Lögberg - 22.11.1956, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.11.1956, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 22. NÓVEMBER 1956 6 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF „Það verður nú þó nokkuð langt þangað til við verðum orðnir gamalmenni, Elli“, gegndi Jón hreppstjóri honum. „Helzt af öllu kysi ég að það yrðu barnabörnin, sem leiddu mig um túnið. Ég vona að Jakob verði búinn að gera mig að afa, áður en ég verð hálffimmtugur. Þá sérðu það, að ég get vel farið í útreiðartúr með hálfvöxnum barna- börnum mínum“. „Þetta er alveg rétt hjá þér, vinur“, sagði Erlendur. „Við erum kornungir menn ennþá og eigum sjálfsagt eftir að gera okkur margan glaðan dag hér eftir. Það var lán, að þín blessuð kona Iiom ekki yfir um í þetta skipti. Þó að hún sé höfuðprýði allra kvenna, þá ert þú aldrei jafn- frjáls við flöskuna, þegar hún er nálæg. Ég segi þetta ekki henni til lasts, eins og þú skilur. Hún er yndisleg kona — það vita allir. En svo ég víki talinu að öðru, þá hef ég talsverðar áhyggjur af honum Þórði vini okkar. Hann er víst lítið yngri að árum en við, en hefur ekki séð sinn frumburð ennþá. Hvað hugsarðu í þá átt, vinur?“ „Ekki neitt“, svaraði Þórður. „Þú hlýtur þó að sjá, að það er of seint fyrir mig að hugsa til gift- ingar, þegar þið eruð svona rétt að því komnir að sjá barnabörnin“. „Það er nú náttúrlega ekki nema í hyllingum eins og þú skilur. Þau tilheyra framtíðinni ennþá. En það finnst mér óþolandi, að eins vönduð ætt og Selsættin líði alveg undir lok hér í dalnum. Mig varðar ekkert um það, þó að systkini þín auki kyn sitt í Vesturheimi; við fáum aldrei að sjá þau börn — því er nú verr“, sagði Erlendur og stóð upp með hálft staup af víni í hægri hönd sér og sagðist hafa hugsað sér að tala fáein orð í minn- ingu foreldra sinna og annarra dalbúa, sem nú væru horfnir af sjónarsviðinu. „Nú gæti ég hugsað að maður fengi góða skemmtun“, sagði Doddi á Jarðbrú. Ekki fannst gestunum skemmtunin góð, en enginn lét það þó í ljós, nema Doddi sagði hálf- hátt við móður sína, sem sat við hlið hans: „Það er svo sem margt gott, sem hann segir, en samt held ég það hefði verið betra að hann hefði haldið sér saman“. Hildur ýtti við handlegg hans til við- vörunar. „Þetta er orðið óþarflega langt hjá þér, Elli“, sagði hreppstjórinn. „Við skulum heldur taka eitt lag áður en við förum“. „Alveg rétt, vinur“, sagði Erlendur. „Ég átti bara eftir að segja þetta: Guð blessi dalinn okkar og alla hans í búa fyrr og síðar!“ Þessu næst glumdi baðstofan af háværum söng. „Hvað er svo glatt“ var það fyrsta og svo hvert lagið á eftir öðru. „Þetta vissi ég alltaf“, sagði Doddi, „að þetta yrði skemmtileg jarðarför". „Slíkt og þvílíkt“, sagði Hildur, „mér þykir nú nóg um“. „Ég vildi helzt slá upp balli“, sagði Helga, „svo fegin er ég því að vera nú loksins orðin frjáls manneskja og laus við tengdamóðurina“. „Ó, finnst þér þetta nú ekki ofsagt, Helga mín?“ sagði Hildur í vandlætingartón. „Nei, áreiðanlega ekki. Ég er orðin svo þreytt af að búa við hana í öll þessi ár“, sagði Helga ánægjuleg á svip. „En hugsast gæti nú að eitthvað yrði samt að, þó að þau séu horfin“, sagði Erlendur. „Ég skal náttúrlega fúslega játa, að álitlegt var það ekki fyrir tengdadóttur að setjast inn í þetta heimili, en einhvernveginn bjargaðist það af. Náttúrlega varð ég oft að standa á milli þeirra konanna. Karlinn var viðráðanlegri vegna þess að hann heyrði svo illa. Ég veit hreint ekki, hvort það væri svo fjarri að stíga dans, en gólfið er svo slæmt“. „Nei, það finnst mér nú varla viðeigandi“, sagði Jón. „Það eru líka svo fáar dömur. Doddi, því er ekki Lína mín hér í dag til að bera kaffið?