Lögberg - 01.05.1958, Page 1
71. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. MAÍ 1958
NÚMER 18
Heimsækir Bandaríkin í júní
íslenzka söngkonan, Guðrún
Á. Símonar, mun vera fáum
kunn í Ameríku, enda hefur
hún enn ekki þangað komið.
Þess vegna er hún kynnt hér,
en hún er að dómi margra sér-
fróðra manna einhver bezta
sópran-söngkona á Islandi um
þessar mundir. Fer það að
vonum, því að saman fara hjá
henni frábærir sönghæfileik-
ar, afbragðs menntun og mikil
og góð þjálfun.
Verður nú sagt nokkuð nán-
ar frá þessari ungu listakonu,
sem auk þess að njóta al-
mennra vinsælda í ættlandi
sínu hefur þegar getið sér
góðs orðstírs í mörgum öðrum
þjóðlöndum Evrópu, enda
sækir hún ört fram til æ meiri
frægðar og frama.
Guðrún hlaut fyrstu söng-
menntun sína í fæðingarborg
sinni, Reykjavík, hjá Sigurði
Birkis söngmálastjóra, svo
sem fleiri íslenzkir söngvarar.
Haustið 1945 fór hún í fyrsta
sinni utan. Næstu þrjú árin
stundaði hún tón- og leiklist-
arnám í “The Guildhall School
of Music and Drama” í Lun-
dúnum og síðan tvö ár í “The
Opera School Ltd.” í sömu
borg. Samtímis némi í þessum
menntastofnunum lagði hún
sérstaka stund á söngnám í
einkatímum hjá ítölskum söng
kennara, Lorenzo Medea í
Wigmore Hall. Á þessu tíma-
bili sótti hún og tvo vetur
tíma í enskri tungu í “The
University College of Lon-
don.” Eftir þetta fjölbreytta
nám var hún enn um skeið
við framhaldsnám í listgrein
sinni í Lundúnum, en þar lauk
námi hennar árið 1952.
Þessu næst hélt Guðrún til
ítalíu til enn frekara náms og
þjálfunar í konsert- og óperu-
söng hjá Carmen Melis í
Milano, heimskunnri söng-
konu, en meðal nemenda henn-
ar er t. d- Renata Tebaldi,
ítalska söngstjarnan heims-
fræga. Námsdvöl Guðrúnar á
ítalíu lauk árið 1954.
Hefur hér að framan verið
rakinn námsferinn Guðrúnar
í stórum dráttum. Og skal nú
sagt frá starfs- og söngferli
hennar, en einnig þar verður
stiklað á stóru.
Guðrún Á. Símonar hefur
haldið fjölmarga konserta í
Reykjavík og víðsvegar á ís-
iandi, ennfremur í London og
víðar í Bretlandi, Noregi, Dan-
mörku og Ráðstjórnarríkjun-
um, en þar söng hún í Moskvu
og Leningrad í Rússlandi,
Kiev og Lvov í Ukrainu, Riga
í Lettlandi og Minsk í Hvíta-
Rússlandi. Sólóisti með Sin-
fóníuhljómsveit Islands og
hljómsveit ríkisútvarpsins á
opinberum tónleikum í Reykja
vík hefur hún iðulega verið.
Hún hefur oft sungið í út-
varp í Reykjavík, Osló, Kaup-
mannahöfn, Milano, Luxem-
burg, BBC í Lundúnum, bæði
“Third Programme” og “Home
Service,” svo og í Ráðstjórnar-
ríkjunum, auk þess sem hún
hefur sungið þar og í Lundún-
um í sjónvarp.
Hefur hún mikinn forða
ítalskra, spánskra, franskra,
þýzkra, rússneskra og enskra
sönglaga, sem hún syngur á
frummálunum, auk íslenzkra.
Þessi hlutverk í óperum
hefur Guðrún þegar farið með:
Tosca í samnefndri óperu,
Mími í “La Bohéme,” San-
tuzza í “Cavalleria Rusticana,”
Amor í “Orfeo ed Euridice”
og Serpina í “La Serva Pa-
drona,” ennfremur Rosalinde
í óperettunni “Die Fleder-
maus.”
Þá hefur hún og sungið sí-
gild lög á hljómplötur. Og
síðari hluta árs 1956 söng hún
fyrir “His Master’s Voice”
nokkur létt lög á hljómplötur,
sem seldar eru á heimsmark-
aði, og urðu þær þegar á því
ári metsöluplötur á Islandi,
þótt ekki kæmu þær á sölu-
markað þar fyrr en í lok
nóvembermánaðar.
Að lokum eru af handahófi
birtar hér smáglepsur úr
nokkrum blaðaumsögnum list
dómara í helztu höfuðborg-
unum um söngkonuna.
London: „Guðrún Á. Sí-
monar hefur fagra rödd og
mikil dramatísk tilþrif." —
„Framúrskarandi útvarps-
flutningur.“
Osló: „Tónar hennar eru
fágaðir og öruggir eins og þeir
séu meitlaðir í berg. Þeir ná
yfir vítt svið, því að hún hefur
mezzo-dýptina og sópran-
hæðina.“ — „Hún hefur og
afbragðs öndunartækni“
Kaupmannahöfn: „öryggi
og vald á söngnum, efnismeð-
ferð nákvæm og þaulhugsuð."
— „Hún er ein af þeim söng-
konum, sem maður mun ávallt
minnast og fylgjast með af
áhuga.“
Moskva: „Hún er hámennt-
uð söngkona. Söngur hennar
einkennist af djúpri innlífun
og skírri, hárfínni túlkun.“ —
„Hrein tónmeðferð, algjört á-
reynsluleysi og næm tilfinn-
ing fyrir listrænni hófsemi
eru þættir, sem mjög eru ein-
kennandi fyrir listgáfu söng-
konunnar."
