Lögberg - 30.09.1954, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1954
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Geffð ít hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrlft ritstjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 743-411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and publlshed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa
Sérhvert land undir fót
Reynslan hefir leitt í ljós, að sýklarnir, þessir skæðu
óvinir mannkynsins fara ekki í manngreinarálit; þeir eru
engum landamæralínum háðir, heldur leggja þeir sérhvert
land undir fót og ná sér þá einkum niðri þar, sem mennirnir
frá heilsufarslegu sjónarmiði séð, eru veikastir á svellinu;
þannig er það með berklasýkilinn; hann gerir sjaldnast boð
á undan sér, heldur grefur hann sig inn í blóðið án tillits
til litarháttar eða þjóðernislegs uppruna og vinnur þar nótt
sem nýtan dag hið miskunnarlausa skemdarverk sitt; sýkill-
inn er alþjóðaborgari, ef svo mætti að orði kveða, og þar af
leiðandi þarf til þess öflug alþjóðasamtök að ráða niður-
lögum hans; að þessu vinna læknavísindin og heilbrigðis-
málastofnanir vítt um jarðir; mikið hefir óneitanlega
unnizt á, þótt enn sé við raman reip að draga.
Svo sem vitað er, voru það Sameinuðu þjóðirnar, er
grundvöll lögðu að alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, The
World Health Organization, er þegar hefir int af hendi
mikið og göfugt starf, en megintilgangurinn er sá, að búa
svo um hnúta, að svo miklu leyti, sem auðið má verða, að
öllum mannanna börnum veitist jafn aðgangur að þeirri
heilsuvernd, er tæknin og læknavísindin nú ráða yfir.
Aminst heilbrigðismálastofnun er fagurt og lærdóms-
ríkt dæmi þess hverju alþjóðasamvinna getur til leiðar
komið börnum jarðar til blessunar.
í grundvallarlögum stofnunarinnar, er meðal annars
svo komist að orði:
„Góð heilsa er ekki aðeins útilokun sjúkdóma og
hnignunar, heldur fyrst og fremst sjálfstætt kerfi andlegs
og líkamslegs velfarnaðar. Allir menn eiga í eðli sínu jafnan
rétt til heilsufræðilegrar og hollrar lífsafkomu og standi
öfugþróunin í vegi fyrir slíku, verður almenningur að taka
í taumana“.
A mannlegri heilbrigði hvílir framtíðarvonin um frið
og varanlegt öryggi í mannheimi.
☆ ☆ ☆
Bæfrtur húsakostur
Að því er ráða má af skýrslum hagstofunnar í Ottawa,
voru reist hér á landi fyrstu sex mánuði líðandi árs 41,272
heimili til móts við 39,424 á sama tíma í fyrra; með þessu
er óneitanlega stigið spor í rétta átt, þótt betur megi ef
duga skal, því tala nýrra heimila helzt ekki nándar nærri í
hendur við fjölgun fólksins í landinu.
Ný hús eru í svo háu verði, að láglaunastéttunum er
með öllu afviða að eignast þau; slík hús fást naumast keypt
fyrir minna en $12,000, og er það ekki heiglum hent, að
ráða fram úr slíku.
Mr. David Mansur, framkvæmdarstjóri stjórnarláns-
stofnunarinnar, Central Mortgage and Housing Corporation,
flutti á nýlega afstöðnu ársþingi borgarstjóra- og héraðs-
málefnasambandsins ræðu um þetta vandamál, og gerði
eftirgreindar athuganir, er að makleikum vöktu mikla at-
hygli; í fyrsta lagi lét hann þess getið, að spekúlantar hefðu
sprengt svo upp verð byggingarlóða, að almenningur fengi
ekki rönd við reist, einkum þó í útjaðrahverfum hinna
stærri borga; byggingakostnaður hefði vitanlega* færst
gífurlega í vöxt, þó sýnt væri að verð lóðanna stæði við
hann í öfugu hlutfalli. Mr. Mansur taldi það í rauninni
ekki ná nokkurri átt, að óræktaður 50 feta landblettur
seldist á þúsund dollara og hvatti jafnframt héraðsstjórnir
til þess, að gera alt, sem í þeirra valdi stæði til að koma í
veg fyrir slíkan óvinafagnað; kvað hann lausn þessa máls
því aðdíns raunhæfa, að allir legðust á eitt um að draga
svo úr byggingarkostnaðinum, að þjóðinni í heild veittist
kostur á hæfum og hollum húsakynnum, er sem allra flestir
þegnar þjóðfélagsins hefðu ráð á að eignast.
