Lögberg - 25.03.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.03.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. MARZ 1954 BALDUR HINN HVÍTI í Lögbergi dags. 28. jan. þ. á., minntust tveir vinir Dr. B. H. Olsons hans vel og hlýlega. Þótti mér vænt um, að sjá hins látna ágætismanns getið á þann hátt, sem Dr. S. E. Björnsson og E. P. J. rituðu um hann. Með leyfi ritstjórans, langar mig til að taka í strenginn með þeim, þó ekki væri nema sjálfum mér til dægrastyttingar. Því fátt er gömlum meira gleðiefni en endurminningar um góðar stundir með hollvinum, frá lið- inni tíð. Svo átti Baldur fjölda vina, sem ef til vill gerist glatt í sinni, ef rifjaðir eru upp mann- kostir hans, sem ekki fer hjá, að þeir hafi fundið í fari Baldurs, engu síður en ég Tvö atriði í grein E. P. J. vildi ég mega árétta: að greinarhöf- undurinn líkir Baldri við „hinn hvíta ás“; og það sem hann segir um Ijóðræni hans. Ekki kynnt- ust þeir fyrr en báðir voru full- tíða menn. En innan tvítugs hlaut Baldur viðurnefnið „hinn hvíti“, af lagsbræðrum sínum, og hélst það við og var viðhaft, nær tveir eða fleiri fornir lags- menn hans minntust á hann sín á milli, eins lengi og hann og þeir voru á lífi. Og þó þeir nú séu fáir og hver öðrum fjarlæg- ir, munu þeir enn hugsa til hans sem „hins hvíta“ Baldurs. En viðurnefnið varð til, vegna þess, að í hóp hans var annar piltur, sem bar Baldurs nafnið, Baldur Jónsson; og í vinahóp sæmir illa, að greina menn að með ættarnöfnum. Því varð að „upp- nefna“ annan nafnanna. Baldur Jónsson varð fyrstur til, og kendi nafna sinn við hinn hvíta ás. Þykir mér ólíklegt, að nokk- ur, sem Baldri Olson kynntist, hafi fundist ástæða til að svifta hann nafnbótinni, sem hann mun hafa metið meira, en Sánkti (Ólafs- eða fálka-orðu, er ekki gátu komið til mála! — Hagyrzka Baldurs kom snemma í ljós. Eitt sinn stofnaði hópur íslenzkra nemenda til skemti- samkomu fyrir hérlenda áheyr- endur. Þótti viðeigandi, að syngja eitt íslenzkt lag við texta, sem þýddur væri á ensku. Til þess var „Vorið er komið“ valið — fjórraddað. Var skorað á alla viðstadda á undirbúnings- fundinum, að reyna ljóðlist sína og koma með þýðing á kvæðinu á fyrstu söngæfingu. Ekki man ég hvað margar ensku útgáfurnar komu til greina, en þó engum kæmi til hugar að Baldur hinn hvíti legði út í Ijóðaþýðingar, lagði hann sína fram og var hún valin orðalaust og með öllum greiddum at- kvæðum. Fyrst Baldur Jónsson kom hér til sögu, vildi ég mega leiðrétta missögn í grein Dr. Björnssons um foreldra frú Sigríðar Olson, og eitt barn þeirra Olsonhjóna; því hann var bróðir Sigríðar, en þau tvö af mörgum börnum Jóns Jónssonar frá Mýri og konu hans. Flutti fjölskyldan vestur nokkru eftir að Thorgeirsson- hjónin höfðu tekið Sigríði barn- unga til fósturs; og reyndust þau henni sem ástríkir foreldrar, Hversu vel þeim fórst við fóstur dótturnia, geta þeir dæmt um, sem nokkuð þekkja til frú Olson. Enda telur hún sig í skuld við forlögin og mannfélagið fyrir að hafa notið ástar og umhyggju slíkra fósturforeldra ásamt þeim tækifærum til menningar, sem heimili þeirra og aðrar ástæður höfðu að bjóða, fram yfir fá- tækt sveitaheimili á íslandi. Lýsti hún þakklæti sínu ekki með orðum sínum, en fann sig kvadda til að gjalda líku 'líkt. Vakti sú hugmynd fyrir henni um mörg ár áður en þau Olson