Lögberg - 23.07.1959, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.07.1959, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1959 Lögberg GeflB út hvem fimtuda.gr af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDT STREET, WINNIPEQ 2, MANITOBA Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögrberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prlnters Authorised aa Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WTTitehall 3-9031 Hátíðahöld í Argyle-byggð Sunnudagana 28. júní og 5 júlí var sannur hátíðabragur yfir byggðinni. Þá daga átti að minnast merkisatburða úr kirkjusögu byggðarinnar. Við guðsþjónustu á Grund þann 28. júní var minnst 70 ára afmælis kirkjunnar þar. Um langt skeið var það eina kirkjan í byggðinni, og má því segja að öll byggðin eigi hlut- deild í þeim endurminningum, sem við þessa kirkju eru tengdar, og í sögu hennar. Enda kom það í ljós við þessa hátíð að öll byggðin fann til þess að hún átti þar hlut að máli. Grundarkirkja, sem er stærsta kirkja byggðarinnar, var vel skipuð fólki, þegar hátíðarguðsþjónustan hófst kl. 2:30 e.h. Sóknarpresturinn, séra Donald Olsen, hafði alla messustjórn á hendi og þjónaði fyrir altari. Með honum tóku þátt í guðs- þjónustunni þrír fyrrverandi prestar byggðarinnar, þeir séra Jóhann Fredriksson, séra Eric Sigmar, forseti Kirkjufélagsins íslenzka og lúterska, og séra Kristinn K. ólafsson. Fluttu þeir erindi sín í ofangreindri röð. Séra Eric bar fram árnaðar- óskir frá kirkjufélaginu í sinni ræðu, sem var flutt á ensku, eins og líka prédikun séra Jóhanns. Samkvæmt tilmælum flutti séra Kristinn stutt erindi á íslenzku, en aðalmál sitt á ensku. íslenzkir sálmar voru sugnir og tveir einsöngvar. Annar var sunginn af Skafta Arasyni, sonarsyni Skafta Ara- sonar hins eldra, sem var einn af merkum frumbyggjum byggðarinnar. Hinn af merkri söngkonu, Mrs. Jack Ruther- ford, sem stjórnar söngflokk Sameinuðu kirkjunnar í Canada í Glenboro, og hafði einnig æft ágætan söngflokk fyrir þetta tækifæri. Leysti hann hlutverk sitt mjög vel af hendi og lagði til kórsöng í guðsþjónustunni. Áður en lokið var í kirkjunni flutti forseti Frelsissafnað- ar, hr. Björn S. Johnson, viðeigandi og hugðnæmt mál, er minntist helztu viðburða í sögu safnaðarins og tildraga til þess að kirkjan var byggð fyrir 70 árum. Þá kvað Skafti Arason sér hljóðs fyrir hönd safnaðarins. Sagði hann að þess merkilegra væri að minnast að forseti safnaðarins væri búinn að þjóna í fulltrúaráði safnaðarins í 47 ár. Taldi það frábært og færði hlutaðeiganda innilegar þakkir fyrir göfugt og vel unnið starf á þessu langa tímabili. Var það auðsætt að hér var ekki að ræða aðeins um formlegar þakkir, heldur lýst al- mennri viðurkenningu og hjartfólginni. Öllum var boðið til veitinga og samfélags í samkomuhúsi byggðarinnar, sem er í grennd við kirkjuna. Vel er kunn risna Argylebúa og bar engan skugga á hana við þetta tæki- færi. Var allt samboðið gleðiríkri og hátíðlegri stundu. Bætti það ekki lítið á skemmtun og ánægju, að yfir borðum sagði séra Eric mjög skemmtilega frá nýafstaðinni ferð sinni til Islands í gestvináttu íslenzku kirkjunnar í tilefni af biskups- vígslu Sigurbjarnar Einarssonar. Mun það hafa verið allra mál og tilfinning, að þessi athöfn öll hefði tekizt með ágætum. Sunnudagurinn 5. júlí var í alla staði hinn æskilegasti frá náttúrunnar hendi. Sólskin og góðviðri án óþægilegs