“ Doddi sótroðnaði og horfði vandræðalega í kringum sig. Hildur tók þétt um hönd hans og svaraði fyrir hann: „Hún vildi heldur að ég færi vegna þess, að við vorum búnar að vera svo lengi í nágrenninu og ég þekkti Ragnheiði heitina svo vel“. „Já, það hefur verið þess vegna, en ekki það að Doddi sé orðinn hræddur hana fyrir okkur Þórði“, sagði Jón og hló hátt. Doddi hristi höfuðið alveg ráðalaus. Móðir hans gaf honum merki um að þegja og svaraði aftur fyrir hann: „Hann hefur víst enga ástæðu til að tortryggja hana. Svo eruð þið víst ekki hættulegir menn. Þú ferð varla að gera þinni góðu og fallegu konu þá minnkun að líta aðrar konur girndarauga. En Þórð hef ég aldrei heyrt kenndan við kvenmann“. „Þakka fyrir svarið, Hildur mín“, sagði Jón og brosti góðlátlega. „Alltaf er það konan, sem bezt svarar fyrir sig“. „Er ekki bezt að sygja ögn meira?“ sagði Þórður. Honum fannst þetta umtalsefni mun óviðkunnanlegra en söngurinn. „Það hefur víst alveg gleymzt að syngja „Ó, fögur er vor fóstur- jörð“. Svo finnst mér, Jón, að þú ættir að fara að hugsa til heimferðar áður en þú bætir meiru á þig. Ég vil síður að þú sofnir einhvers staðar milli bæjanna". „Einhvern tíma höfum við nú átt lengri leið fyrir höndum og engu kviðið, Þórður minn“. „Það er hálf leiðinlegt, ef við náum ekki háttum“. „Þá ligg ég bara fram í skála hjá ykkur piltun- um, svo að blessuð konan geti sofið — henni fellur svo illa vínlyktin". Borghildur var nýlega búin að glæða eldinn og setja upp morgunketilinn, þegar Anna hús- freyja kom fram á náttfötunum skefld á svip. „Hvað hefur getað komið fyrir?“ sagði hún kvíð- andi. „Jón er ókominn ennþá“. „Hann hlýtur þó að vera kominn, hnakkurinn hans er í bæjardyrunum“, svaraði Borghildur. „Ég er svo yfir mig hrædd“, sagði Anna, en róaðist þó við það, sem Borghildur sagði. „Ólík- legt er þó, að þarna hafi verið veitt vín í erfis- drykkju". „Jú, það máttu vera viss um, Erlendur hefur nú líklega haft vín, ef ég þekki hann rétt“, sagði Borghildur. „En mér heyrist það vera Þórður, sem er að koma framan göngin. Hann getur sagt okkur fréttirnar“. Þórður bauð góðan dag syfjulegur á svip. „Hvernig stendur á þessu, Þórður?“ spurði Anna, „því komst Jón ekki í rúmið í nótt?“ „Það var orðið þó nokkuð framorðið, þegar við komum heim. Hann vildi ekki vekja þig“. „Var hann drukkinn?" spurði hún. „Ekki er hægt að neita því — það voru allir vel glaðir. Ég held meira að segja að Helga hafi verið orðin talsvert hreif“, svaraði Þórður. „Það hefur svei mér ekki verið hryggðin á því“, sagði Anna með vandlætingarsvip. ‘ „Nei, það var sungið og drukkið, og Helga stakk upp á því að það yrði dansað, en það voru allt of fáar dömur“. „Ég er nú bara orðlaus. Hvað finnst þér, Borg- hildur?“ spurði Anna. „Það er dálítið óvanalegur svona gleðskapur við jarðarfarir“, sagði Borghildur. „Þetta er rétt eftir Erlendi“. „Þetta var nú heldur engin vanaleg mann- eskja, sem verið var að minnast". „Var Lína á Jarðbrú þarna?“ var komið út fyrir varirnar á Önnu áður en hún gætti að sér. „Nei, en Hildur og Daddi“, svaraði Þórður hálf kuldalega. „Jóni hefði verið óhætt að koma inn til mín. Ég ætla mér ekki að vera önug við hann, þegar svona stendur á fyrir honum. Ég hét því þarna í fyrra, þegar hann var nærri drukknaður í síkinu“, sagði Anna og fór inn. Það var hvorki notalegt né viðkunnanlegt að standa þarna á náttkjólnum lengur. „Það er orðin mikil breyting á þessari konu“, sagði Þórður. „Betra að það stæði lengi“. „Ég vona að það geri það“, sagði Borghildur. * FERMINGARDAGUR