hjónin tóku lasburða og munað- aðarlausan hvítvoðung inn á heimili sitt og ólu hann upp eins og sitt eigið barn. Er sá Norman Olson, er Dr. Björnsson telur einn a fbörnum þeirra, og ekki að ástæðulausu; því sveinninn naut sömu ástúðar og menntun- aar og hin börnin þrjú. Álitu fósturforeldrarnir Norman litla engu minna mannsefni en sín eigin börn, og veit ég ekki til að fóstursonurinn hafi brugðist foreldrunum. — Þessi athuga- semd er gerð til að kasta ljósi yfir einn þátt í skapferli frú Sigríðar og hve samrýmd þau Baldur voru, en ekki sem lýsing á ætt og uppruna Siggu Thor- geirsson og Norman. — Því til- gangur minn með þessum línum er aðallega sá, að bæta við lýs- ing Dr. Björnssons á Baldri, sem persónu. Við fyrstu viðkynning, held ég, að hver og einn hafi hlotið að verða fyrst var glaðværðar Baldurs og ljúfmennsku. Á hverju sem gekk, mátti altaf merkja vingjarnlegt bros í aug- um hans. Og veleygður var hann. Þá var röddin ekki síðui- þýð og aðlaðandi. Honum lá lágt rómur; og svo var hann jafnlyndur, að frá því fyrst ég kynntist honum og alt fram að síðasta fundi okkar, man ég ekki til að heyra hann nokkru sinni „hvessa róminn“. Var það jafnvægi, sem hann hélt á skaps- ' munum aðdáanlegt þegar þess er gætt, hversu næmar tilfinn- ingar hann bar í brjósti. „Rödd- in ljómar“, er orðið algengt orð- tæki, en aldrei mundi ég freist- ast til, að nota það í sambandi við Baldur. Annað innfall var það, sem ég varðist ekki: að þegar hann talaði, var sem léki bros í málrómnum. Stundum jafnvel þögull hlátur. Og glett- inn var hann, eins og Dr. Björns- son getur um. Sér í lagi á yngri árum. Á ég margar broslegar endurminningar um glettur hans frá „landnámsárum“ okkar í Vatnabygðum. Aldrei náðu þær þó því stigi, að geta kallast hrekkir, því síður strákapör; því með þeim skemti hann jafnt þeim sem hann lék á, og „áhorf- endum“. Stilti hann þar í hóf eins og í allri framkomu sinni gagnvart þeim, sem hann um- gekst. Og átti sú stilling sinn þátt í því, að Baldur var hvers manns hugljúfi. Þó mun góð- vilji hans og mannúð hafa ráðið þar mestu, því ekkert var hon- um meira hugðarefni en að lið- sinna öðrum, ekki aðeins sem læknir, heldur og velgerðar- maður allra, sem hann hafði nokkuð saman við að sælda. Ókunnugt er mðr um þátttöku Baldurs í opinberum félagsskap íslendinga í Winnipeg. Hefir hann, ef til vill, þótt þar léttur á árinni. Og dreg ég það af því, hversu sjaldan hans var getið í íslenzku vikublöðunum. Má vera, að þar hafi einnig ráðið hógværð hans og yfirlætisleysi. Félagslyndur var hann og ötull í starfi ,er menn skipuðu sér um málefni sem einstakling snerti, sem sjá má af ummælum E. P. J. viðvíkjandi „Björgvinssjóðn- um“, og þá ekki síður af því, sem tónskáldið segir um Dr. og frú Olson í æviminningum sín- um. Er þó auðsætt, að jafnhand- genginn og Björgvin var Baldri, hefir hann ekki fengið fulla vitneskju um, hvern þátt vinur hans átti í .