Lögberg - 20.02.1958, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.02.1958, Blaðsíða 1
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1957 NÚMER 8 ★ Fjölmen nið á næsta ársþing Þjóðrækni sfélagsins ★ Fréttir fró Gimli, 17. FEBRÚAR, 1958 Hóf stórskotahríð sína í Winnipeg Gimli Lúterski söfnuðurinn hafði ársfund sinn 26. janúar, eftir myndarlegan kveldverð í neðri sal kirkjunnar. Forseti safnaðarins, Mr. B. Egilson, stjórnaði fundinum. Féhirðir, Dr. C. H. Scribner, las fjár- hagsskýrsluna, er sýndi inn- tektir á árinu, að meðtöldum $615.55, á banka í janúar 1957 voru $7,632.34. Útgjöld yfir árið, sem innibinda prests- laun, eftirlaunasjóð, borgun á veðláni (mortgage), skattur, ljós, eldsneyti a. s. frv, saman- lagt $7,460.73, þá var eftir á banka 10. janúar $121.61, þessi reikningur var yfirskoðaður af Mr. N- K. Stevens og Dr. A. Ingimundsson 23. janúar s.l. — Safnaðarnefndin var endurkosin og þremur bætt í nefndina, sem er nú tólf manna nefnd. Dr. George Johnson og Dr. F. C. Scribner voru endurkosnir til þriggja ára, Mr. B. V. Arnason endur- kosinn til eveggja ára, Mr. J. B. Johnson og Dr. C. R. Scribner voru kosnir til þriggja ára og Mr. A- J. Nickey var kosinn til eins árs. Aðrir nefndarmenn eru: Mr. B. Egilson, Mr. John Howard- son, Mr. A. B. Seaby, Mr. Harold Bjarnason, Mr. J. H. Menzies og Mr. Lorne Ander- son. Séra John Fullmer, prest- ur safnaðarins, hafði skrifað upp allar fundargerðir yfir starfsemi safnaðarins yfir árið og sett í vélrituð smákver, er hann gaf öllum, sem voru á fundinum. Þeir sem ekki gátu sótt fundinn geta fengið eina af þessum skýrslum meðan upplagið endist, þær gefa góða mynd af starfsemi kirkj- unnar yfir árið 1957. -----0---- G i m 1 i þjóðræknisdeildin hafði ársfund sinn 30. janúar í neðri sal Lútersku kirkjunn- ar. Starfsnefndir voru endur- kosnar, nema Mrs. H. G. Sigurdson vara-forseti, sem flutt er frá Gimli; í hennar stað var Mrs- Elín Sigurðsson kosin. Að fundarstörfum lokn- um skemmti Barnasöngflokk- ur, Carolyn Martin var við hljóðfærið. Mrs. L. Stevens kenndi þessum myndarlega hóp íslenzka söngva, og er gert ráð fyrir að þau skemmti á Sumarmálasamkomu Lestr- arfélagsins á Gimli 25. apríl n.k. Miss Sæunn Bjarnason og Mrs. Emma Von Renessee skemmtu með upplestri. Mr. Frank Olson stjórnaði íslenzk- um alþýðusöngvum og var við hljóðfærið. Að endingu voru bornar fram góðar veitingar, sem gaf fundarmönnum tæki- færi til að rabba saman yfir kaffibollunum. Fjóra erind- reka sendir deildin á þjóð- ræknisþingið. ----0---- Fiskiveiðar í Winnipegvatni hafa verið vel í meðallagi þennan vetur. ----0---- Miss Albina Shirley John- son og Mr. Edward James Sigalet voru gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkj- unni á Gimli kl. 3 e.h., 14. þ.m. Séra John Fullmer gifti- Mr. Arthur Smith, tengdabróðir brúðarinnar, leiddi hana að altarinu. Brúðarmeyjar voru Miss Edith Johnson, systir brúðarinnar og Mrs. Charles Mason, blómamær var Miss Gwen Johnson, bróðurdóttir brúðarinnar. Aðstoðarmaður brúðgumans var Mr. Gary Hobson. Mr. Charles Mason og Mr. Gordon Arnason leiddu til sætis. Við hljóðfærið var Mrs. Clifford Stevens. Eftir giftingarathöfnina sátu 53 manns veglega brúðkaups- veizlu í neðri sal kirkjunnar. Veizlustjóri var séra John Fullmer. Mr. B.. V. Arnason talaði fyrir minni brúðarinn- ar; einnig voru lesin heilla- óskaskeyti frá fjarlægum vin- Framhald á bls. 8 Principal Speaker Dr. B. N. Arnason, of Regina, Sask., the speaker at the Ice- landic Canadian Concert whose subject will be “The Need for Co-operation with Under-Developed Countries.” DR. RICHARD BECK Forseti Þjóðrækmsíélagsins. Til leiklistarnóms Ungur Reykvíkingur lagði í gærkvöldi upp í langa utan- för. Fór hann áleiðis til Los Angeles á vesturströnd Banda ríkjanna, en þar mun hann stunda leiklistarnám — og býst við að hafa allt að tveggja ára útivist. Þessi ungi maður heitir Reynir H. Odds- son. í rúmt ár hefur hann stundað nám við leiklistar- skóla Ævars Kvarans, en nú