Lögberg - 20.09.1956, Side 7

Lögberg - 20.09.1956, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1956 7 UM VÍKINGA Fyrsta bindið (af fjórum) af ^inu mikla nývirki Winston Churchills, A history of ihe English-speaking Peoples — (saga hinna enskumælandi þjóða), er nú komið út. Rekur það sögu Englands, og að nokkru leyti Vestur-Evrópu, lra upphafi og fram á sex- tándu öldina. Höfundurinn er stórstígur, eins og honum er tamt, og fer hratt yfir, en tekst þó að setja fram feril þjóðarbrotanna, framferði þeirra og þróun svo vel, að skýrar myndir skapast í huga lesarans. Yfirleitt er það ljót saga, ekki síður en í Samúels kókunum, saga styrjalda og ranferða, sem dregur ekki dulur á, að yndi mannsskepn- nnnar hefir lengi verið að herja á nágrannann, ræna fé- r^æti hans og granda honum, ef hann dirfðist að malda í nióinn eða bera hönd fyrir höfuð sér. Svona hefir það lengst af verið, og er enn, ef að er gáð. Hvað voru stríð Hitlers og Mussolinis annað en ránferðir á nágrannana? í löngum köflum þessa Hann andaðist í New West- ftnnster 9. ágúst síðastliðinn. Hann hafði gengið niður að Frazer-ánni ásamt Sigurjóni syni sínum og ætluðu þeir að fiska þar í blíðviðrinu sér til skemtunar. Fékk hann þá hjartaslag og andaðist í örm- Urn sonar síns. Jón heitinn var fæddur 18. September árið 1885 að Njarð- vík í N.-Múlasýslu. Voru for- eldrar hans Sigurður Jónsson °g Hannessína Jóhannsdóttir, er var síðari kona Sigurðar. ^yrri kona hans var Margrét ^inarsdóttir og áttu þau tvær ^tur, frú Unu Th. Líndal, ekkju í Winnipeg, og Guð- finnu, sem nú er dáin, en gift Var Guðmundi Johnson í ^innipeg. Foreldrar Jóns fluttust til panada árið 1893 og settust að 1 Riverton. Eftir aðeins sex ara dvöl í þessu landi andað- lst Sigurðu^r frá konu og ung- Urn börnum. Ári síðar fluttist ^kkja hans til Winnipeg og ol þar upp börn sín með á- k'setri hjálp stjúpdætra sinna, Hnu og Guðfinnu. Jón Sigurdson kvæntist 9. lulí 1916 eftirlifandi eigin- honu sinni Margréti Andrés- Jóttur, er ung kom með fóst- Urf°reldrum sínum frá Is- landi. Hún reyndist honum agaet eiginkona. Bjuggu þau í eUt ár í Winnipeg og síðan í þrjú ár í Amarant við Mani- fobavatnið. Fluttust þau þá til Vancouver og áttu heima í New Westminster og þar í §rend æ síðan. bindis lýsir Churchill ráns- ferðum Norðmanná — víking- anna — á strendur Brezku eyjanna og víðar, um fleiri aldir. Danir og Norðmenn, og þar með nokkrir íslendingar, lögðu það fyrir sig að gera ránsferðir (forays) á óviðbúin strandþorp, ræna öllu fé- mætu, þar með fólki sem þótti mannvænlegt, en strá- drepa allt annað lifandi og eyðileggja það sem ekki varð haft á burtu. Þeir smíðuðu stóra báta, langskip, allt upp að hundrað fet á lengd og þrjátíu fet milli borða, er þó ristu ekki nema tvö fet full- fermd, sem þeir gátu róið upp ármynni og stolist að smá- þorpum og sveitabæjum til að ræna og drepa. Þetta þótti karlmannlegt, og þeir voru í hávegum hafðir, sem mesta fúlgu fluttu heim með sér, og sögðu af flestum manndráp- um. „Frá níundu öldinni og fram á þá fjórtándu var þetta ein aðaliðja Norðmanna, sem þeir mikluðust af. Herjuðu þeir þannig um allt Eystrasalt, til Brezku eyjanna, Frakk- Þeim hjónum