Lögberg - 01.05.1958, Síða 5

Lögberg - 01.05.1958, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. MAl 1958 5 AtiLGAHAL LVCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þýðingarmest af öilu er að þvo á rétfan hótt Banatilræðið við Hitler árið 1944 Vefnaðarvara slitnar og skemmist á mismunandi hátt og af mismunandi ágtæðum, en með réttri meðferð getið þið ráðið miklu um það, að hún endist lengi — og líti þokkalega jt. Vefnaðarvöru, sem ekki er verið að nota, á að geyma á dimmum stað. Þetta verður augljóst, ef þið athugið hvem- ig t. d. gluggatjöld meyrna og upplitast, er þau hafa hangið uppi um tíma. Látið aldrei raka dúka í geymslu. Sveppagróður og bakteríur, er valda rotnun, þrífast í rekju og geta skemmt dúkana. í raka bómullar- dúka vilja t. d. koma svartir blettir, sem erfitt er að ná úr, nema blettirnir séu alveg nýir. Geymið ekki óhreinan þvott of lengi- Óhreinindi eru einnig tilvalin gróðrarstía fyrir bakteríur og sveppi og geta auk þess sjálf haft þau áhrif á dúkana, að þeir skemmast og erfitt reynist að fá þá hreina á ný. Áður en farið er að þvo, verður að ganga úr skugga um, að efnið þoli þvott. Smá- fellingar (,,plíseringar“) og margir aðrir frágangar á efn- um skemmast venjulega í þvotti, sum efni hlaupa og önnur láta lit. Ef þið eruð í vafa, er réttast að efnahreinsa flíkina. En vegna þess, hve gufur hreinsunarvökvanna eru hættulegar (t. d. eldfimar), er ráðlegast að framkvæma ekki meiriháttar efnahreinsanir heima, heldur láta viður- kennda efnalaug annast þær. Öll vefjarefni þola þó þvott úr vatni og sápu, ef rétt er að farið. Nýju syntetísku þvotta- efnin (duft eða lögur) slíta minna en sápa, þvottasódi eða sjálfvirk þvottaefni. Þau eru sérlega hentug á ullarflíkur, svo og flíkur úr silki og gervi- vefjarefnum, en síðri á bóm- ullarefni. Viðkvæmar flíkur á að þvo í höndunum. Varizt að nota of heitt vatn við þvott á mislit- um flíkum. Hitinn verður að fara eftir því, hvað litirnir þola (venjulega 50—70° á C.) Ullarkjóla og karlmannsföt verður að efnahreinsa, en ann- an ullarfatnað, t. d. sokka og nærfatnað, má þvo. Bómull. — Bómullardúkar þola mjög vel þvott, bæði mik- inn núning og suðu (10—15 mín.) og þvott úr sápu, þvotta- sóda og sjálfvirkum þvotta- efnum. Enda er þess oft þörf, þar eð óhreinindi festast mjög í bómull- Lín (hör). — Hördúka má á að leggja þau á handklæði aðeins þvo úr 50—70° heitu vatni. Þeir þola síður núning en bómullardúkar, og ekki má nota þvottasóda eða sjálfvirk þvottaefni. Þetta kemur þó ekki að sök, þar eð mun auð- veldara er að ná óhreinindum úr hör en bómull. Ull. — Ullardúkar skemm- ast af þvottasóda — þeim mun fyrr, sem upplausnin er heit- ari. Þvoið ullarflíkur úr sápu eða syntetískum þvottaefnum, en aldrei úr sjálfvirkum þvottaefnum. Vatnið á að vera um 40° heitt. Nuddið ekki, heldur kreistið flíkurnar var- lega, svo að þær þófni ekki éða slitni að óþörfu. Forðizt að vinda þær í höndunum. Silki. — Silki skemmist einnig af heitri sódaupplausn, og sé silkidúkur núinn, er hætt við, að hann gliðni. Silki er þvegið á sama hátt og ull. Rayon og acelat. — Eins og fyrr var sagt, er styrkleiki votra rayon- og acetadúka mun minni en þurra. Forðizt því núning, ef hægt er. Hins er varla mikil þörf ,þar eð tiltölulega auðvelt er að ná óhreinindum úr þessum efn- um. Vatnið á að vera um 40° heitt, og bezt er að nota ekki sjálfvirk þvottaefni. Nylon og önnur al-synlelísk vefjarefni. — Þessi efni þola hvers kyns þvottaefni og suðu- hita flest þeirra, en óþarft er að þvo þau úr svo heitu vatni, þar eð mjög auðvelt er að ná úr þeim óhreinindmn. Gætið þess, að þvo aldrei hvítar og mislitar nylonflíkur saman, því að hvítt nylon er mjög gjarnt á að taka lit. Flíkur úr dacroni á ekki að vinda, held- ur á að hengja þær til þerris