því, að honum auðn- aðist að stunda nám við The Royal Academy of Music. Að minni hyggju hefði „Björgvins- málið“ lognast útaf eftir að Þjóðræknisfélagið neitaði að gangast fyrir því, nema fyrir áhuga og dugnað Baldurs. Þann dugnað veit ég ekki til, að hann sýndi í flokksmálum skipu- lagðra félaga Islendinga í Win- nipeg, þó hann teldist meðlimur sumra þeirra, aðallega til að vera með vinum og kunningjum, sem skipuðu sér um eina eða aðra „stefnu“. En sterkur flokks- maður gat hann ekki verið. Hann átti víðsýni vísindamanns- ins og efasemi, hafði óbeit á hrossakaupum og pólitík, sem bundinn félagsskapur hefir oft og einatt í för með sér; og var gjörsneyddur þeim egóisma, sem er ósjaldan driffjöðrin í fé- lagsstörfum „leiðandi manna“ og metnaðargjarnra, vitandi að alt opinbert bjástur eykur veg þeirra og virðingu, svo þeir bera höfuð og herðar yfir múginn. Slík metnaðarþrá var Baldri ekki gefin, eins og ráða má af íþróttasigrum hans, sem Dr. Björnsson segir frá í grein sinni, og mér var með öllu ókunnugt um. Eru fleiri dæmi þess, hve Baldri var fjarri skapi að aug- lýsa sig; en ég ætla að láta eitt nægja, og dreg það fram í dags- ljósið af því, það vitnar ekki aðeins um yfirlætisleysi Bald- urs, heldur og þeim aðalsbrag, sem þau Dr. og frú Olson og heimili þeirra bar á sér frá fyrstu tíð. Á þeim tíma sem Baldur veitti forstöðu tæringarveikrahæli því, sem getur í grein Dr. Björns- sons, var Edward Breta-krón- prins á ferðalagi um Ameríku. Átti hann stórt og mikið hjarð- bú suður af Calgary og kom þangað sér til hvíldar og hress- ingar. En þó hælið stæði langt vestur í fjöllum, varð prinsinn að leggja þangað lykkju á leið sína, samkvæmt konunglegu prótókol, þar eð hælið hafði verið stofnað fyrir berklaveika hermenn. En eins og kunnugt er, er það eitt af hinum mörgu og margvíslegu skyldum hinna konungbornu, að hraða bata þeirra, er sjúkir eru, með nær- veru sinni. Og er sú skylda óum- flýjanleg þegar hermenn guðs og konungs eiga í hlut. Því lagði Edward vestur í fjöll, og var hinum ungu læknishjónum falið á hendur, að hafa allan veg og vanda af dvöl prinsins og föruneytis hans, meðan hann hressti upp á hermennina. Gerðust þau hvort tveggja mót- tökunefnd og gestgjafar ríkis- erfingjans; og má ætla, að þeim hafi farist verkið vel. Hefðu þar gerst meiri háttar mistök, er trúlegt, að hérlend fré/ttablöð hefðu látið þeirra getið. Hitt var slysalegt, að íslenzku blöðin okkar misstu af slíku ævintýri og þar með tækifæri til að gera þau Dr. og Mrs. Olson, ásamt Vestur-íslendingum og þjóð vorri í heild sinni, dýrðleg. Og ekki fékk ég vitneskju um þetta heiðurshapp fyrr en löngu síðar. Þá var það eitt sinn að krón- prinsinn barst í tal milli okkar Baldurs. Fórust honum þannig orð, að engu var líkara, en hann hefði haft persónulega kynning af prinsinum, sem að áliti hans var, hvorki andlegt né líkam- legt ofurmenni. “He is a fine fellow, and we rather liked him,” sagði Baldur, rétt eins og brezkt konungsefni væri bara eins og menn gerast. Þegar ég svo krafðist skýringar á þessu áliti hans á prinsinum, sagði hann mér frá heimsókn hins hávelborna. Sannur þjóðræknis- sinni hefði átt að geta gert sér og löndum sínum mat úr ó- merkilegri viðburði en þessum. Er því engin furða þó jafnan væri hljótt um mann, sem lét þvílíkt tækifæri ónotað og faldi þannig frægðarljóma sinn og allra íslendinga undir mæli- keri hæverskunnar. í grein sinni um Baldur telur Dr. Björnsson mannkosti hans vöggugjöf og víkur einnig að uppeldinu. Undir þær athuga- semdir hefði Baldur óhikað skrifað. Sú var lífsskoðun hans, að erfðir, uppeldi og aðrar að- stæður ráði mestu, ef ekki öllu um, „hver maðurinn er“. En hvorki þá niðurstöðu né aðrar ályktanir sínar eða annara, gerði hann að