Lögberg - 15.01.1959, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1959
7
SOFFANÍAS THORKELSSON:
Goman er að ferðast
FRAMHALD
Leiðinni milli Akureyrar og
Svarfaðardals var ég vel kunn
ugur; áður voru þar aðeins
götuskorningar og aðrir troðn
ingar eftir skepnur; nú var
þar ágætur bílvegur, og er sú
leið farin á bílum á minna en
einum klukkutíma, áður var
það átta til tíu tíma klyfja-
gangur. Einnig er landið
breytt, túnin mikið stærri, og
hvergi sést þúfa í þeim nú, en
áður var kargaþýfi í þeim
flestum; byggingar allar voru
úr torfi; nú eru komin stein-
hús á hverjum bæ. — Á þess-
ari leið blasir við manni dá-
samleg sýn frá náttúrunnar
hendi og mannaxma höndum;
það hefir lengi verið sagt, að
Eyjafjörður sé fjarða falleg-
astur; virtist mér hann vera
það, er við ókum orður veg-
inn áleiðis til Dalvíkur í gegn-
um hinar gróðursælu sveitir,
með útsýni yfir fjörðinn, til
austurlandsins, Hrísey í bak-
sýn með grænum og gróandi
túnum.
Á Dalvík var okkur búin
gisting, á heimili deildarstjóra
Kaupfélags Eyfirðinga, Bald-
vins Jóhannssonar og frú
Stefaníu Jónsdóttur. Það var
ekki í kot vísað, heimilið hið
snotrasta utan og innan, búið
ágætis húsmunum, aðbúðin
öll hin elskulegasta, enda eru
þau hjón með afbrigðum að-
laðandi.
Svarfdælingar veittu okkur
hinar rausnarlegustu móttök-
ur, með stakri alúð, stórgjöf-
um og sæmd. Næsta dag var
ekið með okkur að Völlum;
vorum við þar við messu hjá
séra Stefáni Snævarr. Séra
Stefán er gerfilegur maður og
prúður í framkomu, utan
kirkju og innan, leysti hann
messugerðina vel af hendi,
kom vel fram við altari, en þó
enn betur í stólnum; hjá hon-
um virtist hugur fylgja máli.
Hann er sonur hins víðkunna
skálds og andans manns,
Valdimars V. Snævarrs. Hann
er góður maður og vitur. —
Kona séra Stefáns er Jónína
Gunnlaugsdóttir bónda á
Sökku, sonar Gísla Jónssonar
á Hofi, hins mæta manns og
þjóðhaga smiðs, sem enn held-
ur velli, fótaferð, heyrn sýn
og góðri athygli, þrátt fyrir
sinn háa aldur, en hann er nú
um nírætt. Frú Jónína er prúð
kona í framkomu, alþýðleg og
aðlaðandi. öllum, sem við
messu voru var boðið til á-
gætra veitinga; það er víst
siður enn til sveita á íslandi,
að kirkjugestum sé gefin
hressing eftir messu. Ekki
man ég neitt af því, sem prest-
urinn sagði í prédikun sinni,
en ég sá að fólkið veitti því
athygli; ég var annars hugar;
við þetta altari hafði ég krop-
ið, verið fermdur fyrir nær
sjötíu árum síðan og strengt
þess heilög heit að reynast
nýtur maður; þannig skildi ég
fermingareiðinn.
Vallarkirkja er 94 ára
gömul, hún er vel stæðileg
enn og lítur prýðilega út utan
og innan; fyrir framan hana
er steyptur turn fyrir hina
miklu klukku, sem kvað vera
sú stærsta á landinu; var þetta
í fyrsta sinn, sem ég heyrði
til hennar; og þó að konan
mín og kannske fleiri segi, að
ég sé orðinn heyrnarsljór, þá
heyrði ég vel til klukkunnar;
þvílíkur ógnar-glaumur. Það
er sagt, að það heyrist í henni
um allan dalinn og niður á
Dalvík. Klukkan hefði þó
notið sín enn betur, en hún
gerir, ef turninn hefði verið
rýmri og meira opinn.
Um kvöldið vorum við sótt
og sett að veizluborði í heima-
vistarskólahúsinu á Húsa-
bakka til að fagna komu
okkar. Þar flutti Valdimar V.
Snævarr mér ágætt kvæði,
sem síðar birtist í Degi á
Akureyri. Samsætið var sér-
staklega skemmtilegt, mikið
sungið og margar ræður flutt-
ar. Þar voru margir af góð-
vinum mínum samankomnir
og ættingjar þeirra, sem mér
þótti sérstaklega ánægjulegt
að kynnast.
Heimavistarskóli Svarfdæl-
inga er til fyrirmyndar, stór
og rúmgóður og hin vandað-
asta bygging. Gaf bóndinn á
Tjörn, Þórarinn Eldjárn, stór-
an blett af landi sínu undir
hann, mig minnir fimm hekt-
ara; hefir hann verið aðal-
kennarinn þar síðan skólinn
var reistur, en hefur nú látið
af því starfi vegna aldurs, en
býr enn á jörðinni ásamt Hirti
syni sínum, búfræðing að
menntun, hinum gerfilegasta
manni, er hann oddviti sveit-
arinnar, en Þórarinn faðir
hans er hreppstjóri; hafa þeir
feðgar sérstaklega gott bú.
