Lögberg


Lögberg - 25.03.1954, Qupperneq 6

Lögberg - 25.03.1954, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. MARZ 1954 Það kemur stundum fyrir, þegar dauðinn hrífur beztu sam- ferðafélagana, að samvizkan verður smásmugulega reiknings- glögg. Það þarf áreiðanlega meira til að kaupa sér frið hennar en að bera súkkulaði og kaffi heilan dag, hugsaði Þóra oft og einatt. Það var nokkuð sama hvað hún gerði. Það minnti hana á einhvern hátt á hina horfnu velgerðarkonu hennar. Þegar hún þeytti rokk- inn sinn, mundi hún, hvernig Lísibet hafði kennt henni að teygja úr kembunni og stíga fótaskörina. Klukkuslátturinn minnti hana á, að hún var gjöf frá þessari stórlátu konu. Hún hafði gefið henni hana, rétt eftir að hún afþakkaði góðgerðir frá hennar eigin heimili. Hún geymdi alltaf litla miðann, sem hafði fylgt ham- ingjuóskinni frá Önnu. Veslings Anna. Ósköp hlaut hún að sakna allra ástvinanna og finnast heimilið tómlegt. En samvizkubit hlaut að vera henni óþekkt, þessu hlýðna, góða barni, sem aldrei gerði neitt, er ekki var samkvæmt óskum og vilja fóstru hennar. Hún svæfi áreiðanlega værum svefni, þegar hún sjálf vekti og lifði upp ýms atvik úr lífi sínu, sem hefðu verið misnotuð. Oft hafði hún ásett sér það í lífinu að líkjast Önnu í öllu dagfari, en varalega hafði geðofsi hennar kollvarpað öllu slíku, og hún hafði verið orðin sú sama eftir einn eða tvo daga. Nú var hún orðin fullorðin kona og gæti sjálfsagt haldið betur við ásetning sinn. Henni hlyti að líða betur, ef hún læsi bænir og sálma, áður en hún færi að sofa, væri broshýr og blíðmál við heimilisfólkið. Skyldi Jón vera orðinn svo breyttur, að hann gæti hlustað alvar- lega á bænir konunnar eða kannske beðið með henni. Áður hafði hann hlegið að biblíulestri hennar og bænastagli. Næsta kvöld tók hún passíusálmana og las lengi í þeim, eftir að hún var komin ofan undir. Þá nótt svaf hún ágætlega og vaknaði við það að Björn litli var að skella litlu lófunum á kinnar henni. Elsku litli stubbur vaknaður svona snemma og leiddist að heyra til mömmu sinnar. En hvað það var indælt að vakna svona. Hún breiddi ofan á hann sængina og sagði, að góði drengurinn mömmu mætti ekki láta sér verða kalt. Eftir dágóða stund var hann kominn upp undan sænginni aftur, suðandi og galandi. „Því lætur krakkinn svona?“ muldraði Sigurður í sínu rúmi, hálfsofandi, því enn var tæplega kominn fótaferðartími. „Hann verður varla svona árvakur, þegar hann þarf að fara að vinna eitthvað til gagns“. Þóra reyndi að þagga niður í drengnum, en það gekk ekki vel. Sigurður fór að klæða sig og nöldraði eitthvað um, að aldrei væri friður fyrir þessum krökkum. Þóra var ekki óánægð með neitt, þegar hún leit á það með augum annarrar konu. Magga hafði verið svo ólánssöm að brenna nýjan sokk af Jóa og vonaðist eftir ákúrum, en þær komu engar. Þóra sagði aðeins, að það yrðu einhver ráð með að prjóna neðan við bolinn, fyrst samlitt band væri til. „Já, því ekki það?