Lögberg


Lögberg - 20.09.1956, Qupperneq 1

Lögberg - 20.09.1956, Qupperneq 1
SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In yA Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tlns Makes the Finest Bread Avallable at Your Favorite Grocer 69- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1956 NÚMER 38 * Fréttabréf til Lögbergs Tjörn. ValnsnesL Húnavainssýslu. II. seplember 1956 Kæri Einar og lesendur Lögbergs: Það er nú farið að hausta að a fslandi og hugur minn Lvarflar aftur í tímann, því það var um þessar mundir í fyrra að við fórum frá Mani- toba hingað heim til íslands. Tíminn líður fljótt og það virðist ótrúlegt að vita, að margir kunningjar okkar í Kýja-fslandi hafa síðan farið Ur þessum heimi. Ég man nú a® einn af þeim fyrstu fslend- lugum, sem ég kynntist í Árborg var Lárus heitinn Ljörnsson. Þegar ég var bú- mn að vera nokkra daga í Prestakalli mínu kom hann til nún og bað mig að fylgja sér ut í Geysisbyggðina til Guð- úundar heitins Oddssonar, sem þá lá á dánarbeði sínum. var það Valdi Sigvaldason, Sem tryggði bifreiðina mína °g var sterkur stuðningsmað- Ur kirkjunnar þar norður frá. Kann er einnig farinn. ®g minnist þessara góðu ^^una með virðingu, eins og annara landa, sem fallið hafa 1 valinn síðan ég yfirgaf Lanada. Héðan úr átthögunum er aÚ sæmilegt að frétta. íslend- J^gar standa sig með prýði á lympíu-skákmóti, sem hald- er um þessar mundir í ^oskow. ^stenzkir fótboltamenn - .. °Ccer) — búa sig undir fer 1 Landaríkjanna til að kepp JJ1® U. S. A. í millilandc , ePPni. Ameríkumenn töpuð ^eykjavík í fyrra og búist e við York. S1gri fálendinga í Ne’ ^ Jfogarar selja vel fisk sinn í yzkalandi, og góður markað- Ur er fyrir Suðurlandssíldina. Kíkisstjórn íslands hefur fert ýmsar ráðstafanir til að oma í veg fyrir vaxandi dýr- t!. * a- hafa verkalýðssam- ln fallist á að slaka til með V)sitÖlu-uppbót fram að jól- Utíl- Þetta er aðeins byrjun og að er von allra, að stjórninni egi takast að stemma stigu yrir vaxandi verðbólgu og °Vlðeigandi ástandi í fjár- atum þjóðarinnar. g skrifa þessar línur á eitafelli, sem er um eina Tjörn. Þar verðum set ^ vetur, því að prests- tUrshúsið er í smíðum á sij0rn- Á Geitafelli bjó einu nni maður, sem Eyjólfur uðmundsson hét Hann flutt. ,.. j°ngu fyrir aldamót til an með 10 börnum sínum ein dóttir, 18 ára, var eftir cg giftist og bjó í Krossanesi skammt héðan frá). f dag eru margir afkomendur Eyjólfs í Salt Lake City, sem kalla sig Goodman. Próf. Finnbogi Guðmunds- son sýnir nú hvarvetna á landinu „100 ár í Vestur- heimi“, og myndin hefur vakið mikla athygli. Hann er væntanlegur til Hvamms- tanga bráðum, og margir héðan úr Vatnsnesi hlakka til að sjg myndina. Ég hefi gjört töluvert mikið að því í sumar að glæða knattspyrnulífið í sýslunni. Fjórir flokkar hafa verið stofnaðir, og ég hefi ferðast um til að þjálfa þá — aðallega á kveldin. Haustmótið fór fram á Hvammstanga um dag- inn að viðstöddu fjölmenni (um 1000 manns) og úrslitin urðu þau að Vatnsnes sigraði Hvammstanga og Víðidalur sigraði Miðfjörð. Úrslitaleik- urinn fer fram eftir göngurn- ar — eftir þrjár vikur eða svo á Hvammstanga. Til gamans má segja, að öll þessi hreyfing hefur tálgað mig svo, að ég hefi tapað 20 pundum. En þess ber einnig að minnast