Lögberg - 12.11.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.11.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 12. NÓVEMBER, 1953 5 *************** ÁHIJeAMÍL IWENNA Ritstjórl: INGIBJÖRG JÓNSSON HALLDÓRA BJARNADÓTTIR ÁTTRÆÐ Halldóra Bjarnadóltir Ein merkasta kona landsins er áttræð í dag, Halldóra Bjarna- dóttir, heimilisiðnaðarráðunaut- ur og ritstjóri Hlínar. Halldóra — heimilisiðnaður — Hlín, meira þarf raunverulega ekki að segja, svo allir viti við hverja er átt og um leið kemur í huga manns langur starfsferill, sem hófst einhverntíma fyrir langa- löngu. Því Halldóra og hennar starf er næstum því eins gamalt og elztu menn muna og þó er hún hverri konu. röskari á fæti. Grönn og spengileg, bein í baki á íslenzka búningnum sínum, full áhuga, starfslöngunar og starfskrafta, sem ennþá virðast lítt þverrandi, enda viljinn ó- bugandi, þrekið ódrepandi. Ungri var Halldóru ljóst, hvern veg skyldi ganga. Hún valdi leiðbeininga- og fræðslu- starf, kennarastarfið. Þá var ekki kennaraskóli íslenzkur, en Halldóra vatt sér þá til Noregs tvítug að aldri og hóf þar nám og lauk kennaraprófi. Norð- mönnum hefur litizt vel á þenna afkomanda víkinganna og buðu henni með sér að vera og starf- aði hún þar sem kennari í 8 ár og líkaði vel vistin. En heim vildi Halldóra og var það happ fyrir ísland og íslenzkan heim- ili'siðnað, hinn merka menning- ararf íslendinga. Hún tók við skólastjórastöðu við Barnaskóla Akureyrar og starfaði þar í 10 ár. Þar varð henni fljótt Ijós þörfin á kennslu í hagnýtri handavinnu barna í skólum, bæði sem uppalandi og þrosk- andi þætti í starfi huga og hand- ar og til að vekja hugmynda- flug barnanna og skapa tilbreyt- ingu frá miklu bóknámi og ekki sízt ef hægt væri til að halda með því nokkru sambandi við fornan heimilisiðnað, og hina gömlu bændamenningu, hina einu, sem þetta land hefur alið. Þessi byrjun mun hafa orðið undirstaða að handavinnu- kennslu í skólunum og í fram- haldi þar af er nú hafið verk- nám skólanna. — Halldóra sá, að byrja þurfti á byrjunínni, ef auka átti handavinnukennslu í skólunum og afsannaði þar með þá gömlu firru, að konur geti aldrei hugsað rökrétt. Hóf hún nú kennslu í handavinnu við ný- stofnaðan Kennaraskóla Islands. Kenndi þar kennaraefnum í 8 ár, 1922—1930, og munu á annað hundrað kennaraefna hafa notið tilsagnar hennar. Á þessum ár- um byrjaði hún einnig námskeið og sýningar á heimilisiðnaði víðsvegar um landið, og hefir haldi ðþví áfram síðan. 1 full 30 ár hefur Halldóra verið leiðbeinandi almennings í landinu í heimilisiðnaðarmálum, ferðast um landið, kynnst fólk- inu, haft námskeið, sýningar og flutt erindi, stofnað kvenfélög, þar sem þess þurfti, til samstarfs og félagsstarfs um útvegun tækja, efnis og áhalda og sam- vinnu um ýms önnur félagsleg málefni í hinum dreifðu byggð- um landsins og sumstaðar líka í þéttbýlinu. Sumstaðar gerði hún úr þessu stærri félög eða sam- bönd. Stofnaði Samband norð- lenzkra kvenna fyrir 40 árum, formaður síðan um 1940. í því eru nú 2000 konur, um 70 félög. Halldóra hefur varið miklum tíma á hverju ári til ferðalaga um landið, trú þeirri skoðun sinni, að nauðsynlegt er að hafa náið samband við fólkið, sem unnið er fyrir og verið er að leiðbeina, ef árangur á að nást. Fátt er jafnframt eins þroskandi og ánægjulegt sem slík náin kynni af landi sínu og þjóð. Sam- eiginlegt málgagn eða tengilið- ur Halldóru og þessa fólks hefur verið ársritið Hlín, sem Hall- dóra stofnaði fyrir 35 árum og hefur verið ritstjóri og útgef- andi þess alla tíð og víst má telja það eitt ekki lítið afrek. Að vísu hefur hún oft haft mik- inn fjölda „meðritstjóra,“ þar sem er fólkið í landinu. Hlín hefur jafnan verið vett- vangur starfsins, hinna starf- andi og hinna leiðbeinandi og hefur án efa átt mikinn þátt í baráttunni fyrir endurreisn ís- lenzka heimilisiðnaðirins. Auk þessa látið sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hún hefur nú um langt skeið haft eitt stærsta upp- lag landsins og líklega alla tíð ódýrast allra rita. Meginatriði hjá Halldóru er, að allir hafi ráð á að fá ritið, enda flestir unnið að dreifingu þess án endur- gjalds og Halldóra víst ekki alltaf ætlað sér mikið fyrir rit- stjórnina. Tóvinnuskólinn á Svalbarði i við Eyjafjörð er einnig Halldóru verk. Hún stofnaði hann í lok stríðsins og er því nú nýbyrjað 8. starfsárið. Lítill skóli að visu, en þar er lögð megináherzla á að kenna ungu fólki meðferð ullarinnar íslenzku og viðhalda þannig þessari þúsund ára gömlu iðju landsmanna, sem Island er löngu orðið frægt fyrir á heim- ilisiðnaðarsýningum erlendis. — Halldóra hefur sjálf staðið fyrir mörgum þessara sýninga, lík- lega flestum, og hún er vel þekkt í norrænni samvinnu um heim- ilisiðnaðarmál og hefur setið flest þing Norræna heimilis- iðnaðarsambandsins, eða kann- ske staðið fullt eins mikið í ræðustól. Dauflegt mun það þing, þar sem Halldóra hefur ekki „barið í borðið“ og hefur þar ekki þurft útskorinn fund- ar hamar. Þó er það allt í góðu, og víst mun það, að mikið mun heimilisiðnaðarfólki þykja á vanta, ef Halldóra er ekki mætt á slíkum þingum. Eitt árið brá Halldóra sér til Vesturheims, í fyrirlestra- og kynningarferð og hélt þar ekki minna en 50 sýningar á íslenzk- um heimilisiðnaði með Vestur- íslendinga aðallega. Einnig hef- ur hún haft sýningar í London og víðar. Hvar sem hún fer hef- ur hún jafnan eitthvað í tösk- unni til að sýna, vekja með því áhuga, hvetja til starfs. Eflaust má deila um starf Halldóru og starfsaðferðir og jafnv^l um árangur langrar ævi. Ljóst er þó það, að hún hefur verið tengiliður milli tveggja alda, hún hefur reynt að brúa bilið milli gamallar bænda- menningar og byltingar þeirrar í atvinnu- og lifnaðarháttum til vélamennsku og þéttbýlis, sem orðið hefur á hennar ævi, þann- ig, að ekki rofni samband okk- ar við ýmislegt það bezta í for- tíðinni, t. d. hinn stórmerka, verklega menningararf íslend- inga, heimilisiðnaðinn. Þetta skildi Halldóra öðrum fyrr og betur og hefur notað til þess langa ævi og krafta, að sem fæst skyldi glatast á þessu um- brotaskeiði af þjóðlegum verð- mætum. Hér fer vel á því að enda með óskum Halldóru um aðaláhuga- mál sitt heimilisiðnaðinn: „Ég óska þess, að íslenzkur heimilis- iðnaður megi verða æ meira áhugamál allra landsmanna. Að húsmæðraskólarnir taki sem fyrst upp kennslu í ullarvinnu og meira af íslenzkum hannyrð- um, byggðum á þjóðlegum fyrir- myndum, sem orðið geti til prýði, yndisauka og búbóta og þannig gefið íslenzkum heimil- um íslenzkari svip. Að íslenzk- ar konur taki upp þjóðbúning- inn. Að heimilisiðnaðinum veit- ist nokkuð meira fé sér til fram- dráttar og eflingar." Þetta síðasta má gjarnan undirstrika. — Stjórnarvöldin hafa veitt þessum málum fjár- hagslegan stuðning, en þó jafn- an svo krappan, að hvorki hefur nægt til að dafna eða deyja. Nú er stuðningur þessi að krónutali sá sami og var fyrir stríð, það er líklega tífallt minna að verð- gildi, en þá var. — Það mundi sýna skilning á málefninu og geta orðið viðurkenning á starfi Halldóru, ef nú væri hægt að auka ríflega þessa aðstoð. Allt um það: Hér hefur merk kona unnið langa ævi og afrek- að merkilegu starfi. Síefán Jónsson, teiknari —VÍSIR, 15. okt. Heyrt í baðstofunni á Gullfossi um hádegisbilið: Hún: — Þetta er í tólfta sinn, sem þú ferð að kalda borðinu, hvað heldurðu að hinir farþeg- arnir hugsi? Hann: — Það er allt í lagi. Ég segist alltaf vera að sækja mat fyrir þig! Magnús Jensson: Óvelkomnir farþegar Eins og allir vita, hefir hin sí- vaxandi samkeppni hinna ýmsu farartækja um farþega haft í för með sér alls konar þægindi fyrir þá, sem ferðast vilja, og á þetta jafnt við um ferðir á landi, sjó og í lofti. Lækkuð fargjöld, betri aðbúnaður og hæversk þjónusta fellur