“ sagði Magga, allshugar fegin yfir geð- gæðum Þóru, enda var hún búin að sjá það fyrir löngu, að hún var ólíkt betri til skapsmunanna, síðan Björn litli fæddist. Hann var líka eins og bjartur ljósgeisli á heimilinu. „Ég verð að segja það mér sjálfri til hróss, að þetta er gott kaffi“, sagði Magga, þegar verið var að drekka morgunkaffið. „Það er alltaf gott hjá þér kaffið, Magga mín, ekki sízt þegar rjómi er til út í það“, svaraði Þóra; henni fannst líka bragðið að kaffinu mikið betra en það var vant að vera. Þannig hlyti allt að verða betra, ef hún aðeins hefði það hugfast að líkjast Önnu, en ekki sjálfri sér. En þegar hún kom út í fjósið með mjólkurföturnar og heyrði, að Sigurður var að ausa sér út yfir Jóa fyrir að hann hefði ekki tekið fötuna frá hrútunum, heldur látið þá hella úr henni niður í stíuna, svo þeir litu út eins og hundar af sundi dregnir. Hann lét fylgja þessu runu af kröftugum blótsyrðum. Og hún gleymdi þá algerlega hinum fagra ásetningi, og lofaði sínu eigin blóði að fara að renna hraðar um æðar sér. Sigurður þagnaði í yfirlestrinum, þegar hann heyrði konu sína opna ytri dyrnar. „Hverslags er þetta, manneskja, ertu þá ekki búin að mjólka ennþá? Getur nú ekki kerlingarálkan komið krakkanum í fötin, svo þú getir komizt á vanalegum tíma í fjósið? Ég þurfti að láta strákinn gera annað en brynna“, sagði hann ergilegur. „Ég veit ekki til, að það sé komið fram yfir vanalegan tíma“, svaraði hún í sínum eigin málróm. Fyrirmyndin var horfin úr huga hennar. „Nú, jæja“, svaraði hann og vildi gera gott úr þessu bráð- ræðisrausi sínu. „Mér fannst þetta bara“. Svo nálgaðist hann hana og bætti við: „Góðan daginn!“ En það varð aldrei meira. Hann hvarf inn í tóftardyrnar, en hún geystist inn í fjósið. Jói hló með sjálfum sér og vonaði, að það hefði verið olnbogaskot. Það var honum mátulegt tautaði hann ofan í fjórtánda kaflann, sem sagði honum þó afdráttarlaust, að það hefði verið skylda hans að taka fötuna frá hrútunum. En Þóra hamaðist við mjaltirnar, svo ekki heyrðust togaskil.Svo hafði henni sárnað að heyra Sigurð skamma drenginn yfir lærdómskverinu. Hún sá, að það þýddi ekki að reyna að leika aðra konu í sambúð við þennan eiginmann og hús- bónda. Anna gat verið broshýr og blíð, það styggði hana enginn maður, en á þessu heimili ynnist ekkert með geðprýði. Það hefði hún átt að vera búin að sjá fyrir löngu. Það var liðið að miðdegi, þegar gest bar að garði. Það var Anna Pétursdóttir frá Brekku. Hún var að koma utan af strönd og ætlaði fram að Nautaflötum. „Ég þóttist vita, að þú hefðir gaman af að heyra það nýjasta utan af ströndinni“, sagði hún við Þóru. „Þess vegna kom ég heim á hlaðið“. „Þú hefðir nú getað komið við, þótt þú hefðir engar fréttir meðferðis“, svaraði Þóra. „Það er ofboðslega fáferðugt. Svo býst ég ekki við, að það beri mikið til tíðinda þarna út frá hjá ykkur“. „Ekki er það nú örgrannt“, svaraði Anna glettnislega. „Það er ekki talað um annað en Maríu mágkonu þína“. „Hvað er svo sem um hana?“ spurði Þóra. „Hefurðu ekkert frétt af henni?