Lögberg - 15.01.1959, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.01.1959, Blaðsíða 1
t. fljavÍd&DtL StudtOA, PHOTOGRAPHERS P;hone GRover 5-4133 106 Osborne Street WINNIPEG LdjGWÍd&WL StudwA, PHOTOGRAPHERS Phone GRover 6-4133 106 Osborne Street WINNIPEG 71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1959 NÚMER 3 Fréftir fró Gimli Eins og s.l. tvö ár var jóla- heimboð á Gimli flugstöðinni 18. desember. Ásamt heimilis- fólki á Betel voru boðnir þangað Islendingar búsettir á Gimli og nágrenni, einnig frá Húsavík og víðar. Kl. 4 e. h. sendu þeir “Bus” til Betel. Það fóru um 40 manns frá heimilinu, öllum þar sem ekki gátu farið í heimboðið var sendur jólamatur til Betel “turkey dinner.” — Veizlan var haldin í “Air- men’s Mess Hall;” þar var uppljómað jólatré fagurlega skreytt. Séra John Fullmer flutti borðbæn. Meðan á mál- tíðinni stóð skemmti barna- söngflokkur frá Húsavík með jólasöngvum. Mrs. A. Thor- steinson stjórnaði söngnum, Mrs. S. Martin var við hljóð- færið. Börnin voru tíu að tölu, og sungu einn íslenzkan sálm. Máltíðin samanstóð af mörg- um gómsætum réttum; man ég ekki að hafa smakkað betri “Turkey” en þar var á borð- um. Commanding Officer H. R. Studer bauð gestina vel- komna; sagði meðal annars að þessi árlega jólaveizla fyrir eldri borgarana veitti þeim mikla ánægju; margt fleira hlýlegt í garð gesta var að finna í ræðu hans. Næst tal- aði Mr. Eric Stefanson, sam- bandsþingmaður; hann þakk- aði heimboðið fyrir hönd þeirra hjóna og allra hinna gestanna; ræða hans var snjöll eins og vanalega. Miss S. Hjartarson, forstöðukona á Betel, flutti hugnæmt þakkar- ávarp fyrir hönd fólksins á Betel. Eftir veizluna sýndi F/O J. Courtney tvær kvik- myndir frá íslandi með skýr- ingum; þar voru íslendingar lofaðir fyrir dug og dáð; var það hressandi skemmtun. — “Bus” frá flugstöðinni flutti svo fólkið frá Betel og aðra, er ekki komu í sérstökum bíl- um, heim aftur til Gimli. ----0---- Á aðfangadag jóla fóru þær Mrs. Sylvia Kardal og Caro- lyn Martin með unglingasöng- flokk frá þjóðræknisdeildinni á Gimli til Betel, ásamt þeirri er þetta skrifar og Mrs. Laurence Stevens. Carolyn var við hljóðfærið sem fyrr, en Sylvia stjórnaði söngnum. Það voru sextán unglingar, sem sungu bæði sálma og aðra íslenzka söngva; enduðu svo með enskum jóla söngvum — “Christmas carols.” — Litla Lynn Tergesen fór með 12. janúar, 1959 fallegt íslenzkt vers, sem hún kunni. Unglingarnir stóðu sig vel, þegar tekið er tillit til þess að þeir höfðu aðeins eina söngæfingu daginn áður og höfðu ekki æft íslenzka söngva síðan s.l. sumar. Bæði fólkið á Betel og ekki síður unglingarnir og þær sem með þeim voru höfðu ánægju af heimsókninni. ----0---- Sunnudaginn 28. des. heim- sóttu þau hjónin Mr. og Mrs. Ólafur N. Kardal elliheimliið Betel. Óli söng marga af ís- lenzku söngvunum, sem hann hefir svo oft sungið þar áður, en Sylvia var við hljóðfærið. Skemmtunin stóð yfir í eina klukkustund og 15 mínútur. Milli söngþáttanna hélt Sylvia áfram að leika á hljóðfærið íslenzk lög, sem áheyrendur