Reykvíkingur - 14.09.1891, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 14.09.1891, Blaðsíða 4
36 mun skólixm, fyrir það, fljótt ná tilætluð- um þroska og kans góðu ávextir munu því fyrr koma í Ijós. Það má með sanni segja, að með kennsl- unni í þessum skóla, fengu hinir uppvax- andi verslunarmenn fyrst hugmynd um stöðu sína, þá hafði ekki áður dreymt um, að hún væri ein sú nauðsynlegasta og virð- ingarverðasta, þegar hún fer í lagi, sem nokkur staða er, því það er verslunar- stéttin, sem ræður rás lífæða þjóðfélaganna, viðskiptunum, sem án hennar mundu stansa og þjóðlíkaminn stirðna. Það er, sem sagt, verslunarstéttin sem hefur öll viðskipti manna í höndum sér, úthlutar og veitir móttöku öllum nauð- synjum manna, sem þeir ekki hafa frá eigin hendi. En til þess að standa straum af þessu mikla ætlunarverki, er það í augum uppi, að útheimtist mikil og marg- vísleg kunnátta, svo sem þekking ná- kvæm á landi því hvar verslunin fer fram, á högum landsbúa og þörfum; þekking á öðrum löndum og afurðum þeirra og innbúum, á alls konar reikning og hag- fræði. auk óteljandi annara atvika, sem framfarir og apturfarir hafa í för með sér, sem verslunarmaðurinn verður að kunna að vega á sínum mentunar og reynslu metaskálum. Það er því engin furða, þó það séu aumir verslunarmenn, sem litið eða ekkert þekkja af öllu þessu, þekkja ekki sjálfa sig og stöðn sina, en halda að þurfi ekki að læra nema að leggja saman og draga frá, kaupa allt sem ódýrast, en selja sem dýrast, þá séu þeir sannir verslunarmenn. Að skóli, fyrir þessa heiðarlegu og ó- missandi stétt, er hér á legg kominn, er þvi sannarlegt gleðiefni, og munu allir góðir menn óska honum velgengni og góðs árangurs, sem fljótt mun verða bæ vorum til heilla og frama. Kvennaskólinn í Vina-Minni. Eins og auglýst er í „ísafold“ 26. f. m. verður skóli fyrir fermdar stúlkur haldinn í Vina- minni hér í bænum frá miðjum óktöber nœsíkomandi til miðs maímáuaðar næsta ár. í auglýsingu þessari eru taldar upp kennslu- greinir í skóla þessum, hversu margar stúlkur geti þar fengið heimavíst og hvað þær eigi að borga fyrir það, svo og að tímakennsla verði veitt í ofannefndum námsgreinum svo mörgum stúlkum öðrum sem rúm leyfir, borgunarlaust; að bæði þær stúlkur sem heimavist hafa á skólan- um og hinar, sem þiggja tímakennslu sjeu skyldar til að taka þátt í öllum námsgrein- um, nema útsaum. Með því að mér hafa borist mörg um- sóknarbréf, síðan ég gaf út auglýsingu þessa, sem lýsa misskilning á henni, sem sumpart getur orsakast af því að ekki sé nógu greinilega tekin fram sum atriði í henni, þá vil ég hérneðan gjöra eptirfylgj- andi athugasemdir, sem ég bið að nákvæm- lega verði teknar til greina af þeim sem sækja vilja um veru í skóla þessum. 1, Að ókeypis tímakennsla verður ein- ungis veitt innanbæar stúlkum, og það þó svo framarlega sem þær taki þátt í öllum námsgreinonum og það allan skólatímann. En vilji einhverj- ar stúlkur vera lausar við nokkrar af námsgreinonum, geta þær samt kom- ist að, með því þá að borga 35 kr. fyrir allan skólatímann. 2, að engin utanbæar stúlka gefcur kom- ist að skólanum, nema hún hafi þar heimavist. Keykjavik 12. sept. 1891. Sigríður E. Magnússon. Sýnishorn af jaktamáli á Breiðafirði um 1850. Bóndi kemur aðvífandi og mæt- ir jaktaformanni, heilsar honum og spyr hvernig honum hafi gengið í sumar. Formaðurinn svarar: „ Jeg hef haft sver- an brekk opt og títt í sumar, og núna fyrir ombil vikutið, hefði allur vanturinn gengið forlís ef hankelið á mantelinu hefði skamfílast, og krúmmelsið á stammanum á rórinu var ombil knekkað í húllinu, efjeg hefði ekki gefið því misvisníngu upp á tímann, og þá kvað jeg þessa vísu, og skrifaði hana upp hjá mjer, undir eins og jeg var kominn ofaní káhittið. Enkelblok í hankelhríng hefur dummor flamma knúst og brekkuð bekledning á borðets krúmma stamma“. Bóndinn varð forviða, og sagðist aldrei hafa hugsað, að svona mikinn lærdóm þyrfti til þess að vera á jöktum. U®®"' Afgreiðslustofa Reykvíkíngs, verð- ur ekki á sama stað, nema til 1. október, en hvert hún flytur auglýsist í næsta blaði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egilsson. Reykjavík 1891. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.