“ „Ekkert, nema hún fór þarna að Hlíðarendakoti í haust, rétt eftir að hún kom héðan“. Anna hló meinfýsin. „Þura gamla, vinnukonukindin, sem þar er, segir, að María sé farin að sofa hjá Steina fyrir löngu síðan“. „Óttaleg lygi er þetta“, flýtti Þóra -sér að segja. Anna hélt áfram: • „Katrín gamla kvað vera ákaflega hreykin yfir því, að María muni hætta við að fara til Ameríku í vor. Manni greyið ætlaði að sepda henni fargjald“. „Nú trúi ég þér ekki lengur“, sagði Þóra. „Ég skal ekki segja um sannleiksgildi þessara sagna; en ekki bý ég þær til. Þetta er uppi í hverjum mannskjafti“, sagði Anna. „Blessuð segðu eitthvað annað og skemmtilegra“. „Ég hef nú ekkert annað en þetta. Það eru allir frískir, eins og vanalega. Sjaldan mikil veikindi í strandargreyinu“. Seinni part dagsins og næstu nótt hugsaði Þóra um Maríu. Ef þetta væri nú satt. Mikill dauðans mæðubjálfi gæti hún verið, ef hún ætlaði nú að hætta að fara til Vesturheims, vegna þess karls og krakkanna hans. Taka að sér þrjá móðurlausa krakka. Það var þó gott til að byrja með. Hún varð að ríða út eftir sjálf og koma vitinu fyrir hana. Ef ekkert væri hæft í þessu, var það ekki nema eins og hver annar lystitúr. Næsta dag sendi hún Jóa ofan að Hjalla með Mósa og bað Þórarinn um skeifur undir hann. Sigurður rak upp stór ^augu. „Hvað á nú það að þýða?“ spurði hann. „Ég var að hugsa mér að ríða út á strönd á morgun“, svaraði Þóra. Nú, ekki nema það, hugsaði hann og bjóst við, að húsmóðirin væri að svipast eftir kaupakonu fyrir sumarið. Eldsnemma daginn eftir reið hún svo af stað. Ekki vantaði reiðfærið, því að rifahjarn var. „Ertu að hugsa þér að ríða út að Hvoli?“ spurði Sigurður, þegar hún kvaddi hann á hlaðinu. „Eiginlega ætlaði ég út að kotinu þarna, sem hún María er“, svaraði hún. „Þú kemur þá ekki heim í kvöld?“ „Ég skal nú sýna þér það“, svaraði hún þurrlega. „Maður skyldi nú þurfa að gista, þó maður skryppi hérna út á ströndina, komið fram í apríl“. „Nú, það er nú kannske munur að geta komið áfram hesti“, sagði hann, meira gramur en glettinn. Mósi hélt sprettinum, það sem Sigurður sá til ferða konu sinnar. Hann stóð úti og horfði á eftir henni jafn hrifinn og fyrst, þegar hann sá hana þeysa úr hlaðinu. Þóra áði á Kárastöðum, fékk tuggu handa Mósa, en drakk sjálf kaffi inni í hlýrri baðstofu og skrafaði við prestinn um búskap og tíðarfar, en aðalumræðuefnið geymdi hún, þar til þau voru búin að drekka kaffið. Hana langaði til að heyra, hvað presturinn segði um þetta ógeðfellda hneykslismál, sem Anna hafði sagt að væri upp i í hverjum manni, en það var hálf leiðin- legt að brjóta upp á því. Samt kom það, um leið og hún ýtti frá sér bollanum og tók upp vasaklútinn: „Hvernig líður honum, manninum þarna í Hlíðarendakosti, sem missti konuna frá börnun- um í haust?