☆ ☆ ☆
Nýfrfr lánsúfrboð
Hinn 18. okt. hefst spariveðbréfasala Canadastjórnar,
hin níunda í röð, og þarf ekki að efa að henni verði vel
tekið af öllum almenningi því slík lánsútboð hafa á undan-
gengnum árum farið stórvægilega fram úr áætlun og mun
svo einnig verða að þessu sinni; fjársöfnun þessarar teg-
undar er holl og viturleg; í stað þess að leita lánsfjár utan
landamæranna og greiða erlendum aðilum af því vexti,
lánar þjóðin stjórninni, eða í raun og veru sjálfri sér þær
upphæðir, sem fram á er farið og nýtur sjálf þeirra vaxta,
er spariveðbréfin gefa af sér.
Veðbréf þessi, sem gefin verða út 1. nóvember næst-
komandi gefa af sér árlega 3^/4 % í vexti um tólf ára tímabil,
því þau verða formlega leyst út árið 1966. Upphæðirnar
hljóða upp á $50, $100, $500 og $5000. Veðbréfin verða
skrásett í nafni hlutaðeiganda, en slík skrásetning felur í
sér tryggingu gegn glötun, þjófnaði eða eyðileggingu.
Til tryggingar fyrir lánum þessum felast öll náttúru-
fríðindi þjóðarinnar, sem segja má að eigi verði nokkur
takmörk sett.
Semja má um kaup og greiðslur veðbréfa þessara hjá
hvaða banka, sem er, trúnaðarstofnunum og viðurkendum
fésýslufélögum, svo og með reglubundnum launafrádrætti
fólks hjá þeim fyrirtækjum, er það starfar við.
Styðjið yðar eigin velferð með kaupum áminstra
spariveðbréfa!
HAROLD WILSON:
Nýju valdhafarnir í Kreml
Harold Wilson, jyrrv. við-
skiptamálaráðherra í jafnað-
armannastjóminni brezku,
var fyrir skömmu staddur í
Moskva; ræddi hann þar við
æðstu ráðamenn Sovétríkja-
sambandsins í Kreml og er
eftirfarandi grein, sem birt-
ist í blaðinu „Daily Herold“,
frásögn af því, sem þar bar
á góma.
Það er hreint ekki svo auð-
velt, að brjóta sér leið inn í
Kreml, og síðan inn í gulmálaða
skrifstofubáknið í norðaustur-
hluta borgarinnar, þar sem
æðstu menn Sovétríkjasam-
bandsins hafa aðsetur sitt.
Þessi áfangi minn hófst í gisti-
húsi einu í Moskvu, en þar hitti
ég fyrir fulltrúa frá ráðuneytinu,
og ók, ásamt honum í skraut-
legri Sovét-Zim bifreið áleiðis
til Kreml.
Þegar bifreiðin kom að aðal-
hliði borgarinnar, hringdi vörð-
urinn aðvörunarbjöllu, og bif-
reiðin staðnæmdist hjá þrem
varðliðsforingjum, sem voru ein-
staklega alvarlegir á svipinn og
með alvæpni.
Þegar þeir höfðu athugað okk-
ur eins og þá lysti, breyttist
rauða ljósmerkið yfir hliðinu í
grænt; um leið opnaðist hliðið,
og einn varðliðsforingjanna bauð
okkur að aka á eftir bifreið sinni
inn í borgina.
\
Heili stjórnarkerfisins
Um leið og við héldum inn um
hliðið kvað við bjölluhringing,
og hljómaði hún í sífellu, unz
annar varðgæzluforingi tók við
leiðsögn.
Við ókum um breiðan veg
framhjá gömlum kirkjum með
lauklaga turijþökum, og námum
loks staðaF við hina miklu gulu
skrifstofubyggingu, sem nefna
mætti heilabú Sovétríkjasam-
bandsins.
Verðirnir, sem við fórum fram
hjá, sýndu vopn sín. Við stigum
út úr bifreiðunum, og héldum
síðar um mörg herbergi og fram
hjá mörgum, vopnuðum vörðum,
fórum síðan í lyftu og komum
að síðustu fram á breiðan gang,
en við þann gang eru aðalskrif-
stofur Malenkovs, Krushhohevs
og Mikovans og þeirra félaga.
Ég var, sem sé, staddur í að-
setursstað æðstu manna hins
volduga Sovétríkjasambands.
Margir munu þeir, víðsvegar í
heiminum, sem vildu mikið til
þess gefa að vita leyndarmál
þau, sem hér eru geymd. Það
yrði myndarlegur hlaði, ef allur
sá pappír, sem tilgátur varðandi
þau leyndarmál hafa verið
lestraðar á, væri samankominn á
einn stað.
Og þarna í því „allra helg-
asta“,'átti ég langt samtal við
Mikovan aðstoðarforsætisráð-
herra, en honum hafði ég kynnzt
er hann var meðlimur nefndar
þeirrar, er samdi um verzlunar-
viðskipti Breta og Rússa, árið
1947.