innritast hann í Pasadena Playhouse í Los Angeles, en það er mjög frægur leikskóli, sem á m. a. útvarps- og sjón- varpsstöð, auk fjögurra leik- húsa. Vikulega koma nemend- ur skólans fram í sjónvarps- þáttum — og einnig hafa þeir á hendi minni hlutverk í leik- húsunum. Leikskólinn hefur á sínum snærum marga fræga leikara og um þessar mundir ber þar hæst John Barrymore Jr- og Margaret O’Brien. Þetta er ekki fyrsta utanför Reynis H. Oddssonar, því að hann er einn þeirra fáu ís- lendinga, sem stigið hafa á ástralska grund. Hann hefur meira að segja farið yfir þvera Ástralíu, ýmist fót- gangandi eða á vörubílspalli. Það eru liðlega tvö ár síðan hann fór í hálfs árs utanferð með kunningja sínum héðan úr Reykjavík. Gistu þeir þá auk Ástralíu m. a. Egyptaland og Arabíu — og unnu í ferð- inni fyrir fæði og fari bæði á sjó og landi. Reynir er því þaulvanur ferðalangur — og fylgja honum óskir um ár- angursríka för. —Mbl., 28. des. Á fimtudagskvöldið hinn 13. þ- m., hóf forsætisráðherrann, Rt. Hon. John Diefenbaker, stórskotahríð sína hér í borg varðandi sambandskosning- arnar, sem haldnar verða þann 31. marz næstkomandi; var mannfundur þessi í Civic Auditorium og svo fjölsóttur, að 5,000 fengu ekki sæti. Svo sem vænta mátti, veitt- ist Mr. Diefenbaker allþung- lega að Liberölum og kvað það að miklu leyti af skamm- sýni og fyrirhyggjuleysi þeirra stafa hve atvinnumál- unum væri ábótavant; þeir hefðu bundið svo fast um peningj apyngj una, að engu yrði um þokað, og að í ekkert mætti ráðast hversu þarflegt sem það væri og líklegt til þjóðþrifa ef það kostaði skild- inga; slík fjármálapólitík hefði sjaldnast til langframa vel gefist, því til þess væru peningar ætlaðir, að hafa þá í veltunni til nytsamlegra fyrir- tækja; kvaðst Mr. Diefen- baker hafa í undirbúningi með aðstoð ráðuneytis síns lista yfir væntanleg mannvirki, er hlaupa mundu upp á $1,185,- 000,000, en af þessari upphæð yrðu 270 miljónir dallara not- aðar þrjá fyrstu mánuðina á þessu ári; þá lýsti forsætisráð- herra yfir því, að hafist yrði bráðlega handa um stofnun risafyrirtækja til nytjunar auðlinda norðurlandsins; enn- fremur að Yukon og North West Territories yrði veitt aukin stjórnarfarsleg aðstoð unz að því kæmi, að þau öðl- uðust jafnrétti við hin fylkin. R. R. MUNDLE Forseli Canadian Chamber of Commerce. Á nýloknu þingi, kvað Mr. Diefenbaker Liberala hafa í ræðum sínum vaðið jörðina að kjám, en greitt atkvæði eins og meinleysisleg og kvíðafull lömb, er til úrslita kom. Enginn vafi er á því, að þessi fundur forsætisráðherr- ans hafði djúpstæð áhrif. Fær styrk til rannsókna Guðlaugi Hannessyni, tekn- iskum gerlafræðingi við Iðn- aððardeild Atvinnudeildar Há skólans, hefir verið veittur styrkur frá Matvæla- og land- búnaðardeild S. Þ. Er styrkur þessi ætlaður til rannsókna á því, hvaða fæðuefni megi vinna úr úrgangseggjahvítu- efnum. Mun rannsókn Guð- laugs framar öllu beinast að því, hvernig nýta megi úr- gangseggjahvítuefnin úr fisk- inum til manneldis. 48 umsækjendur frá 26 löndum Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem íslendingur fær slíkan styrk beint frá Mat- væla- og landbúnaðardeild S. Þ., og er styrkurinn veittur úr sjóði,'sem stofnaður var í nafni André Mayers. Veittir eru 5—6 styrkir úr þessum sjóði á ári hverju, og í þetta sinn sóttu um hann 48 manns frá 26 löndum. í hverju landi fjallar sérstök nefnd á vegum Matvæla- og landbúnaðar- deildarinnar um veitingu þessara styrkja, og formaður íslenzku nefndarinnar er Árni G. Eylands, stjórnarráðs- fulltrúi. Styrkurinn nemur 240 dollurum og ákeypis ferð- um fram og til baka. Mun Guðlaugur vinna að rannsóknum sínum við Mas- sachusetts Institute of Tech- nology í Boston undir leið- sögn dr. Proctors, sem er ein- hver þekktasti matvælaiðn- fræðingur í heimi — a. m. k. vestan járntjalds. Guðlaugur verður við þessar rannsóknir a. m. k. 18 mánuði, en dvalar- tíminn fer nokkuð eftir því, hvernig rannsóknin gengur- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.