hita. Sunnudaginn á undan var nokkur svali og lítið um sólskin, þó ekki kastaði það skugga á hátíðahöldin. Nú var allt í samræmi við tilgang dagsins, að minnast 75 ára afmælis Fríkirkjusafnaðar, sem er elzti söfnuður byggðarinnar. Var hátíð þessi haldin í hinni veglegu kirkju safnaðarins, sem var byggð 1910 og hefir verið haldið mjög vel við. Naut hún sín nú í fullri prýði. Veðursældin hefir ef til vill átt þátt í því að fleira utanbyggðarfólk sótti en sunnudaginn á undan. Flestallt fólk, sem á rætur sínar í byggðinni, þó nú sé heim- ilisfangið annað. Aftur var guðsþjónustan kl. 2:30 e. h. Var kirkjan þá fullskipuð fram í anddyri og allmargir fyrir utan, sem þó munu hafa heyrt mest af því er fram fór. Fór allt fram með svipuðu fyrirkomulagi og sunnudag- inn á undan, sömu aðalhluttakendur undir forystu sóknar- prestsins séra Donald Olsens. — í upphafi guðsþjónustunnar var borin fram skrautbundin biblía sem gjöf til kirkjunnar í minningu um heiðurshjónin Kristján B. Jónsson og Þórdísi konu hans, sem um langt skeið áttu ríkan þátt í sögu safnað- arins. Börn þeirra og barnabörn áttu hlut að máli með gjöfina. Var biblían vígð til afnota af séra Kristni. Prestarnir sömu þrír fluttu prédikanir, séra Jóhann og Hinn hugséði heimur — Vitranir manns í NIÐURLAG Máttur hugsunar Guðmundur segist alltaf hafa verið fótfallinn hvers konar tilraunum að ná sam- bandi við framliðna, eða fá að skyggnast eftir því sem er hinum megin, sem kallað er. Hitt sé annað mál að taka við því, sem manni birtist án milliliða. Það sé sjálfsagt að taka við því fegins hendi, greina það vel frá óskyldum efnum og vaka yfir því. Þó fór svo einu sinni, að hann vildi reyna hvort hann gæti skyggnst að baki þess fortjalds, er aðskilur heimana, með því einu að beita krafti sinnar eigin hugsunar. Hafði hann þá áður gert til- raun að senda kunningja sín- um hugskeyti og biðja hann bónar, án þess að láta hann vita neitt af því með venju- legum hætti. Fór þá svo, að þessi kunningi kom til hans litlu seinna og spurði hvað hann vildi sér. „Þú ert þrisvar búinn að biðja mig um eitthvað, en ég veit ekki hvað það er“, sagði hann. „Hvernig veiztu að ég vil þér eitthvað?“ spurði Guð- mundur. „Mig dreymir að þú ert að biðja mig einhvers“, sagði hann. Þannig hafði Guðmundur fengið sönnun fyrir því, að hægt er að senda öðrum hug- skeyti. En nú ætlaði hann að beita þessum krafti hugans á annan hátt. Það var veturinn 1925, að unglingspiltur, Þorbergur að nafni hrökk út af vélbáti suður á Djúpavogi og drukkn- aði. Báturinn var frá Seyðis- firði og Guðmundur hafði þekkt piltinn vel. Kom hon- um nú í hug, að hann skyldi reyna að ná sambandi við Þorberg. Valdi hann til þess góða næðisstund, og einbeitti huganum að bátnum, slysinu og Þorbergi sjálfum. Var hann að sjálfsögðu glaðvak- andi. Að lítilli stundu liðinni sá hann Þorberg. Opaðist þá um leið nýtt sjónarsvið, miklir og draumi og vöku — grænir, sléttir vellir. Fannst Guðmundi sem hann stæði sjálfur rétt við brún þessarar sléttu, en Þorbergur gekk hröðum skrefum þvert yfir hana. Segir Guðmundur að þetta hafi verið einna líkast því að horfa á kvikmynd á tjaldi, þar sem Þorbergur gekk þvert yfir sviðið frá hægri til vinstri, og hvarf svo. Guðmundur var ekki á því að gefast upp, og gerir hann aðra tilraun. Einbeitir hann nú huganum að því, sem hann hafði séð, Þorbergi og grænu sléttunni. Opnast honum þá hin sama sýn og sér hann