Lögberg - 01.05.1958, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.05.1958, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. MAI 1958 Banatilræðið við Hitler árið 1944 Frásögn JOHANS DIETRICH, þess eina sem enn er á lífl af samsærismönnunum. Sá eini af þýzku herforingj- unum, sem sumarið 1944 efndu til leynisamsæris gegn Hitler og ætluðu að ráða hann af dögum til þess að binda endi á styrjöldina, býr nú í Suður- Afríku. Það er Johann Diet- rich fyrrverandi oberst- lautinant, sem ásamt von Stauffenberg general kom tímasprengju inn í fundarsal þar semHitler var ásamt ýms- um háttsettum foringjum. — Fjórir fórust í sprengingunni, en Hitler slapp með sundur- tætta buxnaskálm og minni- háttar flumbrur. En eftirköst þessa samsæris urðu þau, að mörg þúsund manns voru af lífi teknir án dóms og laga. Johann Dietrich var sá eini af samsærismönnunum sem slapp og komst undan til Sviss, og dvelur hann nú í Suður-Afríku og mun aldrei eiga afturkvæmt til Þýzka- lands, — álítur, að enn muni Hitler eiga þar vini, sem hugsi sér þegjandi þörfina, ef hann léti sjá sig þar. SVITADROPARNIR perluðu á enni mér, þegar við von Staufenberg general gengum yfir brúna í garðinum upp að fjallaskálanum. Tveir nazist- ar stóðu á verði með mundað- ar byssur sínar. Staufenberg bar þykka skjalamöppu í vinstri hönd. Mappan var full af áríðandi skjölum, sem við áttum að koma með til Foringjans. Það voru miklar líkur til þess að verðirnir myndu opna möpp- una til að ganga úr skugga um skilríki okkar og þá mynd- um við áreiðanlega verða skotnir á staðnum. 1 möppunni var nefnilega nægilega mikið af sprengiefni til þess að jafna hér allt við jörðu, og sá var einmitt til- gangur okkar: að stytta Hitler aldur til þess með því að binda enda á styrjöldina og koma í veg fyrir að allt Þýzkaland væri lagt í rústir. Þann 20. júlí 1944 var hlýtt í veðri í Austur-Prússlandi — samt sem áður skalf ég eins og hrísla. Álíka tilfinning fer líklega um menn, sem setjast í rafmagnsstólinn, hugsaði ég. Verðirnir skelltu saman hæl um, en Stauffenberg lyfti hægri hendinni og gerði naz- istakveðju. Ég heilsaði með sama hætti, og vætti þurrar varirnar með tungunni. í fjar- lægð heyrðist í loftvarna- flautu, sem gaf til kynna fyrstu loftárás þessa dags. — Foringinn bíður yðar, sagði annar varðmannanna. — Hann er ekki í loftvarnabyrg- inu, heldur inni í skálanum- Þar með snerist varðmaður- inn á hæli, drap á dyr og gekk inn. —General von Stauffenberg greifi og oberstlautinant Dietrich, herra Foringi! hróp- aði hann og rödd inni fyrir svaraði einhverju á móti. Varðmaðurinn vék til hliðar og Stauffenberg gekk inn og ég á eftir honum. Umhverfis stórt og þung- lamalegt borð sátu ellefu menn, en meðal þeirra voru hvorki Göring eða Himler. Það hafði verið ætlun okkar að kála öllum þessum þrem höfuðpaurum saman. Wilhelm Keitel reis upp og brosti þegar Stauffenberg heilsaði. — Þetta, sagði hann og sneri sér til Hitlers, sem sat fölur og þreytulegur við enda borðsins, — þetta er general von Stauffenberg greifi, herra Foringi, og per- sónulegur fulltrúi hans, oberst lautinant Dietrich. Gjörið svo vel og fáið yður sæti, herrar mínir. Ég hugsaði með sjálfum mér, hve langan tíma það myndi taka að grípa til skamm byssu minnar — ef óveðrið skylli á, og margt fleira flaug í gegnum huga mér þetta ör- lagaþrungna augnablik. — Stauffenberg lagði skjala- möppuna frá sér við einn af borðfótunum, einmitt þann sem næstur var Hitler. Sekúndurnar liðu ein af ann- arri. Ég skotraði augunum á armbandsúrið mitt: Nákvæm- lega 12.31 — og tímasprengjan átti að springa klukkan 12.33. Tvær mínútur eftir! Nú hlaut Werner von Haften oberst- lautinant að koma inn þá og þegar með skilaboð um áríð- andi símahringingu til Stauf- fenberg. Sem aðstoðarmaður hans og lífvörður mundi ég eins og af sjálfu sér fylgja honum eftir út. Þetta átti að gefa okkur nákvæmlega mín- útu til umráða, svo að við hefðum möguleika á því að bjarga okkur. Adolf Hausinger reis á fæt- ur og byrjaði að skýra frá horfunum