Lögberg - 15.01.1959, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1959
Lögberg
Gefið út hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA
Utanáskrift rítstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
VerC $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
"Lögberg” is published by Columbia Press Limlted,
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Printers
tuthorised as Seoond Class Mail, Post Office Department. Ottawa
WHitehnll 3-»9St
Merkismaður lætur af embætti
Eins og kunnugt er af blaðafréttum, ákvað Guðmundur
Grímson dómari, er undanfarin ár hefir verið forseti hæzta-
réttar Norður-Dakota ríkis, að láta af því embætti um ný-
liðin áramót fyrir aldurs sakir, en hann varð áttræður þ. 20.
nóvember síðastliðinn. Með brottför hans úr því virðulega
embætti er brotið blað í sögu eins hins merkasta og víð-
kunnasta Islendings í Vesturheimi, sem á sér að baki óvenju-
lega langan og farsælan starfsferil.
Guðmundur Grímson er fæddur 20. nóvember 1878 að
Kópareykjum í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar
hans voru þau Steingrímur Grímsson frá Grímsstöðum í
Reykholtsdal og kona hans Guðrún Jónsdóttir Kristjánssonar
hreppstjóra á Kjalvarastöðum. Árið 1882 fluttist Guðmundur
vestur um haf með foreldrum sínum, er námu land í grennc
við Milton, Norður Dakota, og þar ólst hann upp. Hefir hann
minnzt foreldra sinna, sem voru hin mestu myndarhjón,
einkar sonarlega og fagurlega í grein um þau í bókinni
Foreldrar mínir, sem út kom í Reykjavík 1956, og Finnbogi
Guðmundsson cand. mag., fyrrum prófessor við fylkisháskól-
ann í Manitoba, bjó til prentunar. Gefa upphafsorð greinar-
innar ágæta hugmynd um það í hvaða anda hún er rituð, en
þau eru á þessa leið:
„Aldrei hefur mig langað til að geta skrifað vel um
nokkuð eins og mig langar nú til að geta skrifað sómasamlega
um foreldra mína. Þau sýndu mér ætíð ástúð og umhyggju,
og veit ég ekki um aðra foreldra, er betur hafa reynzt syni
sínum en þau, svo margt gott kenndu þau mér, er orðið hefur
mér ómetanlegt vegarnesti. Ég á ekki aðeins við eftirlæti
þeirra við mig, heldur einnig hin heilbrigðu lífssjónarmið og
þó fyrst og fremst mannkostina, er þau voru gædd og ég var
látinn njóta góðs af. Það var sá arfur, er gefið hefur lífi mínu
sérstakt gildi. Fyrir hann og alla ástúð foreldra minna stenc
ég í eilífri þakkarskuld við þau.“
Annars lýsir greinin, sem er að öðrum þræði samin a\
Mrs. Guðrúnu Guðmundsson, systur Guðmundar dómara,
foreldrum þeirra einkar glögglega, lífi þeirra á Islandi og á
landnámsárunum í Norður-Dakota, og á því sögulegt gildi
jafnframt því og hún er prýðisgóð persónulýsing.
Guðmundur hneigðist snemma til mennta; sextán ára
gamall varð hann barnaskólakennari og hélt því starfi áfram
þar til hann haustið 1898 innritaðist í Ríkisháskólann í Norður
Dakota. Lauk hann þar B.A. prófi 1904 og meistaraprófi
(M.A.) vorið eftir. Hafði hann reynzt framúrskarandi náms-
maður og var brautskráður með ágætum vitnisburði, en sam-
hliða náminu hafði hann stöðugt unnið fyrir sér. Á árunum
1905—1906 stundaði hann nám á háskólanum í Chicago
(University of Chicago), en lauk síðan lögfræðiprófi á Ríkis-
háskólanum í N. Dakota 1906.
Þvínæst gerðist hann málaflutningsmaður og samtímis
um tveggja ára skeið ritstjóri vikublaðs í Munich, N. Dakota,
þar sem hann hafði aðsetur á þeim árum. Árið 1910 var hann
kosinn ríkislögsóknari (State’s Attorney), og endurkosinn í
það embætti hvað eftir annað og gegndi því fram til ársins
1925.
Á þessum árum, ánar tiltekið árið 1923, gerðust atburðir,
sem- urðu til þess, að Guðmundur Grímson varð maður víð-
kunnur í Bandaríkjunum. Það var hið svonefnda Tabert-mál.