þeim í skaut, sem greitt hafa tilskilið gjald og stíga í farartækið. Ein er þó sú tegund farþega, sem ávallt er illa séð og í hæsta máta óvelkomin í farartækið, en það eru hinir svokölluðu „blind- farþegar“ eða laumufarþegar, sem stelast í farartækið og fela sig, þar til ekki verður snúið við með þá til sama lands. Laumufarþegar, sem komast á þennan hátt um borð í skip í erlendum höfnum, geta valdið skipstjóra miklum óþægindum og útger'ðinni fyrirhöfn og stór- um fjárútlátum, þ. e. a. s. þegar bezt tekst til, eða þannig að laumufarþeginn hefir skilríki sín eða pappíra í lagi. Sé ekki um slíkt að ræða, vandast málið fyrir útgerð hins ólánssama skips, því að engin þjóð vill taka við mönn- um þessum, og verður hlutaðeig- andi útgerð að hafa allan veg og vanda af landleysingjanum, kannske svo árum skiptir, og bera ábyrgð á að hann fari hvergi í land, að minnsta kosti ekki til dvalar, en slíkt út- heimtir auðvitað að stöðuga gæzlu þarf að hafa á manninum í höfnum inni. Þetta á ekki sízt við um blökkumenn, sem komast um borð í Norðurlandaskipin, og hafa til dæmis norsk skip, sem eru mörg og fara víða, oft komizt í hreinustu vandræði hvað þetta snertir, sérstaklega þau, sem siglt hafa til Afríku. Eitt slíkt mál var mikið rætt í norskum blöðum s.l. vetur, þar sem menn, málavöxtum ókunnugir, hófu mikla gagnrýni á norskan skip- stjóra, sem sakaður var • um ómennska hörku og ábyrgðar- leysi, en málavextir voru í stór- um dráttum sem hér segir: Norskt skip, sem lokið hafði afgreiðslu í höfn sunnarlega á vesturströnd Afríku, lagði af stað heim til Noregs og sigidi sem leið liggur norðureftir. Er það hafði verið 2 sólarhringa í hafi, kom í ljós, að tveir laumu- farþegar voru um borð — bik- svartir Afríkunegrar. Við nán- ari athugun reyndust piltar þess- ir vera af verri tegundinni, það er að segja algjörlega skilríkja- lausir. Skipstjórinn hugsaði mál- ið vandlega, því hér var um mikið vandamál að ræða. Að halda áfram með mennina til Noregs, hlaut að leiða af sér ó- útreiknanlega örðugleika og fyr- irsjáanlegt mikið fjárhagslegt tjón. Að snúa við með þá til sömu hafnar, tafði hið dýra skip upp undir viku, auk þess, sem ekki var vitað nema að búið væri p.ð ráða það til einhverrar ákveð- innar ferðar, er heim kæmi, og gert ráð fyrir í þeim samningum tafarlausri eða tafarlítilli ferð. Ennfremur var alls ekki víst að takazt myndi að losna við menn- ina þar. Sikpinu var siglt upp að ströndinni, sem var óbyggð og þakin frumskógi, mennirnir út- búnir með mat til nokkurra daga, auk skotvopna og ýmissa tækja annarra, sem að gagni gátu kom- íð, og síðan fluttir í land á skips- bátnum. Skipstjórinn taldi eng- • an vafa leika á um það, að þeir kæmust til byggða þannig út- búnir, og síðan var ferðinni haldið áfram. Þegar heim til Noregs kom og um þetta fréttist, gerðu sum blaðanna sér mikinn mat úr þessu og réðust harkalega á skip- stjórann, sem þau töldu hafa sýnt mikið ábyrgðar- og mann- úðarleysi, þar sem ekki varð vit- að með neinni vissu, hvernig mönnunum myndi reiða af. Um- mæli blaðanna urðu til þess,- að útgerðarfélögin birtu nokkrar staðreyndir um þessi mál, sem yfirleitt munu hafa breytt al- menningsálitinu skipstjóranum í hag, en ein þeirra greina birtist í blaðinu „Norges Handels & Sjöfartstidende“, 5. des. s.l. og fer hér á eftir: , „í grein, sem birtist í „Hauge- sunds Dagblad“, lesum við um siglingamál bæjarins Sauda í Rogalandi í Norður-Noregi. í hinum tíðu skipaferðum þangað gefst tækifæri til þess að kynn- ast einni af verstu plágum kaup- skipanna, „blindfarþegunum“. Á skipum þessum hafa að staðaldri verið laumufarþegar, sérstaklega þó þeim, sem sigla til Afríku. „Gestir“ þessir hafa valdið yfir- völdunum og skipaafgreiðslun' um miklum örðugleikum, en eig endum og yfirmönnum skipanna eru þeir hreint og beint ólán. Skipaafgreiðslan getur meðal annars sagt frá negra, sem