Lögberg - 19.07.1956, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.07.1956, Blaðsíða 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 69. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. JÚLl 1956 NÚMER 29 MlNNINGARORÐ: Benedikt Valdimar Sigvaldason, bóndi að Framnesi í Geysisbygð — leiðiogi í Nýja-íslandi Fæddur 30. ágúsi 1889 — Látinn 11. desember 1955 Hann var fæddur að Aðal- bóli í Geysisbygð í Nýja- Islandi 30. ágúst 1889, en þar attu landnámshjónin, foreldr- ar hans, Sigvaldi Símonarson °g Margrét Benediktsdóttir heimili um hríð, en fluttu 1892 að Framnesi í sömu bygð, varð þar framtíðarheimili þeirra. 1 minningargrein um Mar- gréti móður Valdimars, sem væntanlega birtist í sama tölublaði Lögbergs og þessi nainningarorð, er að nokkru getið ættar foreldra hans og nafna bræðra hans. Skal það ekki endurtekið hér. Valdimar, en undir því nafni var hann þektur, var þriðji í aldursröð af sonum Sigvalda og Margrétar í Framnesi. Hann ólst upp með toreldrum sínum þar, og gekk a skóla í heimabygð sinni, þótt ókunnugt sé mér hver að hennari hans eða kennarar voru. Ég er þess fullviss að Ungur átti hann mennta- og iærdómsþrá sér í huga, því að hún fylgdi honum til daganna enda. 1 æsku mun hann hafa Unnið að búi foreldra sinna eins og almennt tíðkaðist. — Eldri bræður hans stunduðu snemma fiskiveiðar á Winni- Pegvatni og voru fengsælir. ^ngur stundaði Valdimar fískflutninga á Winnipeg- vatni. Um nokkur ár vann hann þreskingarvinnu í Norð- Ur-Dakota-fylki. Mig minnir hann segði mér, að síðast hefði hann keyrt á eigin hest- um úr Nýja-íslandi til Norður Hakota sumarið 1910. ^ann 26. marz 1923 kvænt- lst Valdimar Maríu Ingi- björgu ólafsdóttur Árnason- ar og Sólrúnar konu hans. au bjuggu ávalt í Framnesi, óðurleifð hans. Börn þeirra eru einkar mannvænlegt og óugandi fólk. Þau eru: Sólrún Ólafía, gift S. D. yjólfssyni, búa í Geysisbygð. Ingimar, kvæntur May agnússon, búa í Framnesi. Margrét Sigurrós. kennari a^ menntun, gift Magnúsi aníelssyni, búa í Calgary. Thorbjörg Emily, hjúkrun- arkona, gift Robert Campbell, bua í Calgary. Christine Mable, kennari, uvelur heima. Siarni Lawrence, heima með móður og systkinum. Oscar Marino, heima, stund- ar enn nám. Benedikt V. Sigvaldason Lawrence Anderson, bróð- ursonur Mrs. Sigvaldason, er fóstraður upp í Framnesi. Eitt af börnum Ingibjargar og Valdimars, hið næst elzta, Sigvaldi Marinó, dó 10 mán- aða gamall. — Barnabörn eru 5 á lífi. Valdimar var mikill elju- og starfsmaður alla ævi. Hann starfrækti umfangsmikið og vaxandi bú, en mun oft hafa haft meira vinnuafl á heimili sínú' en alment gerðist; hann var umboðsmaður ýmsra vá- tryggingarfélaga. Þess utan lét hann ýms velferðarmál til sín taka, og átti lengi sæti í stjórnarnefndum sumra þeirra; þannig átti hann sæti í stjórn Framnes Co-operative verzlunarinnar í Árborg frá árinu 1922, en forstjóri þess var hann frá árinu 1942. Þá átti hann sæti í North Star Co-operative Creamery í Ár- borg um 30 ár. Hann var alltaf skrifari Geysissafnaðar, heimasafnaðar síns, frá arinu 1915. Árum saman átti hann sæti í Prestakallsnefnd safn- aðanna í Norður-Nýja-íslandi. í skólahéraði umhverfis síns þjónaði hann sem meðnefnd- armaður og skrifari um all- mörg ár. Um nokkra hríð þjónaði hann sem Justice of Peace. Einnig var hann með- limur í Manitoba Rural Council. Frá 1950 átti hann sæti í stjórnarnefnd Elli- heimilisins Betel; síðustu 3 árin var hann skrifari nefnd- arinnar. Rækti hann starf sitt af mikilli nákvæmni og glögg- um skilningi og samvizku- semi. Söknum vér samstarfs- menn hans þar mikils við frá- fall hans. Hið sama hygg ég að fullyrða megi um öll hin margþættu opinberu störf, er hann hafði með höndum. Hin nýja áfengislöggjöf Mörg voru þau vandasöm að éðli — og vanþakklát — eins og þjónusta oft er í þágu fjöldans. Ég hygg, að Valdi- mar áynni sér jafnan traust samverkamanna sinna, ekki síður en tiltrú almennings, í hvers þarfir hann vann svo lengi og vel, og á svo mörgum og mismunandi sviðum. — Valdimar átti víðfeðman og vaxandi skilning á félagsleg- um málum. Hann jók stöðugt við þekkingu sína, og varð maður fróður í lögum; átti hagkvæma þekkingu á mis- munandi sviðum. Hvorki var hann margmáll né hávaða- samur á mannfundum, en orð hans áttu oft áhrifamagn í sér fólgið; hann var formfast- ur, athugull og rólegur, sjálfmenntaður og sjálfstæður íslendingur, er hélt venjulega fast á málum og hjálpaði til að leiða þau til farsælla lykta. Þótt hann tæki þátt í mörgum störfum utan heimilisins og yrði oft heiman að dvelja í þágu