“ „Það gengur ágætlega fyrir honum“, svaraði presturinn. „Hann fékk ágæta stúlku, sem hugsar prýðilega um börnin og heimilið. Það er hún María, mágkona yðar“. „Já“, sagði Þóra, „en ég hef heyrt, að hún ætli til Ameríku í vor“. Presturinn hristi öskuna úr pípunni sinni, áður en hann svaraði: „Ekki hef ég heyrt um það og vona, að það verði ekki heldur, vegna barnanna. Það eru nógu margar ungar og efnilegar stúlkur, sem fara vestur héðan úr sveitinni, þó hún verði eftir“. Þóra athugaði hann vandlega, en sá engin svipbrigði á andliti hans. Hann færði sig út að opnum glugganum og kveikti í pípunni, líklega til þess að hún fyndi minna fyrir reyknum. Það var ekki meira upp úr þessu að hafa. Annað hvort hafði þetta ekki borið til eyrna hans, eða þá áð hann var ekki kröfuharður, hvað siðferðið snerti innan safnaðar hans. Hún stóð upp og rétti prestinum höndina í kveðjuskyni. „Já, þá er það hesturinn. Hann er sjálfsagt úti í hesthúsi“, sagði hann og gekk fram úr baðstofunni á undan henni. „Það er ekki víst, að drengurinn hafi gefið honum vatn“, bætti hann við. Þetta sýndi það ljóslega, að presturinn var dýravinur; líklega mesta búmannsefni, hugsaði Þóra. Enn var drjúgur spölur út að Hvoli. Þetta var í þriðja sinn, sem hún kom á það heimili. Yngstu bræðurnir voru að koma neðan frá sjó með eitthvað í fanginu, þegar hún nálgaðist bæinn. Þeir flýttu sér, hvað mest þeir máttu, að verða á undan inn í bæinn, líklega til að tilkynna komu hennar. Stór og loðinn hundur gjammaði dimmraddað úti á túninu, en nennti ekki heim. Þóra var stigin af baki, þegar tengdamóðir hennar kom fram í dyrnar. Hún sló á lærið, þegar hún sá hver komin var. „Ja, sízt datt mér í hug, að það væri blessuð tengdadóttirin, sem væri á ferðinni skeiðríðandi um hávetur. Drengirnir héldu, að það væri prestsmadaman“. Svo margkyssti hún Þóru ag bauð hana' velkomna. Drengirnir stungu kollunum út fyrir dyrastafinn og gláptu á Þóru eins og tröll á heiðríkju. „Þið þurfið nú sjálfsagt ekki að vera feimnir við hana Þóru“, sagði móðir þeirra. „Komið þið og takið hestinn, og gefið honum góða tuggu“. Þeir komu út og réttu Þóru grútóhreinar hendurnar í kveðju- skyni. Þóra spretti af söðlinum, en drengirnir fóru með Mósa burtu. Svo fylgdi hún Katrínu til baðstofu. Inni við óviðfelldin hákarlslykt, svo nærri lá, að hún fyndi til ógleði. Baðstofugólfið var krökt af þorskhausabeinum og öðrum hroða. „En að sjá nú þetta“, sagði Katrín, „að þið skuluð ekki vera búnar að sópa af gólfinu, telpur. Þetta held ég eigi nú ekki við hana Þóru mína með allan myndarskapinn“. Ein heimasætan sótti stóran hrísvönd og gekk rösklega til verks að þrífa gólfið og bar hroðann fram í stóru trogi. „Þetta eru nú skárri ósköpin“, sagði húsfreyjan. „Manni þykir gott að hafa hausa til að rífa, en það eru ekki þrifaleg beinin“. Þóra leit yfir systkinahópinn og sagði: „Eitthvað hefurðu í kringunrí þig af vinnufólkinu ennþá, Katrín mín“. „Sýnist þér það vera nokkuð? Það vantar ekki, að þau vilja vera heima, þessir krakkar, við lítið. Ekki voru þær nú víst vel ánægðar þarna fram hjá ykkur í vor, systurnar. Það var þó ekki af því, að þær fyndu ekki, að þú værir góð við þær og kerlingar- tetrið líka. En svona er óyndið“. „Það þarf nú víst engihn að kvarta undan Möggu, sízt krakkar“, svaraði-rtÞóra stuttlega. Henni líkaði ekki hreimurinn í rödd Katrínar, þegar hún minntist á Möggu. Auðvitað var það frá Sigurði. „Já, ójá, þetta