rennvotar, svo að brot festist ekki í þær. Sjálfsagt er að fara varlega með þunnu nylon- sokkana í þvotti, svo að ekki dragist til í þeim, og bezt er að þvo þá eftir hverja notkun. Lagt í bleytL — Sé þvottur- inn lagður í bleyti og látinn standa að minnsta kosti í 12 stundir, verður auðveldara að ná úr honum óhreinindum, þar sem vatnið losar um sterkju og eggjahvítuefni og skolar burtu ryki. Ullarplögg á ekki að leggja í bleyti, og ekki mislitar flíkur, nema þær séu örugglega litfastar. Skolað. — Skolið úr 3—4 vötnum. Þegar mislitur þvott- ur er skolaður, er gott að láta ofurlítið af ediki út í næstsíð- asta skolvatnið, til þess að skýra og festa litina. Ólafur Ólafsson Moose Jaw, Sask. Nýlega afhenti frú Inga kona Munda Egilssonar mér minningargjöf til kirkjunnar okkar hér í Vancouver um Ólaf Ólafsson, bróður sinn, er andaðist í Moose Jaw í Saskat- chewan 13. febrúar s.l. — Þakkað er innilega fyrir þessa gjöf. — Ólafur kom frá íslandi til Canada árið 1887, þá ungur maður eða um tvítugt. Hann átti hér framundan langa og starfsríka æfi og fjölbreyti- lega svo að óvenjulegt er. Það sýnir, að Ólafur var með af- brigðum duglegur, áræðinn og vel gefinn. Hann vann sem járnbrautarverkamður, fé- hirðir, landbúnaðarstarfsmað- ur og síðast en ekki sízt bóndi á eigin landi í Saskatchewan og átti fjölda gripa. Þetta tókst honum allt ágætlega. — Hann hafði líka mikinn áhuga á félags- og samvinnumálum- Hann sá einn draum sinn ræt- ast, er 200 gripaeigendur stofn- urðu félag með sér í Moose Jaw árið 1913 og ári síðar var Ólafur kjörinn forseti sam- takanna. — Síðar gekkst hann fyrir því að stofnaður var fé- lagsskapur til til að byggja og starfrækja gripageymslur, eru þær í Moose Jaw og þær stærstu í Canada. Ólafur var vara-forseti samtakanna frá 1918—1924 og síðan forseti til dauðadags. Hann var einnig frumkvöðull að því að efnt var til árlegra sýninga á úr- valsgripum í Moose Jaw og átti þar fjölda verðlaunagripa. Æfi Ólafs var merkileg saga um hugsjóna og framkvæmda- mann. Því minnast hans marg- ir með virðingu og þakklæti. Hann var níræður þegar hann lézt, hraustur og starfsamur til hins síðasta. Ekkju hans, fjölskyldu og vinum er vottuð samúð og virðing og allir kveðja hann hjartans kveðju. E. S. Brynjólfsson Þurrkað. — Ullarplögg má ekki hengja til þerris, heldur og laga þau til, svo að þau nái aftur upprunalegu lagi sínu, þegar þau þorna. Mislitar flík- ur má ekki hengja til þerris í sól, því að þær geta upplitazt, og ekki má heldur láta þær liggja of lengi blautar. Flauel og riflað flauel á að hengja til þerris rennandi vott. Strokið. — Réttur hiti strau járns er 100°. Sé hitinn meiri, verður að fara varlega, því að vefjarefnin þola misvel háan hita. — Eins og þegar hefur verið vikið að, þola sum gervi- vefjarefnin, t. d- acetat, nylon, orlon, dacron og acrilan, mun verr hita en bómull og rayon. Þarf því að gæta varúðar, þegar þessi efni eru strokin. Einnig verður að fara gæti- lega með ullarflíkur. Bezt er að strjúka þær á ranghverf- unni eða leggja yfir þær raka dulu (úr bómull eða hör) og strjúka *vo. Framhald af bls. 3 ingu, og ég man að mér flaug í hug, að ef til vill yrðu nú gerðar loftárásir, fyrst svona var bjart. Strax og liðsforinginn var horfinn, rannsakaði ég geymslustað hans undir gólf- inu, og fann þar niðursuðubox með baunum og tómötum. Ég stakk þeim inn á mig, lagfærði gólfborðið aftur og læddist út. Ég brosti með sjálfum mér, er ég hugsaði til þess, hvað liðs- foringinn myndi segja, þegar hann gripi í tómt og sæi að hinar dýrmætu niðursuðu- vörur hans voru horfnar. Ég hélt áleiðis til Nurnberg og á leið minni til svissnesku landamæranna át ég baunir og ferðaðist aðeins á næturnar. Þennan hluta Þýzkalands þekkti ég gjörla, og hélt mér fjarri allri byggð. Við Uml brauzt ég inn í þrjú hús í út- hverfi einu til þess að útvega mér borgaralegan klæðnað. 