Lögberg - 25.03.1954, Side 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE
ADOLPH S TAXI
Round. The Clock Service
59-4444 52-6611
401 PRITCHARD AVE.
SPECIAL RATES
ON COUNTRY TRIPS
WEDDINGS
FUNERALS
67. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. MARZ 1954
NÚMER 12
Valdimar Björnsson leitar
útnefningar til öldungaróðs
í fyrri viku barst ritstjóra
Lögbergs sú fregn í bréfi frá séra
Sveinbirni Ólafssyni í Minnea-
Polis, að sýnt þætti að Valdimar
Ljörnsson fjármálaráðherra
Minnesotaríkis myndi leita Sena
torsútnefningar af hálfu Re-
Publicana fyrir næstu kosning-
ar, sem haldnar verða í önd-
verðum nóvembermánuði, og nú
hefir Valdimar persónulega
staðfest fregnina í nýkomnu
bréfi. Valdimar er einn hinna
aLra áhrifamestu stjórnmála-
happa Republicana 1 Minnesota
°g nýtur geisilegs fylgis vegna
glaesimensku sinnar og afburða
roælsku.
lútnefning fer fram hinn 16.
júní og þarf ekki að efa að
Valdimar verði í einu hljóði
fyrir valinu og gangi síðan sigr-
andi af hólmi í kosningunum;
heppinautur Valdimars verður
Senator Hubert M. Humphrey
af hálfu Demokrata.
Valdimar gegndi sjóliðsfor-
lngjastöðu á Islandi fyrir hönd
amerískra stjórnarvalda meðan
a síðustu heimsstyrjöld stóð og
gat sér þar mikið frægðarorð, og
þar kvæntist hann Guðrúnu
Jónsdóttur Hróbjartssonar af
fsafirði, glæsilegri ágætiskonu;
þau eiga fjögur mannvænleg
börn.
Minneapolisblöð birtu myndir
KjÖrinn formaður
P- H. T. Thorlakson, M.D., L.L.D.
Láir menn í okkar íslenzka
^annfélagi hér um slóðir, munu
eiga annríkara en Dr. Thorlak-
s°n> en þó virðist hann ávalt
ei§a .tíma aflögu til að ljá góð-
málum lið; nú hefir hann
?erið kjörinn formaður í fram-
V,®mdarnefnd samtakanna The
anitoba Medical Service,
s °fnun, sem árlega færir út
kv
lar jafnt og þétt.
Stórkostlegar vega-
9©rðir fyrirhugaðar
^ Mannvirkjaráðherra fylkis-
fr]0rn?rinnar í Manitoba, lagði
h^m i Þinglnu 1 fyrri viku fjár-
gsaastlun fyrir stjórnardeild
næsta fjárhagsár,
etSt 1. anríl na hor Vn'ir,
sem
með
apríl, og ber hún það
u ,Ser’ freklega 18 miljón-
hót ?]]ara verði varið til vega-
fjj a.a fJhrhagsárinu; nær þetta
0 * §erða á núverandi vegum
þett agnin§ar nýjum bílvegum;
sema er su langhæzta upphæð,
tii Ve‘tt hefir verið á einu ári
hafjV,e®ai:)nta 1 sögu fylkisins;
kvppS Ver®ur handa um fram-
þiðm!!^ tafnskjótt °S jörð
þorna °g vegir og vegastæði
Valdimar Björnsson ráðherra
af fjölskyldunni allri, og þess
utan vitaskuld margar myndir
af frambjóðandanum einum, þar
sem á hann er lokið miklu lofs-
yrði og fagurlega fyrir honum
spáð á vettvangi stjórnmálanna.
Brúðkaup
Á laugardaginn, 20. marz,
voru gefin saman í hjónaband í
Sambandskirkjunni í Winnipeg,
Sigríður Jónína Margrét West-
dal, hjúkrunarkona, og Baldur
R. Stefánsson, Master of Science
in Agriculture, aðstoðar prófes-
sor í búvísindum við Manitoba-
háskóla. Svaramenn voru Mrs.
J. D. Hay og Mr. James Cox.
Séra Philip M. Pétursson gifti;
Mrs. Elma Gíslason söng brúð-
kaupslögin, en Mr. Gunnar Er-
lendsson var við hljóðfærið.
Að lokinni hjónavígslunni var
setin fjölmenn brúðkaupsveizla
í Paddock salarkynnunum í St.
James, þar sem veitt var ríku-
lega og hvorki skorti gleði né
góðan fagnað.
Mr. J. D. Hay mælti fyrir
minni brúðarinnar; samkvæmt
venju svaraði brúðguminn og
gerði það fallega. Mrs. E. P.
