Lögberg - 26.08.1954, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. AGÚST 1954
Lögberg
Ritstjóri; EINAR P. JÓNSSON
GefiS lit hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENfTE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
S. K. Hall:
SONGS OF THE NORTH (Söngvar úr norðri).
J. H. Peel Music Publishing Company,
Toronto. Oni., 1954. Verð $2.00.
Þetta er hið þriðja safn frumsaminna sönglaga, er
prófessor S. K. Hall sendir frá sér út í óvissuna að því er
kaupendum viðkemur, því jafnan er það undir hælirin lagt
hverjum augum almenningur lítur á silfrið og hvert mat
hann leggur á þau verðmæti, sem ekki verða látin í askana.
Ekki eru lög þessi gefin út í hagsmunaskyni; þau eru
samin og sungin út úr hjarta höfundar af innri þörf, þar
sem hljómnæm sköpunargáfa hans krefst útrásar í mildu
og látlausu formi.
f hinum fyrri söfnum höfundarins, er að finna
margt laga, sem náð hafa mikilli lýðhylli, svo sem „Björkin
mín væna“, og þetta nýja hefti er í engu eftirbátur fyrir-
rennara sinna, nema síður sé. Mr. Hall er lýriskt ljóðskáld
í tónum, melódíurnar tærar og blæfagrar, en búningur
fylgiradda vitnar jafnframt um smekkvísi og öruggan
lærdóm.
Hefti þetta hefir inni að halda tíu lög og eru flest
þeirra einsöngvar með píanóundirleik; öðru máli gegnir þó
um hinn undurfagra lofsöng, „Láttu guðs hönd þig leiða
hér“, sem skiptist á um einsöng og hrífandi kórsöng; þessi
tónsmíð mun alveg vafalaust halda nafni höfundarins lengi
á lofti því svo er hún innblásin og geðbrigðarík. öll eru
lögin prentuð með enskum textum, er ýmis góðskáld hafa
snúið úr íslenzku og verður ekki annað sagt, qn þýðingarnar
séu yfir höfuð hinar beztu.
Aftan við lögin eru frumtextarnir prentaðir á íslenzku,
og eykur slíkt allverulega á gildi bókarinnar, ekki sízt frá
þj óðræknislegu sjónarmiði séð; frumljóðin eru eftir Guð-
mund A. Stefánsson, Steingrím Thorsteinsson, Einar P.
Jónsson, Pál S. Pálsson, Hallgrím Pétursson og Guðmund
Bergþórsson, en þar er um þjóðvísur að ræða, er sóma sér
vel í hvaða söngvasafni sem væri.
Mr. Hall er maður gagnmentaður, er elur í brjósti djúpa
virðingu fyrir íslenzkum menningarerfðum, og honum er
manna annast um, að æskan af íslenzkum stofni, fari ekki
að öllu slíkra verðmæta á mis, enda er þetta í rauninni
söngbók slíkrar æsku.
Rétt er að þess sé getið, að margir lærðir og kunnir
hljómfræðingar utan Canada sem innan, hafa lokið lofs-
yrðum á sönglög Mr. Halls og talið þau drjúga viðbót við
sanna tónment.
Dætrum sínum þeim Sylvíu Lenor og Normu Evelyn,
helgar höfundurinn þetta fallega sönglagahefti.
Þetta vandaða söngvasafn kostar aðeins $2.00, en pant-
anir ásamt andvirði, sendist höfundinum, *S. K. Hall,
Wynyard, Sask.
☆ ☆ ☆
ÆVISAGA HELGA EINARSSONAR FRÁ NEÐRANESI.
Úigefandi ísafoldarprenismiðja h.f. 1954.