fæddust þrír synir og ein dóttir, sem öll eru á lífi. Búa þau í New West- minster og Surrey. Þau eru: Sigurjón, kvæntur Jósephínu Thorlacius og eiga þau þrjú böfn; Lýður, kvæntur Kath- leen Ross og eiga þau tvö börn; Sella Margrét, Mrs. J. Raine og eiga þau eitt barn; og Gunnar, sem enn er í foreldrahúsum. Fjögur alsystkini Jóns eru á lífi: þrjár systur búsettar í Manitoba og einn bróðir í New Westminster. Jón stund- aði smíðavinnu mestan hluta ævi sinnar. Hann var dug- legur, vandvirkur og trúr starfsmaður. í öllu dagfari var hann hógvær og prúður, orð- var og alúðlegur. Því var hann einstaklega vinsæll og allir báru til hans hlýjan hug. Hann var ágætur heimilis- faðir og hjartfólginn konu og börnum. Útför hans fór fram 13. ágúst s.l. frá Woodland út- fararstofunni í New West- minster að viðstöddum ætt- ingjum, ástvinum, tengdafólki og vinum. Hafði frú Una Th. Líndal systir hans komið flug- leiðis frá Winnipeg til þess að fylgja kærum bróður til grafar. Minningin lifir um góðan mann, sem vann sitt lífsstarf af árvekni og trúmensku. Guð blessi eiginkonu hans, börn, tengdafólk, ættingja og ástvini. E. S. Brynjólfsson lands, á strendur Iberíu, og um Miðjarðarhafið allt til Miklagarðs (þá Byzantium, Constantinopel, nú Istanbul). Og margir Norðmenn voru með í krossferðunum, sem voru í eðli sínu ránsferðir, þótt yfirskynið væri annað. Gætir beiskju í þessu verki Churchills til Norðmanna fyrir þetta athæfi þeirra, að vonum, því að brezk alþýða hafði við nóg að stríða bara að fleyta fram lífi, svo hörð sem kjör þeirra voru, án þessara gesta handan um haf og óskánda þeirra. Það hefir stundum borið við, að íslendingar hafi mikl- ast af, í ræðum og ritum, að sumir forfeður okkar hafi verið víkingar. En þess ber að minnast, að þessir víkingar voru í eðli sínu ræningjar (pirates), óbilgjarnir morð- ingjar, sem einskis svifust, drápgjarnir óþokkar og ill- menni. Churchill getur þess, tíl dæmis, að þegar þessir ræn- ingjar höfðu yfirunnið bæ eða þorp og lagt allt í rústir, var það siður þeirra að setjast að snæðingi umhverfis eld byggðum yfir skrokkum fólks, sem þeir höfðu grandað, oft aðeins hálfdauðum. En slíkt þótti hermannlegt og karl- mannlegt á þeim dögum. Og þess ber að minnast, að í það eina skipti sem slík ránsferð var gerð á strendur íslands (laust fyrir miðja seytjándu öldina, af Tyrkjum, þegar mey, sem síðar varð eigin- kona Hallgríms Péturssonar, og aðrar persónur, var höfð á brott og seld til þrældóms), þótti löndum þetta illt verk og kvörtuðu sáran. Eins og oft vill verða, munar það mestu frá hvaða sjónarhól slíkt er séð, og hver það er sem verð- ur fyrir skaðanum. En í ljósi þess sem Churchill segir um þá Norðmenn, sem voru kall- aðir víkingar, er vart mögu- legt að miklast af frændsemi við þá, svo mikið sem var af illmennum meðal þeirra. Ekki svo að skilja að Eng- lendingar væru saklausir á þessa vísu. Þeir voru óróa- seggir og óbilgjarnir ekki síður, og kannske frekar, en aðrir á þeim dögum, að Norð- mönnum meðtöldum. En her- ferðir þeirra voru með nokkr- um öðrum hætti en víking- anna. Um fleiri aldir áttu þeir í erjum við Frakka og aðrar nágrannaþjóðir, út af héruðum, sem þeir þóttust eiga