Jónsson las fjölda heillaóska-
skeyta, sem borizt höfðu brúð-
hjónunum bæði héðan úr landi
og frá Islandi, en þar hafði brúð-
urin stundað hjúkrunarstörf 1
nokkur ár, og bárust þeim hjón-
um kveðjur og árnaðaróskir frá
samstarfsfólki hennar á Lands-
spítalanum, og frá mörgum ætt-
ingjum hennar og vinum. Brúð-
urin bar gullna silfur ennis-
spöng og slör, sem móðuramma
hennar, Jónína Margrét, hafði
borið á sínum brúðkaupsdegi
fyrir 68 árum, og fór það brúð-
urinni vel.
Sigríður Jónína Margrét er
einkadóttir þeirra Páls J. West-
dals og frú Helgu Westdals til
heimilis að Ste. 2—652 Home
St., Winnipeg, en foreldrar
brúðgumans voru þau Guð-
mundur Stefánsson og kona
hans, Jónína Halldórsdóttir, er
bjuggu að Vestfold, en eru nú
bæði látin. — Meðal utanbæjar-
gesta voru bræður brúðarinnar
og fjölskyldur þeirra, Björgvin
frá Neepawa og Harold frá
Brandon; systur brúðgumans og
menn þeirra, Mr. og Mrs. B.
Austfjord frá Vestfold, Mr. og
Mrs. H. Koche og Mrs. Hicks frá
Regina; ennfremur frændfólk
hans, Mr. og Mrs. Nelson frá
Vestfold og Mrs. Olgeir Gunn-
laugsson frá Melfort, Sask.
Framtíðarheimili Mr. og Mrs.
B. R. Stefánsson verður að Ste
31 Fairmont Apts., Edmonton
St., Winnipeg. — Lögberg óskar
þeim til hamingju.
Minningarorð
Guðrún Sveinsson lézt þann
19. júlí 1953 að heimili dóttur
sinnar og tengdasonar, Eggertínu
og Sigurðar Sigvaldasonar í
Víðir-byggð í Nýja-lslandi; hjá
þeim hafði hún verið til heimilis
í full þrjátíu ár. t
Guðrún var fædd 2. apríl 1863
í Grímstungu í Vatnsdal í Húna-
vatnssýslu; foreldrar hennar
voru Eggert Eggertsson og kona
hans Halldóra Runólfsdóttir, var
Halldóra ættuð frá Skógartjörn
á Álftanesi syðra. En um Eggert
föður Guðrúnar tek ég ummæli
séra Jóhanns heit. Bjarnasonar,
þar sem hann sagði: „Var Egg-
ert bóndi í Vatnahverfi mesti
myndarmaður og prýðisvel
greindur. Bróðir hans var Þor-
steinn bóndi Eggertsson á
Haukagili í Vatnsdal, mesti
ágætismaður í alla staði, ein-
hver virðulegasti bændahöfð-
ingi þar í sýslu“. En systir
þeirra Eggerts og Þorsteins var
frú Ingibjörg Eggertsdóttir er
átti fyrir fyrri mann séra Jónas
Björnsson prest á Ríp í Skaga-
firði. En seinni maður frú Ingi-
bjargar var séra Jón þorláksson,
prestur á Tjörn á Vatnsnesi.
Guðrún ólst upp hjá foreldr-
um sínum fyrst í Grímsnesi og
síðar í Vatnahverfi, en giftist
árið 1892 Þorleifi Sveinssyni frá
Enni í Refasveit í Húnavatns-
sýslu; bjuggu þau í nokkur ár í
Miðgili í Langadal, en fluttu til
Ameríku árið 1904. Settust þau
fyrst að í Selkirk-bæ, en fluttu
síðan til Víðir-byggðar, er þá var
óðum að byggjast. Þar tók Þor-
leifur heimilisrétt á landi, er
þau bjuggu á og farnaðist vel,
því að þau voru samtaka með
þrifnað og iðjusemi; voru þau
gestrisin og skemtileg heim að
sækja. En manninn sinn misti
Guðrún í ágúst 1921 eítir
íveggja ára heilsubilun.
Eftir lát manns síns gat Guð-
rún ekki lengur búið á landinu
og flutti þá til Eggertínu dóttur
sinnar og manns hennar; voru
þau henni góð, hlyntu að henni
á allan hátt og hjúkruðu þegar
hún var veik. Með henni var þá
yngsta dóttir hennar og fóstur-
sonur, er hún hafði tekið mun-
aðarlaust barn og var hann hjá
henni til fullorðins ára. Reyndist
hún honum ætíð sem hin bezta
móðir.