kreddu. Til þess var hann of ráðvandur í hugs- un (intellectually honest). Sann- leikur var honum, aðeins það, sem rökvís skynsemi ákvað í svipinn; og hann brosti jafn góð- látlega að kreddum kirkjunnar og rökfærslu heimspekingsins, kæmi slíkt í bága við vit hans og þekking. Hefi ég ekki kynnst öðrum „praktiserandi“ lækni, jafn víðsýnum, fróðum og næm- um fyrir flestu því, sem straum- hvörf í þekking og hugsunar- hætti hafa valdið rökskýrum mönnum á síðastliðnum áratug- um. Enda hafði hver læknir, sem í annríki átti og leitaðist við að fylgjast með öllum nýjung- um læknisfræðinnar, nóg á sinni könnu ,þó hann skorðaði hugann við sérgrein sína. En það gerði Baldur ekki. Hann var vel vak- andi fyrir nýjum tilgátum og stefnum þeirra fræðimanna, sem lögðu fyrir sig rannsóknir í sólarfræði, uppeldisfræði og fé- lagsfræði. Er mér kunnugt um þetta af samræðum við hann, og nýútkomnum bókum um þessi efni, sem hann benti mér á til lesturs. Hvernig Baldri vannst tími til þess að auka þekking sína og víkka hinn andlega sjóndeildarhring sinn langt út fyrir takmörk læknisfræðinnar, er mér ráðgáta. Eins eins og Dr. Björnsson varð var við á skóla- árum þeirra: „Hann virtist altaf hafa nægan tíma umfram . . . .“ Sú ástundun, sem hann sýndi í verkahring sínum, var annað og meira en það, sem kallast skyldurækni; því aldrei átti hann svo annríkt, að hann hliðr- aði sér hjá því að gleðja og leið- beina vinum sínum, sjúklingum og starfsbræðrum, langt fram yfir „skyldu-kröfur“. Var hon- um þó ekkert fjær skapi en „krossburður“. (Sama hver meining er lögð í orðið). „Fórn- færsla“ fannst ekki í hans lexikon; og eitt sinn heyrði ég hann henda gaman að slagorði opinberra sníkjuáhlaupa: “Give till it hurts“. „Maður gefur sér til gamans“, sagði Baldur, „og hættir áður en mann kennir til“. Hann var einn þeirra fáu, sem geta í einlægni tekið undir með Albert Schweitzer: „Góð- mennskan krefst ekki sjálfs- afneitunar; góðverk er ekki fórn“. Þó Baldur væri fjölhæfur, held ég, að hann hafi skort þau „hyggindi sem í hag koma“, ef miðað er við fjárhagslega fram- sýni þeirra landa, sem grætt hafa á tá og fingri. Svo var það hvorttveggja, að hann virtist laus við alla löngun til að safna fé, og örlyndi hans var honum þar þrándur í götu. Hitt sann- ar sagan, að listrænir menn hafa jafnan reynst léttir á met- unum þegar til fjársýslu kemur. Því fannst mér undravert hversu vel honum fórst að sjá fyrir glæsilegu heimili og lifa eins og sá höfðingi sem upplag hans krafðst. Virtist hann ætíð efnalega sjálfstæður og jafn laus við búksorg og aðrar skap- raunir sem á mennina mæðir. Svo var lund hans létt og geðið glatt. Eftir að Baldur settist að í Winnipeg, átti hann í endalausu annríki. Auk mikillar aðsóknar, sjón. Auk þess stundaði hann fjölda berklaveikra sjúklinga áður en þeir gengu undir upp- skurð, eða þörfnuðust annara lækninga með. Alt var þetta lúsarlega launað, þar eð berkla- gegndi hann störfum fyrir hin- ar opinberu berklaveikra-stofn- anir í Manitoba og Saskat- chewan. Eins og Dr. Björnsson getur um, fylgdu þessu starfi nýjar og mikilsháttar skurð- lækningar. Vann hann að þeim með vini sínum, Dr. Mann. Eins og nærri má geta, kröfðust sjúklingar þeirra nákvæms og langvarandi eftirlits, eftir upp- skurðina, og virtist mér Baldur hafa mestan vanda af þeirri um- veikrahælin og