tilkall til á méginland- inu. Og ef eitthvað slotaði til, handan um sundið, börðust þeir hver við annan, kóngar og jarlar, drápu og lögðu í eyði heilar sveitir, og kastal- ar höfðingjanna risu á hverri hæð. Herferðir fram og aftur yfir Ermarsund voru daglegir viðburðir, og almúginn beggja vegna var kreistur og kram- inn, þvingðaur ekki aðeins til að berjast heldur og að fram- leiða það sem til þurfti. Má óhætt geta til, að daglegt líf hins sauðsvarta almúga beggja megin Ermarsunds hafi ekki verið gleðiríkt á þeim hörm- ungatímum. En þar við bætt- ust árásir víkinganna, sem fyrr getur. Með því löðurmannlegsta athæfi Englendinga á þeim dögum var hið svívirðilega morð Meyjunnar frá Orleans, Joan of Arc. enda álasar Churchill samlöndum sínum fyrir þetta verk í slíkum beiskjuróm að vart er í orð færandi. En sagan af Joan er sú, að hún hvatti Frakka til að hefjast handa og reka Eng- lendinga úr landi, og hefði það tekizt nema fyrir óráð- vendni nokkurra höfðingja, sem sviku hana og seldu í hendur Englendingum. Enska biskupsráðið fann hana seka um saurgun helgra dóma (meðal annars það, að íklæð- ast karlmannafötum) og brendu hana lifandi. Gátu þeir þannig ílengt taumhald á nokkrum héruðum í Frakk- landi, og mikluðust af. Churchill reynir ekki að bera í bætifláka fyrir athafnir samlanda sinna á þeim dög- um. Það er auðfundið að hon- um þykir sagan ljót, en hann reynir þó ekki að breiða yfir það, sem honum finnst óheið- arlegt í fari þeirra. En hörð- ustu orðum beinir hann á norsku víkingana og ránsferð- ir þeirra á saklaust og óvið- búið fólk, sem þeir svo slátr- uðu unnvörpum af einstakri grimd og óþokkaskap. En svona var nú siðmenn- ingin á þeim hörmungadög- um, sem kannske loðir við enn, ef að er gáð. Hvar er að finna í sögunni hryðjuverk, sem jafnast á við Belsen, Lidice og Sur la Glane, nú til- tölulega nýafstaðið? Já, svona er hún veröld. —L. F. HVAÐ ER HOLLAST BYGÐARLAGI MÍNU samkvæmt hinni nýju áfengis- löggjöf í Manitoba? Því er ekki auðsvarað. EN hér eru nokkrar spurningar, sem hver og einn borgari ætti að íhuga vandlega, áður en hann tekur ákvörðun. • Gilda í bygðarlagi mínu áfengisreglu- gerðir, sem ég er ánægður með? Hvort vil ég heldur strangari reglur? Eða frjálsara sölufyrirkomulag? • Hvaða eftirlitsskilyrði skapast ef nýjar vínveitingaleiðir koma til framkvæmda í bygðarlagi mínu? • Fólk af mismunandi uppruna í bygðar- lagi mínu hefir ólíka drykkjusiði. Hefi ég íhugað þetta sem vera skyldi? • Hvaða félagslegar og siðferðilegar að- stæður skapast af þeim breytingum, sem bygðarlag mitt kann að hafa í huga? • Hver verða áhrifin á æskuna? • Hefi ég gaumgæfilega íhugað þær efnahagslegu afleiðingar í bygðarlagi mínu, er nýjum útsölufarvegum yrði samfara? Skynsamleg yfirvegun þeirra viðfangsefna, er neyzla áfengis hefir í för með sér. leiðir til skynsamlegra ályktana af hálfu borgara sérhvers bygðarlags. Þetta er ein þeirra anglýsin^a, sem birt er í þrígu almennings af MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Department of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. minningarorð um Jón Sigurdson KAUPIÐ og LESIÐ LÖGBERG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.