fannst um borð í finnska skipinu ,.Atlas“, er það var á leiðinni frá Afríku til Sauda, en á meðan skipið stóð þar við, varð að halda stöðugan vörð um negrann um borð, og þegar skipið sigldi á- fram til Malm í Þrændalögum, varð að flytja laumufarþegann með. Á meðan reyndi skipaaf- greiðslan í Sauda að finna ein- hverja leið til að koma negran- um aftur til Afríku, þar eð þangað átti „Atlas“ ekki að fara í nánustu framtíð. Málið leystist loks á þann hátt, að negrinn skyldi sendast með Ameríkulínu- skipinu „Vistafjord“, sem var að afferma í Sauda, en átti síðan að fara til Afríku. Til þess nú að koma negranum til skipsins, varð að fá handa honum lög- reglufylgd, fyrst frá Malm til Þrándheims, síðan þaðan til Osló. Þar tók lögreglan á staðn- um við honum og flutti til Staf- angurs, en Stafangurslögreglan flutti hann til Sauda. Loks tók Saudalögreglan við negranum, flutti hann um borð í „Vista- fjord“, þar sem hún varð að halda vörð um hann, þar til skipið lagði úr höfn. Allan kostnað, sem af þessu leiddi, varð finnska skipafélagið að greiða, og mátti sannarlega þakka sínum sæla fyrir að sleppa svona vel. Það eru nefnilega tvær tegundir laumufarþega, þ. e. þeir, sem hafa persónuskil- ríki og hægt er í flestum til- fellum að landsetja í heimaland- inu, og svo hinir, sem ekkert slíkt hafa. En negrinn taldist til þeirra íyrrnefndu. Þá eru nokkur skip, sem fengið hafa hina landlausu laumufarþega um borð og orðið að hafa þá á sínum vegum svo arum skiptir, þar eð hvergi fékkst að setja þá á land. Ástæðan fyrir því, að til Sauda hafa upp á síðkastið komið svo margir laumufarþegar frá einni hafnarborginni í Afríku, er talin sú, að einum þeim fyrsta, sem þangað kom eftir stríð, korn- ungum negra, var hossað hátt og dekrað við á alla lund, og efast menn ekki* um, að sá „gestur“ hafi mælt mjög með slíku skemmtiferðalagi til Sauda, er hann kom aftur heim til hafnar- borgarinnar í Afríku.“ — Oft má koma í veg fyrir að fá slíka gesti um borð í skipin, enda hafa margir skipstjórar þann hátt á, að láta leita vandlega í skipinu, áður en farið er úr höfn, sérstaklega í Suðurlöndum, en ekki er það ætíð einhlítt ráð, því að laumufarþegar eru stundum ótrúlega slyngir í að fela sig, og stundum kemur einnig fyrir, að þeir hafa einhvern af skipverj- um í vitorði með sér, og vandast þá málið mjög. Ekki munu mikil brögð að því, að íslenzk skip hafi þurft að glíma við vandamál af þessu tagi, en þó mun hafa komið fyrir, að menn hafi reynt að leynast um borð, til þess að komast í sigl- ingar, og kom eitt slíkt tilfelli fyrir um borð í Kötlu vorið 1951, er skipið var lagt af stað frá Reykjavík til New York. Stutt varð í þeirri ferð hjá laumufarþeganum, því að ekki vorum við komnir fyrir Garð- skaga, er vart varð við ungan, vel upp færðan mann um borð, sem enginn vissi deili á. Ráðstafanir voru strax gerðar til að losna við piltinn og skipinu snúið inn til Keflavíkur, þar sem bátur var til taks að flytja hann í land. Af þessu varð engin töf eða telj- andi óþægindi fyrir skipið, af því að svona fljótt varð vart við manninn, annars hefðum við orðið að flytja hann vestur yfir hafið, honum til lítillar ánægju, því að innflytjendayfirvöldin í New York hefðu ábyggilega ekki leyft honum að stíga fæti á land, nema þá í geymslu til lögregl- unnar á meðan skipið stóð við, og má því segja, að þessi óvita- skapur piltsins hafi endað betur fyrir hann en til stóð. —VÍKINGUR Þegar Skota, sem féll í höfn- ina var bjargað af ókunnugum manni, sagði kona Skotans: — Heyrðu, Mac, mér finnst að þú ættir að gefa manninum einn dollar fyrir að bjarga lífi þínu. — Ég gef honum ekki nema 50 cent, ég var jú hálfdauður þegar hann dró mig upp úr. CHODSING A FIELD A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. Conimence Your Business Training Intmetliately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.