Lögberg - 25.03.1954, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. MARZ 1954
7
HArOLD MUNGER:
Nokkrar jarðfræðilegar athug-
anir á Reykjanesskaga
11H. Munger er búsettur í Manhattan, Kansas, I Banda-
ríkjunum og er prófessor við háskðlann þar. Hann er verkfræðingur að
menntun og hefir verið hér á landi I hálft annað ár við verkfræðistörf.
Hann hefir gert margvíslegar rannsðknir á byggingarefni og komið
ko jarðfræðileg atriði, sem áður voru ðkunn. Mörg þeirra hafa
oimð I Uðs, þegar djúpar boranir hafa verið gerðar f jarðlögin eða
. , grafnar sundur til öflunar byggingarefnis. — Prðf. Munger hélt
yru-lestur á fundi f Náttúrufræðifélaginu (Hinu fsl. náttúrufræðifélagi)
• Jan. s.l. Grein sú, sem hér fer á eftir, eru nokkrir kaflar úr erindi hans:
(A. E.)’
í>egar ég var tólf ára gamall,
anii ég einu sinni, í bókasafni
s °lans, litla bók með sögnum
ra gömlum tímum. Eins og oft
vjll verða, þóttu mér frásagnir
3 , l^tjudáðum horfinna kyn-
s °ða hugðnæmari en lexíurnar,
Se,m, kennarinn setti saman úr
nýtízku kennslubókum. Ég las
°kina spjaldanna á milli, aftur
°g aftur. 1 henni voru sögur frá
andi, sem kallað var Island. Ég
leitaði uppi land þetta á landa-
refinu mínu. Það fór lítið fyrir
fVl hjá minni víðlendu fóstur-
J°rð, 0g það virtist furðulegt, að
Svo margar merkar dáðir höfðu
Verið drýgðar meðal fámennrar
PJoðar í þessu litla landi. Það
virtist líka einstætt, að fólk gæti
afst við á slíku hjarnlendi, sem
«afnið benti til að það væri.
ennarinn minn skýrði mér frá
Pví) þegar ég spurði hann
vernig þessu viki við „að mis-
0 hefðu orðið á, þegar land-
lnn var gefið nafn. Það hefði
a t að heita Grænland, og Græn-
and hefði átt að heita ísland,
Pvi að þar væri meiri ís en á Is-
andi og meira grænlendi á Is-
andi en á Grænlandi“. Ekki
reymdi mig þá um, að ég
m.undi sjá með eigin augum,
alfri öld síðar, hve satt þetta
Var.
®ln af sögunum ,sem ég las og
gat aldrei gleymt, var um Flóka
eg hrafnana þrjá. Ég dáðist að
^rfsku og sjódug víkinganna,
,em buðu hættum úthafsins
^rginn ^ þessum litlu kænum.
nnur hetja æskudaga minna
^ar Leifur heppni, og aldrei gat
er. shilizt, hvers vegna svo fáir
löndum hans sigldu í kjölfar
ha"s til Vínlands. Hversu ólík
e ði ekkj saga rnannkynsins
er lð, ef t. d. þúsund Islending-
^efðii staðfests á Codskaga
árum áður en Suður-Evrópu
enn komu á þessar slóðir.
50 ár var ég við nám, vinnu
á ferðalögum víðs vegar um
^itt eigið land, og alltaf voru
I er 1 fersku minni sögurnar frá
darndi elds og ísa. Stundum
eymdi mig um að heimsækja
aeimkynni fyrstu hvítu mann-
na> sem stigu fæti á ættjörð
, lna> en aldrei varð af því. Ég
las
til
var
með miklum áhuga allt, sem
náðist um þetta land, en það
r ekki mikið, því að fáir í
Uir|ler^U höfðu áhuga fyrir þess-
nábúa okkar í norðaustri,
rr ?.n Það varið ein af aðalslóð-
h • erlaganna í heljarátökum
áhlmsstríðsins. Jafnvel þá var
e U§lnn minni fyrir þjóðinni
ir /rir höfnum landsins. Flest-
landmerilcanar hugsuðu til ís-
Uiið'S Sem viðkomustaðar í
véi3U hafi fyrir skip og flug-
b fr’ ,eða Þa sem hugsanlegra
an lstÖðva fyrir andstæðing-
her’ ef Þeim tækist að koma
bai*a a sínum fyrir þar og gera
na ifn arasir á hafnir Ameríku
§ borgir.