Það er nú nokkuð langt um liðið síðan vitað var að
bók þessi væri á döfinni, og var væntanlegrar útkomu
hennar á sínum tíma minst hér í blaðinu; nú er bókin
hingað komin á markað, og er hvorki meira né minna en
216 blaðsíður að stærð í stóru broti; pappír er góður og
letur ákjósanlegt, en sá böggull fylgir skammrifi, að frá
prentsmiðjunnar hendi er prófarkalestri svo ábótavant, að
afsökun getur ekki komið til mála. Yok fyrir York, æti fyrir
gæti og þar fram eftir götunum, en það mætti æra óstöðugan
að eltast við annan eins óskapnað.
Höfundur bókarinnar, Helgi Einarsson, er enginn hvers-
dagsmaður, hann býr yfir sniðugri frásagnargáfu og er
síður en svo myrkur í máli. hann er nú maður nokkuð
hniginn að aldri, en ber sig eins og norræn kempa, eins og
mynd hans, sem bókinni fylgir, ber svo glögg merki um;
bókin er skrifuð á tvennum tungum, íslenzku og vestur-
íslenzku, en verður engu torskildari fyrir það.
Megin hluta starfsævi sinnar í þessu landi, hefir Helgi
jöfnum höndum stundað útgerð og verzlun með misjöfnum
árangri, eins og ráða má af eftirgreindum ummælum;
„Þegar ég skrifa þetta, er fyrsta vikan í janúar 1952,
og vantar nú aðeins einn mánuð þangað til ég hef verið
hér í 60 ár. Ég hef haft verzlun hér nærri því á hverjum
vetri og hef litla verzlun hér enn í vetur. Ég hef nóg upp
úr því fyrir fæði og kostnaði, en eftir 60 ár við verzlun er
útkoman þessi: Ég hef lánað að meðaltali 800 dollara á ári,
sem ég hef ekki getað innkallað, og hef á bókum mínum
40 þúsund dollara skuldaupphæð, sem ómögulegt er að inn-
kalla. En ég er mjög ánægður með lífið. Ég hef, eins og
biblían segir, séð öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, frá
fátækustu Indíánunum í kofum sínum úti í eyðiskógum til
miljónera heimilanna í stórborgum Bandaríkjanna“.
Bók þessi er sérstæður spegill úr nýlendulífi íslendinga
vestan hafs og síður en svo spéspegill; hún verðskuldar í
ríkum mæli, að vera lesin og keypt.
Bókin kostar $4.00, en pantanir ásamt andvirði hennar
sendist Helga Einarssyni, Gypsumville, Manitoba.
MINNING ARORÐ:
Sigurgeir R. Sigurgeirsson og
Mrs. Kristbjörg Jóna Sigurgeirsson
Sigurgeir R. Sigurgeirsson og Mrs. Kristbjörg Jóna Sigurgeirsson
Þessi merku hjón voru burt-
kölluð af tilverusviði þessa lífs
með aðeins níu mánaða millibili,
bæði á bezta starfsaldri.
Meðfylgjandi orð eru helguð
minningu þeirra.
Sigurgeir Rósberg Sigurgeirs-
son var fæddur í Mikley í Winni-
peg-vatni, 8. okt. 1892. Foreldrar
hans voru hjónin Vilhjálmur
Sigurgeirsson prests Jakobsson-
ar, og Kristín Helgadóttir land-
námsmanns í Mikley Tómas-
sonar.
Sigurgeir var elztur af níu
börnum þeirra Vilhjálms og
Kristínar. Móðir hans dó árið
1907, en faðir hans 1924. Þann 28.
ágúst 1917 kvæntist hann Krist-
björgu dóttur Márusar Jónas-
sonar Doll, landnámsmanns í
Mikley, og konu hans Ingibjarg-
ar Brynjólfsdóttur Jónssonar
landnámsmanns þar. Þau reistu
bú á hinum svonefnda Hey-
tanga í ísafoldarbygð, (“Howard
ville”). Þar starfrækti Sigurgeir
jöfnum höndum fiskiveiðar og
búskap, en einnig greiðasölu
fyrir ferðafólk, því að heimili
þeirra var í fjölfarinni þjóð-
braut, einkum í vetrarferðalög-
um þeirra tíma.