að hvorki er horn- eða Ken’s-búð til hérna, þar sem góður rjómaís er seldur. Ég lýk þessum þætti með dálítilli sögu. Ekki alls fyrir löngu var ég staddur á Kefla- víkurflugvelli. Stór flugvél frá B.O.A.C., á leið frá London til Montreal, hafði nýlega sezt. Farþegar flugvélarinnar gengu fram og aftur á stöð- inni og biðu eftir því að þeim væri gefið merki um að fara um borð á ný. Maður nokkur kom til mín. „Ég bið afsökunar“, sagði hann brosandi, „en mig langar til að tala nokkur orð við ís- lending." „Einmitt", svaraði ég, „og hvaðan ertu?“ „Ég er Englendingur", svar- aði maðurinn, „og er á leiðinni til Canada.“ Hann tók síga- rettupakka upp úr vasa sín- um, — og án þess að bjóða mér sígarettu, spurði hann mig, hvort ég gæti gefið sér eldspýtu. „Ó, nei!“ svaraði ég bros- andi. „Ég er ekki Islendingur heldur Skoti.“ Maðurinn var svo hissa, að hann sneri sér strax við og gekk burtu. Innilegustu kveðjur frá okkur öllum til vina og kunningja. Robert Jack Níræð oð aldri Hinn 3. þ. m. átti Mrs. Sig- ríður A. Guðmundson á dval- ar heimilinu Betel á Gimli níræðisafmæli; hún var fædd að Holtum í Hornafirði' í / Austur-Skaftafellssýslu og voru foreldrar hennar Árni Ásgrímsson og Vigdís Jóns- dóttir; í móðurætt er hún af- komandi hins þjóðkunna kennimanns, séra Jóns Stein- grímssonar á Prestsbakka. Mrs. Guðmundsson á fjögur börn, Vigdísi (Mrs. George Hansson í Chicago); Berg, búsettan í Árborg; Steinu (Mrs. Eymundur Daníelsson, Árborg); og Margréti (Mrs. Dóri Björnsson, Riverton). Mrs. Hansson kom til Gimli frá Chicago til að njóta af- mælisfagnaðarins með móður sinni. Hinu níræða afmælisbarni barst persónulegt heillaóska- skeyti frá forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni. Þrátt fyrir háan aldur væri synd að segja, að Mrs. Guð- mundsson sæti auðum hönd- um, því hún prjónar á hverj- um degi og les talsvert líka; hún hefir óbilandi minni og vitnar tíðum í ljóð íslenzkra öndvegisskálda. Aldursforseti íslenzkra kvenna Síðastliðinn mánudag átti frú Margrét Ólafsson í Sel- kirk 103ja ára afmæli, og var þessa merka atburðar minst á heimili sonar hennar og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Joe Ólafsson, Morris Avenue þar ;í bænum. Mrs. Ólafsson fluttist til Canada af íslandi ásamt Jóni manni sínum 1884 og dvöldu þau fyrst í Árnesbygðinni í Nýja-íslandi, en fluttu til Selkirk 1889 þar sem heimili þeirra stóð jafnan síðan. — Margrét misti mann sinn 1948, og var hann þá 97 ára að aldri. Annar sonur Mar- grétar, Ólafur, er búsettur í Vancouver; hún misti tvo sonu, annan, er lézt 1947, en hinn í barnæsku; hún á 14 barnabörn, 40 barnabarna- börn og 2 barnabarnabarna- börn. Mrs. Ólafsson er senni- lega elzta íslenzka persónan, sem nú er á lífi í veröldinni, og nýtur enn góðrar heilsu og heldur óskertu minni. Lögberg árnar hinu aldraða afmælisbarni allra hugsan- iegrar blessunar. Fréttir fró íslandi 24. ÁGÚST Vöruskiptajöfnuðurinn í júlímánuði varð óhagstæður um tæpar 83 miljónir króna og fyrstu sjö mánuði ársins hefir hann orðið óhagstæður um nær 219 miljónir. ☆ Miklar hafnarframkvæmdir standa nú yfir á Akranesi. Þýzkt byggingafyrirtæki sér um framkvæmdirnar og lánar fé til þeirra, þrjár miljónir marka. Verið er að leggja aðalhafnargarðinn og byggja annan nær