Þor- berg. Hyggst hann nú ganga í veg fyrir hann, en þá hverf- ur sýnin skyndilega. Þetta ætlar að heppnast, hugsar Guðmundur með sér, og gerir nú þriðju tilraunina og hugsar til Þorbergs sem fastast. Eftir litla stund sér hann Þorberg enn, en þó að- eins rétt í svip og fannst hon- um Þorbergur líta flóttalega til sín. En um leið og hann hverfur, birtist annar maður, ungur og glæsilegur. Hann gengur fram á völlinn og á- varpar Guðmund þessum orð- um: „Hættu við þetta, pabbi, þú færð ekki að hitta Þorberg, né tala við hann. En hann veit allt sem gerist á heimili þínu og Þórönnu ennþá“. Um leið og hann sleppti orðinu, hvarf sýnin, en Guð- mundur var þar einn eftir, rólegur en hugsandi. Hér ber að geta þess, sem Guðmundi hafði þó alls ekki til hugar komið meðan á til- rauninni stóð, að veturinn 1908 hafði hann misst sex vikna gamlan son úr mislingum, sem þá gengu. En um leið og ungi maðurinn kom fram á sviðið, þóttist Guðmundur þekkja þar son sinn. Var hann nú að vísu stærri, eða á vöxt við 17 ára pilt, en á því reki hefði hann verið ef hann hefði lifað. Og það þótti Guðmundi und- arlgt, að hann skyldi nefna bæði Þórönnu og Þorberg, sem hann að sjálfsögðu hafði ekki haft nein kynni af í þessu lífi. séra Eric á ensku, en séra Kristinn fyrst á íslenzku og svo á ensku. Islenzkir sálmar voru sungnir og bæði vel æfður söngflokkur og einsöngvarar juku hátíðarbraginn. Einsöngv- ar voru sungnir af Elmer Nordal frá St. Boniface of mikilli list. Er hann einn af sonum byggðarinnar. Söngflokkurinn lagði til viðeigandi kórsöngva. Að loknum las forseti safnaðar- ins, Þorsteinn Johnson, fundargjörning frá stofnfundi safn- aðarins, er meðal annars tilgreinir stofnendur. Var auðsætt að undirbúningur allur var upp á það bezta. Eins og áður var öllum boðið til veitingar og mann- fagnaðar í samkomuhúsinu að Brú. Rausnin alkunnar hin sama. Lesin voru upp skeyti og kveðjur frá ýmsum, þar á meðal frá Jakobínu Johnson, skáldkonu, sem nú er í heim- sókn á íslandi. Einnig nokkuð rætt yfir borðum og flutti Árni Stefánsson aðalræðuna. — Munu þessir dagar lengi lifa í minni byggðarfólksins sem bjartir reitir er votta um heilbrigði bygðarlífsins og haldgóða sögu. —K. K.Ó. Guðmundur segist vona að enginn láti sér til hugar koma, að hann bendli látið barn sitt við skröksögu. Sjálfur er hann ekki í neinum vafa um, að hann stóð augliti til auglitið við framliðinn son sinn, vax- inn að þroska og árum á landi lifenda „þar sem engin sorg né sjúkleiki á sér stað, en allt er birta, líf og ljós, umhverfi guðsfriðar og kærleika að ei- lífu. Þannig er annað líf, séð í ljósi þeirra, sem því trúa. Það er enginn tilbúningur.“ Þetta eru hans eigin orð, byggð á ævilangri reynslu sjáandans. Á Ó. —Lesb. Mbl. Vorkoma í Alaska Vetur leggur völdin niður; vorið er á leið hér inn. Stilltur heyrist straumaniður, storðar vermist frosin kinn. Dagsins óðum lengist ljómi, lífsins kraftur auðsær er; vetrar eyðist doðadrómi, dýrðleg blómin augað sér. Ennþá samt af klakaklungum kaldur vindblær andar hér; bagi er það blómum ungum, blíðu vors sem kjósa sér. — Sumar kemur samt, þó gangi seint, og tefjist fyrir því, svöl þá nóttin sólarfangi, signuð friði, hvílir í. Kolbeinn Sæmundsson BETELCAMPAICN $250,000.00 | 220.215 26.985 21.765 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2. ^penhagen Heimsins bezta munntóbak

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.