Lögberg - 20.09.1956, Page 4

Lögberg - 20.09.1956, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1956 Lögberg GeflS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG, MANITOBA Utanáskrif ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is published by The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE '74-3411 Hinn mikfi brautryðjandi Þann 14. apríl síðastliðinn, safnaðist til feðra sinna sá maðurinn, er „hæstum tónum hafði náð af landsins sonum“, Carúso íslenzku þjóðarinnar, Pétur Á. Jónsson óperusöngvari, fyrsti óperusöngvarinn, er íslenzka þjóðin eignaðist, og því réttnefndur brautryðjandi í íslenzkri raddmennt. Það var ekki á allra meðfæri að leggja undir sig föður- land óperunnar, Þýzkaland, eins og Pétur Jónsson gerði, út- lendingur með annarlegt tungutak, og verða samkeppnisfær að fullu í þýzkri tungu við flutning þeirra erfiðustu viðfangs- efna, er hámenning þýzkrar óperulistar hafði leitt fram í dagsljósið; auk meðfæddra hæfileika krafðist slíkt að sjálf- sögðu látlausrar sjálfsþjálfunar og viljafestu. Pétur Árni Jónsson var fæddur í Reykjavík hinn 21. dag desembermánaðar 1884. Foreldrar hans voru Jón Árnason kaupmaður og kona hans Júlíana Sigríður Margrét Bjarnasen, valinkunn sæmdarhjón. Pétur var ungur settur til menta og lauk stúdentsprófi við Latínuskólann 1906. Hugði hann þá brátt á utanför, og var þá ekki í annað hús að venda en kóngsins Kaupmannahöfn, og var það ætlun hans að leggja stund á nám í tannlækningum og ljúka á sínum tíma embætt- isprófi í þeirri fræðigrein með nokkurn veginn trygga lífs- afkomu fyrir augum. Geta má nærri, að það hafi engan veginn verið auð- hlaupið að því fyrir hinn unga mann, að kveða á um hvorn kostinn hann ætti að velja, hinn örugga embættisveg, eða hina tíðum þyrnum stráðu listamannsbraut; söngvaþráin varð öllu öðru yfirsterkari; söngmenntin varð Pétri til lífs- tíðargæfu og íslenzku þjóðinni til varanlegs álitsauka; það varð hlutskipti Péturs óperusöngvara, að flytja hróður ís- lenzku þjóðarinnar „eins vítt og vorgeislar ná.“ Sé slíkt ekki vert ógleymanlegrar þakkar, hvað er það þá, sem þakka ber? Á fyrstu árum sínum í Latínuskólanum vakti Pétur athygli á sér vegna sinnar tæru og þróttmiklu raddar og af sömu ástæðu varð hann brátt kunnur um allan bæinn; en hann varð fyrir fleira kunnur en röddina eina; honum var ant um íþróttir, og hann varð einn af stofnendum hins fyrsta fótboltafélags höfuðstaðarins, „Fótboltafélags Reykjavíkur“, en upp úr því var stofnað Knattspyrnufélag Reykjavíkur, er lifir góðu lífi enn þann dag í dag. Á sjötugsafmæli óperusöngvarans 1954 gaf Helgafell út mikla, myndskreytta bók honum til heiðurs; bókina hafði samið vinur hans og skólabróðir, Björgúlfur Ólafsson læknir eftir frásögn hins mikla brautryðjanda; er bókin, svo sem höfundarins var von og vísa, samin hið bezta, blessunarlega laus við öfgar, oflof og skrum. Listamenn ganga ekki til starfa undirbúningslaust; um þetta atriði farast höfundi áminstrar bókar orð á þessa leið: „Ef vér höfum einhvern tíma ímyndað okkur, að það sé vandalaust verk fyrir góðan söngmann að ganga upp á leik- sviðið og taka lagið, kemur fljótt á okkur hik við nánari athugun. Og raunar erum við ekki svo græn, að við vitum ekki að söngvari og leikari þurfa að læra rétt eins og aðrir menn, hversu góðar raddir eða leikarahæfileika, sem þeir kunna að hafa. Listamenn leiksviðsins ganga ekki til starfa sinna undirbúningslaust.