Lögberg - 22.04.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.04.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. APRIL 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið 6t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa The Age of the Sturíungs By EINAR ÓLAFUR SVEINSSON translated. by Jóhann S. Hannesson Comell University Press, 1953 Ég hlýddi nýlega á merkilegan fyrirlestur, er Barker Fairley, kennari við Torontoháskóla, flutti hér í Winnipeg um þjóðfélagið og bókmenntirnar, hvernig þetta tvennt verkar hvort á annað eða hvernig skáld og rithöfundar á öllum tímum hafa „kennt til í stormum sinna tíða“, eins og fyrirlesarinn mundi hafa sagt, hefði hann mátt vitna í Stephan G. En bókmenntirnar breytast, sagði hann, með hverri nýrri kynslóð og öld. Shakespeare, t. d., er annar nú en hann var á 17. eða 19. öld, af því að vér lítum hann öðrum augum en þá var gert, skoðum hann ósjálfrátt í skuggsjá vorra eigin tíma, svo að viðhorfin verða önnur og það, sem vér sjáum, með ólíkum hætti. En niðurstaða fyrirlesarans var sú, að þeim skáldum og rithöfundum, er dýpst og víðast hefðu skyggnzt um sína samtíð, mundi verða lengstra lífdaga auðið og líkt og yngjast upp með hverri kynslóð. Þessi fyrirlestur kom mér í hug, er ég fór að lesa að nýju bók Einars Ólafs Sveinssonar, Sturlungaöld, er upp- haflega kom út í Reykjavík 1940, en hefur nú verið þýdd á ensku af Jóhanni Hannessyni, umsjónarmanni íslenzka bókasafnsins (Fiskesafnsins) við Cornell-háskólann í íþöku. Er þýðingin prentuð í ritsafninu Islandica, í 36. bindi þess. Einar Ólafur Sveinsson birti árið 1933 doktorsritgerð sína um Njáls sögu. Hugðist hann síðar birta framhald rannsókna sinna á sögunni og þá einkum á því tímabili eða jarðvegi, er hún var sprottin úr, 13. öldinni. Er þessi bók, Sturlungaöld, ávöxtur þeirra rannsókna. Það var gömul kenning og á sums staðar enn formæl- endur, að fornsögurnar hafi varðveitzt í munnlegri geymd, mann fram af manni, að kalla fullskapaðar, unz liprir handverksmenn færðu þær í letur á 12., 13. og 14. öld. En síðari rannsóknir, einkum rannsóknir íslenzkra fræði- manna, hafa leitt í ljós, að svo er því ekki farið: Sögurnar eru verk einstakra höfunda og bera öll merki þess. Efni- viður þeirra er fjölþættur, munnlegar frásagnir og kvæði; ýmiss konar skráður fróðleikur, eftir að tekið var að rita snemma á 12. öld, en síðast og ekki sízt skáldleg ímyndun höfundanna sjálfra, er rituðu um horfna tíð, um löngu liðna menn og atburði, er vonlaust var, að frásagnir hefðu varðveitzt um í þeim smáatriðum viðræðna og atburðalýs- inga, er sögurnar greina. Hafa þessi nýju sjónarmið beint athygli manna miklu meir en áður að 13. öldinni eða ritunarskeiði sagnanna, því að á því leikur enginn vafi, að þær spegla þá tíma, ljóst eða leynt, engu síður en söguöldina sjálfa. Vill svo vel til, að við eigum í Sturlungu samtímaheimild (eða því sem næst) um menn og atburði 12. og 13. aldar, skráða í sama stíl og anda og Islendingasögurnar svonefndu. Þó að margt sé svipað í hvorumtveggju, er bjartara yfir Islendingasögunum, lífinu þar tíðum lýst eins og menn mundu hafa kosið sér það á 13. öld. Menn horfa með söknuði til fortíðarinnar í anda draumvísunnar, er talin er hafa verið ort um miðja 13. öld: Þá var betra, er baugum réð Brandur inn örvi og bur skata. En nú er fyrir löndum og lengi