Lýður - 23.05.1890, Blaðsíða 1

Lýður - 23.05.1890, Blaðsíða 1
25 arliir af blaAintt bosla 2 kr., crfendis 2,ö0lít'.Borgist fyrirfraratil útsölumanna. AtigRsingar teknar fyrir 15 aura Hnan af vánalegu letri eúa jafnmikið rúm. Uppsögn ógíld nerna skririeg til ritst. Y Ð U R ftitgjörðir, frjettir og auglfsingar send'ist ritstjóranum. Aðalútsölumenn: Halldór Pétursson Akureyri og Björn Jónsson á Oddeyri Blaðið borgist þeim. 10. bhið. Akureyri 23. maí 1890. 2. ár Aðalsteinn Júlíus. (II ára gamall, dáinn 1889, sonur Magnúsar Sigurðsonar á Grnnd í Eyjafirði), Ort undír nafni föðursins. ' » 0 minn ljúfi, vtngi, hjartans-son, cnn í dauða lífs míns bezta von, bezta von og aðal augasteinn, enda pótt eg standi nú svo einn. Engi segi: „Guð, bvað gerir þú“! — Gef mér, Drottinn, þessa sterku trú, pessa trú, sem flytur stærstu fjöll, í'riðar storm og lægir boðaíöll! Hart, minn sonur, bart var stríðið þitt, liart var líka sálarbölið mitt, sérhver porn, er særa nam jtinn fót, sveið og brenndi mina hjartarót. jþú varst, barn mitt, sál af minni sál, sarnan gróinn mér, en laus við tál, laus við allt, sem óhreirit var hjá mér, eu rnitt bezta — liversu skært bjá þér! Hver sem vill má leita lífs um bjarn, leita og finna ástúðlegra barn. Andans Ijós og athöfn gjörvöll þin, undra-barn, var stöðug furða mín. Aðalsteinn, að ljúfu leiði þín lengi skulu hvarfla augun mín; lif's var þcr ei leyft að hugga mig, liðinu frá mér tekur enginn þig. Kom, rnitt barn, er kólna lifið fer, kuldinn fyr en nær að bjarta mér, lít þú frómt á lukku minnar spil, ljúft sem fvr, og vek rninn bezta yl. IMiimstu lika móður þinnar, barn, mundu, þú ert laus við storm og Iijarn, mundu, djúpt var bennar bjarta-sár, bvisla Jjúft, og vektu blíðu-tár. Yertú engill okkar dag og nótt, engill, sá sera fivr allt rangt og Ijótt, engill, sá sem ávallt ber því vott, að við jafnan stunduin satt og gott. Eins og þoka æfin fer og dvín; okkar bezta geymi minning þin: helztu lukku, breinust gleðitár, barðast böl, og dýpstu raunasár. Hvað er dýrst og drjúgast hér á jörð ? dáð og táp, er reynslan verður börð, minning alls, sem áttum kærst og bezt og ei bregst er dagur lífsins sezt. Sofðu ljúfi, liðni hjartans-son, lifs og dáinn okkar bezta von. Lof sé þeim, er sagði: veiki sveinn, sælli grundar vertú aðalsteinn. Mattli. Jochmmson. Agrip af formála Páls Janets. Eptir Arnljót Ólafsson. |>ótt stjórnfræðin sé fræði sér, er befir sín eigin upp- tök og sínar meginrcglur, og þótt hún hijóði «m marga þá atburði og mörg þau atvik, er eigi hlýðirað slengja saman við nokkra atburði aðra og atvik önnur, þá er engu að síður gagnlegt og nauðsynlegt að slíta hana eigi úr sambandi sinu við siðfræðina, með því að bún er eðlilega samtengd benni með ótal böndum. Rithöfundar fornaldarinnar hafa uldrei efast um þessa nánu frændsemi stjórnfræðinnar og siðfræðinnar. Allir mestu stjórnfræðingar fornaldarinnar voru og hinir mestu siðíræðingar, svo sem Platón, Aristoteles og Siserón. Nú á tímnm hefir aukin þekkíng gjört nauðsynlega aðgreining á stjornfræði og siðfræði; en þótt aðgreining þess- ara fræðigreina sé nú orðin nauðsynleg, þá er næsta athuga- vert að skilnaður þeirra verði eigi of mikill. Nú skal eg iýsa skyldleik þessara fræðigreina, og drepa stuttlega á, í hverjum höfuðgreinum þær eru skyldav svo og óskyldar; en lýsa þó fyrst hvernig rithöfundunum hefir hætt við uin of, annað hvort að slengja þeim saman, eður þá að sundurskilja þær með öllu. Tveir álitshættir gagnstæðir hafa komið fram í sögunni; er annars sá, er aðskilur stjórnfræðina frá siðfræðinni, en hinn drekkir. að kalla má, sljórnfræðinni í siðfræðinni. Fyrri álitshátturinn er kenndur við böfundinn, Machiavelli, og heit- ir m ækj av e ls ka1), en hinn siðari við Platón og heitir platónska. Allir fylgendur mækvelskunnar eður Mækvell- ingar, taka það sérstaklega fram, að þjóðheillin sé bið æðsta lögmál (Salus populi suprema iex.) Forstöðumenn þjóðfélags- ius eður ríkisins verða, segja þeir, að hugsa \im sig og bag sinn fyrst og fremst, og megi eigi skirrast við að beita brögð- um og táli, svikurn og prettum, ofstopa og yfirgangi, grimmd og manndrapuin til þess að efia heill þjóðarinnar. Mæk- vellingar geta til sönnunar þessum málstað sínum næg dæmi úr mannkynssögunni, einkum frá Rómverjnm2). Til er annars tvennskonar mækjavelska: hin konunglega og alþýðlega. Menn eru almennt fúsir á að játa, að konung- um sé eigi leyíilegt að gjöra allt livað þeim gott þykir, en þeir ætla að þjóðinni sé það leyíilegt. Eg fyrir mitt leyti get engan mun fundið á þessu tvennu ; ranglæti er æfiniega ranglæli, hver sem það fremur. J>ess er að gæta, að mækja- velskan er eigi aðeins kænska, þótt sumir áliti svo. beldur er hún og ofríki, allt eptir atvikum, ýmist leynt eða Ijóst; ógn- aröldin (á Erakklandi 1793—94:) var einmitt mækjaveiska. Sjá menn því að mækjavelska getur eigi síður lýst sér í fari þjóðanna en konungsmanna. Plutónskan aptur á móti gjörir dyggðina að marki og miði þegnlélagsins3) hún gjörir stjórnsemina að verkfæri ein- J) Sbr. machera, mækir á vora tungu. 2) Eigi er heldur vandleitað að slíkum dæmum í sögu Xorð- manna eptir dauða Sigurðar Jórsalafara ('1140), og nokkru siðar hér á landi, á Sturlunga öldinni. 3) Eg hefi, í stað orðsins ríki, ýmist orðið þegnfélag þ. e. felag samþegnanna með stjórnendum sinum, eður orðin laudstjórn og stjórnarvald þ. e. stjórn þegn- lélagsins sjálfs, þ. e. löggjafinn, valdstéttiu og dóiuend- uruir.

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.