Nokkrum árum síðar fluttu
þau til æskuhéraðs síns Mikleyj-
ar, og reistu þar stórt og aðlað-
andi heimili. Á dvalarárunum í
Mikley stundaði Sigurgeir aðal-
lega fiskiveiðar, og var oft mjög
heppinn og fengsæll, enda harð-
sækinn og duglegur.
Um eitt skeið hafði hann með
höndum póstferðir milli River-
ton og Mikleyjar. Árið 1943
keypti Sigurgeir bújörðina Ós,
við íslendingafljót, og fluttu þau
hjónin þangað það sama ár. Þar
starfrækti hann búskap af mikl-
um dugnaði. Hann varð bráð-
kvaddur að verki sínu, þann 21.
nóv. 1952.
Sigurgeirs-hjónunum varð sex
barna auðið. Tvær dætur: Vil-
borgu og Kristínu (tvíbura)
mistu þau á fyrsta aldursári
þeirra 1929. Einnig mistu þau
einkar mannvænlegan og fjöl-
hæfan son, Márus að nafni,
haustið 1949. — Börn þeirra á
lífi eru: Vilhjálmur, vélfræðing-
ur, í þjónustu Canadian National
Railways, kvæntur Maríu BaW-
vinsson, búsett í Minnaki. Mrs.
Murray McKillop, til heimilis í
Dauphin, Man., og Jón, búsettur
í Riverton, kvæntur Pauline
Borens. — Fjögur barnabörn eru
á lífi.
Systkini Sigurgeirs á lífi eru:
Ingibjörg, kona Einars Páls
Jónssonar, ritstjóra Lögbergs;
Þórunn, Mrs. V. Valgarðsson,
Moose Jaw, Sask. Einnig fjórir
bræður: Helgi, Gústaf, Theodore
og Kristinn, búsettir í Mikley.
Samferðafólk hans í Mikley
hefir látið svo ummælt: „Sigur-
geir heitinn var þéttur á velli
og þéttur í lund. Hann var fylg-
inn sér í hverju því máli, sem
hann beitti sér fyrir og var ör-
uggt að leita til hans, er vanda
bar að höndum. Hann átti sæti
um all-langt skeið í f-ram-
kvæmdarnefnd lúterska safnað-
arins og átti drjúgan þátt í að
reisa hina nýju kirkju 1928.
Hann var og í fjölda mörg ár
skrifari skólaráðs eyjarinnar.
Honum var umhugað um að
bæta afkomu sinnar stéttar,
fiskimannanna, og gekk í þeim
tilgangi í sölusamlag fiskimanna
— Manitoba Fish Pool — þegar
það var stofnað, og reyndist
þeirri stofnun trúr sem í öðru,
meðan hún var við líði, þótt
hann liði nokkurh fjárhagslegan
skaða við það, þegar önnur fé-
lög buðu hærra verð fyrir fisk-
inn. Hann var og jafnan reiðu-
búinn að fylkja sér við hlið fiski-
manna þegar honum fannst
hallað á þá og t. d. net vera
tekin af þeim að ósekju. Hann
var áreiðanlegur og ráðvandur
í öllum sínum viðskiptum og
vildi ekki vamm sitt vita í neinu.
Þótt Sigurgeir heitinn væri
fremur fámáll maður, átti hann
ríka kímnigáfu, var hnittinn í
tilsvörum og glaður og hlátur-
mildur í sinn hóp, og vinum
sínum var hann framúrskarandi
☆ygglyndur.
Sigurgeir hafði ánægju af fag-
urri hljómlist svo sem hann
átti kyn til og bókhneigður var
hann, þótt hann gæfi sér lítinn
tíma frá hinum daglegu önnum
til að sinna þeim hugðarefnum,
en hann átti það þó til að hverfa
um stund inn í þá heima, er
bækurnar opnuðu honum; þar
fann hann athvarf þegar áhyggj-
ur og sorgir steðjuðu að; þar
teygaði hann í kyrþey af huld-
um lindum, er juku honum
styrk. — Listræni Sigurgeirs
kom aðallega fram í því að full-
komna og fegra heimili sín sem
bezt að utan og innan, og voru
heimili þeirra hjóna til fyrir-
myndar að snyrtimensku".
