Lögberg - 15.01.1959, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1959
3
Helga Johnson
— MINNING —
Snemma í nóvember s.l. var
þess getið í Lögbergi að Mrs.
Helga Johnson hefði dáið í
sjúkrahúsinu í Glenboro 31.
október 1958. Mig langar nú
til að minnast þessarar góðu
konu frekar. Dauðinn kom
þar fyrirvaralaust; Helga var
að veita gestum sínum kaffi,
er hún hneig niður meðvit-
undarlaus, og lézt hún fáum
stundum síðar. Mun það hafa
verið heilablóðfall eða slag,
sem orsakaði dauða hennar.
Helga var fædd 26. maí 1878
í Suður-Þingeyj arsýslu á Is-
landi. Foreldrar hennar voru
hjónin Kristbjörg Marteins-
dóttir og Sigurjón Davíðsson.
Hún giftist Stefáni Jónssyni
úr sömu sýslu í júní 1899. Þau
fluttu vestur um haf árið 1906,
og áttu fyrst heima að Baldur
og þar í grend í nokkur ár.
Árið 1930 keyptu þau land,
sem nefnt er Tungunes, þrjár
mílur suðvestur frá Glenboro,
og þar hafa þau búið stórbúi
fram á þennan dag, ásamt
einkasyni sínum, Jóni Valdi-
mar. Syrgja þeir feðgar nú
sína ástkæru eiginkonu og
móður. Einnig lifa Helgu sál.
einn bróðir Valdimar John-
son, Wynyard, Sask. og systir
Mrs. Sigurveig Oliver, Van-
couver, B.C.
Helga Johnson var greind
kona og glaðlynd. Hún var
sérlega myndarleg til allra
verka, og svo gestrisin að
ekki var á við jafnast. Það
var því gaman að heimsækja
þau Helgu og Stefán, það var
sem bæði þau og heimili
þeirra vildu opna faðminn til
að bjóða gesti sína velkomna
og gjöra þeim gott. Enda var
bjart og hreint í húsi þeirra,
og vetur jafnt sem sumar
voru allir gluggar fullir af
blómapottum sem í voru út-
sprungin blóm. Og á sumrin
spruttu falleg blóm í kring-
um húsið. Það var eins og
alt sem Helga snerti á vildi
blómstra og vaxa og bera á-
vöxt. Þannig var líf hennar,
að gjöra gott, gleðja og hug-
hreysta þá, sem mest þurftu
þess með, og létta byrðir ann-
ara. Alt var það gjört í kyr-
þey og í þeim anda að hennar
væri ánægjan.
í júní 1949 áttu þau hjónin
50 ára giftingarafmæli; var
þeim við það tækifæri haldin
veizla, færðar gjafir og inni-
lega þakkað vel unnin störf.
Helga sál. var sann-íslenzk
í anda og fylgdist vel með
mönnum og málefnum heima
á ættjörðinni. — Þegar próf.
Finnbogi Guðmundsson fór
með hópferðina til íslands um
árið, var Helga með í ferðinni
og heimsótti ættingja og vini
sér til ógelymanlegrar á-
nægju.
Helga sál. var meðlimur
Frelsissafnaðar, Grund, í Ar-
gyle og starfaði af dugnaði og
trúmennsku í Grundar-kven-
félaginu. Hún, maður hennar
og sonur hafa styrkt öll góð
málefni Argyle byggðar, bæði
verklega og efnalega.
Jarðarför hennar fór fram
frá Grundarkirkju. Séra D. O.
Olsen jarðsöng; stór söng-
flokkur aðstoðaði, og kirkjan
var full af fólki. Líkmenn
voru þeir B. S. Johnson, T. E.
Oleson, Kristján og Ingólfur
Helgasynir, Jónas Oliver og
Th. Goodman.
Kveð ég svo þessa vinkonu
mína með orðum séra Matt.
Jochumssonar:
Hjartans þakkir, hjartans
vinan kæra,
hjartað ríka, stóra hvílstu nú;
glóðheit tár þér grátnir vinir
færa,
Guð þér launi dyggð og trú.
—G. J.
Sannleikurinn og frelsið
Framhald af bls. 2
„Rísið upp úr gleymdum gröfum,
og gangið út úr djúpum höfum.
Nú dynja lúðurhljóðin há.“
í skammdegisskuggum skín mikið ljós frá Honum, sem
kom og bjó með mönnum. Orð Jesaja rættust og hafa enn
gildi: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós, yfir
þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós . . . . því að barn
er oss fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfð-
ingj adómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað undraráðgjafi,
guðhetja, eilífðarfaðir, friðarhöfðingi.“
Þessi boðskapur er sínýr gleðigjafi. Og um allan heim
eru nú þess augljós merki, að menn vænta sér frelsis og
friðar frá boðskap Krists. Frelsi manna hefur ætíð verið
dýrkeypt, en aldrei sem á krossins á Golgata. Þjóðirnar
hafa glatað sjálfstæði sínu sökum hóglífið og áhugaleysis
um vandamál sín. Frelsi Guðs má einnig glata og af sömu
ástæðum. Því reynir á hvern kristinn mann að halda vöku
sinni og rísa upp til starfs og baráttu fyrir ríki Guðs meðal
manna.
Hið sanna og eina varanlega frelsi hvers einstaklings
er náðargjöf Guðs. Það er Hann, sem hefur veitt það, en
við höfum vald til þess að varðveita það eða tortíma því.
Það fer eftir vilja okkar.
Það er til saga um vitran mann, sem leysti úr vanda
margra er komu jafnvel langt að, til þess að leita ráða hjá
honum. í sömu byggð var einnig ungur og gázkafullur
maður, sem lagði lítið upp úr vizku hins aldna manns. „Við
skulum leika á gamla mannnin,“ sagði hann við félaga sína.
