Lögberg


Lögberg - 15.01.1959, Qupperneq 5

Lögberg - 15.01.1959, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1959 5 ÁRNI G. EYLANDS: Þóra hlaðhönd Þrír kapítular í Egils sög'u (32—35) eru sérstæSir I ísl. sögum, aS þvi leyti, aíS I þeim felst ástarsaga Bjöms og Þóru, sem hér er gerð aS yrkisefni. Sagan gerist í Noregi, Hjaltlandi og S. islandi, snemma & landnámsöld. Björn, blðSheitur farmaSur og víkingur, verSur ástfanginn af Þóru viS fyrstu sýn, bi8ur hennar, en fær synjun. SiSan rænir hann henni og flytur hana I föSurgarS. Brynjólfur faSir hans bregzt illa viS, bannar hinum ungu elskendum samvistir, og vill aS Þóra sé send aftur heim til sín. Björn tekur þessu fjarri, en siglir nú meS Þóru áleiSis til írlande, en kemst til Hjaltlands og hefir þar vetursetu. Þar fréttir hann, aS hann eé lýstur útlægur i Noregi, og réttdræpur hvar sem finnist, vegna konuránsins. Flýr hann þá til íslands og sezt aS hjá Skallagrími bónda á Borg. Brátt verSur Skallagrímur þess áskynja, hversu háttaS er sambandi Björns og Þóru, bregst hann reiSur viS vegna frænda Þóru. Fyrir milligöngu Þórólfs komast þó fullar sættir á. Björn og Þóra flytjast síSan aftur til átthaga sinna I Noregi, en Asgerði, dóttur sína unga, fengu þau Skailagrími til fósturs. Er mikill ættbogi af henni kominn meS íslendingum. ViSurnefni Þóru ,,hiaShönd“ er dregiS af orSinu ,,hiaS“, en þaS er spjaldofiS band, oftast úr gullþræSi, og er haft fyrir ennisband, eSa leggingar á skartklæSi. Sennilega hefir Þóra veriS skartkona mikil, og ef til vill hefir hún haft hlaSbúnar kyrtilermar, eSa hlað fyrir armband, og er þaS sennilegra, samkvæmt nafngift þessari. —V. J. E. í Fjörðum , og vil að menn fái að reyna, Hásumar heima í Fjörðum, að Þóra hlaðhönd er þar á ferð og þarf ekki för að leyna. hamingjan blasti við, auður og gnótt í görðum, garpar mitt frændalið, bróðir sem bar af öllum, bjart var um hag og völd, leikir og starf með stöllum, stefnumót, náttlaus kvöld. Mannþing á Mikluvöllum, margur fráneygur sveinn, annar snjallari snjöllum, snjallastur þó var einn: farmaður sunnan úr Sogni, sæbarinn ljós á skör, vanari vindi en logni víða í margri för. Man ég er hönd snart hendi hugans var brugðið ró, eitthvað mig alla brendi, örara hjartað sló, fjöllin hækkuðu, hafið, himinn og jörðin ný, allt var mér gleymt og grafið sem gerst hafði veröld í. Leit ég í augna-eldinn, örlögum réði sýn, þegar kyrrir á kveldin kemur hún enn til mín. Æfilangt má ég muna mér hvað í þanka rann: lifa skal frost og funa, feigð mín og líf er hann. Brúðarránið Að sunnan hann kom hér til nausta í nótt og nú skulu örlög ráðin, því hefir hann aftur heim oss sótt að honum sé örugg bráðin, að málið lúkist og lúkist skjótt og létt sé að höggva á þráðinn. Nú hyggst hann að láta koma krók svo krappan á móti bragði að gjaldist hve mjög hann undan ók er áður frá vör hann lagði, en hersir svo meyjar-málum tók að mig ekki fala sagði. Hann veit að ég beið, þó brúðarrán sé blettur á frænda högum, hann veit hvað ég tel mitt líf og lán þó líklega verði að sögum, en við teljum okkur enga smán, að ástin fer seint að lögum. Að heiman ég býst og glögg er mín gerð, ég geng yfir fjörusteina, og met hvað ég sjálf er viljug verð Þeir sjá að með honum geng ég glöð frá gnægtum í bróður húsum, frá rausnargarði um rudda tröð ég ræðst nú af vilja fúsum og heimili kveð og húsahlöð, frá hleifum og mjaðarkrúsum. Mín bíður til