1 þriðja húsinu var heppnin með mér- Þar bjó gömul kona og dóttir hennar. Ég fann þar karlmannsföt, sem voru mér næstum mátuleg; að vísu voru þau helzt til þröng, en þau voru þó að minnsta kosti betri en einkennisbúningur nazista. Ég gekk beint inn í húsið án þess að hika við. Konurnar tvær urðu dauðskelkaðar, þeg ar þær sáu útganginn á mér, því að ég var skítugur og skeggjaður. Ég skipti um bún- ing að þeim ásjáandi — svo að þær færu síður að hrópa á hjálp. Nokkrum nóttum síðar fór ég erfiða fjallgöngu og komst að lokum yfir landamærin. Nú vissi ég að ég var öruggur — að minnsta kosti í bráð. Ég hafði ekki mörg skref gengið á svissneskri grund, þegar tveir landamæraverðir beindu að mér byssuhlaupum. — Ég er á flótta frá nazist- um, sagði ég. — Nafn mitt er Johann Dietrich. Þeir fluttu mig til yfir- manns síns, sem gaf mér kaffi- sopa og brauðsneið, og var það mér kærkomin hressing. Ég át brauðið af græðgi, og þegar ég hafði lokið því lagði hann hann fyrir mig nokkrar spurn- ingar. Ég ákvað að segja allan sannleikann: — Ég heiti Johann Dietrich, og var oberstlautinant í þýzka hernum, sagði ég. — Það var ég, sem var með von Stauffen- berg, þegar við reyndum að ráða Adolf Hitler af dögum. Gestapo er á hælum mér. Ég verð skotinn strax og þeir hafa hendur í hári mínu. Ég sæki um griðastað í Sviss. Og griðastað hlaut ég, en þar með var hættan þó ekki liðin hjá. Ég vissi að það myndu margir eldheitir naz- istar sitja um líf mitt og þeir myndu ekki gefast upp, fyrr en þeir næðu mér. Ég hug- leiddi mál mín um hríð. Bróð- ir minn bjó í Bæheimi, aðra ættingja átti ég ekki, og enga konu, sem ég þurfti um að hugsa. Ég mundi að minnsta kosti ekki fara til Þýzkalands aftur, það mundi vera hið sama og leggja höfuðið á högg stokkinn. Ég hafði kvatt föð- urland mitt fyrir fullt og allt. Ég fór því til Spánar og það- an til Casablanca. Þaðan lagði ég svo upp í hið langa ferða- lag suður um til koparnám- anna í Norður-Rhodesia. Og nú dvel ég á stað einum hér í Suður-Afríku, sem ég kæri mig ekki um að gefa upp. Að því er ég bezt veit, er ég sá eini eftirlifandi, sem þekki út í æsar til samsærisins gegn Hitler og banatilræðisins við hann þann 20. júlí 1944. —Sunnudagsblaðið „Allt til góðsf# Framhald af bls. 4 blómanna og bros barnanna, er áreiðanlega fær um að hrífa hjörtu manna hátt upp á hæðir fegurðarinnar og niður í djúp sælunnar. Allt er hreinum hreint, „allt er mér leyfilegt", segir postul- inn mikli. Kristindómurinn er ekki aðeins handa hinum þjáðu og deyjandi. Hann á sitt gildi, sinn hljóm á gleðisam- komum og í danssölum lífsins. Boðskapur Jesú er heimur fullur af fegurð og unaði, dýpstu lífsnautn og frjóustu, sem heimurinn á, og birtist jafnt í listum, vináttu, ást og tilbeiðslu, eitthvað handa öllum- Öllu þessu mætum við í boðskapnum um kærleika Guðs. Hver geisli dagsins, hver dropi í dögg næturinnar er ný sönnun þess auðs, sem hann veitir opnum hug og heitu hjarta. Þannig skapast öryggi og ró semi, göfgi og festa kristins manns. Einn merkasti boðberi Kriststrúarinnar, — Stanley Jones, — þekktur prédikari, segir með Páli: „Allt megna ég í krafti hans, sem mig styrkan gjörir.“ „Allt. Þú ert því alltaf viðbúinn. örvar örlaganna geta ekki grandað þér. Atomsprengja getur einungis blásið þér brott til landa eilífðarinnar og fullkomnunarinnar, a n n a ð megnar hún ekki, því að þú ert í hendi Guðs. Hvað er þá að óttast?“ Þetta segir þetta kristna stórmenni og bætir við: „Þess vegna getur kristinn maður verið hamingjusamur bæði í meðlæti og mótlæti, lífi og dauða.“ „Allt verður þeim til góðs, sem Guð elska.“ Arelíu* Níelsson —TIMINN, 23. marz

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.