Sv0 var g ,jag nokkurn í
jn * að siminn hringdi, og
get-nr’ sem ég hafði aldrei heyrt
ép 1 í11?1 aðnr> spurði mig, hvort
þai.Vl fara til íslands og vinna
framt mikilvægum byggingar-
sem Vaemdum. Kunningi minn,
hafð- Þekkti kunningja hans,
fræð' mælf með mér sem sér-
við Ser.hefði Þá reynslu, er
és' v “• ilu vikum seinna var
°minn til Keflavíkur.
rÍÍ Verkefni á
HeYkj
^ anesskaga
ari i 6r erfitt að hugsa sér ólík-
Kansar^01 en Island og
mesta \ Þar Sem ég hef lifað
lag 00*1 iuia ævi minnar- Lands
laUst b /Slag 6r gÍörólíkt- Vafa'
eruð va/ sumir ykkar, sem hér
Um „r staddir í kvöld, ferðast
ins op es,lusvseði Missouri-dals-
Se endalausa flatneskj-
una breiðast út hundruð kíló-
metra saman án nokkurrar mis-
hæðar. Ef þið væruð þar í júlí
gætuð þið átt á hættu að verða
að sveitast í 35 stiga hita og í
janúar gæti 35 stiga frost gert
ykkur lífið leitt. Þar geta líka
komið hríðar og snjóar, sem
jafnast á við íslenzkar stór-
hríðar.
Gresjurnar eru land and-
stæðna. Þar skiptast á vatnsflóð
og regnþurrð, hitabylgjur, frost-
hörkur, þrumuveður, steypiregn
og rykstormar, og stundum
geysa þar fellibyljir. Þar er
sannarlega ekki rétti staðurinn
fyrir linleskjur, sem vilja lifa
þægilegu lífi. Kansas liggur
inni á miðju meginlandi, í þús-
und mílna fjarlægð frá hafinu
og er þó líkt íslandi að einu
leyti. Landsmönnum hefir tek-
izt að skapa sér þar varanleg
og hagsæl heimkynni, þrátt
fyrir landfræðilegar aðstæður,
sem margir mundu telja óbæri-
lega erfiðar.
Ef til vill er það vegna þess,
að ég hefi svo lengi lifað meðal
fólks, sem háð hefir stöðuga
baráttu við erfiða náttúruhagi,
að mér veittist auðvelt að venj-
ast lífinu hér á Islandi, enda
þótt flestir landar mínir kunni
því svo illa, að þeir flýta sér
heim aftur við fyrsta tækifæri.
Umfram allt hef ég kunnað vel
við að vinna hér á meðal ykkar,
og ef ég væri enn ungur að aldri,
mundi ekki vera erfitt að telja
mig á að setjast hér að til fram-
búðar.
Ýmsar verkfræSilegar fram-
kvæmdir síyðja jarðfræði-
rannsóknir
I Ameríku hafa ýmsar verk-
legar framkvæmdir, t. d. upp-
gröftur vegna langningar járn-
brauta eða þjóðvega, auðveldað
athugun jarðlaganna. Þekking
vor á jarðfræði Norður-Ameríku
mundi vissulega vera mjög í
molum, ef slík tækifæri til
rannsókna hefðu ekki boðizt.
Sérstaklega við lagningu járn-
brauta hefir þekking á jarðlög-
unum aukizt, þar sem þá eru
oft grafin jarðgöng og djúp
skörð skorin í hæðir til þess að
fá sem jafnastan halla á járn-
brautarteinana. Eins hefir mik-
ið áunnizt við námugröft og
borun olíulinda, gerð vatns-
veituskurða og raforkuvera.
