Lögberg - 20.09.1956, Síða 2

Lögberg - 20.09.1956, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1956 Snjallar og merkilegar skáldsögur Eftir prófessor RICHARD BECK Þó að Guðmundur Daníels- son sé eigi nema hálf-fimm- tugur á hann sér að baki langan og glæsilegan rithöf- undarferil; hefir hann verið óvenjulega afkastamikill í rit- mennskunni, en hitt er þó stórum ánægjulegra til frá- sagnar, að hann hefir jafn- framt vaxið sem skáld með hverri nýrri bók, er frá hon- um hefir komið á síðustu árum. Nægir að minna á skáldsögu hans, Musleri ótt- ans, sem kom út árið 1953, og hlaut að verðleikum þann samhljóma dóm kunnra gagn- rýenenda, að þar væri um mikið og sérstætt skáldrit að ræða, í heild sinni með snilldarbrag. Síðastliðið haust sendi Guð- mundur frá sér tvær nýjar bækur, en það voru smásagna- safnið Vængjaðir hestar (Út- gefandi ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík) og skáldsagan Blindingsleikur (Útgefandi Helgafell, Reykjavík). í bók- um þessum fara saman tíma- bær viðfangsefni og eggjandi til umhugsunar, og sambæri- leg listræn meðferð þeirra, enda hafa þær báðar fengið ágæta dóma. I. Rúmur áratugur var liðinn frá því að Guðmundur gaf út fyrsta smásagnasafn sitt Heldrimenn á húsgangi (1944), þegar hið nýja smásagnasafn skáldsagnagerðarinnar, er hann legði frekari rækt við það vandmeðfarna form list- rænnar tjáningar. Er það nú í ríku mmæli á deginn komið. I hinu nýja smásagnasafni hans skipar öndvegi sagan „Pytturinn botnlausi“, og á hún það fyllilega skilið, því að síðan ég las hana fyrst í handriti fyrir nokkrum árum, hefi ég verið sannfærður um það, að hún væri heilsteypt listaverk. Þar sameinast mark- viss snilld í efnismeðferð og sálskyggni á háu stigi. „Höf- undurinn speglar þar draum æskunnar pg viðhorf hennar og örlög og gerir vandasömu viðfangsefni frábær skil.“ (Helgi Sæmundsson, Suður- land. 19. nóv. 1955). „Svala“, frásögnin um ungu stúlkuna fyrir norðan, sem á hug söguhetjunnar allan, er einnig prýðisvel samin smá- saga, og beitir höfundur þar af mikilli leikni vandasamri aðferð hinnar „hálfsögðu sögu“, og eykur það drjúgum áhrifamagn sögunnar. „Styrkir“ er bráðskemmtileg ádeila, að vísu ekki eins fast- mótuð og fyrrnefndar sögur, en hugmyndaauðlegð og frá- sagnargleði höfundarins njóta sín þar ágætlega, og mannlýs- ingarnar eru ljóslifandi, sér- staklega á söguhetjunni. Af skyldum toga spunnin er er ágætlega sögð, gamla fólk- inu, sem þar kemur við sögu, lýst af nærfærni og samúð. „Vísa Hadríans keisara“ er að ýmsu leyti skemmtileg frásögn og ber vitni hug- kvæmni höfundar, en nokkuð laus í reipunum, og ber meiri svip góðrar blaðamennsku en skáldsögu, eins og bent hefir verið á af öðrum. Og fyrst frá- sögn þessi er, eins og sögulok- in sýna, tengd vesturför höf- undar, þá fer vel á því að geta samtímis þeirrar sögunnar í safninu, „Þú skalt farmanns- kufli klæðast“, sem er hrein- ræktaður ferðaþáttur, og sver sig ótvírætt í ætt til fyrri ferðasagna höfundar um snjallar lýsingar og hressi- legan frásagnarhátt, svo að myndirnar, sem þar er brugð- ið upp, verða minnisstæðar. Þrjár sögur í þessu safni eru að því leyti í samhengi, að þær snerta allar drenginn Húna, en þær eru: „Úr blöð- um Húna drengs“, „Vígsla“ og „Faðir og sonur“. í fyrstu sög- unni svífa lesandanum fyrir sjónir átakanlegar en vel gerðar myndir úr lífi drengs- ins. „Vígsla“ segir frá örlaga- ríkri stund í lífi hins unga sveins, „dyrum heimsins hef- ur verið lokið upp fyrir hon- um“. Um innsæi og fastmót- aða efnismeðferð svipar þess- ari áhrifamiklu sögu til „Pyttsins botnlausa“. Djúpur sálrænn skilningur og þrótt- mikill stíll haldast þar í hendur. „Faðir og sonur“ er mjög vel gerð saga, svipmerkt sömu einkennum og „Vígsla“, þó eigi sé hún eins fastmótuð í efnismeðferð. Hins vegar fatast höfundi listatökin í seinustu sögunni, „Gesturinn", þó að hún sé at- hyglisverð að efni til. En í heild sinni er þetta smá- sagnasafn Guðmundar prýði- legt og hið merkilegasta; það sýnir á minnisstæðan hátt, að hann er búinn að ná föstum tökum á listrænu formi smá- sögunnar, og eykur að sama skapi skáldhróður hans. Því að auk annarra vel sam- inna sagna og athyglisverðra, eru fjórar af þessum sög- um, „Pytturinn botnlausi“, „Svala“, „Fasteignir hrepps- ins“ og „Vígsla“, gerðar af þeirri snilld, að þær skipa heiðursrúm í þeim skáldsagna flokki íslenzkra nútíðarbók- mennta. II. Það er ánægjuleg fjall- ganga, í andlegri merkingu talað, að fylgjast með ungum rithöfundi, er klífur æ hærra brattan tind aukins þroska og snilldar, og þá eigi sízt vinum hans og velunnurum. Þetta hefir góðu heilli, verið að gerast hvað snertir Guðmund Daníelsson, eins og þegar er gefið í skyn í sambandi við hið nýja smásagnasafn hans; en það er eigi síður sannmæli um nýjustu skáldsögu hans, Blindingsleik. Hann hefir á undanförnum árum stöðugt verið að sækja í sig veðrið í skáldsagnagerð- inni; hin ríka skáldgáfa hans, sem auðsæ var þegar í fyrstu bókum hans, hefir notið sín betur og betur í seinni skáld- sögum hans, en hvergi örugg- legar eða á eftirminnilegri hátt heldur en í ofannefndri skáldsögu hans. Réttilega lýs- ir einn af snjöllustu samtíðar- höfundum íslenzkum henni á þessa leið: „í hinni nýju skáldsögu Guðmundar hníga allir kostir hans sem rithöfundar í einn íarveg. Málið er fagurt og þróttmikið, stíllinn breytileg- ur eftir efni, glæsilega lit- og myndríkur, en þó hvergi um of, heldur í fyllsta samræmi við tilgang höfundar og heild- ina. Lýsingarnar á umhverf- inu skera sig ekki úr eins og stundum áður í sögum Guð- mundar, en falla að hugblæ persónanna og rás atburðanna eins og vel gerð og sjálfsögð umgerð. Um atburðalýsing- arnar er sama máli að gegna. Þær mynda samfellda heild, þar sem eitt svarar til ann- ars.“ (Guðmundur Gíslason Hagalín, VÍSIR, 28. des. 1955). Blindingsleikur er mjög sér- stæð skáldsaga bæði um efni og frumlega meðferð þess. Hún gerist öll á einni nóttu í litlu sunnlenzku sjávarþorpi á íslandi einhverntíma á ár- unum 1900—1920, en staður og stund skipta í rauninni mjög litlu máli, því að þessi saga er táknræn frá upphafi til enda, í fyllstu merkingu orðs- ins; hún hefði alveg eins getað gerzt hvar sem var annars staðar í heiminum, og það er einmitt þessi hlið hennar, algildi hennar, sem gerir hana eins kyngimagnaða og raun ber vitni. í harmsögu þeirra, sem þar heyja sína óvægu baráttu, speglast al- menn örlög mannanna barna, sem hljóta að vekja bergmál og samúð í huga lesandans, hvern dóm, sem hann kann annars að fella á breytni þeirra og horf til lífsins. Sagan fjallar um mesta vandamál vorrar aldar og allra alda, um hamingjuleit- ina, leitina eftir og baráttuna fyrir betra og æðra lífi. Og sú barátta er háð hið innra, a vettvangi sálarlífsins. Hér sviptir höfundurinn til hliðar huliðsblæjunni frá innstu af- kimum hugskots sögupersóna sinna; gerir lesendur hluthafa í því ölduróti tilfinninganna, sem byltist um í sálum þeirra manna og kvenna, er hann lýsir, á úrslitastundunum í lríi þeirra. Hér koma margir og ólíkir við sögu, en öllum er þeim, hvort sem þeir leika mikið eða lítið hlutverk á. leiksviði sögunnar, lýst af svo næmum skilningi og brugðið yfir þá svo björtu ljósi raun- veruleikans, að þeir standa lesandanum lifandi fyrir sjón- um að loknum lestri. Blindum augum leitar þetta fólk hamingjunnar, auðugra og æðra lífs, með ýmsum * hætti; uppreisn þess gegn um- hverfi sínu finnur sér, með hans, Vængjaðir hestar. kom fyrir sjónir almennings; sýndu sumar sögurnar í fyrra safninu, og þó sérstaklega ein þeirra, að mikils mætti af honum vænta á því sviði sagan „Fasteignir hreppsins“, ádeilusaga, en hér er slegið á strengi alvörunnar fremur en gamanseminnar, þó ekki sé frásögnin með öllu laus við nokkura kaldhæðni; þessi saga “71” NÆRFOT Sparnaður, þægindi, skjólgóð, þessi nærföt eru frábærlega endingar- góð, auðþvegin til vetrarnotkunar, gerð úr merinoefni. Veita fullkomna ánægju og seljast við sanngjörnu verði — alveg sérstök nærfata- gæði. Skyrtur og brækur eða samstæður fyrir menn og drengi. FRÆG Síðan 1868 71-FO-6 þetta handhægustu bók heimilisins. Þetta er hin ákjósanlega “BLÁA BÓK” fyrir símanúmer! Biðjið um ókeypis eintak á næstu síma- skrifstofu. Notið hana til að hripa niður utanbæjar og innanbæjar símanúmer. cau Bvmmm FOR LONG DISTANCE SERVICE! MANITOBATELEPHONESYSTEM

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.