í embættiserindum
vestan lands
Hon. J. T. Thorson
Forseti fjármálaréttarins í
Canada, Hon. J. T. Thorson, var
staddur í borginni nokkra und-
anfarna daga í embættiserind-
um; héðan fór hann sömu erinda
til Calgary, Edmonton, Victoria
og Vancouver; einnig ætlaði
hann að bregða sér til Seattle,
Wash., og heilsa þar upp á gaml-
an vin, frú Jakobínu Johnson.
Það var ánægjulegt að hitta
Thorson dómsforseta að máli,
þenna gáfaða og stórlærða
mann.
Börn Guðrúnar og Þorleifs
voru sex. Þau mistu ungt barn
á íslandi og á því stutta tíma-
bili, er þau bjuggu í Selkirk,
mistu þau tvö yngstu börnin,
dreng og stúlku. Þrjár dætur
þeirra komust til fullorðins ára,
en sú yngsta þeirra, Helga, dó
árið 1937. Dætur Guðrúnar, sem
eru á lífi, eru: Ingibjörg, kona
Guðjóns Björnssonar í Árborg,
og Eggertína, kona Sigurðar
Sigvaldasonar i Víðir, einnig
fóstursonur Líndal Guðmunds-
son í New Westminster, B.C. Má
geta þess, að hann kom flugleiðis
að vestan til að geta verið við
jarðarför fóstru sinnar.
Guðrún var félagslynd kona
og lét engin góð málefni fram
hjá sér fara án þess að leggja
þeim eitthvað til og stundum
um efni fram, því oft var af
litlu að taka. Það var ekki í há-
vegum haft hvað mikið gott hún
gerði mörgu fólki í veikindum
og öðrum erfiðleikum frumbýl-
ingsáranna. Meðan heilsan leyfði
féll henni aldrei verk úr hendi;
hún spann og prjónaði og margt
sokka- og vettlingaparið gaf hún
þeim, sem hún sá að þurftu þess
með.
Hún tilheyrði lúterska söfnuð-
inum og kvenfélagi Víðir-bygð-
ar og starfaði í þeim félagsskap
meðan kraftarnir entust. Nokk-
ur síðustu árin var hún heiðurs-
meðlimur Kvenfélagsins Isa-
fold.
Þegar heilsan bilaði og kraft-
arnir minkuðu svo að hún gat
ekki lengur prjónað varð henni
tíminn langur og hún þráði
hvíld og endurfundi við burt-
farna ástvini; þá var það eitt
sinn, að hún sagði við mig: —
„Þegar ég fer að sofa á kvöldin
les ég bænirnar mínar og þá bið
ég Guð að lofa mér nú að deyja
í nótt“. Nú hefir hún verið bæn-
heyrð og við, sem áttum sam-
leið með henni, munum ætíð
minnast með þakklæti hlýrrar
vináttu og tryggð þessarar góðu
landnámskonu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú
hljóta skalt.
Jarðarför Guðrúnar fór fram
frá samkomuhúsi Víðir-byggðar
að viðstöddum ættingjum, vin-
um og nágrönnum. Kveðjumál
flutti séra Eric Sigmar.
A. Auslman
Velja sér nýjan
formann
Samtök íhaldsmanna í þessu
landi héldu fund í Ottawa í vik-
unni, sem leið, þar sem kosinn
var formaður eða útbreiðslu-
stjóri Mr. George Hees sam-
bandsþingmaður fyrir Toronto-
Broadview kjördæmið, auðugur
verksmiðjueigandi 43 ára að
aldri; næstur honum varð að at-
kvæðamagni Mr. Gordon Chur-
chill, þingmaður fyrir Winnipeg
South Centre.
Ásmundur Guðmundsson
BISKUP YFIR ISLANDI
Það eru nú um þrír mánuðir
síðan séra Ásmundur Guðmunds
son settist í biskupsstól. Hann
mun verða vígður til hins virðu-
lega og ábyrgðarmikla starfs í
júnímánuði næstkomandi og
mun vígslan fara fram rétt á
undan setningu Prestastefnu Is-
lands í Dómkirkjunni í Reykja-
vík.
Biskupinn er af gömlum,
góðum og traustum íslenzkum
ættum kominn. Faðir hans var
prestur og prófastur, og föður-
bræður hans voru báðir prestar
og prófastar. Annar þeirra, séra
Kjartan prófastur, var merkis-
klerkur og náttúrufræðingur, og
hinn, séra Magnús, var braut-
ryðjandi á sviði menntamála og
var fyrsti forstöðumaður Kenn-
araskóla íslands, þegar hann
var settur á fót 17. júlí 1908.
Lengi má rekja ætt hins nýja
biskups og finna merkispresta
og forustumenn bæði í föður- og
móðurætt.
Ásmundur biskup er, eins og
hann á kyn til, bæði klerkur
góður og kennimaður, og ég
þekki hann vel af hvorutveggja.
