Lögberg - 18.10.1956, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.10.1956, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. OKTÓBER 1956 Lögberg GefltS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrif ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is pubiished by The Columbia Press Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Deportment, Ottawa PHONE SPruce 4-3411 Bæjarstjórnarkosningarnar Svo sem þegar er vitað fara fram almennar kosningar til borgarstjórnarinnar í Winnipeg á miðvikudaginn hinn 24. þessa mánaðar; nú ætti að minsta kosti að verða nokkuð líf í skákinni þar sem um val borgarstjóra ræðir, og þar af leið- andi ætti að mega vænta góðrar kjörsóknar. Að þessu sinni leiða saman hesta sína í óvægilegri kepni um borgarstjóraembættið þeir núverandi borgarstjóri George Sharpe, er við næstu áramót lýkur tveggja ára kjörtímabili í embætti, og Stephen Juba fylkisþingmaður; báðir reka menn þessir einkafyrirtæki á vettvangi athafnalífsins við góðum árangri, að því er bezt verður séð; þeir hafa um allmörg ár tekið virkan þátt í opinberum málum, þótt með mismunandi hætti sé. Mr. Sharpe er gætinn maður í málameðfer.ð og kunnur að háttvísi; á hinn bóginn minnir Mr. Juba á póli- tískan æfintýramann, sem vasast vill svo að segja í öllum sköpuðum hlutum og telur sig flestum færari í flestan sjó; honum er auðsjáanlega meinilla við þurrabúðalíf, því hann vill koma að áfengisvökva í svo að segja hverri einustu krá og hverri einustu holu til yztu endimarka bæjarins; þetta fellur sennilega vel í kram hjá álitlegum hópi kjósenda, þó vonandi sé að það eitt út af fyrir sig, verði eigi þess megnugt að tryggja honum kosningu. Með Mr. Sharpe við stýri má þess vænta, að bæjarfélagið verði aðnjótandi þeirrar festu í forustu, er því réttilega ber. í 2. kjördeild leitar Mrs. Lillian Hallonquist endurkosn- ingar í bæjarráð; hún hefir reynst ágætur og árvakur bæjar- fulltrúi og þess vegna ættu kjósendur að fylkja um hana liði og tryggja henni endurkosningu; ennfremur ættu kjósendur að vinna að kosningu George Frith og Alys Robertson í skóla- ráð til tveggja ára og Dr. Andrews Moore til eins árs kjör- tímabils; þetta er alt hæfileika fólk, sem mikils má af vænta, að því er rekstur opinberra mála áhrærir. — Sýnið í verki ást yðar á hinni fögru borg yðar með því að fjölmenna á kjörstaði hinn 24. þessa mánaðar, málefnum hennar og henni sjálfri til vegs og virðingar. ☆ ☆ ' ☆ Óhjókvæmileg samgöngubót Við bæjarstjórnarkosningarnar í fyrra var lögð undir úrskurð gjaldþegna Winnipegborgar lánstökuheimild, er hljóðaði upp á nálega fimm miljónir dollara; fjárhæð þessari skyldi varið til að hrinda í framkvæmd smíði Disraeli-brúar- innar, sem þá var talin óhjákvæmileg vegna hraðvaxandi umferðar í borginni; lánsheimildin var felld, þó litlu munaði, þeim til skaða og skapraunar, er fyrir brjósti báru framtíðar- heill borgarinnar og auka vildu á veg hennar á einn eða annan hátt. Nú í haust fara kosningar til bæjarstjórnar fram 24. yfir- standandi mánaðar, og verður þá enn á ný gengið til atkvæða um lánsheimildina til brúargerðarinnar. Smíði Disraeli-brúarinnar má ekki undir neinum kring- umstæðum dragast á langinn, því nú er svo komið, að sam- göngu og viðskiptalífi borgarinnar er stofnað í voða vegna þeirra miklu bílaþvögu, er gerir það að verkum, að nálega er ókleift að komast út úr borginni og inn í hana eftir því, sem norðar dregur á Main Street. Við búum í fallegri og efnalega vel settri borg, er verðskuldar að henni sé allur sómi sýndur. Vöxtur Winnipegborgar er ör og athyglisverður svo sem Fjallagrös í pósli beint fró ÍSLANDI Sendið oss $2.00 og vér skulum senda yður í pósti, yður að kostnaðarlausu, 500 grömm fyrsta flokks ísl. Fjallagrös (Skæðagrös). MAGNÚS TH. S. BLÖNDAL H.F. Vonarstræti 4 B, Reykjavík Firmað stofnsett 1887 Klippið út þessa auglýsingu ráða má af nýjustu manntalsskýrslum; er nú svo komið, að '## íbúatala Winnipegborgar hinnar meiri, nemur 409,687, eða hefir með öðrum orðum aukist um 15,7 af hundraði á síðast- liðnum fimm árum; það sýnist því liggja nokkurn veginn í augum uppi, að samgöngurnar innan vébanda borgarinnar verði að haldast í hendur við vöxt hennar á öðrum sviðum. Varðandi smíði áminstrar brúar má smásálarleg hreppa- pólitík ekki undir neinum kringumstæðum komast að. Það hefir, illu heilli, flogið fyrir að Disraeli-brúin yrði einkum til hagsbóta auðugum borgurum af Gyðingakyni í Norðurbænum, en bætti að litlu úr því er viðkæmi öðrum hlutum eða hverfum borgarinnar; þrælmannlegri kórvillu er naumast unt að hugsa sér, en að blanda þjóðernislegum upp- runa inn í mál, sem snertir velfarnan allra borgarbúa jafnt. Winipegborg er ein og órjúfanleg heild, sem á heimtingu á fullkomnu jafnrétti 1 öllum efnum; þetta verða kjósendur jafnan að hafa í minni, er að kjörborði kemur, engu síður á miðvikudaginn þann 24. október en endranær. Framtíð borgarinnar og sæmd krefst þess, að lánstöku- heimilidin til Disraeli-brúarinnar hljóti samþykki kjósenda með miklu afli atkvæða. Additions to Betel Building Fund October 14, 1956 „Betel“ Sunday at First Lutheran Church, Winnipeg, Manitoba, $358.29. Ladie’s Aid, First Lutheran Church, Winnipeg, Manitoba, $500.00. Women’s Association First Lutheran Church, Winnipeg, Manitoba, $500.00. Dorcas Society, First Luth- eran Church, Winnipeg ,Mani- toba, $250.00. Rev. V. J. Eylands, 686 Banning Street, Winnipeg 10, Manitoba, $25.00. Mr. Fred Bjarnason, 187 Aubrey Street, Winnipeg 10, Manitoba, $25.00. Mr. Roy H. Armstrong, 1019 Dominion Street, Winnipeg, Manitoba, $30.00. Mr. og Mrs. Fred Thordar- son, 996 Dominion Street, Winnipeg 10, Manitoba, $100.00. Miss Alma Elding, Ste. 7, Fleetwood Apts., Winnipeg 10, Manitoba, $25.00. Mrs. Gunnlaugur Johann- son, 575 Burnell Street, Win- nipeg 10, Manitoba, $25.00. Mrs. Gerða Olafson, 80 Home Street, Winnipeg 10, Manitoba, $50.00. Mrs. Aðalrós Holm, 805 Garfield Street, Winnipeg 10, Manitoba, $10.00 í ljúfri minn- ingu um manninn minn, Egil Holm, dáinn 2. ágúst 1943, Víðir, Manitoba. Mrs. Thelma Johannson, 10806 — 81st Avenue, Edmonton, Alberta, $50.00. Mrs. G. Guttormsson, Min- neota, Minnesota, $262.35 In memory of the late Rev. G. Guttormsson, by the family. Mr. Eric Helgason, 628 Agnes Street, Winnipeg 3, Manitoba, $100.00. Mrs. Guðný Thomasson, Beaver, Manitoba, $15.00. K. Thomasson, Beaver, Manitoba, $15.00. Mr. og Mrs. T. Thomasson, Beaver, Manitoba, $15.00. — "CORRECTIONS" — Mr. B. Olafson, 307 St. Annes Road, $10.00. Should read: Mr. B. Olafson, 307 St. Annes Road, St. Vital, Manitoba, $25.00. Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ---|—180 —160 —140, —120 —$ 100,110-43 Make your donations to "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2. Hjónin voru háttuð °& maðurinn var orðinn þreyttiV á klögumálum konunnar breiddi sængina yfir höfuð ser til þess að heyra ekki í hennJ nöldrið, en ekert dugði. Húp hélt áfram að suða og lét hann heyra meiningu sína með þvl að hækka rúminn. Maðurin11 lyfti þá snepli af sænginni og mælti hógværlega. „Heyrð11 elskan, ég samþykki ekki a eins það, sem þú segir núna> heldur allt, sem þú átt eftir að segja í framtíðinni. —■ nótt!“ ÞER eruð hluthafar í $26,000,000 stofnun. Gætið hagsmuno yðar með ÞRAUTREYNDRI FJÁRMÁLA FORUSTU. STEPHEN JUBA, M.L.A. JUBA, Sfephen 1 WHOLESALE DISTRIBUTOR STEPHEN JUBA ELECTION COMMITTEE NEFNDARSKRIFSTOFUR SÍMI 59-7361 Authoriíy E. R. ANDERSON, Chairroa0 i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.