Við ræddum margt um verzl-
unarviðskipti ríkjanna austan
og vestan járntjalds og efnahags-
lega afstöðu Rússa á alþjóðleg-
um vettvangi. En mest ræddum
við þó heimsmálin.
Það vakti með mér mikla
undrun, hve nákvæmlega hann
fylgdist með öllu því, sem gerzt
hafði í Bretlandi og Vestur-
Evrópu að undanförnu. Enda
þótt Mikovan væri einn í hópi
þeirra, er stóðu fremst í fylk-
ingu kommúnista í byltingunni
1917, er hann enn ekki fullra
sextíu ára að aldri. Hann er
viðurkenndur sem helzti sér-
fræðingur Rússa í öllu, sem við
kemur verzlunarviðskiptum, og
víðfrægur fyrir fyndni sína og
gamansemi, enda er hann Ar-
meni að uppruna.
Boginn spenntur
Á meðan ég dvaldist í Moskvu,
reyndi ég eftir megni að mynda
mér einhverja skoðun um þær
breytingar, sem orðið hefðu eftir
dauða Stalíns. Slíkt hlýtur vitan-
lega alltaf að vera meira og
minna ágizkun, því engum óvið-
komandi er unnt að komast að
því sanna. Engu að síður varð
mér ýmislegt svo ljóst af við-
tölum, sem ég átti við menn þar,
að ég þykist hafa getað gert mér
nokkra hugmynd af því, hvernig
nú sé ástatt í Rússlandi, eftir
dauða Stalíns.
Vandamál það, sem stjórnin á
við að glíma, er tvíþætt, —
aukning framleiðslunnar og að
bæta lífskjör þjóðarinnar. Til
þess að leysa þetta vandamál
hefir stjórnin orðið að spenna
bogann til hins ýtrasta fjárhags-
lega, og ljóst er af ýmsu, að hún
hefir orðið að notfæra sér sér-
stakar tekjulindir, bæði innan
lands og utan, til þess að efla
iðnaðinn og auka framleiðsluna.
Aðalbreytingin, sem orðið hef-
ir við lát Stalíns, er ekki hug-
sjónaleg, heldur hvað stjórnar-
hætti snertir.
Ekkert er heimskulegra en að
tala um „Stalínisma án Stalíns“.
Stlínisminn var fyrst og fremst
Stalín, persónulegt vald, hug-
sjón, ákvarðanir og starfshættir
einræðisherrans.
Nú er það hins vegar hópur
manna, sem fer með völdin í
Kreml, einráður hópur, að vísu,
— en enginn einn alráður þjóð-
arfaðir, óskeikull eins og æðri
máttarvöld. Og sá hópur, sem
tekið hefir við völdunum, veit,
að hann nýtur ekki sömu al-
menningsdýrkunar, og verður
því dæmdur eftir verkum sínum.
Um leið virðist sú andúð, sem
sumir á æðri stöðum báru til
Stalíns, þótt dult færi, með öllu
horfin. Nú hefir hann verið tek-
inn í tölu stjórnmáladýrlinga,
eins og Lenin, og á hverjum degi
heimsækja þúsundir manna víðs
vegar að úr Sovétríkjunum graf-
hýsi beggja þessara stofnenda
hins volduga sambands, og báð-
um er þeim flutt lof og lotning í
söng, ræðum og ritum. En hin
nýja stjórn virðist hins vegar
ekki ætla að gera kröfur til þess,
að nokkur einn einstaklingur
hljóti lof og lotningu flokksins,
eða verði dýrkaður eins og
óskeikull persónugervingur æðri
máttar.
Beríamálið var ekki að neinu
leyti afleiðing sundurþykkju
innan þess fámenna hóps, sem
með völdin fer, heldur sönnun
um samheldni hans. Bería var
persónugervingur hins liðna
stjórnskipulags, fulltrúi ein-
staklingseinræðisins, og því
hættulegur samvinnu hinna
nýju valdhafa. Við dauða hans
urðu þeir því öruggari í sam-
starfi.
Aukið frelsi
Þessi nýja stjórn gerir sér
mikið far um að öðlast sem
mesta lýðhylli, í stað einst^kl-
ingsdýrkunar. Má því til sönn-
unar benda á það, hve mjög hún
leitast við að auka framleiðslu á
öllum neyzluvarningi, bæta húsa
kost og lífsviðurværi þjóðar-
innar.
Þá er og réttaröryggi meira nú
en áður. Menn geta að vísu átt á
hættu að vera fangelsaðir fyrir
að hafa brotið reglur kommún-
istaflokksins, en þeir eiga ekki
lengur á hættu, að leynilögreglu
menn veki þá af svefni um miðja
nótt og hafi þá á brott með sér
vegna þess að á þeim hvíli grun-
ur um að hafa haft einhver kynni
af einhverjum, sem fundinn var
sekur um brot á flokksaganum.
