Lögberg - 15.01.1959, Síða 8

Lögberg - 15.01.1959, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR 1959 GÖTUSTELPAN Úr borg og byggð Reykjavík, 1. janúar 1959 Kæra Lögberg! Mér undirrituðum hefir í mörg ár verið mjög hugleikið að skrifa yður, sérstaklega vegna ömmu minnar og fóstru, Snjólaugar Þorláks- dóttur, nú til heimilis á Siglu- firði að Hlíðarvegi 22. Býr hún þar háöldruð, eða 91 árs. Hún hefir svo oft hvatt mig til að skrifa Þjóðræknisfélaginu eða yður, kæra Lögberg, og fá einhverjar upplýsingar um ættingja sína í Canada eða Ameríku, ef á lífi eru. Vona ég að henni verði hér með að ósk sinni, áður en yfir lýkur. Snjólaug Þorláksdóttir er ættuð frá Hrísey og Svarfað- ardal í Eyjafirði. Hún var gift manni að nafni Jóni Gíslasyni, einnig úr Svarfað- ardal, og er hann nú látinn fyrir þremur árum síðan. Segir Snjólaug svo frá, að þegar hún var um 7 ára gömul, hafi móðir hennar sem hét Snjólaug Jóhannes- dóitir flutzt til Canada og skilið hana eftir og átti hún að koma síðar, en vildi þá ekki fara er á reyndi. Snjó- laug Jóhannesdóttir var ekkja er þetta skeði, hafði maður hennar, Þorlákur, drukknað við ísafjarðardjúp árið 1870. Giftist hún síðar í Canada manni að nafni Sigurður, ættuðum frá Garði í Þjórsár- dal að austan. Snjólaug Jó- hannesdóttir fór með son sinn, albróður Snjólaugar Þorláks- dóttur, til Canada. Hét hann eða heitir, ef á lífi er, Magnús Þorláksson. Snjólaug og Sig- urður eignuðust fimm börn, eftir því sem bezt er vitað, og hét eitt þeirra Guðrún og var hún sú eina, sem skrifaði ömmu minni í nokkur ár. En hætti skyndilega að skrifa um 1897. Now Clean Your Own Rug, Rent a Bissell Shampoo Master, $2 per day, picked up and delivered. Also special rates on vacuum cleaners and floor polishers. SP 2-7741, SP 4-0226. Allied Upholstery Cleaners. Kæra Lögberg, þrátt fyrir þessar lélegu upplýsingar, óska ég undirritaður eftir nánari vitneskju um afdrif þessa fólks, ef hægt er. Kær kveðja og gleðilegt ár með mestu virðingu, Sveinn Ferdinandsson, Vallargerði 32, Kópavogi, Reykjavík, Iceland. ☆ Reykjavík, 5. janúar 1959 Kæra Lögberg: Um leið og ég óska þér gleðilegs nýárs, langar mig til að spyrja hvort ekki væri hægt að birta nafnið mitt í blaðinu. Ég er 18 ára íslenzk stúlka og er að læra hjúkrun; mig langar til að skrifast á við pilta af íslenzkum ættum, 18—20 ára. Ég vildi líka gjarn- an skrifa á íslenzku eða ensku. Með fyrirfram þökk, Álfheiður Bjarnadótiir, Hjúkrunarskóli Islands, Eiríksgötu 34, Reykjavík, Iceland. ☆ Akureyri, 1. janúar 1959 Við erum hér tvær stúlkur, sem langar til að komast í bréfaviðskipti við jafnaldra okkar í Winnipeg og nágrenni. Þess vegna langar okkur að biðja blaðið að birta nöfn okkar. Við getum bæði skrifað á íslenzku og ensku. Vinsamlegast, Anna Marný Björnsdóttir (16 ára) Aðalstræti 4, Akureyri, Iceland. Anna Sigríður Jónsdóttir (18 ára) Lækjargötu 11A, Akureyri, Iceland. ☆ Hecla, Man., 5. jan. 1959 Heiðruðu útgefendur Lögbergs: Um leið og ég sendi ykkur 5 dali fyrir blaðið fyrir þetta blessaða nýbyrjaða ár, þá ætla ég nú um leið að nota tækifærið og þakka ykkur innilega fyrir hina ágætu sögu, Dalalíf, sem skemmti okkur eldra fólkinu um mörg ár. Okkur mörgum finnst, að við séum í stórri þakklætis- skuld við ykkur, já, og send- um ykkur alúðarþakkir fyrir alla þá skemmtun, .sem við höfum haft af sögunni. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir En hverju er nú verið að lýsa í svona löguðum sögum; það er verið að lýsa okkur, mannana börnum, eins og við erum, upp og ofan — en það er list að segja vel sögu. Það er nú meiri snjór hér en ég man eftir í þau 55 ára- mót, sem ég hef átt heima í þessu blessaða landi. Almennt fiskileysi er hér svo til vand- ræða horfir. Með beztu nýársóskum til allra Islendinga. G. J. Auslfjörð ☆ LÖGBERG hefir fengið 40 nýja áskrifendur á s.l. tveim- ur mánuðum og fögnum við því og erum sérstaklega þakk- lát þeim er hafa sent vinum sínum blaðið að gjöf. Mark- mið okkar er að reyna að auka kaupendafjöldann um 400 á þessu ári með það fyrir augum að blaðið geti haldið áfram að koma út vikulega í því formi, sem það er nú, en þessu takmarki verður aðeins náð með því móti, að vinir Lögbergs hvetji sem flesta til að gerast áskrifendur þess. — Við biðjum því alla, sem bera hag blaðsins fyrir brjósti og óska að það komi lesendum að sem beztum notum, að styrkja það á þennan eða annan hátt eftir því sem þeir sjá sér fært. ☆ Guðmundur Magnússon frá Gimli, Man. var staddur í borginni um helgina. ☆ Arni G. Eggertson, Q.C. og frú fóru flugleiðis suður til Miami, Florida á þriðjudaginn og munu þau dvelja þar í sex vikur. ☆ , Þeir sem æskja þess, að birta auglýsingar eða til- kynningar í Lögbergi, eru beðnir að koma þeim á skrif- stofu blaðsins ekki seinna en um hádegi á mánudögum. Frmhald af bls. 4 Sylvia niðurlút og feimnis- leg. „Gleðileg jól!“ hvíslaði hún. Ég stökk upp eins og þrumu lostinn; ég kom ekki upp nokkru orði, en starði bara á hana eins og hún væri vofa úr Biblíusögunni, sem ég var að lesa. Það varð löng þögn, en svo sagði hún í lág- um róm: „Þú ert Mr. Hans- son?“ Úr bréfi frá Gimli, 6. janúar Við höfum verið að berjast „við ís og snjó, með ískaldar hendur og freðna skó,“ eins og Jón Jónatansson sagði um fiskimanninn forðum. ☆ Úr bréfi frá Hecla Beggi biður að heilsa og þakkar fyrir greinina í Lög- bergi, Diefenbaker og Times. ☆ The Icelandic Canadian Club will hold its annual din- ner and dance in the Blue Room of the Marlborough Hotel Friday evening, Jan. 23, at 7 o’clock. Guest speaker will be Dr. Richard Beck of the Univer- sity of North Dakota, and talented local artists will en- tertain with dance numbers, vocal and instrumental music. A Gudrun Norman Scholar- ship of $100.00 will be present- ed to Miss Catheryn Gale Oleson. ☆ Acknowledgement oí Donalions to Window Memorial Fund of Gimli Lutheran Church. In loving memory of: Mrs. María Jorgenson — by Mr. & Mrs. W. J. Arnason and Mr. & Mrs. Elert Stevens $5.00. Jóhannes K. Benson — by his wife Jónasína Benson $25.00. Marlene Helga Jóhannes- son — by Mr. & Mrs. Helgi Jóhannesson $10.00. Gunnar Johnson — by Mr. & Mrs. J. B. Johnson $2.00. Anna Josephson, Sec.