er nú víst heldur meinleysismanneskjá, þótt hún sé ekki vel skemmtileg. Hún er bara of þungur baggi á heimil- inu íyrir ykkur“. „Það dettur víst engum í hug, sem þekkir Möggu, að hún sé til þyngsla. Þær þökkuðu sjálfsagt fyrir það, vinnukonurnar, sem yngri eru, að vinna verkin hennar, ef það fengist þá nokkur til þess að vera hjá okkur“, svaraði Þóra snúðugt. „Sigga þykir hún hafa nokkuð mörg fóðrin. Hann er nú að- gætinn eins og við þekkjum nú báðar“, laumaði Katrín út úr sér. „Hún vinnur áreiðanlega fyrir þeim fóðrum ennþá“. „Heldurðu það? Ég held það geti tæplega átt sér stað“, maldaði Katrín. „Jú, áreiðanlega", sagði Þóra, „og þó hún gerði það ekki, þá fær hún að hafa þessar kindur á fóðrum, meðan hún lifir. Hún er búin að vinna Hvammsheimilinu svo lengi, að það er sjálfsagt“. „Hafði hún ekki sæmilegt kaup hjá foreldrum þínum?“ „Jú, það hafði hún, en það er sama. Pabbi sálugi bað mig að láta hana ekki frá mér, og það geri ég“. — „Já, en þú verður nú að líta á málið frá Sigurðar hlið. Hann hefur ekkert við þessa manneskju að virða, og er nú orðinn hús- bóndi á heimili og vill ráða“. „Nei, þar skjátlast þér alveg. Ég ræð því, sem mér sýnist á mínu heimili. Ég á búið ennþá þótt ég sé gift og læt Möggu ekki þurfa að farga þeim skepnum, sem hana langar til að láta lifa. Annað hvort verða þær fóðraðar hjá mér, eða ég kaupi út fóður á þær“. Þá sló Katrín undan, því henni sýndist vBra kominn þó nokkuð þungur svipur á tengdadótturina. Hún vissi, að hún var ekki alveg geðlaus, og vildi ógjarnan vera ókurteis við hana. „Þeir eru nú ekki vel ánægðir, nema þeir hafi bæði töglin og hagldirnar, blessaðir bændurnir, svona allflestir“, sagði hún og brosti íbyggin. „Ég sleppi áreiðanlega ekki nema töglunum“, svaraði Þóra. Katrín velti vöngun. „Bara, að það geti gengið friðsamlega. Siggi er nú þrákálfur“. Þóra hafði ekkert fyrir að svara því. Katrín mundi eftir því, að hún átti eftir eitthvað að athuga frammi við og hvarf fram úr baðstofunni. Systkinin rjátluðu út og inn sitt á hvað nokkra stund. Loks fór Kristín að spyrja eftir Birni litla, hvort hann væri ekki orðinn stór og farinn að ganga. Við það léttist brúnin á Þóru. „Ég get sagt þér það, mamma“, sagði Kristín, þegar móðir hennar kom aftur inn, „að Björn er farinn að ganga um alla bað- stofuna fyrir löngu“. „Nærri má nú geta, þetta efnisbarn“, sagði Katrín ánægjuleg. „Við höfum ekkert frétt framan að svo lengi. Ég held, að María hafi gaman af að heyra, hvað Björn er duglegur“. „Ég bjóst nú við, að María væri komin heim“, sagði Þóra. „Nei, heim kemur hún sjaldan. Á yfirleitt ekki gott með að yfirgefa heimilið. Þura er nú einu sinni þessi klaufi við börnin. Hún hefur aðeins tvisvar komið til mín í allan vetur. Ég sakna hennar nú heldur. Hún er búin að taka svoddan ástfóstri við hvítvoðunginn og náttúrlega hin börnin líka, eins og þú getur fmyndað þér, sem þekkir hana svo vel. Svo býst ég ekki við, að hún fari frá Þorsteini aftur“. „Ég hélt, að hún ætlaði sér til Ameríku í vor“, sagði Þóra. Katrín skellti á lærið. „Það