Þeir töldu það erfitt, því að oft höfðu þeir orðið vitni að viti
hans og speki. En ungi maðurinn taldi sig hafa ráð til þess.
Þeir skyldu fara til gamla mannsins einhvern sunnudaginn,
þegar margt fólk væri saman komið hjá honum og yrði það
þá vitni að ráðþroti hans um leið. Ungi maðurinn sagðist
ætla að hafa fugl í hendi sinni og láta gamla manpinn geta
til hvað það væri sem hann héldi á. „En ef hann getur nú
,rétt,“ sögðu félagarnir. „Þá mun ég spyrja hann, hvort
hann haldi fuglinn dauðan eða lifandi. Ef hann segir að
hann sé dauður læt ég fuglinn fljúga burtu.“
„En ef hann segir, að fuglinn sé lifandi?“ spurðu þá
hinir .
„Þá mun ég gæta þess, að kyrkja fuglinn í greip minni,“
svaraði hinn ófyrirleitni æskumaður. Félagar hans hlógu
að ráðabruggi hans og næsta morgun voru þeir allir saman
komnir hjá gamla manninum. Ungi maðurinn ruddi sér
braut gegnum mannþröngina, sem þar var saman komin,
og hrópaði til gamla mannsins: „Hvað er það sem ég held á?“
„Er það ekki fugl,“ svaraði hann. „Jú, en hvort er hann
lifandi eða dauður?“ Gamli maðurinn leit hryggum augum
á unga manninn, því að hann vissi hvað honum bjó í brjósti,
en svaraði: „Sem þú vilt, sonur minn, sem þú vilt.“
Mannkynið og einstaklingar þeir, sem þjóðfélögin
mynda, halda fugli frelsisins í hendi sér. Það er á valdi
okkar og þá sérstaklega þeirra, sem stjórna heiminum eða
búa sig undir leiðsögn og forustu meðal þjóðanna, hvort
frelsi og friður, réttlæti og kærleiki fær að lifa og dafna í
mannheimi, eða hvort kúgun og ánauð, áhugaleysi og synd
kyrkir þessar gjafir til dauða.
Drottinn sem hefur skapað okkur og gefið allar góðar
gjafir og vill að við fáum notið þeirra í farsæld, horfir
hryggum augum til barnsins, mannkynsins, og mælir: „Sem
þú vilt, sonur minn.“ En af því að Hann elskar okkur með
brennandi kærleika, þá heldur Hann áfram að la ðatil hins
heilaga ljóss síns mannkynið sem liggur meinvillt í myrkr-
unum, og býður okkur jólagjöfina beztu, „Frelsi mannanna,
frelsisins Lind.“
„Því að allt sem komið er fram í birtuna er ljós, því
segir svo:
„Vakna þú, sem sefur
og rís upp frá dauðum
og þá mun hinn Smurði lýsa þér.“ (Ef. 5: 13—14).
—AMEN.
—SAMEININGIN, 1958.
Business and Professional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI
Porsetl: DR, KICHAKD BECK
801 Lincoln Drive, Orand Forks, North Dakota.
Styrklð félagið með þvf að gerast meðlimir.
írsgjald $2.00 — Timarlt félogsins frítt.
Sendist til fjftrmálaritara:
MK. GUÐMANN IjEVY,
186 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manltoba.
Minnist BETEL í erfðaskrém yðar SELKiRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- við, heldur hita frá að rjúka út meö reyknum.—SkrifiÖ, sfmiö til KELLT 8VEINSSON 625 WaU St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634
G. F. Jonasson, Prea. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-6227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg WHitehall 2-4624
PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Cllve K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson. Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sft beztl. StofnaÖ 1894 SPruce 4-7474
P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR. NOTARY PUBLIC 474 Graln Exchange Bldg. 147 Lombard Stroat Office WHltehaU 2-4829 Residence 43-3864
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Off lce: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917
SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shingles. Roof repaire, install vents, aluminum windows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7855 632 Siincoe St. Winnipeg 3, Man.
FRÁ VINI
Thorvaldson. Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Soliciton 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHltehalI 2-8291
ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., L.L.B. BARRISTER *iro SOLXCITOR DE GRAVES 4k EGGERTSON 500 Power Bulldlng Wlnnipeg 1, Manltoba WHitihall 2-3149 Ria. GLoax 2-8076
S. A. Thorarinson Barrister and Bolicitor 2nd Floor Crown Trnst Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7061 Res.: 40-6488
•
Gleym mér ei HÖFN Icelandlc Old Folks Home Society 3498 Osler St., Vancouver 9, B.C. Féhirðlr, Mrs. Emily Tliorson, 3930 Marine Drive West Vancouver, B.C. Simi Walnut 2-6576 Ritari Miss Caroline Christopherson 6455 West Boulevard Slmi Kerrisdale 8872
Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants WHitehall 2-2468 100 Prlncess St. Winnlpeg, Mu. And offlces at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN
— Hvernig ferðu að því að fá alltaf svona mikla peninga hjá manninum þínum? — Það er ofur einfalt; ég hóta honum því, að ég ætli að fara alfarin heim til mömmu, og hann verður því svo feg- inn, að hann lætur mig alltaf með glöðu geði hafa peninga fyrir farseðlinum. 0 — Það lítur út fyrir vont veður; viltu ekki hinkra við og borða hjá okkur miðdegis- verð. — Nei, þökk fyrir, svo vont verður það áreiðanlega ekki.
The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phcne JU 2-3548 Bookkeeping — Income Tax Insurance
Dr. ROBERT BLACK Sérfrœölngur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 DfEDICAL ARTS BLDtí. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794