Hann var kennari minn í fimm
Ásmundur Guðmundsson
Ég kynntist honum fyrst fyrir
rösklega 15 árum síðan. Ég var
þá alls ekki sterkur í íslenzkri
tungu, en vildi fá leyfi hans, því
hann var þá forseti guðfræði-
deildarinnar við háskólann, til
að nema guðfræði. Hann sýndi
mér mikla þolinmæði; tók máli
mínu vel og hjálpaði mér með
hlýju og kærleika til að vinna
, sigur á þeim erfiðleikum, sem
ar. þegar hann var professor við j íslenzka hefir j för með sér fyrir
þá, sem ætla sér að læra hana
við háskóla. Hann sýndi mér í
guðfræðideild Háskóla Islands,
og síðar sem prestur sótti ég oft
á hans fund, þegar hann var
einnig formaður Prestafélags Is-
lands.
Læfur af embæfrti
Dr. A. H. S. Gillson
Síðastliðinn föstudag var það
kunngert, að Dr. A. H. S. Gillson
forseti Manitobaháskólans hefði
látið af embætti vegna heilsu-
brests, en hann mun eigi hafa
gengið heill til skógar í háa
herrans tíð; hann hefir haft með
höndum háskólastjórnina síðan
1948.
Dr. Gillson er kunnur hæfi-
leikamaður og ágætlega máli
f^rinn; er skólanum að honum
mikil eftirsjá; hann er íslending-
um hliðhollur og í embættistíð
hans komst á fót íslenzka
kensludeildin við háskólann;
hver eftirmaður hans verði er
enn eigi vitað.
Jafndægur
Forðum út um flóa og mó
fót mér ungum döggin þó.
Lokkur yfir enni fauk,
andi vorsins kinnar strauk.
Lýsti ár um austurskörð
yfir tigna móðurjörð,
þar hef ég af þroskans veig
þyrstur drukkið margan teyg.
Lóa söng og lækur kvað,
lífið treysti strá og blað.
Þokuskýla um háan hnjúk,
hnýtt var grá og silkimjúk.
Ríkti logn um land og sæ,
lagði reyk frá hverjum bæ.
Brann í auga æsku þrá,
óður á hverri tungu lá.
Páll GuSmundsson
hvívetna framúrskarandi mikið
umburðarlyndi, og það er honum
að þakka að mínir loftkastalar
rættust — að ég náði kandidats-
prófi í guðfræði og varð prestur
á íslandi.
Prófessor Ásmundur vildi
sýna öllum nemendum, leik-
mönnum og prestum góðan hug.
Ég hefi heyrt sagt, að hann
þyldi ekki þá, sem kalla sig
bókstafstrúarmenn. Það er mis-
skiliiingur. Hann vildi og vill
ræða við alla, en ef hann finnur,
að maður aðhyllist þeirra trúar-
skoðun út af öðru en hjarta-
sannfæringu — og slíkir menn
eru all§ staðar til — þá beitir
hann rökræðum á móti þeim af
öllum þeim krafti, sem hann
hefir erft frá forfeðrum sínum.
Hann vill að maður sé góður
drengur og tali af sannfæringu.
Deildarfundir okkar ungra
guðfræðinga voru oft haldnir
heima hjá Próf. Ásmundi og
konu hans frú Steinunni Magn-
úsdóttur á Laufásvegi 75 í
Reykjavík. Frú Steinunn er
prófastsdóttir, falleg kona og
kvenskörungur. Á þeim fundum
voru venjulega tveir framsögu-
menn, sem fluttu erindi trúar-
legs eðlis, og umræðurnar, sem
fylgdu á eftir, stóðu oft langt
fram á nótt, svo áköf var æskan
að láta til sín heyra.
Bjartar eru minningarnar frá
þessum fundum; og frú Stein-
unn hafði ætíð gott lag á okkur
ungu mönnunum, því að þegar
okkur tók að syfja opnaðist
hurðin milli stofanna og hún
bað okkur að gjöra svo vel og
koma inn fyrir og þiggja kaffi-
sopa með kræsingum sambæri-
elgum við veitingar í hvaða
höfðingjaveizlu, sem nefna má.
Próf. Ásmundur hafði unnið
hjörtu okkar nemendanna, og
þegar við að loknu námi fórum
út í prestsskapinn vorum við
tíðir gestir á heimili hans, þegar
við komum til Reykjavíkur.
Hann var ráðgjafi okkar og vin-
ur. I gleði og í sorg leituðum við
til hans og hann var alltaf hinn
sami við okkur eins og þegar
hann kenndi okkur á skóla-
bekknum — skilningsríkur og
góður.
Ég, sem gamall nemandi hans,
þakka honum alla velvild og
góðan hug; fyrir öll bréfin, sem
hann styrkti mig með, þegar ég
Framhald á bls. 8