Guðrún Á. Símonar
Reykjavík: Guðrún Á. Sí-
monar söng aðalhlutverkið,
Santuzzu, af framúrskarandi
krafti, smekkvísi og innlifun
og sannaði, svo að ekki verður
um villzt, að hún er afburða-
óperusöngkona.“
„Mími Guðrúnar var töfr-
andi vel sungin og leikin og í
sínum viðkvæmu áherzlum
minnti hún mig oft á hinn
agurværa blæ lóunnar, er
kvakar raunamædd á lyng-
heiðum íslands.“ — „Geð-
brigði hennar voru sterk bæði
í söng og leik og ágætt sam-
ræmi þar á milli.“
„Fullyrða má, að aldrei hafi
íslenzk óperusöngkona notið
sín jafnvel og Guðrún Á. Sí-
monar í hlutverki hinnar á-
stríðufullu ,skapmiklu og af-
brýðisömu Toscu.“ — „Og
bænina víðfrægu í öðrum
þætti söng hún af slíkum inni-
leik og glæsibrag, að það at-
riði snart mig dýpst og hreif
mig mest í öllum leiknum.
Það er okkur mikils virði að
eiga svo stórbrotna óperu-
söngkonu.“
Stjórnmálaflokkur
í uppsiglingu
Verkalýðssamtökin cana-
dísku, er telja um hálfa aðra
miljón félagsmanna, ákváðu á
nýlega afstöðnu ársþingi sínu
í Winnipeg að stofna nýjan
stjórnmálaflokk í líkingu við
verkamannaflokkinn brezka;
hvítvoðungurinn hefir enn
eigi verið formlega skírður, þó
líklegt þyki að hann verði
annaðhvort nefndur flokkur
óháðra canadískra verka-
manna, eða flokkur Social
Democrata; honum verður
ætlað að vinna í andstöðu við
Konservatíva og Liberala, en
mun hallast að samstarfi við
C.C.F.-flokkinn.
Ný fullveðja þjóð
Þau tíðindi gerðust í lok
fyrri viku, að brezku þjóða-
keðjunni bættist eitt fullveðja
ríki þar sem komið var á fót
þingbundinni stjórn; er hér
um að ræða brezku Vestur-
Indlandseyjarnar; höfuðborg-
in eða stjórnarsetrið verður
Trinidad og þar var fyrsta
þingið sett á laugardaginn af
Margréti Bretaprinsessu, að
viðstöddu miklu fjölmenni og
skrautlegum hátíðahöldum.
Sjötugsafmæli
Blaðamannafélag Winnipeg
borgar átti sjötugsafmæli á
laugardaginn var og var at-
burðarins minst með borð-
haldi og ýmis konar hátíða-
brigðum; einn af stofnendum
félagsins og áhrifamesti með-
limur þess var John W. Dafoe
aðalritstjóri dagblaðsins Win-
nipeg Free Press, er margir
töldu á sínum tíma hæfasta
blaðamanninn innan vébanda
brezka samveldisins.
Aldarafmælis minst
Síðastliðinn laugardag hóf-
ust í Victoria, höfuðborg
British Columbia fylkis, veg-
eg hátíðahöld í tilefni þess að
já átti fylkið aldarafmæli;
var víðsvegar um fylkið kveikt
á 50 feta háum ljósturnum
eða vitum og sáust ljósin
greinilega frá nærliggjandi
ríkjum Bandaríkjanna. Svo
mátti heita að fylkið væri
eitt ómælilegt ljósahaf auk
margs háttar annars konar
skrauts, er auðkendi borg og
bygð til yztu endimarka þess.
British Columbia fylki er
afar auðugt af hvers konar
náttúrufríðindum þótt einna
mest beri á timburtekju þess,
sem er aðalútflutningsvaran;
mikið er þar einnig um málm-
vinslu, fiskiveiðar og ávaxta-
rækt; eru meðal annars epli
þaðan mjög eftirsótt á heims-
markaðinum; einnig er geysi-
mikið flutt út af niðursoðnum
laxi, og af heilagfiski seljast
kynstrin öll á innlendum og
erlendum markaði.
Kjörinn í
hóttlaunaða stöðu
Stanley Knowles
Á nýafstöðnu ársþingi verka
mannasambandsins í Canada,
The Canadian Congress of
Labour, sem haldið var hér í
borginni, var S t a n 1 e y
Knowles, fyrrum sambands-
þingmaður fyrir Mið-Winni-
peg kjördæmið hið nyrðra,
kjörinn i framkvæmdarstjórn
áminstra samtaka með 12 þús-
und dollara árslaunum.
Með Mr. Knowles hverfur
af þingi óvenju mikilhæfur
maður, er naut trausts og virð-
ingar allra þingflokka jafnt.
Mrs. Sigríður Johnson
FÆDD 1868 — DÁIN 1957
- (í nafni bróður hinnar látnu)
Systir kær! Þó sértu horfin mér,
sannarlega aldrei gleymi þér-
Fyrir löngu farin nú á braut,
Föðursins í milda náðarskaut.
Heimsins fjarri hretviðranna gný,
hugðarkendum sölum dvelur í.
Nægtir hlýtur, nemur dularmál,
nýtur alls sem kann að göfga sál.
Minningarnar merla hugans spjöld
munarljúfar fram á hinzta kvöld.
Ástarþakkir alla fyrir trygð,
unaðsemdir veittar mér af dygð.
Nú skal staðar numið þetta spor;
nautnin þráða, endurfundur vor
verður mér, er saman sitjum rótt.
Systir kær! Þér býð ég góða nótt.
Jóhannes H. Húnijörð
Box 10, Gimli, Man.