suðurs sigling glæst, í Sogni að nýjum ströndum, þar bíður í garði nýjum næst hjá nýjum arni og bröndum, það starf og leikur og lán sem fæst, með lífið í sterkum höndum. Á Aurlandi Strjálir eru og stolnir fundir stjórn og skipan Brynjólfs undir, heima á Aurlands höfuðbóli hefir vald og ræður skjóli, okkar þó hann viti vilja verður margt að geyma og dylja, samt á lífið stórar stundir, strauma þunga, dýpi hylja. Bróðir þiggur ei boðnar sættir, búið er að snúist þættir miklir kringum meyjar-ránið, mér er spurn hvort endist lánið Birni og mér að ná að njótast, nokkuð mun af okkar hljótast skjótræði, en gestur um gættir geng ég hér unz ráðin mótast. Góð er vist í glæstum ranni garpi hjá og sæmdarmanni, hersis vill ei heiður skerða, hefti skriðinn minna ferða, er ég gekk hér glöð í hlaðið, gálaust stefndi á tæpa vaðið, minni eigin ætt með sanni ögraði meira en við gat staðið. Aldrei mun þó að mér sækja iðrun nein og hugarflækja, ég hef valið brýr að brenna að baki mér og hlýt að kenna á því sem mín athöfn veldur, æfi minnar dómur feldur, hika samt ei raun að rækja, renn ei þótt sé heitur eldur. Birni kaus ég fús að fylgja, finn þó rísi nokkur ylgja, örlög stór að fást ei flúin, fagnar ástin, sigrar trúin. Bíð nú vors að lim í lundi lifni og gnoð á fjarðarsundi hækki seglin, bláni bylgja, — biðinni stundum lítt ég undi. Þá skal neyta nýrra ráða, nýrra taka, stærri dáða, við sem bróðurs brutum vilja bíðum ekki þess að skilja, fullgerð skulu festarmálin fyrir handan norðurálinn, hér mun ekki notið náða, nær mun hitt að brýnist stálin. í Faxasjó Mjög er breytt um svið frá Sogni siglt er fyrir Reykjanes, segir fátt af fjarða logni fast og lengi tíðum blés. Nú er mál að leita lægis, landið fyrir stafni rís, gróin strönd í örmum Ægis, athöfn ný og starfi vís. Fjærst í norðri úr hafi hyllir hvítan jökul, glæsta sýn, kveldsól breðann bjarta gyllir, beinir orðum storð til þín: Hér skal víðlent vonum öllum, verkahringur fangastór, mikil héruð föðmuð fjöllum, fagrir dalir, gjöfull sjór. Sigla skal til innstu ósa, alltaf stækkar svið og föng, óskalending knerri kjósa, kveðja stýri, súð og röng, stíga að nýju fæti á foldu, festa heit í nýrri vör, eiga spor í mjúkri moldu mörkuð, eftir langa för. Útlægan mig gylfi gerði gafst mér lítið fangaráð, gisting undir sjóla sverði sýnd, ef fengi til mín náð. Vestur um haf hann boðskap beindi bauð til fé og loforð köld að fyrir meyjar-rán ég reyndi ríkrar hefndar málagjöld. Hvergi samt mun okkur iðra að við rufum frænda bann, ljós og heið er nótt hér nyrðra nú er bjart um konu og mann, stórra ásta gjöld skal greiða glöðum huga, sterkri mund. — Nú skal fella rá og reiða Á Borg Víðlent er ríki bóndans á Borg, boði hans margir lúta, hyggjumaður, um tún og torg treystir og leysir hnúta, óskiptinn þó um annarra hag á öllum kann Grímur stjórn og lag, en enginn skildi rekkur reyna að rjála við hans deildarsteina. Birni hann fagnar af feginleik, föng eru næg í görðum, kunnugur vel hans ættareik innir um margt í Fjörðum. Björn á við öllu sannorð svör, segir þó hvergi meir né gjör en það sem Grímur gjörla spyr um, og geymir ei hitt í skáladyrum. Þó sér að bónda þykir mest um Þóru hlaðhönd í ranni vert, sem hinn ættargöfga gest greinir af raun og sanni: „Fóstbróður góðs ég minnast má, marga rausn ég af hersi þá, og Þóris síns bróður nift skal njóta svo nú verður margt til gleðibóta.