þvert á hann og iokar sá höfninni að austan. Þann garð mun sementsverk- smiðjan nota til útskipunar en inni í höfninni er þriðji garð- urinn, sem bátaútgerðin notar. ☆ Heyskapartíð hefir verið mjög góð í Rangárvallasýslu í sumar. Flestir bændur hafa lokið fyrra slætti og seinni sláttur stendur yfir. Háar- spretta er með bezta móti og útlit fyrir ágæta uppskeru garðávaxta í héraðinu. ☆ I sumar hefir mikið verið unnið að hafnarbótum í Þor- lákshöfn, m. a. sett niður tvö steinker við svonefnda norð- urvararbryggju, og á mánu- daginn verður steinkeri bætt við hafskipabryggjuna, sem lengist þá um 12 til 13 metra. Ellefu íbúðarhús eru í smíð- um á Þorlákshöfn. ☆ 27. ÁGÚST I gær var náð mikilvægum áfanga í hafnarframkvæmd- um við Súgandafjörð. Sökkt var steinnökkva við enda brimbrjótsins þar og er nökkvinn 57 metra langur. Viðlegubrún verður nú 95 metra löng og gerir lenging brimbrjótsins Súgfirðingum kleift að afgreiða flest hin stærri skip okkar. ☆ Nýlega er lokið byggingu myndarlegs sæluhúss á miðri Þorskafjarðarheiði, það er tví- lyft járnvarið timburhús, sem vegagerð ríkisins hefir látið reisa til öryggis vegfarendum. Húsið er 40 fermetrar, þar geta gist 30 manns. ☆ 29. ÁGÚST Vetraráætlun Loftleiða hefst 16. októher og gildir til 15. maí n.k. Á þeim tíma verða farðar 8 ferðir á viku um Reykjavík yfir Atlantshaf. Félagið tekur nú upp áætlun- arferðir til Bretlands en Luxemborgarferðir leggjast niður í vetur. Emile Walters í landnómi Eiríks rauða Samkvæmt fréttablaði flug- hersins á Grænlandi hefir Emile Walters, listmálari, verið önnum kafinn við mál- verk af fornrústum Islendinga þar. Danska stjórnin þar hefir aðstoðað hann, meðal annars með því, að lána honum skip og skipshöfn til að sigla inn hina löngu firði í vestari byggð, sem nú er nefnd Gothaav, þar sem íslendingar settust að. Segir listmálarinn í blaðaviðtali, að landslagið þar sé fagurt og stórfenglegt og að fornbústaðir íslendinga þar séu í svo góðu ásigkomu- lagi að engu líkara sé, en að þeir hafi skilið við þá í gær. Hefir hann nú málað Bröttu- hlíð Eiríks rauða og fleiri sögustaði þar. Mr. Walters flýgur til New York í lok þessa mánaðar. IJann hefir í hyggju að rekja slóð forn- Islendinga í málverkum sín- um í Labrador, Nýfundna- landi og austurströnd Canada og Bandaríkjanna. Þetta verk- efni, sem listmálarinn er að inna af hendi, hefir þegar vakið athygli víða um heim. Pípulagning tefst Að því er nýjustu fregnir herma, má nú nokkurn veginn víst telja, að gaspípuleiðslan frá Alberta til Winnipeg dragist á langinn fram á næsta sumar; en drátturinn stafar, að því er staðhæft er, frá stáliðnaðarverkfallinu mikla í Bandaríkjunum í sumar, er tók að miklu leyti fyrir pípuframleiðsluna; talið er líklegt að gasleiðslan kom- ist til Regina áður en vetur gengur í garð. Gera má ráð fyrir að drátt- ur á pípulagningunni vekji bitrar deilur, er þing næst kemur saman. Söfnun til líknarsamlagsins Hinn 25. þ. m. hefst hin ár- lega fjársöfnun til líknarsam- lags Winnipegborgar og verð- ur þá tilgreind sú fjárhæð, sem safna þarf til þeirra ýmsu stofnana, er samlagið mynda. Vonandi er að borgar- búar vaki á verði, er til söfn- unarinnar kemur og láti ekki sinn hlut eftir liggja.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.