Lögberg - 01.05.1958, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. MAÍ 1958
Lögberg
GeflC Ot hvern flmtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
303 KENNEDT STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnlpeg 2, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Skrifstofustjöri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
“Lögberg” is published by Columbia Press Llmited,
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Prlnters
Authorired as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
WHitehall 3-9931
Ársrifið „Húnvefningur''
Fyrir stuttu síðan barst mér í hendur ársritið Húnvetn-
ingur fyrir árið, sem leið, en það er 2. árgangur ritsins, sem
hóf göngu sína 1956. Útgefandi er Húnvetningafélagið á
Akureyri, en ritstjórnina skipa þeir Bjarni Jónsson og skáldin
Guðmundur Frímann og Rósberg G. Snædal. Ritið er nú
sem áður læsilegt vel og all fjölbreytt að efni.
Fyrst er þar á blaði ítarleg grein um frú Elínu Briem
eftir frú Huldu Á. Stefánsdóttur, forstöðukonu Kvennaskólans
á Blönduósi, og er þar í rauninni um að ræða aldarminningu
hinnar miklu merkiskonu, sem greinin fjallar um. Er ritgerð
þessi hin prýðilegasta, og gerir frú Hulda þar ágæt skil ævi-
ferli og brautryðjandastarfi fyrirrennara síns í forstöðukonu-
embættinu á virðulegum Kvennaskóla Húnvetninga, sem á
sér senn 80 ára sögu að baki.
Þá ritar gamall og góðkunnur Vestur-íslendingur, nýlega
horfinn til ættjarðarstranda, Jónbjörn Gíslason, hugleiðingu,
er nefnist „Vökudraumur," sem bæði er vel samin og vekur
samtímis til umhugsunar- Rennir höfundur þar augum um
öxl til æskudaganna, en svipast jafnframt um í heimi sam-
tímans og hvessir sjónir inn í framtíðina. Eru honum vel ljós
þau átök milli andstæðra þjóðfélagsafla, sem nú eiga sér stað í
heiminum, en á samt óbrjálaða heilbrigða framtíðartrú sína.
Jón Pálmason á Akri á þvínæst í ritinu vandaða og gagn-
fróðlega grein um Jón Jónsson bónda í Stóradal, sem auð-
sjáanlega hefir verið hinn mesti merkismaður og prýði sinnar
sveitar, en féll að velli á blómaskeiði. I grein þessari er eigi
aðeins að finna ættfræðilegan og mannfræðilegan fróðleik
og merkilegar mannlýsingar, heldur er hún jafnframt að
öðrum þræði menningarsögulegs eðlis.
Hugþekkri mynd frá liðinni tíð, og athyglisverðri að sama
skapi, er brugðið upp í frásögn Rósbergs G. Snædals, „Sælu-
húsið á Hálsinum,11 en hana hefir hann ritað eftir Birni Eiríks-
syni frá Sveðjustöðum; sá bær stendur á miðjum Hrútafjarð-
arhálsi, í þjóðbraut, og var því fram á síðari ár kærkominn
gististaður ferðalanga á suður- og norðurleið landsfjórðunga
milli.
Ýmislegur annar fróðleikur í óbundnu máli er í Hún-
veiningi að þessu sinni, þó að það verði eigi nánar rakið.
Sérstök ástæða er samt til þess að draga athygli að þættinum
„Hvað er að frétta?“ en það eru fréttabréf og annálar úr
Húnavatnssýslu árið 1956.
Kveðskapur er einnig í ritinu eftir ýmsa, bæði lausavísur
og lengri kvæði; er sá skáldskapur alþýðlegur um efni og
málfar, enda ber þar mest á hringhendum, og margar þeirra
vel gerðar. Meðal þeirra, sem þar róa á borð, er Skagfirðing-
urinn og Vestur-íslendingurinn Björn Stefánsson frá Kirkju-
skarði, sem dó á Gimli í nóvember 1951, eftir rúma hálfrar
aldar dvöl vestan hafs. Ásamt sýnishornum af vísum hans
er birt mynd af honum og stutt æviágrip í ritinu. Hefir hann
verið hagyrðingur góður. En sem dæmi um kveðskapinn í
ritinu skal tekin upp þessi vísa um Bólu-Hjálmar eftir Ás-
grím Kristinsson:
Nam hann ungur íslenzkt mál,
eignaðist tungu spaka.
Loppu þunga lagði á sál
lífsins hugur vaka.
