Lögberg - 25.10.1956, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.10.1956, Blaðsíða 5
* LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1956 5 rywvvfv»v^TVfvv ÁtiteAHÁL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Charlotte Whitton lætur of borgarstjórn Á föstudaginn tilkynnti Charlotte Whitton borgar- stjóri í Ottawa að hún yrði ekki í kjöri við næstu bæjar- stjórnarkosningar. Bar hún því við, að hún væri orðin þreytt á samvinnuskorti og sí- feldri andstöðu innan bæjar- ráðsins. Miss Whitton, sem er lög- fragðingur að menntun, var tandskunn áður en hún varð borgarstjóri fyrir mælsku og ritgerðir sínar um þjóðfélags- ttiál; og þótti hún bersögul og hörð í horn að taka. Er mönn- Urn minnisstætt er Alberta- fylkisstjórnin lögsótti hana fyrir ritgerð, er hún skrifaði um verzlun með ungbörn þar í fylkinu. Gekk hún sigrandi af hólmi í þeirri sennu. Önnur ritgerð hennar varð til þess að hún sótti um kosn- Jngu í bæjarráðið. Ritaði hún allharðyrta grein til kvenna almennt þess efnis, að þær hefðu ekki notað sér réttinn «1 kjörgengis, er þær hefðu sótt með harðri baráttu. Blað í Ottawa skoraði þá á hana að hún skyldi sína fordæmi í þessum efnum með því að sækja um sæti 1 bæjarráðinu. Konurnar fylktu liði um hana með svo vel skipulögðum sam- tökum, að hún hlaut kosn- ingu með meira atkvæða- magni en nokkur annar fram- bjóðandi til bæjarráðsins. Skömmu síðar lézt borgar- stjórinn í Ottawa og var hún þá sjálfkjörin borgarstjóri — fyrsti kvenstórborgarstjórinn í Canada. Hún hefir nú gegnt þeirri stöðu í um sjö ára tíma- bil, við mikinn orðstýr, en hefir samt á margan hátt átt við mikla andúð frá sumum að etja, eins'og títt er um þá, sem eru stórhuga, aðsóps- miklir og segja hreinskilnis- lega það, sem þeim býr í brjósti. Jafnframt ofangreindri yfir- lýsingu, gaf Miss Whitton til kynna, að hún myndi ef til vill bjóða sig fram á sam- bandsþing og sækja um út- nefningu í Ottawa West eða Renfrew South kjördæmun- um, sem bæði eru í Ottawa- dalnum. Hún fylgir íhalds- flokknum að málum, og Mr. John Diefenbaker hefir og hennar fylgi sem forustu- maður flokksins. Nái Miss Whitton útnefningu er talið, að hún muni ferðast um endi- langt landið til að afla honum fylgis og skipuleggja samtök kvenna í þeim tilgangi. Eitt er víst, þótt Charlotte Whitton láti af borgarstjóra- embætti, muni áhrifa hennar gæta á opinberum vettvangi, sennilega á víðfeðmari hátt en áður. ☆ ☆ ☆ Aldarafmæli Bríetar Bjarnhéðinsdóttur Þann 27. september síðast- hðinn voru liðin hundrað ár frá fæðingu kvenfrelsishetj- unnar Bríetar Bjarnhéðins- dóttur. í tilefni þess hélt Kvenréttindafélag I s 1 a n d s daginn hátíðlegan og efndi til uierkjasölu til arðs fyrir uienningar- og minningarsjóð kvenna. Ennfremur ritaði for- seti félagsins, frú Sigríður J. Magnússon skilmerkilega grein í Morgunblaðið um þennan mikla brautryðjanda. Vegna þess, að fyrir nokkrum arum var birt all-löng grein í þessum dálkum um frú Bríeti, er hér endurprentaður aðeins stuttur kafli úr af- uiælisgreininni: „Jafnhliða baráttunni fyrir ^osningaréttinum átti B. B. uiörg önnur áhugamál, sem hún barðist fyrir af lífi og sál. ■Má þar m. a. nefna bætt launa- kjÖr kvenna, sifjalöggjöfina, hækkun barnsmeðlaga og u^argt fleira. 