mun Hákon konungur og hans synir. Einar Ólafur Sveinsson hefur í bók sinni, Siurlunga- öld, lýst ýmsum þáttum íslenzkrar menningar og þjóðlífs á 13. öld og þaulkannað Sturlungu og ýmsar aðrar heimildir í því skyni. Það er ekki ætlun mín að rekja hér efni bókarinnar, heldur skal mönnum um það vísað til hennar sjálfrar. En til þess að gefa dálítið hugboð um efnið set ég hér fyrir- sagnir nokkurra kafla bókarinnar: Þingmenn höfðingja og þegnar konungs. Sjálfstætt fólk. Kurteisi og rómantík. Stéttir og fjárhagur. Fornar og nýjar dyggðir og lestir. Dauðinn. Gamanrúnir og eljaragletta. o. s. frv. Þýðing bókarinnar hefur verið vandasamt verk, því að stíll höfundarins er auðugur bæði að orðavali og líkingum, lýsingarnar margar fjölskrúðugar, svo að erfitt getur orðið að ná öllum blæbrigðunum. En Jóhanni hefur tekizt þýð- ingin prýðilega og hann hlotið lof fyrir hana, þar sem ég hef séð hennar minnzt. Ætla ég að birta hérna smákafla úr frumritinu og þýðingunni, svo að hver og einn geti dæmt um hana sjálfur. Vel ég upphafið á VIII. þætti, er heitir: Gamanrúnir og eljaragleila. Frásagnir sögunnar vekja í huga lesandans lifandi mannsandlit; hann sér ef til vill ekki drættina, en hann greinir svipinn. Vera má, að sumum verði það, að sjá rísa upp úr opnum Sturlungu úrkynjuð glæpamannaandlit, gleðisnauð og líflaus og köld, skotrandi augu og flærðar- legar hvíslingar. Slík andlit hafa án efa verið til þá, en ekki þau ein; fjölbreytni er á allan hátt einkenni tímans. Mörg þeirra bera merki lifandi skapsmuna, þróttmikils og fjörmikils sálarlífs, í sumum ljóma vitsmunir og lifandi ímyndunarafl. Víst skortir ekki undirhyggju og tvöfeldni, til er líka kaldlyndi og grimmd. En út úr sumum andlitun- um skín gleði og gamansemi. Á líkan hátt leynast ríiilli herferðanna tómstundir og gleðistundir, tóm til íhugunar og hvíldar, tóm til margvís- legra mennta, stundir, þegar gleðin brýzt fram eins og lauf sprettur á jörð, þó að heldur sé kaldsamt, eða þegar menn hrinda af sér fargi dapurlegra hugsana, af því að hjartað þráir og heimtar að fa að njóta birtu og yls á milli. Það ber ekki á öðru en menn flykkist til Skálholts og Hóla á hátíðum, Sturla Sighvatsson hefur stundir til að skrifa upp sagnarit Snorra, og á skemmtunum eru engin þrot. Mér er sem ég sjái skemmtunarmann standa í dyrum veizluskálans eða búðarinnar eða í þingbrekku, hann býður lesandanum hvíld og hlé við storminum sem allra snöggvast. En í þýðingu Jóhanns Hannessonar verður sami kafli á þessa leið: Sweet Mirth and Bitter Jesl The accounts of history call forth in the reader’s mind living human faces; he may not distinguish every feature, but he catches the air, the expression. For some, it may be, there rise from the pages of Sturlunga Saga the faces of degenerate criminals, joyless, lifeless and cold, shifty eyes and insidious whisperings. Such faces there undoubtedly were then, but not such faces alone; variety is in every respect the distinctive feature of the age. Many bear the marks of dynamic temperament, of vigorous and active inner life, others are bright with intelligence and living imagination. Craftiness and duplicity are, indeed, not lacking; neither are cold-heartedness and cruelty. But some of these faces radiate gaiety and humor. Similarly, hidden among the warlike expeditions are hours of leisure and fun, space