“ Sumarið líður, sólar naut, sýslað um störf á búi, lokið í bilí þungri þraut, það er sem gæfan snúi fardrengnum að og mýki mál, margt er hjalað við Borgarál, en aldrei það nokkur rekka reynir að ræða um Björns og Þóris greinir. Þegar haustar um Hafnarskóg heyrast af Noregi íregnir, um það er heiman höldur dró, hverju um ferð hans gegnir, útlegðardóm og alla raun, engin þó bjóðist sögulaun fljótt berast Grími til eyrna orðin, — ekki mun góður sá vetrarforðinn Birni og Þóru og þeirra sveit. Þyngist og sígur brúin bóndanum á, sem æskuheit öll man og feðratúnin, fóstbróðurs eygir illan hlut, ekki bíður til setu í skut skyldan brýn fyrir hersi að hefna, hefndinni skal að Birni stefna. Búið til varnar verði fátt vinfáum austanmanni, gæfan er völt og vogað hátt verður nú reynt með sanni. Adeilum Gríms um óheil svör ekki samt við skal þegja, enn skal sem fyrr í allri för óragur lifa og deyja. „Að landi hér bar mig og bauðst ekki annar betri kostur en þín að leita, þitt ráð hefir mér og reynsla sannað í reyndinni mátti það gæfa heita. Ég hefði ekki þína hefnd umflúið, ef henni vildir þú gegn mér beita, nú hef ég að þínu búi búið og bið þeirra griða er mátt þú veita. Um ferð mína öfugt ég ekkert greindi og engu laug er þú glöggt um spurðir, en hitt er mér vorkunn þó víst ég leyndi um vora hagi, og nokkrar þurrðir á því hafi orðið, að óðfús ég væri, um útlegðardóm minn og sakir að greina, í ókunnu landi undanfæri ég átti vart mörg og kaus geð þitt að reyna. Nú gerir þú hlut minn er sæmst þér sýnist, þú sakirnar veist og þeim skal ei neita, ég geng ekki af hólmi þó gæfan týnist, mín gifta var hingað til drengur að heita. Til þess hef ég mínu lífi lifað. Ég lýt mínum dómi því mikils var notið, hér skal ekki neitt um kosti klifað við kusum og völdum — þó stórt þyki brotið.“ Þórólfur Þá gengur fram á gólfið ungur sveinn: „í greindu máli Björn að reynist einn skal aldrei sannast, sakir þann veg standa, ef sakir teljast, að minn faðir vanda á kost að leysa og leita fullra sætta. Að orðum Gríms mun Þórir hersir hyggja og hugleiða, hve djúpir álar liggja á milli Fjarða og Fróns við Hvítárósa, með fullum heiðri má hann griðin kjósa á milli stranda og stórra traustra ætta.“ Svo falla Þórólfs orð og allir skilja: það eitt hann mælir, sem hér drengir vilja, við Skalla-Grím ei mega orðum etja en allir vilja stórræðanna letja og hefnda á Austmanni sem útlendingi. Og Grímur sér þann kostinn vænstan vera að virða sonar ráð og hlut sinn gera svo stóran að menn fái fregn að bera í Fjörðu þar, sem höldar kornið skera, og iáta boð sín heyrast þar á þingi. Nú skeður brátt hið mikla í þessum málum sem menn þá tíðast sóttu og vörðu stálum, að bóndinn heima á Borg svo ríður hnúta að Brynjólfur og Þórir honum lúta og fegnir mega fara hans að ráðum. Að fullu Björn hinn seki sæmdum heldur og sektardómur konungs niður feldur. Um ást og drengskap mun ei meiri saga, í minnum höfð né verður alla daga, hún er ei til í sögn né sögum skráðum. Það tókust sættir austur djúpar unnir og ættartengsl og vegir bræðrum kunnir, til Aurlands tíðum Þórólfs lágu leiðir, þar löngum voru Agli bekkir reiðir, — hjá Arinbirni aldrei þrutu tryggðir. í æðum vorum Aurlands blóð mun streyma, vér aldrei skulum Þóru hlaðhönd gleyma, um hana mætti meyjar ennþá dreyma og minning hennar Borgfirðingar geyma um allar sínar miklu breiðu byggðir. —Jaðri, 1958.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.