sungu. — Miss S. Hjartarson þakkaði þeim innilega fyrir skemmtunina. Um leið og Óli óskaði öllum á Betel gleðilegs nýárs sagðist hann vonast til að geta sungið fyrir það aftur að ári liðnu. Þau hafa bæði sanna ánægju af að koma til Betel og heilsa þar mörgum fornum vinum og kunn- ingjum. ----0---- Á þrettánda í jólum kom ég til Betel kl. 2 e. h.; var þá verið að undirbúa skemmtun að gömlum og góðum íslenzk- um sið. Miss S. Hjartarson setti samkomuna, þakkaði heimilisfólki fyrir þeirra þátt í að gera jólahátíðina skemmtilega og bað þeim öll- um blessunar á hinu nýbyrj- aða ári. Svo bað hún Miss Margaret Sveinsson að taka við stjórn skemmtiskrárinnar. Fyrst var sunginn sálmur. Mrs. H. Stevens var við hljóð- færið. Miss Sæunn Bjarnason las kvæði. Mr. Jóhannes Hún- fjörð flutti kvæði. Sigtryggur Jóhannesson kvað nokkrar vísur. Mrs. Aldís Peterson las sögu. Almennur söngur var milli kvæða og sögulestra. —-0------ Séra Eric Sigmar frá Win- nipeg prédikaði á íslenzku á Betel að kveldi þess 6. þ.m. Presturinn minntist þeirra, er látist höfðu á heimilinu árið 1958. Eftir messu fór fram altarisganga, sem séra John Fullmer aðstoðaði við. Nöfn hinna látnu eru, sem hér fylgir: Mrs. Solveig Bjarnason — F. 9. ágúst 1870 — D. 2. jan. 1958. Framhald á bls. 2 Aðalbjörg (Alla) Johnson láiin Frú Aðalbjörg Johnson að Hvoli í Aðaldal í Suður-Þing- eyjarsýslu varð bráðkvödd á laugardaginn 10. janúar, 63 ára að aldri. Fjöldi Vestur- íslendinga munu kannast við þessa merku konu og harma það, að hún var burtkölluð á bezta aldri. Hún fluttist með móður sinni og systrum vest- ur um haf árið 1902, þá barn að aldri og settust mæðgurnar að í Baldur, Man. Hún var kennari að menntun og kenndi við skóla hér í borg um skeið, en gerðist síðan fréttaritari fyrir Free Press 1924. Hún tók mikinn þátt í félagslífi Islendinga í Winni- peg, var meðal annars forseti íslenzka stúdentafélagsins. — Árið 1930 sendi Free Press hana til íslands til að rita um hátíðahöldin í sambandi við þúsund ára afmæli Alþingis. Varð hún svo hrifin af landi og þjóð, að hún fluttist alfarin til íslands ári síðar, og tók að sér stöðu við útvarpið í Reykjavík. Nokkru síðar gift- ist hún Bjarna Gunnlaugs- syni og lifir hann konu sína, ennfremur tvær dætur Bryn- hildur Lilja og Oddný Björg. Bjó fjölskyldan að Hvoli í Aðaldal. Móðir Aðalbjargar, Björg Emilía Snorradóttir, fluttist heim til þeirra og andaðist þar fyrir nokkrum árum. Systur Aðalbjargar eru Mrs. Kristín Smith, kennari í Winnipeg og Guðrún, Mrs. B. F. Einarsson, í Reykjavík. Frú Aðalbjörg var gáfuð kona og ritfær svo af bar, eins og lesendum Lögbergs er kunnugt; síðasta bréf hennar til blaðsins birtist 2. okt. s.l. Útför Aðalbjargar sál. verð- ur gerð frá Grenjaðarstaðar- kirkju, og hún verður lögð til hvíldar í grafreit kirkjunnar við hlið móður sinnar. ST AK A Feta eg niður feiðarhall fæti stirðum skrika lægra og lægra af stalli á stal' stuttum skrefum prika. ----0--- HJÓLHESTARNIR Ekki er á svipnum óró nein eins og vánkasauður höfuð sitt við hestastein hengir Valgarðsrauður. Hleypur