76 ára göhiul vílaði hún ekki fyrir sér að fara í fyrirlestraferð kringum land til að brýna konur til að vakna til meðvitundar um og nota þau réttindi, sem þær höfðu fengið. En fyrst og fremst var þó menntun kvenna hennar hjartans mál. Þegar konur í minningu þess að þær fengu kosningaréttinn, söfnuðu fé til Landsspítala, vildi B. B. að með fé þessu væri stofnaður menningarsjóður, er styrkti stúlkur til náms. Allt fram í andlátið var hún að hugsa um þessa sjóðsstofnun. Og eftir fráfall hennar lögðu börn hennar grundvöll að Menn- ingar- og minningarsjóði kvenna. Þessi sjóður hefir dafnað og aukizt furðu vel, en þó hvergi nærri nóg. Það er stundum talað um að fyrstu brautryðjendur kvenfrelsisbaráttunnar h a f i verið nokkuð fasmiklir. En það gustaði líka oft kalt um þær. Við getum skilið hvílík vonbrigði þær hafa verið Bríeti fyrstu alþingiskosning- arnar, 1916, eftir að konur höfðu fengið takmarkaðan kosningarrétt. Þá var hún á lista hjá heimastjórnarmönn- um, og hefði komizt á þing sem varamaður, ef hún hefði ekki verið færð niður á list- anum með útstrikunum. Eg þekkti frú Bríeti ekki Steinunn Loftson - MINNINGARORÐ — Steinunn Loftson andaðist í Vancouver, B.C., 12. júní síðastliðinn. Hún hafði verið rúmföst um skeið og smám saman þrutu kraftarnir, og svo leið hún út af eins og ljós. Hennar æfi var bæði góð og fögur. Hún var fædd 14. ágúst 1861 að Haukagili í Borgarfirði syðra og voru foreldrar henn- ar bændahjónin Ásmundur Þorsteinsson og Sigríður Jóns- dóttir, er síðar bjuggu að Fellsenda í Miðdölum. Þar ólst hún upp og var fríð og efnileg stúlka, tápmikil, trygglynd og vel vinnandi. Hún lærði þar öll heimilis- störf og það kom sér vel síðar á lífsleiðinni. Árið 1884, þann 9. október, giftist Steinunn myndar- og dugnaðarmanni, Sveinbirni Loftssyni, söðlasmið, og voru þau í hjónabandi í 59 ár. Fyrst bjuggu þau að Ölviskrossi í Dölum í tvö ár, en ákváðu þá að flytja til Vesturheims í trú á betra líf og batnandi hag, og þeim varð að trú sinni. — Árið 1887 komu þau til Win- nipeg og dvöldu þar og í Nýja íslandi í fjögur ár og fluttust þá til Þingvallabyggðarinnar í Saskatchewan; bjuggu þar í byggðinni og í bæjunum Churchbridge og Bredenburg í 49 ár. Þar var því lífsstarfið unnið og það var gott og heillaríkt. Sigurmunda, Mrs. McLeod í Wynyard. Sveinbjörn og Steinunn fluttu til Campbell River á Vancouver-eyjunni 1940 og þar andaðist Sveinbjörn árið 1943. Steinunn heitin var ágætis kona. Starf hennar sem hús- móður og margra barna móð- ur var frábært. Hún var sí- vinnandi og allt gerði hún vel. Heimilið var mannmargt og gestrisni var mikil. Viðskifta- vinirnir við verzlun manns hennar voru oft langt að komnir í kulda og vondri færð og sjálfsagt var að bjóða þeim mat eða kaffi. Þessi frábæra gestrisni hefir fylgt íslend- ingum í þúsúnd ár og er þeirra heiður og sómi. — Seinunn var ein af þeim kon- um, sem öllum þótti vænt um, hún var svo góðhjörtuð og umburðarlynd, hógvær og al- úðleg. Hún var heilsugóð alla æfi og það var mikil Guðs blessun. Hún . var á elliheimilinu „Höfn“ í Vancouver í nokkur ár og eftir að hún varð rúm- föst á sjúkrahúsi og á hjúkr- unarheimili og alltaf var hún jafn róleg og þakklát og bros- mild. Guðrún, dóttir