Sigurgeir var mikill atorku- og
athafnamaður, hugstyrkur og
trúr. Hann mat það jafnan mest,
að vera en ekki að sýnast; sóttist
aldrei eftir hylli manna, en á-
vann sér traust og virðingu sam-
ferðamanna sinna. Hann var
sannur og umhyggjusamur eig-
inmaður og faðir, og lagði fram
óskipta krafta sína heimili og
ástvinum til heilla. Jafnan innti
hann af hendi með festu og
dyggð skyldur sínar í þágu
þeirra félagsmála, sem hann lét
sér viðkomandi vera. Hann á-
vann sér ávalt tiltrú og virðingu
góðra manna. Manndómur og
heilbrigt sjálfstæði voru áber-
andi einkenni hans.
Mrs. Kristbjörg Jóna Sigur-
geirsson var fædd að Lundi í
Mikley, 16. júní 1900. Hún ólst
upp með foreldrum sínum í
Mikley. Móðir hennar dó frá
börnum sínum sumum í bernsku
en öðrum ungþroska.
Með aðstoð eldri barna sinna
hélt Márus faðir hennar heimil-
inu saman af mikilli umönnun
og prýði og góðri samvinnu við
börn sín.
Systkini Kristbjargar á lífi
eru: Guðrún, Mrs. B. W. Benson;
Sigríður, kona séra Skúla Sigur-
geirssonar; Katrín, kona A.
Jónassonar; Rósa, Mrs. Viggo
Thomsen; Benedikta, Mrs.
Lorne Jefferson; og Kristín,
hjúkrunarkona. — Bræður hinn-
ar látnu eru: Brynjólfur, kvænt-
ur Mabel Rögnvaldson; Gunnar,
kvæntur Rósu Ásmundson. Einn
bræðra hennar er látinn, Borgel
að nafni, er var kvæntur Mal-
vinu Pruden. —
Ung að aldri, auðug af með-
fæddu þreki og framsóknarþrá,
lagði Kristbjörg út á veg lífsins
við hlið ástvinar síns. Hún var
mörgum ágætum hæfileikum
gædd, — og hagvirka mund til
starfa og mikilla afkasta átti
hún.
Mér er í minni er ég mætti
henni í fyrsta sinni á heimili
þeirra hjóna á Heytanganum, í
fyrstu ferð minni til Mikleyjar
1921, í för með póstinum; —• vor-
um við samferðafólkið 6 talsins,
auk annara ferðamanna, er þar
voru komnir. Þann dag féll hinni
urigu húsfreyju í hlut að mat-
búa dagverð fyrir 14 manns, auk
annara starfa. Tveir litlir svein-
ar, elztu börn hjónanna, léku
sér á palli. — Er mér í minni
hvernig að öll verk virtust leika
í höhdum hennar. Ég hygg, að
hún væri kona stórhuga, er
gerði háar kröfur til sjálfrar
Sín sem annara. Skapgerð hann-
ar var traust og stórbrotin.
Heimili þeirra bar ávalt, hvar
sem á það var litið, glögg merki
smekkvísi og listræni. Hún tók
virkan þátt í félagslegri starf-
semi. Á þeirri tíð, er ég bezt til
þekti voru þau hjónin bæði vel
starfandi í Mikleyjarsöfnuði og
sannir stuðningsmenn þess fé-
lagsskapar; starfaði hún lengi í
kvenfélagi safnaðarins og var
forseti þess um skeið. Hún var
umhyggjusöm og sönn móðir; og
sárt kenndi móðurhjartað til við
fráfall barna þeirra fyrr og síðar.