-Treas. Window Memorial Fund. ☆ Donations to Organ Fund Ardal Lulh. Church Mr. and Mrs. D. S. Gud- mundson, Arborg $5.00 In memory of Arthur Olafur Sigurdson. Mrs. Margrét Hannesson, Gimli $5.00 In memory of: Mrs. Jónína Eínarson, Bjarnþór Lifman, Arthur Olafur Sigurdson, Jóhannes Alexander Jóhannes Benson. Gratefully acknowledged, Magnea S. Sigurdson Á brúðkaupsdaginn: — Ég verð að játa það fyrir þér, elskan mín, að ég hef falskar tennur. — Það vissi ég fyrir löngu. — Já, en ég skulda tann- lækninum þær ennþá. „Já,“ sagði ég kuldalega, því ég mundi eftir því, að hún þekkti mig aðeins eins og Dr. Jólakarl. — „Hvernig veiztu það?“ sagði ég svo í mildari róm. Sylvia brosti feimnislega: „Ég fann þessa vasabók á legubekknum, þar sem þú svafst í gærkveldi," og svo gekk hún að borðinu, sem var við hliðina á mér, og lagði þar þennan tapaða fjársjóð minn. Undrunar vegna gat ég ekk- ert sagt, en hún hélt áfram: „Mynd af þér á ferðabréfi þínu, nafn þitt, og á öðrum stað heimilisfang þitt, er í bókinni, svo það var um ekk- ert að villast fyrir mig.“ Ég starði orðlaus á hana. Hún var dálítið föl og þreytu- leg, en klædd var hún í sama búning, sem hún var í, þegar ég rakst á hana á götuhorninu, að því undanskildu, að nú hafði hún sjal yfir herðunum. Hattlaus var hún, en jarpir lokkar hrundu yfir vanga hennar og herðar, en í þetta sinn, snyrtilega kembdir og hrokknir. Hún var fögur stúlka og einlægnisleg, og einmitt með látleysi sínu snart hún tilfinningar mínar með ósýnilegum töfrasprota, sem orð fá eigi lýst. Ég stam- aði einhverjum hrósyrðum til hennar og lýsti með ósam- ræmum orðum þakklæti mínu til hennar, en hún tók fram í fyrir mér: „Ég kom líka til að biðja þig afsökunar á fram- komu minni við þig í gær- veldi,“ sagði hún. „Steve skuldar mömmu fyrir fæði og húsnæði frá þeim tíma, sem við vorum í Jersey City, og ég bjóst við að hann hefði komið til að borga henni, svo ég vildi á engan hátt gera honum gramt í geði. Mér fannst líf mömmu liggja við. Ég þekki Steve og ég vissi, að ég gat ekki farið of varlega. Hið allra minnsta styggðar- yrði gat leitt til þess, að hann þyti út og reyndi á þann hátt að komast hjá því að borga. Þessi varkárni mín var þó al- veg óþörf, því að hann var hér um bil alveg peningalaus, og óefað var það ásetningur hans, að eyða jólunum hjá mömmu og borga ekkert. — Þegar mamma komst að þessu sagði hún honum að fara — hún hefði engar ástæður til að hýsa hann og fæða. Og — svo bætti ég nokkrum orðum við — líklega dálítið særandi, og með það fór hann, — um klukkutíma seinna en þú. — Þegar ég bjó um mig á legu- bekknum fann ég bókina.“ Jól koma og fara, og tím- inn strýkur mjúkum fingrum yfir þau öll, og letur atvik- anna máist og gleymist, en — jólunum mínum í New York 1917 og henni Sylvíu litlu gleymi ég seint. ICELANDIC CANADIAN CLUB Banquet and Dance BLUE ROOM — MARLBOROUGH HOTEL FRIDAY. JANUARY 23. 1959. PROGRAM: Guest Speaker .......... DR. RICHARD BECK Vocal Solo ............MISS JOY GISLASON Dance Number .............DAVID BURGESS A Gudrun Norman Scholarship of $100.00 will be presented to Miss Catheryn Gale Oleson. JIMMY GOWLER'S ORCHESTRA Modern and Old Time Music COMMENCING: Banquei 7:00 — Dance 9:00 p.m. ADMISSION: Banquet and Dance $3.00 per person. Dance only — $1.00 per person.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.