alt eftirlit með þeim, sem af veikinni þjáðust, voru að mestu leyti komin upp á fjárframlög almennings. Allir vita, hversu litla „stjórnin" lætur sig skipta svonefndar líknarstofnanir. Mætti ætla, að þeim tíma, sem Baldur hafði af- gangs þessu sérfræðingsstarfi, hefði hann varið til þess eins að auðgast á prívat læknisstörf- um sínum. En svo var ekki. Fyrstu árin, sem Baldur stund- aði prívat lækningar í Winnipeg var ég oft staddur í bænum og fann hann þá jafnan að máli. Utan þess, að vera iðulega gest- ur á heimili hans, ók ég oft með honum þá er hann vitjaði sjúkl- inga sinna, hvort sem var í prí- vat húsum eða spítalanum. Og lærði ég þá meira af honum, um lungnasjúkdóma, en þau ár, sem ég gekk í læknaskólann. Enda átti hann kennarahæfileika í ríkum mæli. Höfðu þeir brátt komið í ljós, þegar nokkrir okkar kenndum skóla á sumrum, vestur í Vatnabygðum. Sum okkar höfðu gengið á kennara- skóla og stundað kennslu um lengri eða skemmri tíma. Baldur ekki. Þrátt fyrir það mun orð- stír hans, sem kennara, hafa staðið hæzt þar vestra, þegar við létum þar af kennslu. Þegar ég fylgdist með honum í vitjunum hans í spítalanum, komst hann stundum ekki þvers fótar fyrir öðrum læknum, sem spurðu hann ráða eða báðu hann að skoða sjúklinga þeirra. Aldrei sá ég hann neita þeim, hversu annríkt sem hann átti, þó slík ómök væru ólaunuð um lengri tíma, að mestu leyti, held ég, þar til hann gaf sig einvörð- ungu við ráðaleitun (consulta- tion) annara lækna. En það gerði hann um hríð eftir að hann réð- ist með föstum launum til Great West Life. Oft kom það fyrir, að mér virtust sjúkravitjanir Baldurs óþarfar, er sjúklingurinn var vel haldinn og lítil eða engin breyt- ing gerðist á veikindunum frá einum degi til annars. Marga þeirra lét hann mig skoða með sér, og varðist ég ekki grun um, að hann tæki sum þessi ómök á sig, til að fræða mig. Voru þó þessar ferðir gerðar oft og ein- att að kvöldi til, eftir langt og þreytandi dagsverk. En svo var hann nógu nærfærinn til að sjá og skilja hversu sjúklingar hans fögnuðu komu hans. Roskin kona, sem hann hafði stundað um lengri tíma á sjúkrahúsi, sagði eitt sinn við mig: „Mér varð betra af því, að Dr. Olson kom oft inn til mín og talaði við mig, en öllu meðalagutlinu, sem helt var í mig“. Fyrir kom það, að aðrir lækn- ar buðu mér, að skoða sjúkl- inga, sem þeir stunduðu. En við þau tækifæri hafði ég það jafn- Þar er unnið að kynbæiingu fjársiofns ætiuðum frá Múla í tilranastöðinni á Reykhól- um var unnnið að ýmsum framkvæmdum og tilraun- um árin 1951 og 1952. For- stöðumaður hennar er Sig- urður Elíasson. Tilrauna- stöð þessi hefir starfað nokkur undanfarin ár. Helztu framkvæmdir á árinu 1951 voru þær, að ræstir voru fram með skurðgröfu um 50 ha. af landi tilraunastöðvarinnar, brotnir 5 hektarar lands og sáð í þá grasfræi. Þá var endur- bætt og gerð jeppafær Sjávar- gatan (um 2 km.). Kom þar á móti framlag úr ríkissjóði. Girt- ur var með 6 strengja gadda- vírsgirðingu allur suðurhlutinn af landi Tilraunastöðvarinnar og endurbættur aðliggjandi hluti af landamerkjagirðingu að Mishúsum. Lagt var rafmagn í útihúsin (5 kw. jarðstrengur). Keypt var allmikið af verkfær- um á árinu, m. a. kartöfluniður- setningarvél. Af minni fram- kvæmdum má nefna, að settar voru niður 1500 plöntur í skjól- belti, grafnar tvær votheys- gryfjur