Þar sem járnbrautir henta
ekki íslenzkum staðháttum,
verður hér ekki um sama hag-
ræðið að ræða fyrir jarðrann-
sóknir og í Ameríku. En dalirn-
ir og gilin, sem ár og jöklar hafa
grafið, koma að sama gagni, og
þegar tímar líða og landinu vex
frekar fiskur um hrygg, munu
verfræðingar yðar sprengja jarð-
veginn gegnum mörg af fjöllum
íslands. Þá mun margt, sem nú
er sjónum hulið, koma í ljós um
jarðlagsbyggingu landsins.
Við byggingarframkvæmdir á
Keflavíkurflugvelli hafa mörg
athyglisverð jarðfræðileg atriði
komið í ljós. Rannsókn þeirra
mun geta varpað nokkru ljósi á
veigamikla þætti í jarðsögu
suðvesturhluta íslands.
Sandsteinslag með
sjávarmenjum
Eitt þessara atriða var sand-
steinslag með sjávarmenjum,
sem, að því er ég bezt veit, mun
ekki hafa verið athugað áður.
Hr. James Watson frá verk-
fræðideild hersins vakti fyrst
athygli mína á þessum skelja-
leifum, sem eru í dældinni suð-
ur og suðaustur af Innri-Njarð-
vík. Þar er um ferkílómeters
svæði af sandsteini, sem virðist
hafa myndast í grunnu vatni.
Efnið virðist hafa verið gossand-
ur, sem setzt hefir til í kyrr-
stæðu vatni og myndað fínkorn-
óttan sandstein, sem er laus í
sér og veðrast auðveldlega. I
sandsteininum er talsvert af
smáum skeljum, sem ekki hafa
verið nafngreindar en virðast
vera frá því í lok jökultímans
eða enn yngri. Sandsteinninn
hvílir á ísnúnu grágrýti. Engar
jökulmenjar hafa fundizt ofan
á sandsteininum.
Bersýnilegt er, að skriðjökull,
með stefnu til norðvesturs, hefir
gengið yfir þessa lægð, sem í
eina tíð hefir verið álma á
Stakksfirði. Yfirborð landsins
er þarna nú um 20 metrum ofan
við sjávarmál. Frá því að síð-
ustu ísöld lauk hefir landið
hækkað um tuttugu til þrjátíu
metra. Þetta sézt á því, að skelja
leifar og fjörusandur hafa fund-
izt langt inni í landi, við Stapa-
fell, í lægðinni, sem liggur til
norðausturs frá fjallinu og fram
hjá útvarpsstöðinni við Sel-
tjörn. Eins og áður er sagt, virð-
ist sandsteinninn vera grunn-
sjávarmyndun og hefir að lik-
indum myndazt eftir að íshellan
bráðnaði og áður en landið náði
nú verandi hæð.
Landið hefir hækkað
Hjallinn í austurbrún Miðnes-
heiðar sýnir glögglega, að landið
hefir hækkað. Veeurinn frá
Innri-Njarðvík til Keflavíkur
liggur á gömlum sjávarbotni,
þar sem áður var fjörður, þegar
brimið svarf gömlu sjávarhamr-
ana vestan við veginn. Veðrun
hjallans ber með sér, að land-
hækkunin hefir orðið fyrir þús-
undum ára.
Slapafell og Súlur
Til byggingar brautanna á
flugvellinum hefir þurft feiknin
öll af grjótmulningi. Það hefði
orðið mjög kostnaðarsamt að
mylja í grjótkvörnum svo mikið
magn. Ýtarleg leit var gerð á
Miðnesheiði og suður til Grinda-
víkur til þess að finna hentuga
grjótnámu. Það kom í ljós, að
grjótið í Stapafelli var hentug-
ast og skemmra var þaðan til
vallarins en frá öðrum stöðum,
sem til mála gátu komið. Þá var
enginn vegur nær fjallinu en
vegurinn til hafna, í 5 kílómetra
fjarlægð. Það hefði verið erfitt
að koma vinnuvélum og flutn-
ingavögnum yfir hraunið, og
ekki sízt vegna gjánna, sem eru
á leiðinni þangað. Vegur var
þess vegna lagður þvert yfir
Hafnarheiði og síðan hefir um
einni milljón smálesta af grjóti
verið ekið úr norðurrótum
fjallsins. Sums staðar hafa verið
tekin 30 metra djúp vik í skrið-
urnar og þar og víðar verið
grafið inn að föstu bergi.
