og einnig hið fyrsta,
sem reist er í sveit.
Jón Maríasson, bankastjóri,
bauð gesti velkomna, en síðan
tók Magnús Jónsson, formaður
bankaráðs til máls. — Lýsti hann
stofnun útibúsins 1918 og þeim
stórhug og framsýni, sem þar
hefði komið í ljós. Kvað hann
það vera skemmtilegt tilhugsun-
ar, að útibúið hefði fyrst starfað
í húsakynnum Tryggvaskála,
sem bar nafn hins mikla athafna
og fjármálamanns, Tryggva
Gunnarssonar. — Fyrsti útibús-
stjórinn var Eiríkur Einarsson
frá Hæli. — Rakti Magnús síðan
hinn mikla og jafna vöxt útibús-
ins allt til þessa dags.
Einar Pálsson, útibússtjóri,
lýsti því næst húsinu. Fyrstu til-
lögu-uppdrætti gerði Guðjón
Samúelsson, en eftir fráfall hans
tók Bárður Isleifsson arktitekt
.við. Húsið er mjög í stíl við
Landsbankahúsið í Reykjavík
svo það minnir á móðurstofnun-
ina. Það er kjallari og tvær hæð-
| ir og rúmgott ris. Lengdin er 30,6
metrar og breiddin 11 metrar,
flatarmál 336 fermetrar og rúm-
mál 4030 rúmmetrar. Byggingin
er öll hin glæsilegasta. Af-
greiðslusalur og skrifstofur eru
þiljaðar eik og húsgögn úr
mahogni. slenzkar grásteinshell-
ur eru á afgreiðsluborðinu. Sér-
staklega athyglisverðar eru
myndir á gleri í anddyri gerðar
að fyrirsögn Sigurjóns Ólafsson-
ar, sandblásnar af Ársæli
Magnússyni. Á efri hæð er íbúð.
útibússtjóra. í kjallara eru hinar
vönduðustu fjárhirzlur, önnur
með hólfum viðskiptamanna, en
hin aðalfjárhirzla bankans. Yfir-
smiður byggingarinnar var Krist
inn Vigfússon. Vinna hófst í júní
1949. Byggingarkostnaður hefir
orðið um 2,6 milljónir króna.
Margar ræður fluttar
Þegar gestir höfðu skoðað
húsakynni var þeim boðið til
veitinga í sal á rishæð. Þar tók
fyrstur til máls Björn Ólafssoi}
bankamálaráðherra og árnaði
héraðinu heilla með þetta nýja
hús. Kvað hann það vel, að hið
duglega og hagsýna fólk, sem
væri að gera þessar sveitir að
blómlegustu byggðum landsins,
fengju að njóta þess.
Þá talaði Jörundur Brynjólfs-
son, alþingismaður. — Kvaðst
hann vona, að sú gifta, sem fylgt
hefði þessari stofnun frá upp-
hafi mætti endast um langa
framtíð. Minntist hann Magnús-
ar Sigurðssonar, bankastjóra,
,sem hefði borið þetta útibú sér-
staklega fyrir brjósti. Ingólfur
Jónsson, alþingismaður, kvað
þessa veglegu byggingu vott um
það traust, sem stjórn Lands-
bankans bæri til fólksins í þess-
um byggðarlögum. Jónas Jóns-
son, fyrrverandi ráðherra, minnt-
ist Gests Einarssonar á Hæli og
hefði hann einna fyrstur manna
hreyft því, að bændur á þessu
Sviði efndu til samtaka um
’ lánastofnun. Hann kvað þetta
hún mundi í fegurð sinni lengi
bera hátt hróður eins mesta
listamanns þjóðarinnar, Guðjóns
Samúelssonar. —
Guðbrandur Magnússon, for-
stjóri minntist á jafnvægi at-
vinnuveganna og nauðsyn þess
að skilja þau hlutföll rétt. Þetta
hús væri vottur um það, að
menn skildu að moldin ætti sinn
hlut og mundi ekki endast síður
til framdráttar þjóðinni en hið
auðuga haf við strendur lands-
ins. Einnig tóku til máls Gísli
Jónsson Stóru-Reékjum, Böðvar
Magnússon á Laugarvatni og að
síðustu Jón Arnason banka-
stjóri, sem minntist lítillega á
lánastarfsemina. Hann sagði, að
stundum væri talað um lánsfjár-
kreppu, og víst væri sjaldan
nógu mikið lánsfé hjá þeirri
þjóð, sem hefði mikil umsvif,
uppbyggingu og framkvæmdir,
en þó væru útlán bankanna 10
til 11 þús. á hvert mannsbarn á
landinu. Hann kvað þetta hús
aldrei hefði verið byggt hér ef
grundvöllur þess hefði ekki
verið starfssamt og ráðdeildar-
samt fólk, sem héraðið byggir.
—TÍMINN, 11. ágúst
Kennarinn: — Hvort er lengra
í burtu, tunglið eða Kína?
Tommi: — Kína.
Kennarinn: Hvers vegna seg-
irðu það?
Tommi: — Vegna þess að við
getum séð tunglið en ekki Kína.