Athyglisverðust er þó ef til
vill sú tilraun stjórnarinnar, að
eyða einangrunarkenndinni úr
hugum fólksins. Sjálfir þurfa
meðlimir stjórnarinnar ekki
lengur að varast að minnast
opinberlega á hið raunverulega
ástand í fjármálum og viðskipta-
málum, en á meðan Stalín var á
lífi, þorðu þeir ekki annað en
leyna hann því. Þetta hefir í för
með sér, að nú eru hin raunhæfu
stjórnmál meira rædd heldur en
„línur“ og hugsjónastefnur.
Hvaða áhrif hefir þetta í al-
þjóðamálum? Ég er þess fullviss,
að valdhafarnir í Kreml vilja
komast hjá styrjöld. Þeir hafa
meira en nógu að sinna á sviði
innanlandsmála, auk þess sem
viðhorfið í Kína og austur þar
valdur þeim ærnu erfiði. Þær
200 milljónir manna, sem enn
eiga þar við afleiðingar styrj-
aldarinnar að glíma, hafa fyrst
og fremst þörf fyrir frið.
Ég sé því ekki mikla ástæðu
til að óttast, að nokkrar þær
breytingar verði í bráð, til dæm-
is í Þýzkalandsmálunum, sem
stofni friðinum í hættu. Ég geri
fremur ráð fyrir, að það, sem nú
er framundan, muni bera vitni
einlægum vilja til friðsamlegrar
samvinnu með austri og vestri.
Traust
Hvað varðar þetta okkur? Við
ættum að forðast alla árekstra,
sem hjá verður komizt, einkum
í Þýzkalandsmálum.
Það hefir sýnt sig í Genf, að
samvinna Breta og Rússa fyrir
auknum skilningi á málunum
getur greitt úr örðugum og
flóknum vanda; Bretar eiga tök
á að efla skilning Bandaríkja-
manna, Rússar hafa sömu að-
stöðu hvað Kína snertir. Þarna
er leiðin til friðsamlegrar sam-
vinnu.
Eigi skipting heimsins í tvær
andstæðar meginheildir að hald-
ast, verður ábyrgðin, sem á okk-
ur hvílir, að sama skapi meiri.
Og söm ábyrgð hvílir einnig á
Sovétríkjasambandinu. Þeirra
vegna verður að byggja brúna
milli austursins og vestursins,
brú þess gagnkvæma skilnings,
sem einn getur bjargað heim-
inum.
Og aukin verzlunarviðskipti
eru öruggasta leiðin til að efla
gagnkvæmt traust með Bretum
og Rússum.
Viðskipti
Eftir að hafa rætt við ráðherra
[Sovétstjórnarinnar og æðstu
ráðamenn verzlunar og við-
skipta, er ég þess fullviss, að
Rússar eru fúsir til að eiga við
okkur aukin verzlunarviðskipti-
Útflutningur sumra þeirra
vörutegunda, sem þeir hafa selt
okkur, til dæmis timbur og korn,
hefir stundum takmarkazt af
notkunarþörf heima fyrir, eða
uppskerubresti. En þeir kváðust
vera þess albúnir að selja okkur
mikið magn af málmum, —
magnesíum, crómi og járnsteini.
Einnig vilja þeir selja olíu, og
innan skamms geta þeir farið að
flytja aftur út hör. ^
í staðinn vilja þeir kaupa alls
konar vélar og tæki, sjónvarps-
tæki, skip og fleira. Þeir eru
fúsir til að kaupa mestan hluta
þess vörumagns, sem við höfum
að selja.
Þarna verður okkur mestur
þrándur í götu, hve margar vöru
tegundir við höfum skuldbundið
okkur til að selja Rússum ekki,
— af hernaðarlegum ástæðum.
Við ættum að strika yfir þmr
skuldbindingar hið bráðasta.
Að öðrum kosti missum við
af Sovétviðskiptunum, og þeim
mikla markaði, sem þar gæti
staðið okkur opinn um margra
ára skeið; — viðskiptum, sem ef
til vill yrðu öruggasta leiðin til
að brúa bilið milli austurs og
vesturs.
—Alþbl., 17. ágúst
COPENHAGiN
Bezfra munnfróbak
Keimsins
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
SINDRI SIGURJÓNSSON
LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK
VINNUSOKKAR
Beztu kjörkaup
vegna endingar, auka
þæginda og auka-
sparnaðar. Endingar-
góðir PENMANS
vinnusokkar af stærð
og þykt, sem til-
heyra hvaða vinnu
sem er.
EINNIG NÆRFÖT og YTRI SKJÓLFÖT
Frægt firma síðan 1868