Fjöllin tvö, Stapafell og Súlur,
eru á hrygg, sem liggur sam-
hliða og að nokkru leyti yfir
Stapafellsgjá, sem átt hefir sinn
þátt í myndun þessara fjalla.
Víðáttumikið hraun til norðurs
gæti hafa að nokkru komið frá
þessari sprungu. Á hrauninu eru
engin jökulmerki að sjá og hefir
það runnið eftir að síðustu ísöld
lauk. Engin sjávarsetlög er að
sjá á yfirborði þess, en mjög
sennilegt er, að undir hraun-
þakinu séu sjávar- og strand-
myndanir. Um það liggur fjöldi
af smágjám, sem allar eru um
það bil samhliða Stapafellsgjá.
Þessar sprungur eru, sumar
hverjar, opnar niður á 10 metra
dýpi og bera öll merki þess, að
þær séu nýlegar. Grunnur fjall-
anna beggja er úr móbergi, sem
sennilega hefir myndazt fyrir
jökultímann. Á lágum hálsi
milli fjallanna eru greinileg
jökulmerki í um 7 metra hæð
yfir hraunflesjunni.
Súlur eru að öllu leyti úr mó-
bergi. 1 þeim ofanverðum er
hvergi að sjá ummerki eftir
jökulsvörfun. I Stapafelli er
eina móbergsmyndunin, sem
enn hefir fundizt þar, í vestur-
horni þess. Móbergsstallurinn
líkist hluta af gígbarmi, sem
grafizt hefir undir hraunflóði,
að gerð svipuðu „pillow-lava“.
Pillow-lava mætti kalla „hnykla
hraun“ á íslenzku, því að hraun-
leðjan hefir eðjazt í hnykla,
sem hlaðizt hafa hver ofan á
annan. Þessar myndanir hafa
verið skýrðar á þann veg, að
þær hafi orðið til við eldgos
neðansjávar, í vatni eða undir
jökli. "Mikilvæg rök hníga að
því, að hnyklahraunin á þessum
slóðum hafi ekki myndazt undir
jökli eða í vatni, heldur „undir
beru lofti“.
Hráunhnyklarnir hafa ber-
sýnilega verið um það bil hnatt-
laga, þegar þeir lögðust til hvílu
á sínum núverandi legustað.
Þeir eru kúptir að ofan, en út-
flattir og aflagaðir að neðan, og
hafa lagað sig eftir hnyklunum,
sem fyrir voru.
Austur af Stapafelli myndar
Stapafellsgjá nokkurra kíló-
metra langa lægð til aust-
norðausturs, um 500 metra
breiða. Þess eru greinileg merki,
að landið hafi sigið þar ekki alls
fyrr löngu. Hraunið, norðan og
sunnan lægðarinnar, hefir sýni-
lega runnið beggja vegna malar-
hryggjar, sem þá hefir verið um
10 metrum hærri en nú. Ofan á
mölinni í lægðinni liggja á
mörgum stöðum þunn hraunlög,
sem bera þess merki, að þau eru
hluti af hraunbreiðunni á börm-
um lægðarinnar. Þykkt malar-
lagsins hefir ekki verið mæld,
en sennilega er hún meira en
10 metrar. Á einum stað, í norð-
urvegg gjárinnar, gengur malar-
lagið inn undir hraunið, og þar
er malarhjallinn 10 metra hár.
