Reykvíkingur - 15.10.1891, Blaðsíða 3
39
framm í sókti, fóru laugaferðir vagnsins
alltaf fækkandi, og svo öunur notkun hans
á sama hátt, og frumkvöðullinn, sem hafði
sett ærna penínga í fyrirtæki þettað, fyrir
bæinn, og hafði hagað öllu sem ódýrast
fyrir þá er nota vildu, tapaði fyrst og
fremst talsverðu, á meðan vagninu var
notaður, en neyddist á endanum til að
selja hann með afföllum.
Helsta örsökin, hvað laugaferðirnar snerti
til þess að svona fór um þetta góða fyrir-
tæki, er að sönnu ótrúieg. en mun þó, því
miður, að mestu leyti sönn, en hún var sú,
að vinnukonurnar sumar hverjar, vildu ekki
þyggja af húsbændum sínum, að þeir leigðu
þennan vagn fyrir sig, því þær þóttust geta
borið þvottinn nú sem fyr. Þetta sýnist,
sem fyrr sagt, ótrúlegt, en þegar maður fer
að hugsa um það, þá fer maður að átta
sig.
Til laugaferða eru flestar stúlkur hér mjög
viljugar, jafnvel þær, sem að öðru leyti eru
máske ekki sem stimamjúkastar heima fyr-
ir. Á meðan á þessum laugaferðum stend-
ur, eru þær sínir eigin herrar, hafa opt ríf-
lega með sjer af mat og kaffi, og mun ekki
ósjaldan haldið nokkurskonar samsæti þar
inn frá, og lífið þá tekið ljett. En þegar
áminstur vagn var viðhafður, kom hann á
vissum tilteknum tíma að sækja þvottinn,
hvernig sem ástóð fyrir þvottakonunum, en
þettað truflaði máske fyrirkomulagið innfrá,
en vagninn mátti ekki bíða til óþarfa.
Þannig mun þetta góða fyrirtæki hafa
strandað, mestmegnis fyrir tilstilli þeirra,
sem áttu að hafa gott af því, og væri það
fáheyrð afbrigði ef satt væri.
Samt sem áður hefur orsökin jafnframt
leigið í sípingskap margra húsbænda og pen-
ingaieysi hjá sumum, og er hið ’síðara fyr-
irgefanlegt, hið fyrra ekki.
,Þó nú að þetta fyrirtæki mishepnaðist
þannig, og tilganginum yrði ekki náð, þeim
tilgangi, að Ijetta þessum bakburði á kvenn-
fólkinu, sem því er sjálfsagt sára óheilnæmt,
og þessntan fer mjög ílla á, þá væri reyn-
andi að finna upp annað ráð, sem bætti úr
brestonuin að miklu leyti, og það væri, að
menn ljetu búa sjer til laiiga-hjölbörur, Ijett-
ar og líprar, sem ekki væru notaðar til
annars. Gætu fleiri enn einu húsráðandi
verið um einar slíkar hjóibörur, svo að kostn-
aðurinn gæti ekki orðið tilfinnanlegur. Á
þessum börum hefðu þvottakonur það, sem
þær annars voru vanar að þurfa að bera á
bakinu og gætu þannig haft mikið meir á
böronum, svo að opt og einatt gætu tvær
verið um einar börur og skiptst á að aka.
Það væri þó munur að sjá kvennmann aka
slíkum ljettum og liðlegum börum, enn að
sjá hinn sama keingboginn, bisast með lauga-
pokann á bakinu, rígbundinn yfir um brjóst-
in. og utan á pokanum stórann þvotta-
baia.
Þessi tilraun væri svo einföld og litlum
kostnaði bundin, að vonandi er, að einhver
vildi reyna hana, og vita hvort hún fengi
ekki meðhald þeirra sem nota ættu, og þá
væri þó lögun á þessu komin vel hálfa ieið.
Eitthvað þarf að gera þessu háttalagi til
bóta, ekki má láta hér við lenda,
Hringjaramálið. Dómur fjeli í því fyr-
ir ylirdóminum 5. þ. m. og var hinn alkunni
undirrjettardómur í því staðfestur og hring-
jarinn að auk dæmdur í málskostnað (16
kr.) fyrir yfirdóminum.
Eptir því sem mönnum er nú orðið nauða
kuunugt um málavöxtu þessa máis af þeim
prentuðu dómsgjörðum sem nú eru tíðlesnar
utanlands og innan, getur maður ekki frem-
ur fallist á þennan yflrrjettardóm enn und-
irrjettardóminn, og er því mælt að honum
muni verða vísað uppávið. Það er til-
gáta manna, að með tilliti til kringumstæð-
anna, þegar dórnur þessi var uppkveðinn,
rnuni helst hafa verið farið eptir gamla mál-
tækinu: „nihil de mortuo nisi bene“. (Ekki
má minnast framlíðinna nema til góðs).
Amtmaður settur. 6 þ. m. var yfirdóm-
ari Kristján Jónsson settur amtmaður í
Suður- og Vestur- amtinu.
Sorgarbúningur Kirkna. Það er mjög
fagur siður og almennt viðhafður í öðrum
löndum, að klæða kirkjur innan sorgarblæ-
um, blómsveigum og ljósum, við útfarir
merkra manna, hvort heldur er karl eða
kona. í þeim tilgangi eiga kirkjur í borg-
um sjálfar slíkar sorgarblæur og annað sem
til þeirrar athafnar lieyrir, og geta menn
leigt skrúða þennan fyrir víst verð, þegar
á því þarf að halda. Leigan er ekki há,
enda eru blæurnar úr ódýru efni, en þó á-
sjálegar, og í annan stað geta þær endst
lengi.
Hér í höíuðborginni er nú slíku öðruvísi
tilhagað, eins og öðru. Hér á kirkjan eug-
ar slíkar sorgarblæur, nje aunað í þá átt.
Þegar þau tilfelli bera að höndum, sem
slíkt þykir vert að viðhafa,, eru menn send-
ir í allar verslunarbúðir, til þess að biðja
um að lána svarta dúka og annað þesshátt-