á austurvígstövun- um. Sekúndurnar liðu .... dauðinn nálgaðist . . . . Ég heyrði rödd úti fyrir, og liðs- foringi drap á dyr. Mér fannst líða heil eilífð þar Hausinger kallaði loks: — Já, kom inn! Liðsforinginn stakk höfðinu í gættina: — Sími til general von Stauffenberg! Mjög áríð- andi! hrópaði hann. Stauffenberg reis á fætur, og ég einnig. — Þetta hlýtur að vera mjög mikilvægt, sagði hann afsakandi. — Ég hafði gefið fyrirmæli um að enginn mætti hringja, nema í hinu mesta neyðartilfelli. Ég skal vera mjög fljótur! Þar með gekk hann út, og ég fylgdi fast á hæla honum. Sekúndurnar liðu enn. Svitinn rann um mig allan, og ég hugsaði: Eftir fjörutíu sekúndur eru allir þarna inni steindauðir — Hitler einnig. Áætlun okkar mundi brátt bera árangur. Að viku liðinni myndi stríðinu verða lokið . . . Við gengum inn í sprengju- heldan símaklefa, þegar allt sprakk í loft upp að baki okk- ar og við féllum á gólfið. Munnur minn fylltist af sandi, og það blæddi úr hon- um, og mér fannst sem augun ætluðu að þrýstast út úr höfði mínu. En ég gat þó hreyft höfuðið og séð hvernig Stauf- fenberg hafði reitt af. Hann var að rísa upp á olnbogann. Styrjöldinni er lokið, Dietrich, Hitler er dauður! sagði hann og spýtti út úr sér sandi. Hver og einn einasti af sjö hundruð and-nazistum í neð- anjarðarhreyfingunni — var reiðubúinn til þess að fórna lífi sínu til þess að freista þess, að ráða Hitler af dögum. Þrjár fyrri tilraunir höfðu mis- heppnast. Meira en þúsunc manns höfðu hlotið fyrir það misþyrmingar og dauða, og fjölskyldur þeirra sendar í fangabúðir. Stauffenberg var foringi okkar. Hann gekk í samsæris- flokkinn, þegar Hitler ákvað að Þýzkaland skyldi berjast til síðasta blóðdropa. — Hitler staðhæfði einfaldlega, að allir Þjóðvérjar yrðu að láta lífið, því að ef við töpuðum stríð- inu ættum við ekki skilið að lifa. Það voru 56 af okkur við- staddir í húsi einu í Austur- Berlín, sem orðið hafði fyrir loftárás, daginn þann, sem áætlunin var fullgerð. Ég vil sjálfur ráða af dögum þá Hitler, Himler og Göring, sagði Stauffenberg. — En ég þarf tvo sjálfboðaliða, sem eru reiðubúnir að fórna lífi sínu fyrir föðurlandið. Stauffenberg leit á alla við- stadda. Allir réttu upp hægri hönd. Þessu átti ég von á af ykkur, sagði Stauffenberg. Þess vegna hef ég tekið með mér þessi spil. Ég legg spilin á borðið og læt myndirnar snúa niður. Þið komið hingað og snúið einu spilinu við hver. Þeir tveir, sem fyrstir fá ás, koma með mér til aðalstöðva Hitlers. Sá fyrsti ,sem sneri upp ás, var von Werner Haften. Ég var fimmtándi í röðinni við borðið- Ég tók eitt spil: Spaða ás. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Er yður kalt, Dietrich, spurði Stauffenberg brosandi. — Nei, hershöfðingi, en ég er dálítið óttasleginn, svaraði ég og brosti á móti. — Við erum allir saman dálítið hræddir, sagði Stauf- fenberg. — En með öðrum orðum, það eru Haften og Dietrich, sem valið hefir fall- ið á. Annar ykkar verður nú að gerast persónulegur full- trúi minn og lífvörður og koma með mér þangað sem Hitler og hinir eru saman- komnir. Dragið spil! Ég tók eitt. Það var rauð nía. Haften lagði spil við hlið- ina á mínu. Það var spaða þristur. Með því að draga hærra spilið, hafði ég undir- skrifað minn eiginn dauða- dóm. En ég var ekki hikandi andartak. Ég hataði Hitler jafn einlæglega og hinir. Stauffenberg gerði áætlun- ina í höfuðdráttum. Þegar Hitler hefði verið ráðinn af dögum, yrðum við að hafa herinn á okkar valdi, og semja frið á þeim grundvelli að bjarga mætti Þýzkalandi frá tortímingu. Við höfðum marga góða leiðtoga með í ráðum: Von Stauffenberg greifa, Ludwig Beck yfirherforingja, Carl Goerdal fyrrum yfirhers- höfðingja, Kurt von Hammer- stein fyrrverandi borgarstjóra í Leipzig, Erwin von Witzleben hershöfðingja, Hans Osler yfirforingja, Eduard Wagner hershöfðingja og Friedrich Olbricht hershöfðingja, og loks gekk í lið með okkur sjálfur átrúnaðarguð hersins, Eræin Rommel hershöfðingi. Auk þessara helztu forystu- manna voru yfir hundrað hátt