Enn eitt athyglisvert rann-
sóknarefni, sem vakið hefir
margar spurningar, þótt svör
hafi ekki fengizt nema við fáum
þeirra, eru jökulmenjar á svæð-
inu vestur og suður af Keflavík.
Eins og kunnugt er, runnu
hraunin á Reykjanesskaga eftir
ísöld, en hraunbreiðan náði al-
drei norður fyrir Ósa. Á Miðnes-
heiði er ísnúið grágrýtið víðast
hulið af jökulurðum, sandi, möl
og stórgrýti, sem er af öðru tagi,
en fast bergið undir þeim.
Steintegundin í þeim er dökk,
sumpart mjög þétt í sér og ekki
rauðlituð, eins og grágrýtið er
oftlega. Grágrýtið er ljósara að
lit og holóttara. Víðast er mold
efst, sem sums staðar getur orðið
allt að 2 metrar á dýpt. Á stöku
stað er mold og jökulruðningi
svo saman blandað, að moldin
virðist hafa verið þar, þegar
jökulinn gekk yfir. Möl og stór-
um steinum, allt að 200 kg. að
þyngd, er sums staðar svo vendi-
lega saman blandað, að fráleitt
getur verið um vatnamyndun að
ræða. 4 öðrum stöðum er mold-
in svo fíngerð, að engin korn eru
stærri í henni en 1 mm. að þver-
máli, og er það sennilega fok-
mold.
Jökulrákirnar til norðurs
Dældirnar, sem jökulinn hefir
sorfið, hafa venjulega norð-suð-
læga stefnu og ísrákir á föstu
bergi benda til þess, að jökull-
jnn hafi mjakazt frá suðri til
norðurs. Suðvestur frá Keflavík,
nálægt hjallanum, eru ísrákir,
með stefnu til norðausturs. Ná-
lægt norðurströnd Ósa hefir hr.
Bradley Huedepohl fundið ís-
rákir samhliða ströndinni. Lög-
un strandarinnar við Ósa og
Stakksfjörð bendir til þess að
ísinn hafi hreyfzt til vesturs að
vestan og til norðausturs að
austan.
Lausefnalögin á Miðnesheiði
bera með sér einkenni vatna-
myndana eins og þeirra, sem
enn myndast við suðurströnd-
ina. Á norðurodda skagans eru
lögin án vafa strandmyndanir,
en engar sjávarmenjar hafa
fundizt sunnan við veginn frá
Keflavík til Sandgerðis nema
rétt við ströndina.
Mesta magnið af lausefnum
er, eða réttar sagt var, í Háa-
leiti .Af því er nú aðeins lítið
eitt eftir. Þau hafa verið notuð
við lagningu vega og flugbrauta
og í steinsteypu til margvíslegra
nota. Að ári liðnu eða svo mun
ekkert verða eftir af þessari
gömlu hæð.
Þegar Háaleiti var rofið, kom
margt einkennilegt í innri gerð
þess í ljós. Hæðin var rúmlega
10 metra há, mælt frá yfirborði
heiðarinnar, eða 61 metra hátt
yfir sjó. Neðan til eru setefnin
ógreinilega lagskipt eða víxllaga
eins og verða mundi í rás eða
árfarvegi framan við jökulgöng.
I efstu 3 til 4 metrunum er sam-
an hrærður sandur og möl og
allstórir steinar, án þess að
greind verði aðgreining eftir
kornastærð eins og verða vill í
vatnamyndunum.
Eins og að framan greinir er
bergtegundin í lausefnunum af
öðru tagi en í klöppunum, sem
undir liggja. Steinarnir eru á-
valir og núnir eins og þeir hefðu
borizt um langan veg með jökl-
um eða straumvatni. Margir eru
hornóttir með núnum brúnum,
eins og títt er í jökulurðum, en
fáir eru flatnúnir eins og sumir
fjörusteinar.