o. fl. Heyverkunaraðferð sem bráða- birgðaúrlaus í óþurrkum Önnur votheysgryfjan var grafin í tilraunaskyni. Er það skurðgryfja, grafin inn í bakka. Var hún grafin með vélskóflu og jöfnuð á eftir með handverk- færum. Jarðvegur smágerð möl. Stærð gryfjunnar er: Lengd 6 aðarlega á tilfinningunni, að kollega hefði tekið ómakið á sig, til að auka þekkng mína á kunnáttu sinni, öllu fremur en á neinum mannanna. Til slíkrar uppfræðslu var Dr. Olson óhæfur. Ári eða svo áður en hann lá banaleguna varð hann fyrir heilablóðfalli og missti þá að miklu leyti minnið og sansa á áhugamálum sínum — öllum nema gengi og líðan þeirra, sem hann unni. Var honum helzt fró í að ferðast og heimsækja vini og vandamenn. Mátti einu gilda hve leiðin var löng. Vissi þó enginn betur en hann, að hollara var að hvílast heima, en vera í langferðum, og það stundum loftleiðis, fyrir mann, sem þjáðist af bannvænum hjarta- sjúkdóm, er olli kvalaköstum svo snörpum, að ekki varð fyrir séð hvernig þeim lyki. Aðeins þrek og ástríki Sigríðar gerði Baldri þessi ferðalög möguleg. Á þeim var hún hvorttveggja í senn lífvörður hans og farar- stjóri, en lét hann þó ráða hvert halda skyldi. Á einni af þessum síðustu ferðum hans heimsóttu þau mig. Hefði maðurinn ekki átt takmarkalaus ítök í mér, og ég fjársjóð ljúfra endurminn- inga frá samveru okkar, mundi mér hafa fundist að Baldur hinn hvíti væri farinn. — Einn sterk- asti þátturinn í éðlisfari hans var þó enn óskertur: trygðin. „Blessuð sé minning hans“, er ósk eða von eða bæn flestra þeirra, sem minnast opinberlega hins látna. Af eigin reynslu veit ég, að öllum, sem höfðu kynni af Baldri Olson, mun blessast minning hans. m., breidd 2 m. og dýpt 1.8 m- Þeim enda gryfjunnar, sem op- inn er, var lokað með timbur- fleka. Settir voru í gryfjuna miðað við þurrt hey, um fjöru- tíu hestburðir af grasþurri, lítið eitt arfablandinni há. Var gryfj- an þá full. Síðan var látið hitna í heyinu upp í ca. 50 gr. C. og þar sem ekki var gras til að bæta í gryfjuna, var hún tyrfð, og síðan ýtt yfir 60—70 cm. þykku moldar- og malarlagi. Pressað- ist heyið þá vel saman og og hitinn hljóp úr því. Voiheyið reyndisi vel Heyið var gefið kúm fyrri hluta vetrar og reyndist prýði- lega verkað sem sæihey. Enginn teljandi úrgangur varð úr hey- inu (um hálf sáta). — Tilgang- urinn með þessari athugun var að reyna að fá vitneskju um, hvort hægt væri að ráðleggja bændum þessa heyverkunarað- ferð sem bráðabirgðaúrlausn í erfiðri heyskapartíð. Er ekki ekki talin frágangssök að hand- grafa gryfjurnar, og ekki þarf að taka langan tíma að hand- moka yfir þær. Gryfjurnar eru því hagkvæmari sem þær eru dýpri. Hitt er svo annað mál, að l&ndslag og afstaða við að gefa úr slíkum gryfjum geta úti- lokað framkvæmdina. Ennfrem- ur verða menn að gera sér ljóst, að ending á skurðgryfjum & tæplega nema 1—3 ár, eftir því hvað jarðvegurinn er þéttur. -" Framlag ríkissjóðs á árinu var Framhald á bls 7 SAVE Best for Less Davenport and Chair, $82.50 Chesteríield and Chair, $149.50 Hostess Chair $16.50 T.V. Chairs .....$24.50 Chesterfield and Chair, recovered, from $89.50 up. HI-GRADE UPHOLSTERING AND DRAPERY SERVICE 625 Sargent Ave. Phone 3-0365 1 marz, 1954 J. P. Pálsson Tilraunastöðin á Reykhólum hefur nú starfað í nokkur ór

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.