“ Pétur var maður fríður sýnum og knálegur í vexti; hann var manna prúðmannlegastur í fasi með fyrirmannlegt yfirbragð. Ekki verður annað með sanni sagt en Pétur kæmi að lítt numdu landi með þjóð sinni hvað raddment við kom, því um aldamótin var ekki í þeim efnum um auðugan garð að gresja, þótt fyrir hendi væri jafnaðarlegast nokkrir góðir raddmenn, er nutu sín' eigi nema að hálfu leyti vegna ónógrar þjálfunar; þessu viðvíkjandi falla bókarhöfundi þannig orð: _ „Menn geta gert sér grein fyrir því, hvernig Pétur var búinn að þeim fararefnum að heiman, sem honum mátti að gagni verða í þeim víkingaferðum, sem hann síðar lagðist í til þess að afla sér fjár og frama.“ Listgagnrýnendur kölluðu Pétur hetjutenór vegna þeirrar karlmannlegu glæsimensku, er svipmerkti rödd hans, er Fréttir frá starfsemi S. Þ. 12 MÍLNA LANDHELGI HÁMARK Alþjóðaráðstefna um samrýmingu sjó-réttarlöggjafar Alþjóðanefnd Sameinuðu þjóðanna hefir lagt til, að boð- að verði til alþjóðaráðstefnu til þess að samræma sjó-rétt- arlöggjöfina. Tillagan kemur fram í skýrslu nefndarínnar til Allsherjarþingsins. Nefnd- in hefir nú lokið við að kynna sér sjóréttarlöggjöf ýmsra landa, bæði hvað snertir sigl- inga-löggjöfina og landhelg- ina. Nefndirí hefir haft þessi mál á dagskrá síðan hún tók fyrst til starfa 1949. Árið 1954 hvatti Allsherjarþingið laga- nefndina til að hraða af- greiðslu þessara mála, svo að hægt væri að taka þau fyrir á 11. Allsherjarþinginu, sem kemur saman í nóvember í haust. Nútíma sjóræningjar Meðal þeirra mála, sem laganefndin hefir haft til at- hugunar í þessu sambandi eru landhelgismálin, réttur til friðsamlegra siglinga og rétt- ur og skyldur þjóða viðvíkj- andi siglingum yfirleitt, þjóð- areinkenni skipa og hvort hægt væri að skrá skip undir fána Sameinuðu þjóðanna, svo þau nytu verndar þeirra. Enn- fremur hvernig rannsaka skuli og dæma mál vegna árekstra milli skipa ,um hrein læti á hafinu og um þræla- ^sölu, eða þrælaflutninga og sjórán. Það sést m. a. á skýrslunni, að nútíma sjóræningjar nota flugvélar, því skýrslan nefnir sjórán, sem eiga sér stað með flugvélum og þegar um er að ræða árás á skip úr lofti. í skýrslunni er rætt um fiskiveiðilöggjöfina, verndun fiskistofnsins og rétt til að rannsaka og notfæra auðæfi landgrunnsins. Alþjóðaráðstefnan Tillagan um að kölluð verði saman alþjóðaráðstefna um sjóréttarlöggjöf er borin fram í inngangi skýrslunnar. Þar er tekið fram, að nefndin hafi orðið ásátt um, að það sé bezta aðferðin til að samrýma sjó- réttarlöggjöf heimfeins og vænlegust til að samkomulag náist. Lagt er til, að það verði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem gengst fyrir og boðar til ráðstefnunnar. Ráð- stefnunni verði falið af? yfir- fara núgildandi löggjöf með tilliti til tæknilegra, fjárhags- legra og stjórnmálalegra sjón- armiða. Niðurstöður ráðstefn- unnar verði síðan felldar inn í alþjóðasamning, eða löggjöf, hvort heldur þyki heppilegra. Laganefndin leggur áherzlu á, að ráðstefnan taki til ýfir- vegunar allar hliðar þessa margþætta máls og bendir í því sambandi á reynslu nefnd- arinnar, sem er sú, að öll þessi mál séu svo skyld, að það sé ekki hægt að taka eitt atriði fyrir án þess að það hreyfi annað. Þá er bent á í skýr^lunni, að ósamkomulag þjóða um ýms atriði í sjó-réttarlöggjöf- inni ætti ekki að þurfa að aftra því, að