Granítmolar í Háaleiiismölinni
I október 1952 tók ég eftir
litlum mola af brúnu graníti í
mölinni úr Háaleiti. Ég athugaði
hann stuttlega og lét mér nægja
að ákvarða hann og fleygði hon-
um síðan í grjótkvörnina. Ég
vissi ekki þá, hve óvenjulegt er
að finna granít á þessum slóð-
um. — Um það bil ári seinna
fann Ástvaldur Eydal annan
miklu stærri gratít-hnullung,
sem hann tók til varðveizlu.
Framangreindar staðreyndir
er ekki auðvelt að útskýra.
Hvernig gátu bergtegundir, sem
annars eru ekki til á þessum
slóðum setzt þarna til í svo rík-
um mæli? Hvar aru heimkynni
granítmolanna? — Hvernig gat
jökull, sem var nægilega mikill
um sig til þess að grafa jafn
djúpar dældir og Stakksfjörður
og Ósar eru, komið úr suðri, þar
sem hafið er aðeins í 20 kíló-
metra fjarlægð í þeirri stefnu?
Sumir hafa skýrt myndun
Háaleitis á þann veg, að ísjakar
frá Grænlandi hafi ýtt laus-
efnum saman í hrúguhæðir. A
þá skýringu get ég ekki fallizt,
vegna þess að ótrúlegt er, að 10
metra hár röðull hafi hlaðizt
upp á litlum bletti, en engin
slík myndun hafi hlaðizt upp á
stöðum, sem aðeins eru í eins
kílómeters fjarlægð éða minna.
Auk þess eru engar sannanir
fyrir því, að sjórinn hafi nokkru
sinni náð upp á ofanverða Mið-
nesheiði.
Eina skýringin, sem ég get
hugsað mér að sé í samræmi við
þekktar staðreyndir, er að á
Jökultímanum hafi landið verið
miklu stærra en það nú er.
Landið hefir þá náð langtum
lengra til suðurs, nægilega langt
til þess að á því hafi hvílt jökul-
hella sambærileg við Vatna-
jökul. Frá þessum breða hafi
jökultunga teygt sig til norðurs
um svæði það, sem nú er Reykja
nes. Menjar þessa skriðjökuls
eru nú horfnar undir nýlegum
hraunbreiðum eða sokknar í sæ,
en nokkur ummerkjanna má
enn sjá á Miðnesheiði.
Þessi norðurtunga jökulsins
skiptist. Önnur kvíslin rann til
norðausturs og svarf Stakks-
fjarðarlægðina, hin svarf til
vesturs og heflaði Ósadældina.
Sumt af jöklinum mjakaðist til
norðurs og smágrein af þeim
hluta hans gekk yfir stæði
Keflavíkur. Þar sem ísstraum-
arnir skiptust gæti jökulá hafa
fallið fram milli þeirra. 1 farvegi
hennar myndaðist ásinn, Háa-
leiti. Jökulsetin á háhæðinni eru
þá urðaleifar frá lokaskeiði
jökulsins. I þeim er mikið af
fíngerðu dufti, sennilega gos-
ösku, sem dreifzt hefir yfir jök-
ulinn frá eldgosum síðast á
jökultímanum.
Þessi skýting er í samræmi
við þá hugmynd, að landbrú
hafi á liðnum tímum eða á
jökultímanum legið frá Evrópu
til Ameríku. Tilvera slíkrar
landbrúar hefir ekki verið sönn-
uð, en mörg rök hníga að henni.
Eitt þeirra er ,að suðurströnd
íslands er með allt öðrum hætti
en annars staðar við landið. Ef
við aðhyllumst þá hugmynd, að
landbrúin hafi verið við líði á
fyrri hluta jökultímans og hafi
rofnað við lok hans, þá er hægt
að finna sennilegar skýringar
við ýmsu, sem annars er tor-
skilið. Það er jafnvel hugsan-
legt, að slík landbrú hafi átt
sinn þátt 1 kuldum jökultímans.