þeirra tókst honum með framsýni sinni að láta heima- störfin ekki líða sökum utan heimilisanna, er á hann hlóð- ust. Hann var árvakur og hag- sýnn heimilisfaðir, skilnings- lákur og athugull faðir barna sinna, trúfastur eiginmaður og ævifélagi; í allri afstöðu sinni sannur og trúr maður, er mat það mest að vera, en ekki að sýnast. Þess vegna er söknuðurinn svo djúpur í ástvina- og vinahjörtum við fráfall hans, og í hugum hinna mörgu samverkamanna hans og héraðsbúa er tilfinning um, að seint muni skarðið fylt, er autt hefir orðið við fráfall hans. Eiginkona hans, sem nú er eftirskilin, minnist með djúpu þakklæti og gleði samveru- áranna, sem urðu þrjátíu og þrjú að tölu. — Hún var hon- um hin trausta stoð og styrk- ur í öllu hans starfi; á sinn yfirlætislausa hátt var hún hin góða dís, sem ávalt vakti yfir velferð hans, barna þeirra og heimilis. Útförin fór fram þann 16. des. á svalbjörtum degi frá Framnesheimilinu og Geysis- kirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. Mrs. E. H. Sigmar söng einsöngva. Hljómfagur og þróttmikill söngur ís- lenzkra sálma var leiddur af söngflokki safnaðarins. Undir- ritaður flutti kveðjumál. Valdimar Sigvaldason mun oss lengi í minni lifa. „Vertu sæll, við söknum þín.“ S. Ólafsson Síðastliðinn mánudag gekk í gildi að miklum hluta hin nýja áfengislöggjöf Manitoba- fylkis, er síðasta fylkisþing afgreiddi; nokkur ákvæði lög- gjafarinnar koma ekki til framkvæmda fyr en seinna. Nú má selja bjór í þriggja, sex, tólf og tuttugu og fjögra flaskna pökkum. Heimilt er nú að gefa áfengi, tólf flöskur af sterk- um drykkjum eða víni og tólf tylftir af bjór. Tvær tegundir leyfa taka við af “Banquet permits”, þar sem veita má vín í veizlum og selja áfengi. Golf- og Curling-klúbbar mega veita bjór á sunnudög- um en ekki selja; félagsmenn verða að undirskrifa beiðni þess efnis sjálfs sín vegna og gesta þeirra. Eftir 30. þ. m. verða ölstofur (Beer Parlors) að hafa ávalt á takteinum ferskt drykkjar- vatn, gosdrykki, ávaxtasafa og að minsta kosti tvær teg- undir af smurðu brauði; næg- ar birgðir þurfa að vera á hendi til að fullnægja eftir- spurn; auk þess verða ölstofur að hafa fyrirliggjandi ýmsar tegundir af köldum mat og eggjum. Þá verður sú nýlunda gerð, að ölstofum vegna máltíða verði lokað frá klukkan 6.30— 7.30 e. h. Um opnunar- og lokunar- tíma áfengisbúða verða settar ákveðnar reglur einhvern hinna næstu daga; þá er og ráðgert, að panta megi áfengi í síma, og fá það sent heim. Leyfilegt er að hafa opna Sumar tjaldar sali Breiðra akra bylgjast haf blóma ofið grundum; geislar sauma gullið traf grænum skógalundum. Mildur blær frá þláum geim blíða hrærir strengi, lætur glaðan hörpuhreim hljóma vítt og lengi. Sumarfegurð sálu manns söngva nýja vekur; léttum vængjum hugur hans hærra flugið tekur. RICHARD BECK Mikil síldveiði á íslandi Nýjustu fregnir frá Islandi telja síldveiðina í sumar margfalt meiri en við hafi gengist síðastliðin tíu ár; magnið sé mikið og síldin feit. flösku í bíl, sé hún þar í _ loknaðri geymslu. Um þann 1. október næst- komandi fer fram atkvæða- greiðsla í borgum, bæjum og sveitahéruðum um það, hvort leyfð skuli áfengissala á breið- ari grundvelli, svo sem í Cocktail Bars, og samdrykkju stofum karla og kvenna. Alt í uppnómi Svo má segja að enn sé alt í uppnámi í Algeríu og daufar horfur á um viðunandi lausn vandamálsins. Frakkar hafa að mun aukið liðsafla sinn í landinu, en þrátt fyrir það, hefir þeim reynst viðureignin við þjóðernissinna engu auð- veldari en áður; mannfall varð allmikið á báðar hliðar þrjá undanfarna daga. Tekur sæti sitt á þingi Hon. Stuart S. Garson dómsmálaráðherra sambands- stjórnarinnar, hefir nú tekið sæti sitt á þingi á ný eftir sex vikna fjarveru vegna alvar- legs uppskurðar; er sagt að hann hafi náð sér vel og sé tekinn til óspiltra málanna við þingstörfin. Út á víðavangi Eisenhower er orðinn hress áhann Kratar grjóna. Lúlli býr til bögu og vers og blæs með krafti í stóna. Valtur er mörgum valdasess er vilja Mammon þjóna. Gott sé þeim, sem gæta þess góða vísu að tóna. SÓL OG SUMAR Uma fögur engi og mörk, í öllu er líf og kraftur. Sigri fagnar sólkyst björk, sumarið komið aftur. Þó að glói á græna mörk og grösin blómstri aftur. Sjálfur er ég barlaus björk, boginn fúaraftur. í DAGRENNING Loftið skrýðist ljósa glóð landið fríða og bærinn. Sumar prýði sólarljóð, syngur þíður blærinn. Jafnt um hól og græna grund grös í skjóli þíðu, njóta róleg náðarstund nú í sólar blíðu. Ásgeir Gíslason —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.