settir herforingjar, sem ein- ungis áttu sér eitt takmark sumarið 1944: að ráða Hitler af dögum. En auk aðalforingjanna viss um við ekki nöfnin á hinum. Gestapo sá fyrir því, að við þorðum ekki að treysta nein- úm- Við þekktum dæmi þess, að strax og nafn einhvers spurðist út á meðal hreyfing- arinnar, var viðkomandi óðara handtekinn, skotinn eða hengdur. Hreyfingin, sem vann að því að koma Hitler fyrir kattarnef, hlaut nafnið Valkyrjan, og leiðtogar hennar komust í samband við brezku ríkis- stjórnina í gegnum Svíþjóð, og skýrðu henni frá, að ráða- gerðir væru uppi um það að ráða Hitler af dögum og mynda nýja ríkisstjórn. Svar- ið, sem við fengum í hinni leynilegu útvarpsstöð okkar, var á þá leið, að við yrðum fyrst af öllu að losa okkur við þáverandi stjórn Þýzkalands og taka síðan upp samband við London og Washington. — Áætlunin er í stuttu máli þessi, sagði Stauffenberg: — Strax og við erum öruggir um það, að Hitler sé dauður, verð- um við að senda skeyti til Witzleben, sem bíður í Vestur Berlín. Hann tekur þá þegar í sínar hendur yfirstjórn hinna sameiginlegu land-, sjó og loft- herja.Varaliðssveitirnar undir stjórn Erich Hoeppner munu sjá um að halda uppi ró og reglu í Þýzkalandi. Varðsveit- ir Berlínar undir forustu Fritz Fromm munu umkringja hermálaráðuneytið og hafa umsjón með því þar til her- sveitir Hoeppners koma. Einn maður í Berlín er okkur hættu legur en það er Kortzfleisch setuliðsforingi staðarins, — en hann verður handtekinn um leið og Witzleben gefur merki. Við getum gizkað á að um tíu þúsund manns í varaliðinu séu á okkar bandi, sagði Stauffen- berg að lokum. Stauffenberg sýnir mér inni hald möppunnar. Það er típia- sprengja gerð í brezkri verk- smiðju, sem smyglað hafði verið yfir Svíþjóð til nota fyr- ir samsærishreyfinguna. Það er ekkert gangverk eða ann- að, sem gefur frá sér hljóð í þessari tímasprengju. En við lokið á henni er komið fyrir hnappi. Þegar honum er snúið hálfhring til hægri eða vinstri opnar hann fyrir lítið sýru- hylki. Sýrur þessar éta sig skjótt gegnum stál og annað efni. Milli þessa litla sýru- hylkis og sprengjuefnisins er komið fyrir þunnri stálplötu, og undir henni er vír, strengd- ur í sterka fjöður, en þegar fjöðrin sleppur af kviknar í sprengjunni. Þetta gerist með þeim hætti, að sýran úr hylk- inu étur sig gegnum stálplöt- una, eyðir sundur vírnum og þar með smellur fjöðrin af. Það níðastnefnda tekur aðeins fjórtán sekúndur. Við vitum nákvæmlega hve langan tíma það tekur, frá því við skrúfum hnappinn í hálf- hring, og þar til sprengingin verður. Það er ákveðið, að ekkert skuli gert, nema Himler og Göring séu einnig viðlátnir. Tveimur dögum síðar fáum við skilaboð um að Mussolini ætli að hitta þá Hitler, Göring og Himler í aðalstöðvunum í nánd við Restenburg í Austur Prússlandi þann 20- júlí. Við álitum að mótsstaður- inn hlyti að verða í tveimur af hinum sprengjuheldu loft- varnabyrgjum, og þá mundi enginn þar inni geta komizt lífs af. Fyrstu vonbrigði okkar urðu þau, að Mussolini skyldi ekki koma til fundarins. En þar við bættist að hvorki Göring né Himler létu held- ur sjá sig — og tíminn leið. En úr því, sem komið var átt- um við ekki annars völ, en að láta til skarar skríða. Annað eins teækifæri til þess að ráða Hitler af dögum myndum við tæplega fá öðru sinni. Þar að auki var okkur ljóst, að Stauffenberg og fleiri af leið- togunum lágu undir grun hjá þeim æðstu. Þegar við Stauffenberg höfðum brölt á fætur eftir sprenginguna, greip greifinn í handlegg mér, spýtti út úr sér blóði og sandi, og sagði: — Þér verðið hér og lítið eftir. Ég ætla að fara og tilkynna að banatilræðið hafi tekizt! Hann flýtti sér út að bílnum til þess að gefa leynimerkið, sem setja átti allt í gang til undirbúnings því að við tækj- um völdin í Þýzkalandi. Fjalla skálinn var einungis úr timbri og múrsteini. Ég hikaði andar- tak. Ef einhver sæi mig hér á þessari stundu, myndi óðara skiljast samhengið milli sprengingarinnar og komu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.