Þvergirðing yfir Norður-Atlants
haf hefði valdið auknum hita
í Atlantshafssjónum og enn
minni hita en nú er í Norður-
íshafi. Það er jafnvel hugsan-
legt, að hjarnskúfur hafi mynd-
azt á norðurheimskautssvæðinu
svo víðáttumikill, að hann hafi
verið sambærilegur við breðann,
sem nú þekur Suðurskautið. Þar
sem jaðrar þessarar íshellu lágu
að eða í nálægð við heitt hafið
hefir orðið mikil úrkoma og
fannkyngi, sem aukið hefir á
jökulmagnið. — Vissulega er
það eftirtektarvert, að mestu
jökulsvæði Evrópu hafa verið í
námunda við Atlantshaf.
Vafalaust hefir margt stuðlað
að myndun jökulhellunnar. Það,
sem hér hefir verið drepið á, er
aðeins eitt atriði af mörgum, en
vel má vera, að það sé eitt af
þeim veigamestu.
Ég er framandi aðkomumaður
á Islandi og þekking mín á land-
inu er í molum. Vel má vera, að
ég hafi gert margar skekkjur í
viðleitni minni að útskýra þær
staðreyndir, sem kunnar eru, og
enn sennilegra er, að íslenzkum
vísindamönnum sé kunnugt um
ýmislegt, sem ég þekki ekki til,
og geri skýringar mínar fárán-
legar. Ég vona þó, að það sem
ég hef drepið á, megi verða til
þess að auðvelda fræðimönnun-
um að komast nokkru lengra
áleiðis og varpa skýrara ljósi
yfir samhengið í myndunarsögu
íslands.
Jarðmyndunarrannsóknir eru
eins og bygging musteris Saló-
mons. Þar eru þúsundir bygg-
ingasteina, sem hver verður að
vera á sínum rétta stað, til þess
að smíðin verði heilsteypt. Ég
vona, að réttir staðir finnist
fyrir byggingasteina mína í
musteri þekkingar yðar.
—Lesb. Mbl.
Tilraunastöðin . . .
Framhald af bls. 2
85 þúsund kr. og til rekstrar 100
þúsund kr. Segir í skýrslu fyrir
1952, að áhvílandi skuldir um
áramótin hafi verið nær 160.000,
en framlag ríkissjóðs til fram-
kvæmda (100 þús. kr.) gekk ó-
skipt til niðurgreiðslu skuldar-
innar. Af þeirri ástæðu voru
athafnir litlar.
Framkvæmdir árið 1952
Lokið var við að ræsa með
opnum skurðum það, sem áform-
að hafði verið árið áður, og ekki
hafði unnizt tími til þá. Voru
grafnir 2035 rúmm. Jafnað var
úr ruðningi á 15 ha. Jarðabætur
voru ekki aðrar, því að ekki
hafði þá tekizt að fá jarðýtu til
kílræsingar, en landið er of rakt
til ræktunar eins og það er. —
Færð var út og aukin girðing í
norðurhluta landsins og er nú
allt land Tilraunastöðvarinnar
girt, að undantekinni rönd með
sjó fram og landhólmar þeir, sem
stöðinni tilheyra. Settir voru
niður vermireitir og nokkuð
keypt af verkfærum. Keyptur
var vélbátur.
Búið
Kúabú er lítið á Reykhólum,
kýr flestar 8, en sauðfénu er
fjölgað. Kapp er lagt á að kyn-
festa sauðfjárstofninn. Féð er
allt kollótt og hrútar þeir, sem
notaðir hafa verið, ættaðir beint
eða óbeint frá Múla. Um ára-
mótin var hleypt af stað fóðrun-
artilraun með 40 lömb á vegum
Tilraunaráðs búfjárræktar. —
Unnið var nokkuð út á við með
vélum og bíl stöðvarinnar og
lætur nærri, að Tilraunastöðin
hafi haft vinnu vélanna heima
fyrir ókeypis. Hefir hér verið
stuðst við skýrslu forstöðu-
mannsins, sem birt er í Skýrsl-
um tilraunastöðvanna 1951—’52.
—VISIR, 2. febr.
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið