Lögberg


Lögberg - 20.09.1956, Qupperneq 5

Lögberg - 20.09.1956, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1956 & ^ W'W'' W' ^ ▼ 'v VVV' AlilJG/iH/iL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Drotfningar reynast betur en konungar — Hvað segir sagan um þeiía? — Fréttir frá starfsemi S. Þ Ágúst Strindberg, hið mikla skáld og kvenhatari, ber fram furðulega fullyrðingu í einni uf bókum sínum. Hann segist ekki trúa því að bý-drottning- iu sé kvenkyns. Stjórnandi býflugnabúsins hljóti í raun °g veru að vera konungur, því að náttúran geti ekki verið svo heimsk að setja kvenkyns- veru yfir nokkurt samfélag! Þessi skrítna hugmynd hins fræga skálds er aðeins skrípa- ^rynd af algengum átrúnaði karla og kvenna víðsvegar um heim. Það er álitið að karlar séu til þess fæddir að hafa forystu og konur eigi að fall- ast á þetta eins og hvert ann- að náttúrulögmál. Fullyrðing Strindbergs er ekki aðeins fávísleg, heldur og hrokafull. Og sama er að Segja um hinn algenga átrún- að, að karlar séu hæfari til að fara með stjórnmál. Fólk virð- íst gleyma því að um aldir, aður en kom að núverandi stjórnskipulagi, voru konur stjórnendur. Það var æðra Veldi og karlmenn voru undir þuð seldir. Litlar sögur fara af stjórnmálaþróun á þeim öld- Unh en líklegt er að á þessum ^ogum kvennavaldsins hafi uiannfélagið þroskast frá villi- ^nnsku og til menningar. Eftir að kvennaveldinu lauk hafa karlmenn útilokað konur frá löggjöf og stjórnmálum. hn þó að svo væri gat konan ððlast æðstu tign í landi sínu hún gai sezi í hásætið. Og uún hefur sýnt það og sannað, að það er eins og hver önnur Pjóðsaga, að stjórnmál sé starf yrir karla en ekki konur. ^agan greiðir atkvaeði með droiiningum . ^ síðustu fjögur hundruð arum hefur England haft sex- fán konunga, en aðeins fjórar fottningar, sem ráðið hafa ^kjum. Mary, kona Vilhjálms ff- er ekki talin með, því að ^agan gaf henni ekki tækifæri ú að stjórna sjálf. Af þessum onungum og drottningum Var margt að segja, bæði gott og illt, sumt var greint °fk, annað heimskt. Sumir Þessara stjórnenda voru grimmlyndir, aðrir góðviljað- lr' þegar litið er á þá með sanngirni má segja, að þarna afi aðeins verið þrír merkir konungar: Henrik VIII., Vil- hjalmur III. og Játvarður VII. n tvær drottningar sköruðu ram úr: Elisabet og Viktoría. ^áir sagnfræðingar mót- ^rimla því að Elísabet hafi Verið mesti stjórnandi Bret- lands. Og Viktoría ríkti í sex áratugi og má vel kalla ríkis- stjórnarár hennar gullöld Bretlands. Sé þetta sýnt með tölum hefur helmingur (50 af hundraði) Bretadrottninga verið mikilhæfir stjórnendur, en af körlum þeim, sem ríktu á undan og eftir voru aðeins 20 af hundraði miklir stjórn- endur. Segja má að þetta hafi verið aðeins sérstakt og tilviljun, undantekningar frá reglunni — en þá er að líta í kringum sig — litast um annars staðar í Norðurálfu. Austurríki og Rússland Austurríki á sér langa sögu, en þar var aðeins á einu tíma- bili kona við völd, það var hinn mikilhæfi stjórnandi María Theresía, keisara- drottning. Einkennilegt er það, að þessi kona var miklu betri og duglegri stjórnandi en nokkrir þeir, sem á undan henni höfðu ráðið ríkjum og þeir sem á eftir henni ríktu komust ekki heldur í hálf- kvisti við hana. Ef litið er í austur, sjáum við níu keisara í Rússlandi, en fjóra kvenkeisara. I þeim hópi er aðeins einn mikill keisari, það er Pétur I. og ein mikil drottning, Katrín II. Hinar konurnar, sem ríktu voru hvorki verri né betri en keisararnir. Lítum nú aftur til vesturs. Þá sjáum við aftur mikilhæfa drottningu — Isabellu Spánar- drottningu. Hún leggur grund völlinn að spænska heims- veldinu, hrekur burt Márana af íberíuskaganum og sendir Kolumbus yfir hafið til að uppgötva hinn nýja heim. Enginn af þeim konungum, sem á eftir henni komu geta jafnast á við hana að dugnaði. Flettum svo blöðum sög- unnar lengra, þá sjáum við Maríu Kristínu, Spánardrottn- ingu. Hin mörgu ríkisstjórnar- ár hennar voru eins og friðar- vin innan um langa röð af byltingum og borgarastyrj- öldum. María Kristín var ekkja Alfons XII. og móðir Alfons XIII. Dæmi frá Frakklandi í Frakklandi var meira við að etja, þar var með lögum að kona settist í hásætið. En þrátt fyrir þessa hindrun var ekki alveg hægt að bæla niður hæfileika kvenna. — Katrín af Medici, sem var grimm og ofstækisfull, hélt Framhald af bls. 4 fyrirsjáanlegt á næstunni í mörgum Vestur-Evrópu lönd- um, 1 Bandaríkjunum, Canada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og meðal hvítra manna í Afríku. Barálfan gegn sjúkdómunum Með tilliti til „möguleikanna á því að vinna bug á hættu- legum sjúkdómum og þar með lengja líf manna“ — og auka aldurshámarkið skrifar Tunbridge prófessor: „Framfarir í læknavísind- um hafa gert kleyft að vinna bug á mörgum smitsjúkdóm- um, sem einkum leggjast á börn og unglinga. Ellisjúk- dómar, sem leggjast á menn eftir miðjan aldur, svo sem hjarta og nýrnasjúkdómar, æðakölkun og krabbamein eru enn erfiðir viðfangs og það mun líða nokkur tími þar til læknavísindunum hefir tekizt að vinna algjöran bug á þeim. En samt sem áður hækkar meðalaldur manna stöðugt í mörgum löndum og það hefir í för með sér félags- leg og efnahagsleg vandamál. Það má reikna með, að áður en mjög langt líður verði 100 ára aldur og þar yfir talinn eðlilegur. Aívinna fyrir aldrað fólk Tunbridge prófessor bendir á, að það sé nauðsynlegt að uppi kórónu Frakklands á viðsjárverðu tímabili. Hún átti í höggi við Huguenottana og Guise-ættina og hélt styrk- um höndum um stjórnvölinn í nafni þriggja sona sinna, Franz I., Karls IX. og Henriks III., sem allir voru veiklund- aðir og spilltir. Og þó að María af Medici frænka henn- ar væri bágur stjórnandi óx vegur Frakklands aftur við. stjórn Önnu drottningar frá Austurríki. En hún réði ríkj- um meðan sonur hennar Lúð- vík XIV. var í bernsku. Þrátt fyrir ofstækisfullan mótþróa aðalsins og hirðarinnar studdi hún stjórn Mazarins kardin- ála, sem hún elskaði og dáði, en hann lagði grundvöllinn að hinu glæsilega veldi sonar hennar. Og hver getur með sann- girni haldið því fram, að nokkur karlmaður hefði stað- ið sig betur en Vilhelmína drottning gerði á hinum mörgu og erfiðu ríkisstjórnar- árum sínum á Niðurlöndum? Þessi greinargerð um hlut drottninga í sögu síðari alda sýnir nægilega að drottning- um hefur tekizt betur en kon- ungum. Hún sýnir að í því stjórnarstarfi, sem talið er fyrst í sinni röð, hafa konur skarað fram úr starfsbræðrum sínum