for reflection and rest, for art and learning of many kinds, hours when joy bursts forth as the leaves grow on the trees, even in a chilly spring, or when the weight of dismal thoughts is shaken off because men’s hearts yearn for and demand intervals of light and warmth from time to time. We observe no lack of crowds at the sees of Skálholt and Hólar on feast days; Sturla Sighvatsson finds the time to copy Snorri’s histories; and of entertainments there is no end. I can picture the entertainer as he stands in the door of the banquet hall or on the hill-side overlooking a place of assembly, offering the listener rest and shelter from the storm for a brief moment. Vil ég nú hvetja menn til að eignast þessa bók: The Age of ihe Síurlungs, og lesa hana sér til fróðleiks og skemmtunar, en hún mun fást í bókaverzlun Davíðs Björnssonar. Finnbogi Guðmundsson Danska blaðið Poliiiken um handriiamálið: Handritin verði sameiginleg er tillaga Danastjórnar MINNING Mrs. Þuríður Jónsdóttár Baines F. 24. marz 1902 — D. 7. marz 1954 Samkvæmt útvarpsfregnum í gær flutti danska blaðið Politiken stórletraðar fregn- ir í gærmorgun þess efnis, að danska stjórin hafi lagt fyrir íslenzku stjórnina drög að tillögum, er verði sam- komulagsgrundvöllur í hand ritamálinu. Er þar gert ráð fyrir, að eignarrétturinn yfir handritunum verði sam- eiginlegur. Þá segir ennfremur, að lagt sé til að komið verið upp tveim vísindastofnunum til rannsókna á handritunum, annarri í Reykja vík og hinni í Kaupmannahöfn, og séu þær opnar vísindamönn- um allra þjóða, verði Dani for- stöðumaður stofunarinnar á ís- landi en Islendingur í Kaup- mannahöfn. Þá er lagt til, að nefnd vísinda- manna skipti handritunum milli þjóðanna og ljósmyndir gerðar af öllu safninu, svo að textar þeirra séu til á báðum stöðum. Þá segir ennfremur, að mál þessi hafi verið rædd við Bjarna Bene- diktsson, menntamálaráðherra, er hann var staddur í Kaup- mannahöfn nýlega. Blaðið segist hafa spurt Hans Hedtoft for- sætisráðherra um sanngildi þessarar fregnar, en hann hafi hvorki játað henni né neitað. Fregn Norsk Telegrambyraa I fréttaskeyti frá Norsk Tele- grambyraa um þetta mál í gær segir orðrétt: Danska stjórnin hefir lagt fyrir íslenzku stjórn- ina tillögu um lausn deilumáls- ins um eignaréttinn yfir hinum heimsfrægu íslenzku handritum, sem nú eru geymd í Danmörku. Aðalefni tillögunnar er, að hinn lagalegi eignarréttur, sem nú er aðeins danskur, verði sameign beggja landanna. Samkvæmt til- lögunni skal setja á stofn tvær stofnanir til rannsóknar á hand- ritunum, aðra í Reykjavík en hina í Kaupmannahöfn. Stofn- anir þessar skulu vera opnar vís- indamönnum allra landa. Stofn- uninni í Reykjavík skal danskur maður stjórna en stofuninni í Kaupmannahöfn Islendingur. I sambandi við þessa fregn er ekki getið um Politiken sem heimild. Lokaður fundur á alþingi Á alþingi í gær gerði Hannibal Valdemarsson fyrirspurn utan dagskrár um það, hvernig á því stæði, að fregn kæmi um þetta fyrst hér frá dönsku blaði. Bjarni Benediktsson, mennta- níálaráðherra, svaraði því til, að hann vildi engan dóm á það leggja, hvort afsakanlegt væri af hinu danska blaði að birta fregn- ir þessar. Hann kvaðst hins veg- ar hafa fengið staðfestingar á því, að þær væru ekki eftir for- sætisráðherra Dana. Óskaði hann síðan eftir lokuðum fundi, og var hann haldinn í