ráðstefnan verði haldin. í þessu sambandi tek- ur nefndin það fram, að það hafi verið hinn mesti mis- skilningur hjá ríkisstjórnum, að láta ósamkomulag um ein- stök atriði á ráðstefnunni, sem haldin var í Haag 1930 um þessi mál aftra sér frá að gera alþjóðasamninga um þau atriði, sem samkomulag var um. Vonast nefndin til að þessi villa verði ekki endur- tekin. Landhelgin Laganefndin lítur svo á, að alþjóðalög leyfi ekki að land- helgin nái lengra út en 12 sjó- mílur. Um landhelgi innan þessara takmarka tekur nefndin enga afstöðu í áliti sínu, en leggur til að alþjóða- ráðstefnan taki málið til yfir- vegunar og geri sínar ákvarð- anir. í nefndarálitinu segir þó, að rétturinn til þriggja mílna landhelgi sé óvéfengjanlegur, enda hefðbundinn, en laga- nefndin bætir við: „Hvað réttinum til að á- kveða landhelgi milli þriggja og tólf mílna takmarka við- víkur, verður nefndin að benda á, að þar ríkja mjög mismunandi skoðanir, þar sem margar þjóðir hafa á- kveðið landhelgi sína þar á milli, en aðrar þjóðir hafa ekki viljað viðurkenna þá landhelgi." einnig átti yfir að ráða tármildri mýkt þar sem svo bauð við að horfa. Ritstjóri þessa blaðs átti því láni að fagna,- að eiga um hríð samleið með Pétri ópernusöngvara og kynnast mannkostum hans, því óneitanlega er það gróði og lán að kynnast góðum og miklum mönnum. Sumarið 1909 kom Pétur heim til Reykjavíkur eftir nám sitt við konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn og hélt þar nokkra konserta við ágæta aðsókn og mikla hrifningu. Ég minnist þess eins ljóslega og það hefði gerst í gær, er ég kom út af einum konsert Péturs áminst sumar með vini mínum, er var söngvinn mjög og dómbær um fegurð tóna; við vorum þáðir hrifnir; eftir nokkra þögn sagði vinur minn í viðkvæmum róm: „Hann Pétur; já, hann Pétur, hann er sá, sem koma skal“, og hann varð sá, sem kom, hinn glæsi- legi brautryðjandi í íslenzkri raddmennt. Af þessum ástæðum telur nefndin sig ekki geta tekið af- stöðu um þetta atriði eða gert tillögur um það og leggur því til að alþjóðaráðstefnan verði látin skera úr. • ---o---- EFTIR 25 ÁR VERÐUR ÞRIÐJI HLUTI KJÓSENDA í SVÍÞJÓÐ YFIR SEXTUGT Þegar 100 ár. eða meira/ verður eðlegur aldur Eldri árgangar verða stöð- ugt hlutfallslega fjölmennari meðal íbúa flestra þjóða. Af- leiðingarnar af því, að eldra fólki fjölgar í hlutfalli við hið yngra hljóta að hafa í för með sér ýmsar þjóðfélaglsegar breytingar. Þessi mál eru rædd í nýútkomnu tímariti, sem gefið er út af Menntunar, Menningar og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna ■— (UNESCO) — í ritinu sem nefnist “Impact” segir m. a.: — Á Bretlandseyjum er næstum 14% íbúanna karlar, * sem eru 65 ára og þar yfir og konur, sem komnar eru yfír sextugt. Prófesor R. E. Tunbridge við háskóla í Leeds, skrifar grein í “Impact,” sem hann nefndir “Medical and Social Problems of Aging.” Hann segir m. a., að eftir 25 ár, eða jafnvel fyr verði 1/3 hluti allra kjósenda í Bretlandi og í Svíþjóð yfir sextugt. Höf- undurinn, sem er prófessor i læknisfræði ræðir málið bæði frá læknislegu og efnahags- legu sjónarmiði. Hann telur, að aukning eldra fólks sé Framhald á bls. 5 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ----—180 —160 —140 —120 —100 ——$93.895.79 —60 —40 —20 Make your donaiions io the "Beiel" Campaign Fund. 123 Princess Sireei. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.