Landneminn - 09.06.1891, Blaðsíða 3
LANDNEMINN.
3
engjar nægar, jarðvegur frjór; vex korn og garð-
meti ágætlega þegar sumarfrost ekki hamla. Vatn |
fæst betra og með hægra móti enn víðast annar- ;
staðar, bæði i ám og brunnum, sem sjaldan eru j
grafnir dýpri en 8—16 fet. Land er auðunnið,
svo óvíða þarf að ryðja ti) akra. Nokkur skógur
til húsagerðar og eldiviðar nægur viða. Fiskiafli
svo um dregur að vorinu, i ám og vötnum, hvar-
vetna þar sem til þeirra næst, en það eru árnar j
Medicine og Bed Deer og vatnið Gull Lake.
Tíðarfar er nokkru mildara á vetruin en austur
í Canada. Þó hörkur sjeu stundum miklar um há-
vetur er veður jafnast kyrrt. Frostmælir Fahren-
heits getur þó stundum fallið allt að 60® niður
fyrir núll. Ekki vill það samt til nema einstaka
vetur, og þá aldrei nema einn dag í senn. Mest
frost eru vanalega frá 30° til 40° neðan ziífru.
Árferði hagar optast þannig: vor byrjar seinast í
i mars eða fyrst í april, þá tekur snjó og jörð fer
að þiðna. 1 aprii er korni sáð og stundum i mars.
Næturfrost haidast þó fram í maimanuð. I april
og maí grær jörð. I júni og júli rignir mest. Þá
er hiti mestur, og getur hann stigið allt að 90° Fahr.
en þó sjaidan yfir 85°. I júií og ágúst standa yfir j
heyannir. í ágúst eða september byrjar kornskurð- j
ur. Næturfrosta verður einatt vart i ágúst, en opt-
ast að sjálfsögðu frá 10.—25. september. Haustin
eru löng, mild og hagstæð. Föi feliur optast í j
nóvember, stundum fyr. Lítil er samt snjókoma j
fram um jól eða nýár. Greldneyti, hross og sauðfje |
geta þá optast gengið sjáifala. Janúar, febrúar og j
fyrri hluta mars, stendur vetur hæst. Feliur þá
stundum 2 feta djúpur snjór, og þá eru hörkur
mestar. Upp úr miðjum mars bregður tið venju-
lega tii batnaðar. Reynsla Islendinga hefir verið
þessi: sumarið 1888 var tið hin bezta; þá var upp- jj
skera ágæt og skemmdu næturfrost ekki. Yetur- j
inn 1888—89 var íynrtaks góður. Snjóaði varla jj
svo talist gæti og jörð varð alauð i febrúar. Sum-
arið 1889 var of þurkasamt og þá eyðilögðu nætur- I
frost i ágúst uppskeru. Enn næsti vetur, 1889— j
90, reyndist harður. Tið var góð fram um jól, en upp j
úr nýári snjóaði og fraus íram í marsmánaðariok j
og ekki tók fönn fyr en i aprii. Sumarið 1890
var nokkuð vætusamt hinn siðari hluta þess, og
næturf'rost skemmdu viða um miðjan ágúst. Upp-
skera varð þó dágóð af ýmsu. Veturinn 1890—91
var tíð inndæl allt f'ram að febrúar, snjóföl litið á
jörð og stillur og biíðviðri. Með byrjun febrúar
spilltist veður.
Skýrsla yfir sumarregnið, sem hjer fylgir, nær
yfir 10 ár, frá 1. april til 1. okt. ár hvert. Hún
er tekin við Edmonton, nálægt 100 enskar milur ;
í hánorður af ísienzku byggðinni. Þessi 10 ár hef-
ir snjófall orðið 18 þuml. að meðaltali.
1880 11.73 þuml. 1885 10.30 þurnl.
1881 16.12 — 1886 8.53 —
1882 8.85 — 1887 10.68 —
1883 12.12 — 1888 14.61 —
1884 14.19 — 1889 6.46. —
Samgöngur hafa hingað til verið örðugar. Næsti
markaður byggðarinnar var Calgary, 80 milur suð-
ur þaðan. Nú hefir það breyzt til batnaðar. Sum-
arið 1890 va,r fullgerð Calgar3r & Edmonton járn-
brautin norður á móts við byggð íslendinga. Fram-
vegis verður kaupstaðarleið þeirra, sem næst búa
brautinni, 6 mílur; 14 mílur fyrir þá, sem lengst
eiga til að sækja.
Búshapur. Bezt er sveit þessi fallin til gripa-
ræktar, að minnsta kosti fyrst um sinn. Engjar
eru nógar, haglendið hið bezta, vetrar ekki mjög
langir nje harðir og fjenaður þrífst þar mjög vel.
Kornyrkjan er tæplega eins viss nje arðsöm enn,
enda hefir hún viðast stórskuldir i för með sjer,
þar sem efni eru ekki næg í byrjun. Matjurta-
garðar, bygg, hafrar, rúgur, jafnvel hveiti, mnn
spretta vel í mörgum árum; er reynd komin á það,
og hefir sumum bændum i eldri byggðunum heppn-
ast ágætlega. Enginn efi er á því, að þegar timar
líða og reynsla manna eykst, verður jarðyrkja
stunduð. Sem stendur er markaðarverð á öllum
búsafurðum hærra i Alberta, en á samskonar vöru-
tegundum lengra austur.
Atvinnu er ekki alllitla að fá i Calgary, og þar
í grend, þó langt hafi orðið til að sækja. Með
hinni nýju braut færist atvinna nær byggðinni.
Skóga mikla, kolanáma stóra og húsagrjót er víða
að fá í Alberta; er mikið unnið að því þar sem járn-
brautir eru komnar á. Hjá bændum eru vinnumanns-
kaup um 30 doll. yfir mánuðinn að sumrinu, á járn-
brautum og í mylnum 26 doll. Daglaun erfiðismanna
í bænum er 1 doll. 50 eeut til 2 d., trjesmiða
2 til 3 doll., en fæði sig sjálfir.
Verð á nokkrum búsáhöldum:
Yagn ............. 80 doll. Piógur .... 20 doll.
Sláttar og rakstr-
arvel...... 100 — Herfi....... 16 —
Sjálfbindari . . 200 — Sleði....... 30 —
Matreiðsluofn 25 —
Verð á gripum:
Kýr .... 40—50 doll. Ær .... 4—5 doll.
Ökuhross (2) 100-300 — Svín .... 2-10 —
Reiðhross 10—50 — Hænsn . . 50 cents.
Akneyti . . 100-200
Eptir skýrslu, sem gjörð var í jan. þ. á. að til-
hlutun stjórnarinnar um hagi islenzkra nýlendu-
manna i Alberta, voru þar þá 32 búendur. Af þess-
um 32 búendum höfðu 12 komið þangað 1888, aðrir
12 1889, 7 1890 og 1 var nýkoininn í jan. þ. á.
Folkstala hjá þessum 32 búendum var 136. Þeir
höfðu 45 ekrur i ræktun. Nautgripir þeirra voru
181; hestar39; sauðfje 344; svin 2 og 170 alifuglar.
Hús og jarðir nýlendumanna eru virtar 10 335 doll.,
og er þá óyrkt ekra metin á 2^/g dollar, en yrkt
á 10 doll. Tíu af nýlendumönnum búa á ómældu
landi og hafa lönd þeirra ekki verið virt. Verð
ýmsra búsáhalda nýlendumanna er metið 879 doll.
Búpeningur er virtur þannig: Hross 25- 150 doll.