Ritið er snoturt að frágangi, prýtt allmörgum myndum,
meðal annars forsíðumynd af Húnaveri, fyrsta félagsheimili
Húnavatnssýslu, sem vígt var að Bólstaðarhlíð í júlí í fyrra,
með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni, enda var þar
merkum áfanga náð, og minntist Jónas Tryggvason þess í
snjöllu kvæði, „Vígsla Húnavers,“ sem prentað er í ritinu-
í eftirmála frá ritstjórninni er farið þessum orðum um
framtíð ritsins: „Viðtökur þær, sem þetta hefti fær, ráða úr-
slitum um það, hvort árgangarnir verða fleiri. Við heitum
enn á Húnvetninga, heima og að heiman, að taka Húnvelningi
vel og stuðla að útbreiðslu hans eins og þeir frekast geta.
Um leið og útgáfa hans er fjárhagslega tryggð, mun hann
einnig batna og stækka.“
Þetta ættu Húnvetningar beggja megin hafsins að leggja
sér á minni. —RICHARD BECKI
MINNING ARORÐ:
Halldóra Geirsdóttir Helgason
Hún hélt fullu nafni Kristín
Halldóra Ingibjörg og var
fædd 15. des. 1875 að Raufar-
höfn í N.-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar hennar voru Geir Finn-
ur Gunnarsson og Valgerður
Jónsdóttir.
í báðar ættir eru miklar
gáfur, menning og glæsi-
mennska. Voru þau systkina-
börn Halldóra og skáldið og
stjórnmálamaðurinn Hannes
Hafstein. Heima á íslandi
urðu foreldrar Halldóru fyrir
þungri og átakanlegri sorg, er
tvö börn þeirra, Jóhanna og
Tryggvi, sextán og átján ára,
dóu bæði sömu vikuna úr
barnaveiki. Vera má, að það
hafi verið ein af ástæðunum
fyrir því, að þau ákváðu að
flytja til Ameríku árið 1890
með dætur sínar, Halldóru og
Magneu, er síðar giftist Þor-
grími Sigurðssyni að Storð í
Nýja-íslandi. Halldóra var
með foreldrum sínum fyrst
eftir að þau fluttu til Canada
og vann ýms störf eftir því
sem tækifæri buðust. Jón
sonur þeirra flutti síðar til
Canada með fjölskyldu sína.
Árið 1897, í júlí, voru þau
gefin saman í hjónaband í
hjónaband í Winnipeg af sr.
Jóni Bjarnasyni Halldóra og
Þórður Helgason frá Brúar-
fossi á Mýrum- Fluttu þau til
Nýja-lslands árið 1901 og
settust að á heimilisréttar-
landi, er þau kölluðu Laufás.
Bjuggu þau þar í mörg ár.
Byrjað var með lítil efni og
við erfið lífskjör, eins og gefur
að skilja; en fyrir dugnað og
hagsýni fór hagurinn batnandi
og lífsþægindin urðu meiri
eftir því sem árin liðu. Þeim
fæddust sjö börn, sex dætur
og einn sonur. Sonur þeirra,
Hannes Þórður Hafstein dó af
slysförum á heimleið frá skóla,
aðeins ellefu ára gamall. Það
var ógleymanlegur sorgarat-
burður.. Af dætrunum eru
fjórar á lífi: Regina, Mrs.
Erickson, Minneapolis; Helga,
Mrs. Johnson, Vancouver;
Halldóra, Mrs. Bradley, Pen-
ticton; og Inga, Mrs. Mc-
Donald, S. Burnaby. Rebekka,
Mrs. L. Zeuthen, og Geir-
þrúður, Mrs. J. Erickson, lét-
ust báðar á bezta aldri.
Allir, sem þekktu frú Hall-
dóru ljúka upp einum munni
um það, að hún hafi verið
ágætiskona. Hún var sívinn-
andi og henni var sérstaklega
létt um öll störf. Hún var
framúrskarandi gestrisin,
hjálpfús og ljúflynd. Alltaf
var hún eins, glöð og kát, eins
og aldrei amaði neitt að, og þó
bar hún í hjarta sínu ógleym-
anlega sorg- öllum sínum
kröftum fórnaði hún fyrir
heimili sitt. Og það starf var
til mikillar blessunar, sem
eiginmaður hennar og börn fá
aldrei fullþakkað. Hún hafði
yndi af öllu sem var fagurt og
göfugt, enda átti hún ekki
langt að sækja það. Hún var
söngelsk og hafði góða söng-
rödd. Þetta var allt svo mikils
virði fyrir heimilislífið.