gær. Enginn samkomulags- grundvöllur Meðal íslendinga munu þessar tillögur, ef þær eru tillögur dönsku stjórnarinnar, ekki vekja mikinn fögnuð, heldur von- brigði, og varla mun þess að vænta, að þær geti orðið grund- völlur að farsælli lausn þessa máls, svo að íslendingar uni vel við. —TÍMINN, 6. marz Eins og vorið vekur mestan vonarauð úr dýpsta hjarni, sárust minning getur gefið gróða mestan tregans barni. Því hún opnar andleg leyni, örvar skapar, krafta dulda, gjörir manninn fastan frjálsan, fœran móti dauðans kulda. (Matthías Jochumsson) Því deyja synirnir á undan feðrum sínum, dæturnar á undan mæðrum sínum, og fólk á bezta aldri á undan þeim, sem orðnir eru gamlir og lasburða og þrá að losna héðan? Þannig spyrjum við oft, þegar við horfum á eftir frændfólki okkar og vinum á bezta aldri yfir til ókunna landsins. Og þannig spurði ég, þegar ég fylgdi hinum jarðnesku leifum systurdóttur minnar til grafar. En þá var sem hvíslað væri að mér: „Vertu hughraustur, vinur. Hún frænka þín er ekki dáin. Hún lifir og er ykkur oftar nær, en þið hafið hugmynd um. Hún heldur áfram að elska ykk- ur öll, ástvinina sína. Hún mun biðja Guð að hugga hana móður sína og vernda og blessa börnin sín og leiða þau gegn um lífið til meiri og meiri andlegs þroska, eftir því sem árin færast yfir þau“. Þuríður Jónsdóttir var fædd á Þórshöfn á Langanesi 24. marz 1902. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson fóstur- sonur séra Arnljóts Ólafssonar og Dómhildar Jóhannsdóttur Þorsteinssonar Gíslasonar frá Stokkahlöðum í Eyjafirði, en móðir Dómhildar var Þuríður Jónsdóttir Jónssonar prests í Reykjahlíð. Dómhildur missti mann sinn frá 3 ungum börnum í desember 1907, Þuríði 5 ára, Gunnsteini 2 ára og Jóni ný- fæddum. Sumarið 1909 flutti Dómhild- ur með börn sín til Canada, á- samt Gunnari bróður sínum og Þóru systur sinni. Settust þau að í svo kallaðri Vallabyggð um 20 mílur suður af Churchbridge. En um vorið 1913 fluttu þau til Wynyard-byggðarinnar, og bjuggu út á landi skamt frá Wynyard. Þura (svo kölluðum við hana aitaf) gekk á skólann í Wynyard, ásamt bræðrum sínum og út- skrifaðist af miðskólanum vorið 1921. Fór svo á kennaraskóla í Saskatoon og byrjaði að kenna í ársbyrjun, og hélt því starfi á- fram svo að segja stöðugt þar til hún gifti sig, og af þeim tíma var hún kennari við barnaskól- ann í Wynyard í 3 ár. Sem kenn- ari ávann hún sér hylli bæði barnanna og yfirboðara sinna sakir trúmennsku, samvizkusemi og ljúfmennsku. 1 júlí 1931 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Mr. E. Baines bónda við Saltcoats. Bjuggu þau þar í 4 ár, en vorið 1935 fluttu þau norður til Tisdale. Þau komu sér upp myndarlegu heim- íli í bænum og hefir oft verið gestkvæmt hjá þeim, því þau voru bæði gestrisin og vinsæl, þau hafa líka tekið mikinn þátt í ýmsum menningarmálum bæj- arins. Mr. Baines var í bæjar- stjórn í nokkur ár. United Church-söfnuðinn hafa þau stutt með ráðum og dáð og látið börn- in ganga á sunnudagaskóla, og elzta dóttir þeirra lék á píanóið við messur í nokkur ár. Kven- félagið studdi hún af öllu afli og ávann sér þar hylli og ást fé- lagssystra sinna, og kom það glöggt fram í veikindum hennar, hvað þeim þótti vænt um hana. Þeim hjónum varð 4 barna auðið og eru nöfn þeirra, sem hér segir: Donna Ruby, 21 árs, Jón Franklin, 16 ára, Þóra Carol, 14 ára, og Sandra 9 