Eftir að þau hjónin fluttu til
Riverton gat Kristbjörg ekki
tekið eins mikinn þátt í félags-
málum eins og hún hefði óskað
sökum heilsubrests, en jafnan
fagnaði hún vinum og vanda-
mönnum af mikilli gestrisni.
Hún var falleg kona og fyrir-
mannleg, og vel sómdi hún sér
sem Fjallkona á Hnausum 17.
júní 1948.
Stuttu eftir hið sviplega frá-
fall eiginmanns hennar tók hún
að líða þjáningar af sjúkdómi
þeim, er leiddi hana til dauða.
Svo mátti segja að þeir níu mán-
Höfða-bóndi í Þverárhlíð
lætur virkja bæjarlækinn
AKRANESI, 13. ágúst: — í sum-
ar hefir Bergþór Magnússon,
bóndi á Höfða í Þverárhlíð, látið
virkja bæjarlækinn, sem rennur
ofan úr fjallinu fram úr djúpu
gili ofan við bæinn.
Stífla virkjunarinnar er langt
uppi í gilinu og lækurinn tals-
vert vatnsmikill. 1 leysingum
eru þess dæmi að hann verði
iilfær og jafvel ófær yfirferðar.
Er nú nærri lokið við mann-
virkið og á rafstöðin að geta
framleitt 8—9 kílóvött. Hún
mun kosta nokkuð á annað
hundrað þúsund krónur. Þetta
er ekki fyrsta stórvirkið, sem
Bergþór bóndi ræðst í á jörð
sinni, því að þar er nýbyggt
íbúðarhús svo og peningshús.
Þverárhlíð er blómleg og bú-
sældarleg sveit vestan Hvítár
ofarlega í Borgarfirði. Er hún
víða skógi vaxin og um sveitina
rennur ein bezta laxveiðiá lands-
ins, Þverá í Borgarfirði, sem
hlíðin dregur nafn af.
— Mbl., 14. ágúst
uðir væru eitt óslitið sjúkdóms-
stríð, er hún bar með þróttlund
þess, er finnur sig studdan af
æðri hendi og veit hvar hinn
sanna styrk er að finna í eld-
raunum lífsins og við aðkomu
dauðans.
Dóttir hennar dvaldi lang-
dvölum í Winnipeg til þess að
geta verið nærri móður sinni i
hinzta stríði hennar. Synir
hennar og aðrir ástvinir voru og
eins oft hjá henni og þeim var
auðið. Hún andaðist á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg þann
26. ágúst 1953.
Útförin fór fram frá heimilinu
r
og kirkju Bræðrasafnaðar i
Riverton þann 29. ágúst að við-
stöddu afar miklu fjölmenni. —
Séra Skúli Sigurgeirsson og sa,
er línur þessar ritar, fluttu
kveðjumál. — Við útför hinnar
látnu og eiginmanns hennar
sungu Mrs. Th. Thorvaldson og
dóttir hennar. — Söngflokkur
Norður-Nýja-Islands söng og við
útförina, en hin látna hafði haft
mikla nautn af að tilheyra
honum.
S. Ólafsson
☆ ☆ ☆
Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka? —
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi ei saka.
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en guð þau telur;
því heiðloftið sjálft er huliðs-tjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
En ástin er björt sem barnsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi;
og fjarlægð og nálægð, fyr og nú,
oss finnst þar 1 eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi. —
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir. —E. B.
LÆGSTA FLUGFAR
TIL
Grípið tækifærið og færið
yður í nyt fljótar, ódýrar og
ábyggilegar flugferðir til
íslands í sumar! Reglu-
bundið áætlunarflug frá
New York ... Máltíðir inni-
faldar og annað til hress-
ingar.
ÍSLANDS
ASelns
fram og 111 baka
iil Reykjavíkur
SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR
Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar
/7/71/7
ICELANDIÖ ’A IH L I N C S
UjLAaUzj
15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585
lllllfllHÍ
«01