út um hagann frjáls haldinn engri festi Vakriskjóni skálda Páls skeiðhesturinn bezti. —P. G. Kristinn Guðnason látinn Þann 23. desember síðast- liðinn lézt að heimili sínu í Piedmont, California, hinn víðkunni Vestur-lslendingur, Kristinn Guðnason, 75 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Kristinn Guðnason var fæddur í Reykjavík á íslandi; foreldra sína hafði hann misst þegar hann var sex ára; bróð- ir hans Guðjón, sem nú er lát- inn, var fiskikaupmaður í Reykjavík. Kristinn fluttist vestur um haf, þegar hann var 21 árs gamall með lítið veganesti. Hann lærði ensku á kveld- skóla Kristilegs félags ungra manna — YMCA — og notaði hann biblíuna, íslenzku og ensku, við lærdóminn. Um all- langt skeið var hann sölumað- ur — ferðaðist um og seldi vörur fyrir ýms félög. Árið 1925 stofnaði hann kvenfatnaðarfyrirtækið Alice of California; óx því fiskur um hrygg með ári hverju og mun fatnaður þess nú kunnur og keyptur víða um heim. Fé- lagið er nú rekið af sonum Kristins heitins, Earl og Harold. Demantsbrúðkaup Þann 27. desember síðast- liðinn áttu hin mætu hjón Mr. og Mrs. Runólfur Björn- son sextíu ára giftingaraf- mæli; þau voru gefin saman í Winnipeg 27. desember 1898 og ráku búskap á hæðinni fyrir ofan Elgin í Surrey frá 1906 þar til 1945 að þau fluttu á elliheimilið Stafholt í Blaine og hafa átt þar heima síðan. í tilefni afmælisins söfnuð- ust vinir og vandamenn þeirra saman á heimili sonar þeirra og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Steve Björnson, 5761 Haddon Street, Cloverdale, B.C., til að samfagna þeim. Annar sonur þeirra, Otto, býr í Cloverdale og hinn þriðji, Bill, í White Rock. Dætur þeirra þrjár eru: Mrs. Bertha Johnson í Bellingham, Mrs. Laufey Runacres í Glendale, California, og Miss Laufey Bjornson í Bellingham. Barna börnin eru sex og barna- barnabörnin þrjú. Lögberg árnar Mr. og Mrs. Björnson heilla á þessum merka áfanga í ævi þeirra. Kristinn Guðnason Kristinn Guðnason var trú- rækinn maður; hann var 1 Gideon biblíufélaginu, um skeið forseti þess í California og ferðaðist víða í erindum þess, oftar en einu sinni til Islands; hann var meðlimur Melrose Baptist Evangelical Crusade og Chinese Native Evangelical Crusade. Kristinn var tvígiftur; fyrri konu sína missti hann fyrir 5Vi ári, en seinni kona hans Betty lifir hann. Auk sona sinna lætur hann eftir sig dóttur, Mrs. Alys Rego í Oak- land, fimm barnabörn og þrjú barna-barnabörn; enn- fremur systur sína Auð- björgu, Mrs. A. G. Stevenson í Palmdale, California. Með Kristni Guðnasyni er til grafar genginn merkur V estur-í slendingur. Augna-leiftrið Við hittumst á fjallvegi forðum, — fórum hvert sína leið. Eitt augnablik augu’ okkar mættust, og eldfleygur hjarta mitt sveið. En bráðlega leit ég til baka, það brendi’ eitthvað huga minn; en þegar hún leit við líka, — varð leiftur í annað sinn. En nú þegar leiðin mín liggur, að lokum um fjallveginn; ég minnist þess leifturs í muna, en — myrkrið þrengir sér inn. —PÁLMI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.