Hún var óvenjulega fríð,
eins og hún átti ætt til; þannig
var hún til æfiloka. Hann var
líka fríður ættingjahópurinn,
sem var samankominn á sex-
tíu ára hjúskaparafmæli
þeirra hjóna síðastliðinn júlí-
mánuð. Og nú þegar æfidag-
urinn er liðinn sakna hennar
allir og þá sérstaklega eigin-
maður hennar, sem finnst
Ein af fegurstu kenningum
kristins dóms felst í orðunum:
„Allt verður þeim til góðs,
sem Guð elska.“ Sjálfsagt þyk-
ir nú mörgum fulldjúpt tekið í
árinni með þessum orðum.
„Allt“ er stórt orð. Sorg og
gleði, synd og böl, líf og dauði
felst auðvitað í þessu eina
orði, já, grimmdin og hatrið,
kúgunin og ofsóknirnar, sem
beitt er í styrjöldum.
Getur þetta allt orðið til
góðs? Já, þeim sem elska Guð,
það er: Finna sig eitt með al-
mætti kærleikans, segir gleði-
boðskapur Krists.
En þetta er miðað við eilífð-
ina, ekki mannsævina hér í
heimi, sem er ekki annað en
örfleygt augnablik.
Við vitum að tár og blóð
píslarvottanna urðu útsæði
kirkjunnar í upphafi. Og fáar
munu þær hugsjónastefnur
mannkynsins, sem ekki hafa
þurft að ganga í gegnum eld-
skírn þjáninga og misskiln-
ings, ofsókna og haturs.
Þetta er aðalboðskapur
föstutímans. Krossdauði og
kvalir Krists eru þar sá bak-
grunnur, sem á að veita vissu
um þessa undarlegu skoðun-
Leyndardómur fórnarinnar,
kraftur þess að þjást og deyja,
birtist þar í skýrustu dráttum,
skærustu ljósi. Hinn saklausi
þjáist, hinn heilagi er talinn
sekur. Og í ómæliskvöl hrópar
hann að síðustu: „Það er full-
komnað.“
Perla kærleikans, gull mann
göfginnar, ljómi sannleikans,
mótast þar úr orðvana kvöl
„Sá, sem týnir lífi sínu mun
varðveita það til eilífs lífs.“
Þetta eru orð Jesú sjálfs um
hina djúpu gátu fórnar og
þjáningar. Um þetta sígilda
viðfangsefni eru allir Passíu-
sálmar Hallgríms, og mætti
því segja, að slík hugsun
þyrfti ekki að vera allsfjarri
íslenzku þjóðinni.
Og hver mundi ekki fremur,
þegar allt kemur til alls, kjósa
að vera í flokki þeirra, sem
píndir eru en hinna, sem pína
og hrjá aðra. Myndum við
ekki fremur kjósa Krist en
Kaifas að leiðtoga og fyrir-
mynd.
En þá er það gleðin og sæl-
hann vera svo einmana, þegar
hún er horfin, sem um sextíu
ára skeið var honum svo
elskuleg og góð eiginkona.
Hann þakkar henni hjartan-
lega fyrir elsku hennar og ást-
ríki. Og dæturnar kveðja
elsku mömmu, er alltaf var
þeim svo ljúf og góð.
Hún andaðist 17. des. síðast-
liðinn. Við útförina voru við-
staddir margir ættingjar og
vinir. Jarðsungið var 21. des.
frá Harron Bros. útfararstof-
unni og var hún lögð til hvíld-
ar í Forest Lawn grafreitinn í
Vancouver. — Undirritaður
flutti kveðjuorð.
E. S- Brynjólfsson
an, sem einnig skulu verða
þeim til góðs, sem elska Guð.
Fagnaðarboðskapur Jesú er
fyrst og fremst orð gleði og
óttaleysis. En stundum eru
hætturnar fleiri á vegi með-
lætið en mótlætis. En þeim,
sem eru í sannleika innlifaðir
hinu góða og fagra, það er
Guði, ætti ekki að geta orðið
fylling þess til meins.
Kærleiksríkur maður ætti
einn að kunna að nota peninga
til sannrar blessunar sér og
öðrum til handa, svo að eitt-
hvað sé tekið sem dæmi. Kenn
ing Jesú á að geta veitt hina
einu sönnu hamingju. Sá, sem
skilur og metur gildi þeirrar
kenningar á að verða öðrum
færari til að þiggja og gefa
ást, umhyggju og þjónustu.
Sá Guð sem skóp litaskraut
Framhald á bls. 5
" Bete I" $205,000.00
Building
Campaign Fund
—180
Make your donallons to th«
"Betel" Campaign Fund.
123 Princess Street,
Winnlpeg 2.
„Allf- til góðs"