Við fórum margar ferðir
um dalinn; var farið með okk-
ur á góðum bíl; var það frú
Stefanía kona Baldvins, sem
oftast fór með okkur; mættum
við hvarvetna hinum beztu
móttökum, jafnt hjá skyldum
sem vandalausum, góðvinum
og lítið kunnum; hefðu þær
móttökur ekki getað verið
betri né vinsamlegri þó að
við hefðum komið til foreldra-
húsa.
Dalvík hefur mikið breytzt
frá því sem áður var. Þar voru
áður sjóbúðir, sem hrúgað
var upp úr torfi og leir, hinir
óvistlegustu mannabústaðir,
sem ég hefi séð. Nú eru þar
mörg nýtízku steinhús, heilar
götur af þeim, eru þau hin
prýðilegustu og myndu sóma
sér vel í hvaða stórbæ sem
væri í Ameríku. Áður var þar
ein sex manna fjölskylda í
húsi, sem að mestu leyti var
byggt úr torfi; var það Jón
Stefánsson faðir Þorsteins
Jónssonar kaupmanns og út-
gerðarmanns. Jón var hinn
fjölhæfasti maður, bátafor-
maður, selaskytta og lista-
smiður. Áður var þar slæm
lending og hættuleg, og brim-
róður langur; liggur víkin
fyrir opnu hafi. Nú er þar á-
gæt höfn, skipabryggja, mik-
ið mannvirki, beinaverk-
smiðja og þrjú síldarsöltunar
plön, frystihús og netaverk-
stæði; er það eign atorku-
mannsins Kristins Jónssonar.
Mig minnir að nú séu í Dal-
víkurkauptúni um 600 manns.
Þar er ágæt verzlun, útibú
Kaupfélags Eyfirðinga, mun
hún sjá um næstum alla verzl-
un sveitarmanna og Dalvíkur
búa. Eru það mikil þægindi
fyrir bændur að þurfa svo
skammt að fara eftir nauð-
synjum sínum. Mjólkin er
sótt heim til þeirra daglega, í
öllum veðrum, sumar og vet-
ur; bíll er sendur í kring á
alla bæi í dalnum tvisvar í
viku með brauð og léttan
varning, sem þeir geta pantað
gegnum símann. Sími og raf-
magn er komið á alla bæi í
báðum sveitunum.
Þeir, sem eru jafnaldrar
mínir eiga víst bágst með að
trúa þessu, en þó er það satt.
Svona hefur íslenzka sveita-
lífinu fleygt fram og búnaðar-
háttum bænda á öllum svið-
um á skemmri tíma en einni
stuttri mannsæfi. Hesturinn
er nú úr sögunni og langmesta
stritinu létt af manninum, en
vélarnar látnar taka við. —
Framleiðslan er nú meiri en
áður var mögulegt með marg-
falt fleira fólki og meira erf-
iði. Við höfum víst fæðst of
snemma og mundum ekki
hafa farið til Ameríku, ef
þessar breytingar hefðu átt
sér stað, þegar við vorum
unglingar. Nú hugsa íslend-
ingar ekki til Ameríkuferða,
ef þeir eiga ekkert brýnt er-
indi þangað. Það skortir
hvorki fæðu eða klæðnað á
íslandi nú, og mjög óvíst að
þeir bættu kjör sín að nokkru
leyti með því að koma vestur;
þeir yrðu hins vegar fyrir
margs konar erfiðleikum við
að breyta til um mál sitt,
hætti og siði. Þeim mundi
flestum, sem kæmu vestur,
reynast spakmælið satt: —
„Hollt er heima hvað.“
—FRAMHALD
Það var stórt „party“ hjá
Jóni og stemningin var komin
á hástig. Allt í einu hrópar
kona hans óttaslegin: — Nú
mátt þú ekki drekka meira í
kvöld, Jón! Andlitið á þér er
farið að verða ógreinilegt!
-----0----
Elskan mín, sagði hann á-
stríðufullur. Blóðið rennur í
æðum mínum og hjartað
hamrar í brjósti mér.
Drottinn minn góður, Jón,
þú ert þó ekki búinn að fá
inflúenzuna?
-----0----
„Gott fólk“ vinnur á við
nánari kynningu, en „vont
fólk“ tapar.
Camaoa
TILKYNNING
til Óskráðra Innflytjenda
er óska að setjast að
í Canada
Stjórnardeild Þegnréttinda og Inn-
flytjendamála mun taka á móti um-
sóknum um fasta búsetu frá óskráð-
um innflytjendum, er komu til
Canada fyrir 23. ágúst 1958.
Þeir, sem komu til þessa lands
sem óskráðir innflytjendur fyrir
þann tíma og óska eftir að stofna
heimili sín í Canada, verða að
sækja um fasta búsetu (“landing”)
á nálægustu innflytjenda skrifstofu
eins fljótt og mögulegt er, í öllu
falli, FYRIR 1. MARZ 1959.
Allar umsóknir verða hver um sig
íhugaðar til staðfestingar, með hlið-
sjón af innflytjenda reglugerðinni.
EFTIR 1. MARZ 1959 verða um-
sóknir um fasta búsetu fyrir óskráða
innflytjendur í Canada teknar til
greina nákvæmlega í samræmi við
Innflytjenda Löggjöfina og Regl-
urnar.
Ellen Fairclough,
Minister oj Citizenship and Immigration
62-1