DÍSU Haustið var kalt og votviðrasamt. Veturinn mildari fram yfir hátíðir, en þá gerði mikla fönn og hagleysi. „Leiðinlegir dagar, ef Lísibet litla væri ekki til að lífga upp heimilið", sagði Anna Friðriks- dóttir oft við Borghildi. „En hvað er það þó hjá þvi, sem næsti vetur hefur að bjóða. Þá verður Jakob á skóla. Þú trúir því ekki, hvað ég kvíði fyrir“. „Því skyldi maður kvíða“, sagði Borghildur, „allt líður þetta — bráðum er góa liðin, þá fer að styttast til vorsins“. „Og þá verð ég fermd“, myndi Dísa hafa bætt við, ef hún hefði verið svo nærri að hún hefði heyrt til þeirra. Fermingin var mikið tilhlökkunar- efni í huga hennar. Þá yrði hún laus við and- styggðar lærdóminn, sem var það erfiðasta, sem nokkur manneskja hefði við að stríða. Og svo yrði henni sjálfsagt gefið eins mikið í fermingargjöf og Jakobi — eða eins og fóstru hennar á þeim tíma, sem hún var fermd. Staða þeirra var sú sama — fósturdóttir á ríkisheimilinu Nautaflötum. En það leit ekki út fyrir að þessi vetur ætlaði nokkurn tíma að líða. Það kom heldur engin hræða dag eftir dag. Hjónin, Jakob og Þórður gerðu það sér til dægrastyttingar að spila á kvöldin, en það var nú eitt af því, sem Dísa gat ekki lært nógu vel, til þess að hún væri höfð með í spilunum- Hún varð að gera sér að góðu að sitja við rokk og reyna að læra að spinna, og það var ekki vanda- laust verk, því að Borghildur leið ekki að illa væri unnið. Það var því mikil tilbreytni að fá að fara yfir að Hóli með prjónadót einn góðviðrisdag í einmánaðarbyrjun. Hún tafði líka allan daginn, og Anna var farin að gera ráð fyrir að láta Jakob sækja hana, þegar sást til hennar. „Það er slæmur siður að tefja svona lengi1 > sagði Borghildur ávítandi, þegar Dísa kom loksins heim. „Það er svo gaman að koma að Hóli“, sagði Dísa. „Helga kann frá svo mörgu að segja og Erlendur er svo kátur. Hann kallar mig alltaf til- vonandi húsfreyjuna á Nautaflötum“. Borghildur sletti í góm. „Það er gáfulegt tal eða hitt þó heldur. Það er nú heppilegra að ungl' ingarnar fermist áður en farið er að hugsa um» hvern þeir hreppi til giftingarinnar“. „Helga segir að mamma hafi verið trúlofuð pabba áður en hún var fermd“, sagði Dísa brosleit- „Flest þykist það vita, þetta fólk“, sagði Borg- hildur jafn kuldalega og áður. „Láttu engan heyra svona lagað rugl, sem þú situr á bæjum við a^ hlusta á“. „Nú er Lína á Jarðbrú búin að eignast aðra stúlku“, hélt Dísa áfram. Ann^ kom fram í eldhúsði rétt í þessu. Hun Hún hætti alveg við að setja ofan í við Dísu fyUr tafirnar, þegar hún heyrði hvaða tíðindi hún hafði að segja. „Er nú komin ein dóttirin enn hjá Línu. sagði Anna og andvarpaði. „óskandi að þær líkist ekki honum með aulaskapinn“, bætti hún við- „Það væri óskandi, en Guði er enginn hlutur ómáttugur. Þau voru vel gefin, systkinin hans Dodda, þó að hann sé svona, vesalingurinn, einS geta þeási börn orðið“, sagði Borghildur. „Helga sagði að það yrði fróðlegt að sjá, hvernig andlitssvipurinn yrði á þessu barninu , sagði Dísa. • „Hann verður sjálfsagt eins og a toremrunum, eins og vanalegi; er“, flýtti Borghildur sér að svara- Anna snéri til baðstofu án þess að taka meirl þátt í samtalinu. „Ég skildi, hvað Helga átti við“, sagði Dísa og brosti. „Hún spurði mig, hvort mamma hefði ekki heimsótt Línu á sængina". Borghildur vatt sér að Dísu og greip 1 Þf öxlina, sem að henni vissi, og hristi hana. „Ef lætur svona lagaðan þvætting út úr þér, svo a hún Anna heyri, þá skal ég koma þér burtu ^ heimilinu. Skilurðu það, heimskilinginn þinu- sgaði hún reiðilega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.