En af skiptum hans af því máli er í fáum orðum rétt og vel
lýst í eftirfarandi málsgrein úr æviágripi Guðmundar, er
lesið var upp í heyranda hljóði, þegar hann var kjörinn
hiðursdoktor í lögum við Háskóla íslands 1930, og prentað er í
Árbók Háskólans fyrir það ár:
„Unglingspiltur norðan úr Norður-Dakota, Tabert að
nafni, hafði verið dæmdur fyrir smáyfirsjón suður í Florida,
og því næst leigður til vinnu í sögunarmylnu, ásamt fleiri
föngum. Sætti hann svo illri meðferð, að hann beið bana af.
Guðmundur Grímson gekkst fyrir því, að mál þetta væri
tekið upp. Fór hann sjálfur suður til Florida og aflaði þar
sönnunargagna. Þegar yfirvöldin í Florida tregðuðust við að
láta rannsaka málið, kom hann því til leiðar, að þingið í
Norður-Dakota samþykkti áskorun til stjórnarvaldanna í
GÖTUSTELPAN
— Eftir P A L M A —
NIÐURLAG
Þetta var nú alveg nægilegt
fyrir mig. Ég gekk rakleitt út
í hornið, þar sem kápan mín
og hatturinn var, og gekk til
dyranna. Þegar ég var að fara
út, heyrði ég að Mrs. Bowman
var að kalla á Sylvíu í veik-
um róm. Ég hálfsneri mér við
í dyrunum, og sagði svo hátt
að það gat vel heyrzt inn í
herbergi hennar: „Góða nótt!“
Svo þrammaði ég niður stig-
ann út í hríðina og snjóinn. —
Eftir að ég kom til her-
bergja minna lagðist ég strax
til svefns. Auðvitað var ég
talsvert þreyttur og líklega
fyrir þær ástæður vaknaði ég
ekki fyrr en eftir hádegi á
sjálfan jóladaginn. Eftir að ég
hafði baðað mig og klæðst,
ásetti ég mér að fá mér eitt-
hvað að borða, og bjóst til að
líta inn til fyrsta flokks mat-
söluhúss, en þá varð ég var
við það, að vasabókin mín
með öllum þeim peningum
sem í henni voru, ásamt öll-
um mikilsverðum skjölum,
þar á meðal ferðabréf mitt
o. fl., var horfin, svo þarna
var ég nú alveg peningalaus.
Ég gat því ekki einu sinni
keypt mér kaffibolla mér til
hressingar, svo ég nefni ekk:.
annað, því þó að ég hefði dá-
lítið af peningum í bankan-
um, var auðvitað óhugsandi
að fá nokkra afgreiðslu þar á
sjálfan jóladaginn. Ég var
sárgramur við sjálfan mig, og
auðvitað ásakaði ég Sylvíu
um það, að hafa stolið vasa-
bókinni, enda leit svo út, að á
engan annan hátt gæti ég hafa
tapað henni. Þetta voru í
huga mínum allt eðlilegar á-
sakanir, því öll framkoma
hennar, eftir að Steve kom ti.
herbergjanna, fannst mér lýsa
eðlisfari reglulegrar „götu-
stelpu.“ Peningatapið var
undir ástæðum talsvert til-
Florida um að láta rannsaka það. Hafði slíkt aldrei gerzt fyrr
í Bandaríkjunum, að ríki léti þannig innanríkismál annars
ríkis til sín taka. Varð málið því að æsingarmáli, og var það
bæði sótt og varið af hinu mesta kappi. Urðu þær lyktir
máls þessa að lokum, að ábyrgð varð komið fram á hendur
hinum seku og rækileg gangskör gerð að því að koma í veg
fyrir, að slík meðfreð á föngum ætti sér framvegis stað. Hlaut
Guðmundur Grímson hina mestu virðingu af máli þessu,
fyrir ósérplægni sína, dugnað og kjark.“
Árið 1926 var hann útnefndur héraðsdómari í annari
þinghá (Second Judicial District) í N. Dakota, með búsetu í
Rugby, og endurkosinn í þá stöðu ár eftir ár, þangað til herra
Fred G. Aandahl, þáverandi ríkisstjóri í N. Dakota, útnefndi
hann sem hæztaréttardómara 1949, og hefir hann síðan verið
búsettur í Bismarck, N. Dak. Var Guðmundur síðan kosinn
hæztaréttardómari fyrir 10 ára kjörtímabil í almennu kosn-
ingunum haustið 1950, og hafði verið forseti hæztaréttarins
síðustu árin, eins og fyrr er getið. Naut hann almennra vin-
sælda, virðingar og trausts hin mörgu ár í dómarastöðum
sínum sakir hæfileika sinna, víðtækrar lagaþekkingar og
mannkosta.