og keppinautum. Þetta er engin tilgáta, en sannreynd. Hver, sem efast um það ætti að fresta dómi sínum þangað til hann hefur kynnt sér mannkynssöguna. —VISIR taka til endurskoðunar at- vinnumál eldra fólks. Það verði ekki lengi hægt að setja menn á eftirlaun á miðjum aldri eins og nú eigi sér stað víða um lönd. Atvinna manna er ekki að- eins að afla daglegs brauðs heldur er það sjálft lífið fyrir marga. Tunbridge bendir enn fremur á, að það sé algent að sjálfstæðir handverksmenn, sem sjálfir geta ráðið hvenær þeir hætta að vinna, haldi oft áfram daglegum störfum þar til þeir séu komnir yfir áttrætt. ----0---- BRÁÐUM VERÐA ÍBÚAR JARÐAR 3000 MILJÓNIR Mannfjöldinn eykst um 40 miijónir árlega Frá því á miðju ári 1954 til sama tíma 1955 jókst íbúatala jarðarinnar um 40 miljónir manns, úr 2,652 miljónum í 2,692 rhiljónir. Það má því ganga út frá því sem gefnu, að íbúatala hnattarins sé nú rúmlega 2,700 miljónir. Þetta þýðir, að með sömu viðkomu — og hingað til hefir mann- fjöldinn aukist stöðugt árlega — verða 3000 miljónir manna hér á jörð árið 1963. Þessar tölur eru frá Hag- deild Sameinuðu þjóðanna og eru birtar í nýútkomnum “Population and Vital Stati- stics Reports,” sem að þessu sinni birta manntalsskýrslur frá samtals 223 löndum og lendum. „Fólksfækkun" í Sovét- ríkjunum Ibúatalan hefir aukizt í öll- um heimsálfum á tímabilinu, sem um er að ræða (1954 til 1955, frá sumri til sumars). I Asíu — (Sovétríkin ekki með- talin) jókst mannfjöldinn úr 1,451 í 1,481 miljón manns, í Evrópu úr 404 í 411 miljónir, í Norður- og Suður-Ameríku úr 357 í 362 miljónir, í Afríku úr 210 í 224 miljónir og á Kýrrahafssvæðinu úr 14,4 í 14,6 miljónir. I hagskýrslun- um, er tekið fram, að mann- talið sé sumstaðar áætlað, en er samt talið fara nærri sanni. íbúatala Sovétríkjanna er 1 þessum síðustu hagskýrslum talin vera 200,2 miljónir, en var áætluð 214 miljónir 19.54. Sú áætlun var þó ekki byggð á opinberlega staðfestum manntalsskýrslum og getur mismunurinn legið í því. Helmingur jarðarbúa býr í sjö löndum Eftirtöld lönd eru fólksflestv Kína 582,6 miljónir íbúar, Indland 382, Sovétríkin 200,2,. Bandaríkin 164,2 (nýjustu. manntalstölur frá Bandaríkj- unum segja að íbúatalan sé nú rúmlega 166 miljónir), Japan 88,9, Indonesía 81,9 og Pakistan 80,1 miljón íbúar. Barnadauðinn er mjög mis- munandi frá landi til lands. Hæstur er hann í Burma þar sem 230,4 af hverjum 1000 lif- andi fæddum börnum deyja í bernsku. ----0---- Auknar hveitifyrningar Hveitifyrningar í heiminum aukast stöðugt ár frá ári, þrátt fyrir að nokkur stærstu hveitiræktarlöndin hafa dreg- ið úr framleiðslu sinni. Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telur að um 1 miljón smálestir hveitis hafi bæzt við fyrning- arnar eftir uppskeruáriðl954 til 1955 og að fyrningarnar muni enn-aukast um 2,2 milj- ónir 1955—’56. — Hveitiupp- skeran í heiminum jókst um 5 milj. smálestir 1955, en það svarar til 3% aukningar. Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 695 Sargent Ave., Winnipeg I enclose $.. for ........ subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City.............................. Zone... Dremys \ - M.D. 388

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.