mennar, Mrs. J. L. Eessex, sem búsett er hér í Vancouver, var henni frábærlega góð og bar mikla umhyggju fyrir henni. Kveðjpathöfn var haldin í Mount Pleasant útfararstof- unni í Vancouver föstudaginn 15. júní og mánudaginn 18. júní var hún lögð til hvíldar við hlið manns síns í kirkju- garðinum í Campbell River. Henni fylgdu þakkir og hlýjustu kveðjur barna henn- ar, 29 barnabarna, 58 barna- barna-barna, og tveggja barna, systur hennar, Mrs. R. Erlend- son og ættingja og ástvina. Mér verður lengi minnisstætt hennar innilega guðstraust,, bænrækni hennar og þakklæti til Guðs og góðra manna. „Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ E. S. Brynjólfsson „Þetta er vinnukonan hjá henni Rósu.“ „Já, hún er sannarlega sjá- andi, hún er miklu prúðbúnari en Rósa.“ „Dettur þér í hug, að nokkur húsmóðir geti keppt í klæða- burði við vinnukonuna sína, nú á dögum?1 JANE ASHLEY segir: Sveinbjörn stundaði búskap og verzlun jöfnum höndum og fórst það allt vel, því hann var greindur, duglegur til allra verka og gæðamaður, sem naut almennrá vinsælda. Þeim hjónum fæddust fjór- tán börn og af þeim eru nú tíu á lífi; þrjú dóu ung og ein dóttir uppkomin, Jakobína Anderson í Prince Rupert. Systkinin eru: Bræðurnar, Ásmundur í Yorkton og Vil- mundur í Regina; og systurn- ar, Sigríður, Mrs. E. Gunnars- son, Campbell River; Guðlaug, Mrs. S. Sveinsson, Yorkton; Ólafía, Mrs. G. Brown, San Francisco; Herdís, Mrs. D. Morris, Redwood, California; Hugborg, Mrs. J. McQueen, Edmonton; Kristín, Mrs. P. H. Pritchard, Prince Rupert; Guðrún, ,Mrs. J. L. Essex, og "MAZOLA gerir svo marga góða hluti . . . betri!" MAZOLA, olían sem til allra hluta er nytsamleg, er hrein korn-olía. MAZOLA gerir ekki aðeins salad dressing góða, heldur gerir fæðu, sem á pönnu er gerð mikið ljúffengari. MAZOLA shortening í lagar formi er útvalin til bakninga á hveitikökum, sætabrauði og brauðbakningi yfirleitt. Reynið Jane Ashley forskrift ás QUICK BEEF STROGANOFF % pd. malatS kjöt. 2 bolla af skornum lauk 1/3 bolla af MAZOLA Salad Oll. 3 % bolla af ósoönum Noodles. 3 bolla tómat-lög. % bolla eúran rjóma. 2 teskeiöar Worcester- shire Sauce. . 2 teskeiöar salt. % teskeiö sipar. 1 teskeiö celery salt. % bolla af vatni. BIiÚNAÐ nautakjöt og lauk í heitri MAZOLA Salad Oil f djúpum katli. L’ÁTIÐ ósoöin Noodles ofan í kjötkássuna. fyrr en á efri árum hennar, og mér fannst alltaf ríkja heið- ríkja og birta í kringum hana. En minnisstæðast verður mér að hlusta á hana í útvarpinu í seinasta sinn, er hún kom að hljóðnemanum. Hún talaði um nauðsynina á blaði og brýndi konur til dáða. Það var eins og röddin klökknaði þegar hún minntist á Kvennablaðið, en tómlæti kvenna hafði valdið því að hún varð að hætta út- gáfu þess eftir 25 ár. Þá blygð- aðist ég mín, og hét því að leggja þeim málefnum lið, sem hún hafði barizt fyrir.“ BLANDIÐ svo ööru sem fram er tekiö, helllÖ Noodles yfir vel röku. Hræriö ekki. LÁTIÐ sjóöá. Snúiö á lægri hita og hyljiö og látiÖ seyöast í 30 mlnútur eÖa þar til Noodles eru mjúkar. GERIR 6 máltíöir. Fyrir Salads, steikingu og bakningu, notið avalt MAZOLA. Fáanlegt í ínatvörubúöum í 16, 32 únzu flösktun og 128 únzn könnum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.