Guðmundur er kvæntur mikilhæfri konu af hérlendum
ættum, er heitir Ina V. Sanford að skírnarnafni; eiga þau
hjón tvo mannvænlega syni, Lynn G. Grimson, lögfræðing í
Grafton, N. Dakota, sem er framkvæmdastjóri lögfræðinga-
félagsins í N. Dakota (The North Dakota Bar Association), og
dr. Keith S. Grímson, prófessor í læknisfræði við Duke Uni-
versity, Durham, N. Carolina, sem unnið hefir sér mikinn
orðstír fyrir læknisfræðilegar rannsóknir sínar.
Auk þess, sem Háskóli íslands gerði Guðmund dómara
heiðursdoktor í lögfræði, hefir honum verið margvíslegur
annar sómi sýndur. Meðal annars sæmdi háskóli hans, Ríkis-
háskólinn í N. Dakota, hann einnig heiðursdoktorsnafnbót í
lögfræði vorið 1939. Guðmundur var, eins og kunnugt er,
fulltrúi Norður-Dakota ríkis á Alþingishátíðinni 1930 og fyrir
allmörgum árum sóttu þau hjónin ísland heim í boði ríkis-
stjórnarinnar. Voru þau vel að þeirri sæmd komin, því að
Guðmundur Grímson hefir alltaf verið traustur ÍSlendingur,
sem viljað hefir veg fæðingarlands síns og ættþjóðar sem
mestan, munað og metið íslenzkar menningarerfðir, og stutt
með ýmsum hætti félagsmál og stofnanir Islendinga vestan
hafs. Þannig hefir hann jafnan staðið í nánu sambandi og
samstarfi við Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi.
Með ágætu starfi sínu í þeim virðingarstöðum, sem
Guðmundur dómari Grímson hefir skipið, með dáðríkum
j'erli sínum og drengilegum, hefir hann aukið á hróður ætt-
jarðar sinnar. Hann er einn í hópi þeirra íslendinga vestan
íafs, sem staðfest hafa kröftuglega eftirfarandi ljóðlínur
Arnar skálds Arnarsonar um þá:
Þeir sýndu það svart á hvítu
með sönnun, er stendur gild,
að ætt vor stóð engum að baki
at atgervi, drengskap og snilld.
RICHARD BECK
finnanlegt, en verst var þó
að tapa skjölunum og skír-
teinunum og olli það mér
miklum áhyggjum. En ég
huggaði mig við það að þetta
ævintýri, eins og lífið sjálft
er í raun og veru, þó menn
skilji það ekki, mundi verða
mér víti til varnaðar í fram-
tíðinni. En — þá kom ég auga
á vínflöskuna, sem ég hafði
tekið með mér kvöldið áður,
og ég gat ekki gert að því, að
reka upp skellihlátur: „Jæja,
þorsti verður þó ekki bana-
mein mitt í dag!“ hrópaði ég
og tók tappann úr flöskunni.
Ég hafði fundið mér gott og
þægilegt sæti og svo var ég
að ljúka við fyrsta glasið úr
fiöskunni, og á milli sopanna
las ég í Giddon biblíunni, sem
var eina bókin, sem þar var.
Biblían er annars skolli
skemmtilegt lesmál, sérstak-
lega ef menn hitta á þá kafla,
sem bezt eiga við ástæðurnar.
Og í þetta sinn var ég líklega
heppinn, því að ég hafði al-
veg gleymt sjálfum mér og
var niðursokkinn í efnið, sem
ég var að lesa. En þá var barið
að dyrum. Auðvitað var það
þjónustustúlkan, sem tók til
í herberginu, svo ég sagði að-
eins, „kom inn,“ en leit ekki
upp úr bókinni. Ég heyrði að
hurðin var opnuð og að ein-
hver kom inn, en svo varð
dauðaþögn langa stund. —
Þögnin kveikti forvitni hjá
mér svo ég leit upp og sá að
þarna fyrir innan dyrnar stóð
Framhald á bls. 8
ADDITIONS
to Betel Building Fund
Miss Alma Tergesen,
P.O. Box 9600,
Selkirk, Manitoba, $ 25.00
-----------0----
Mr. Mindy Sigurdson,
497 Corydon Ave.,
Winnipeg 13, Man. $100.00
-----------0----
Mr. Sveinn J. Storm,
R.F.D. 1,
Ely, Iowa, $100.00
BETELCAMPAICN
$250,000.00
223.015
26.985
219.391
Make your donations to the
"Betel" Campaign Fund,
123 Princess Street,
Winnipeg 2.