væri nú vit í að fara að flana þangað, sem hún þekkir ekki nokkurn mann og veit ekki, hvort hún kemst þangað lifandi eða hvað framundan er“. Framtíðin er víst jafn hulin, hvar sem maður er“, svaraði Þóra. „Ólíkt er það nú. Hún þekkir alla staðhætti hér á ströndinni og þennan mann líka“, sagði Katrín. „Þennan mann“, tók Þóra upp eftir henni. „Þú ætlar þó ekki að fara að segja, að það sé einhver hæfa í því, sem sagt er, að þau séu farin að hugsa hvort um annað, hann og hún, og ekki misseri síðan hann fylgdi konunni til grafarinnar“. „Heldurðu, að karlmennirnir geti lifað svo lengi, án þess að hafa gott af kvenfólkinu; ekki nú aldeilis“, svaraði Katrín og reri ákaft í sæti sínu. „Nei, svona löguðum sögum trúi ég ekki“, sagði Þóra áköf. „Þetta er alveg dæmalaust — kemur áreiðanlega hvergi fyrir nema hérna á ströndinni“. „Ja, hvað heyri ég“, sagði Katrín. „Ætli karlmennirnir séu ekki líkir hver öðrum, hvar sem þeir eru. Stundum hefur maður nú heyrt sitt af hverju um dalapiltana þína, þótt þeir séu fínni og sitji betur á hesti en þeir hérna á ströndinni“. „Ég trúi ekki, að María breyti svo gagnvart Ármanni. Henni þótti þó áreiðanlega vænt um hann“, sagði Þóra. „Það skilur nú vík milli vina, þar sem hann er í annarri heimsálfu. Hvað skyldi hann koma henni við? Ég býst við, að hann hafi seint mikið konu að bjóða sá spekúlant“, sagði Katrín kuldalega. „Maríu hefði sjálfsagt liðið heldur betur þar í alsældinni en að taka að sér fátækt barnaheimili til að byrja með“, greip Þóra fram í. „Ameríka er nú áþekkust himnaríki, að mér finnst“, sagði Katrín. „Það eru fögur fyrirheit, en það eru fáir, sem geta sannað þá alsælu. Það er nú náttúrlega af því, að ég er svo heimsk, að ég álít, að þeir, sem eru ráðalausir hér á íslandi, muni vera það annars staðar. Hann var nú nærri þrítugur maður og átti þo tæplega fyrir fargjaldinu, og svo þurfti hann þá líka að fá sér föt til fararinnar. Enginn fer þó hvundagsklæddur til Ameríku. Þorsteinn á þó jörðina og sæmilegt bú og hann verður henni góður, eftir því sem hann reyndist Sigrúnu heitinni, sem þó tæplega var hægt að segja, að væri lifandi með — alltaf á bæjum eða þá i bókalestri. Ég býst við, að honum finnist dálítill munur á þvi> hvað María hugsar betur um börnin og heimilið“. „Er þetta nokkur jörð? Bara kotrass“, sagði Þóra, þegar hún komst loksins að fyrir mælsku tengdamóður sinnar. „Eftir nafnii^j að dæma er það lítil jörð, en það er býli samt- Náttúrlega hvorki eins stór eða grösug og jarðirnar þarna frammi í dalnum, en eitthvað býst ég við, að þyrfti að borga eftir hana, ef hún væri leigð, og það hefur verið búið í Koti eins og annars staðar. Það er ágæt lending þar, og hann á gott far og er aflasaell- Þetta kalla ég ekki svo slæmt, og þar að auki hefur hann bæði augun heilbrigð“, sagði Katrín og hló. „Bæði augun?“ tók Þóra upp eftir henni. „Já, ég hef alltaf heyrt, að það væri hætt einu auganu, nerna vel færi. Og varla gefa þeir sjónina þarna fyrir vestan, þótt þeir miklir séu“.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.