ára. Börnin eru öll myndarleg og elzta dóttir þeirra hefir verið 2 ár á háskólanum í Saskat- chewan til að búa sig undir að verða kennari, og byrjaði hún að kenna í fyrrahaust, en varð að hætta nokkru fyrir jól til að geta aðstoðað móður sína í veik- indum hennar. Hjónaband þeirra hjóna var hið ástúðlegasta og gjörði maður hennar alt sem hann gat til að hún gæti fengið bót meina sinna. I janúar 1952 gekk Þura undir stóran uppskurð og virtist hann hafa heppnast vel, og í nokkra mánuði virtist hún vera að smá- hressast, en þegar lengra leið frá fóru þrautirnar aftur að aukast og kraftarnir að þverra, samt hafði hún af og til fóta- ferð fram að jólum, en eftir það gat hún ekki stigið í fæturna. Hún lézt á spítalanum í Tisdale um morguninn 7. marz og var jarðsungin þann 11. s. m. Jarðar- förin var afar fjölmenn og kistan þakin ótal blómum og blóm- sveigum. Prestur United Church jarðsöng. — Veikindunum tók hún með þolinmæði, hógværð og trúnaðartrausti, kvartaði aldrei og var altaf glaðleg, þegar hún þoldi við fyrir kvölum. Ég held, að það hafi verið fyrir hjálp og aðstoð frá æðri kærleiksríkum máttarvöldum að hún gat tekið þessum löngu og ströngu veik- indum með jafnmikilli rósemi og hún gjörði. Ég get ekki með orð- um lýst því, hvað mér fannst andrúmsloftið hreint, heilnæmt og göfgandi í kringum hana, þeg- ar ég sat við sjúkrabeð hennar, hélt í hendina á henni og horfði á hana. Og mér fannst þá, að við mundum bæði geta tekið undir með sálmaskáldinu og sagt: „Kœrleiks vafinn er ég örmum, einnig mitt í neyð og hörmum“. Það er alveg aðdáunarvert, hvað vinafólk þeirra hjóna sýndi þeim og allri fjölskyldunni mikla ástúð og kærleika í þessu veikindastríði Þuru. Konurnar voru alltaf að heim- sækja hana og færa henni blóm og smágjafir og gjörðu á allan hugsanlegan hátt allt sem þær gátu til að gleðja hana og heimil- ið í heild sinni. Presturinn heim- sótti hana líka nokkrum sinnum og lánaði henni bækur til að lesa, og eftir að hún var orðin svö máttfarin að hún gat ekki haldið á bók sjálf, kom hann og las fyrir hana. Einnig var læknir- inn, sem stundaði hana mest, injög góður og nærgætinn við hana og gjörði áreiðanlega allt það, sem hann gat fyrir hana. Þura var ein af þessum elsku- legu konum, sem með framkomu sinni allri breiða út frá sér yl og góðvild til allra, sem þeim kynnast. Og engin dóttir getur elskað móður sína meir en hún gjörði. Hún lét sér strax, þegar hún var barn, ant um að gleðja hana og vera henni til gleði, og eftir að hún var orðin fullorðin bar hún alltaf meiri og meiri um- hyggju fyrir henni og leitaðist við að gleðja hana á allan hátt. Börnum sínum var hún einnig ástrík móðir og mun vaka yfir velferð þeirra og biðja Guð að blessa þau. Vertu sæl, frænka! Ástvinir þínir kveðja þig allir með þakk- læti fyrir allt það góða, er þú hefir auðsýnt þeim og biðja Guð að blessa þig. Berðu móðursystkinum þín- um, bróður þínum, föður þínum og afa og ömmu kveðju frá mér. Minningin um þig og ást þína a öllu því, sem var fagurt og gott, vermir hugann þó hjart- anu blæði og glæðir vonir mínar um frið á jörð, þó dimmt sé í lofti og allra veðra von, því hver góð sál, sem lifir og leitast við að fegra lífið og göfga, vinn- ur að því að hinn langþráði draumur mannanna um alheims frið á jörð megi rætast. Gunnar Jóhannsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.