Reykvíkingur - 21.01.1892, Síða 2

Reykvíkingur - 21.01.1892, Síða 2
52 baka, að aratmannsembættið yerði sameinað sýslumanns embættinu í Kjósar og Grall- bringusýslu. Maðurinn með liundinn. E>að var í síðastl. ágústmánuði, að eg var á ferð suður í Hraunum. Mætti ég þá manni ríðandi, sem hafði stóran böggul undir hend- inni. Þegar ég kom nær, sá ég, að út úr bögglinum stóð fallegur hundshaus, mórauð- ur, með uppstandandi eyru og falleg augu. Ég spurði manninn því hann reiddi hund- inn, en léti hann ekki heldur elta sig. Mað- urinn sagði að þettað væri hvolpur, sem færi nú í fyrsta og síðasta sinn útaf bæn- um með sér, og hefði hann því ekki þorað að láta hann elta sig riðandi svo langa leið. Hvort ætlarðu með hann, spurði ég. Ég hefi lofað, segir hann, honum E. á S . . nesi honum, þó ég sjái eptir honum, því ég má ekki missa hann, þó ég gjöri það, en 10 kr. get ég ekki borgað í skatt fyrir hann, þó hann gjöri mér mikið meira gagn, því ég er svo fátækur. Hvað er þá svo mikið varið í þennan hvolp eins og þú segir, spyr ég. Jú, ég er húsmaður og hefi talsverða matjurtagarða, sem ég hefi sveitst yfir að byggja og rækta, og sem eru meir en mitt hálfa líf. Þessa garða hefur seppi þessi varið nótt og dag fyrir fé annara manna, sem gengur hirðíngarlaust og spillir fyrir öðrum, en nú þegar ég missi hann, þá geng ég að því vísu, að mér verður ekkert úr görðonum, og tel ég mig þá kominn á sveit- ina með konu og börn; en Alþingið okkar hefur nú hagað þessu svona viturlega og yfirvöldin eptirgangssamari við eptirlitið á hundagreyonum, enn á mörgu öðru. Ég fann mikið vel, hversu satt maður þessi talaði um þettað efni, kenndi í brjósti um hann, kvaddi hann og klappaði seppa, Ferðamaður. Leiks lok. Þá er nú þessi árgangur „Rvíkings“ á enda, og hefi ég þannig lokið ætlunarverki því, sem eg hafði tekist á hend- ur að eins þettað liðna ár. Það eru margar orsakir til þess, að eg ekki treystist að hafa ritstjórn sliks blaðs á hendi leingur, og vil eg ekki fara að telja þær upp, enda hefði mér valla gefist kostur á að halda því áfram, þó ég hefði viljað, því hið heiðraða félag „Reykvíkingur“, sem hefur styrkt blað þetta, mun vilja fá á það annað snið, sem betur og fastara fylgji með tímanum, og segi skor- inorðara til syndanna enn ég hefi gjört. Eg hefí haft þá ánægju að sjá margan vott um góðan árángur af bendingum blaðs þessa, og óbeinlínis mun það hafa verkað ekki alllítið, Umleið og ég þakka þeim kaupendum þessa árgángs af „Beykvíking“, sem hafa borgað hann, fyrir skilsemina, þá vil ég biðja hina, sem ekki hafa borgað, að gjöra það sem fyrst. Þegar ég var að enda greinina hér að ofan, fékk ég bréf frá forseta og formanni félagsins „Reykvíkingur" herra W. Ó. Breið- fjörð, með hverju hann tilkynnir mér, að á félagsfundi liafi ég, í einu hljóði, verið leyst- ur frá ritstjórn þessa blaðs, frá 1. þ. m. og fylgdi því bréfi útskrift af fundarbók þeirra félaga, sem sýnir, að ritstjóri Fjallkonunn- ar herra Valdimar Ásmundarson sé kosinn skrifari félagsins í minn stað. Þá er þar einnig skýrt tekið fram, að félagið ætli að refjast við mig, að nokkru leyti, um um- samda þóknun fyrir útgáfu og ritstjórn þessa blaðs. Þá barst mér einnig prentað blað, sem á að vera titilblað og efnisyfirlit Rvíkings, en herra Breiðfjörð, sem lét prenta þettað blað, þurfti þar alls ekki að stinga niður sínum lipra og óþreytandi penna, því ég var búinn að semja hvortveggja og það lá á prentstofunni á meðan þetta hans blað var prentað. En um leið og ég lýsi þá kumpána W. Ó. Breiðfjörð, Árna Eyþórsson og Valdimar Ásmundarson, þessa hágáfuðu þrenningu, ó- heimildarmenn að því, að hafa gefið og sent þettað blað út til minna kaupenda að blaði þessu, og slett sér þannig leyfislaust inn í ritstjórn mína, meðan ég hefi hana á hönd- um, sem er til 1. Febr. þ. á., eptir skrifleg- um skiimálum, þá verð ég að geta þess, að þettað umtalaða titilblað og efnisyfirlit, er alveg rangt hvað efnisyfirlitið snertir og sumu slept en öðru óviðkomandi bætt við. Að Jón hringjari hafi verið meðritstjóri minn, lýsi ég örg ósannindi, en hafi hann verið meðritstjóri nokkurs manns, þá liefur það verið W. Ó. Breiðfjörðs. Eg hafði annars haldið, að eg hefði ekki breytt þannig við fjelagið „Rvíkiug", þettað stóra 6 manna fjelag, að það þyrfti að hegða sjer svona ómannúðlega við mig; en mennirnir segja til sín. Að endingu vil eg innilega óska, að herra V. Ásmundarson haldi góðri heilsu þettað ár, því það er óheyrður dugnaður og áræði af einum manni, að hafa 3 blöð á hendi; enda væri það mikill skaði, ef þettað ann- ríki rýrði blað hans Fjallkonuna, sem að mínu áliti er bezta blað vort hjer syðra; en þegar óbilandi vilji er samferða kjark- inum, þá tekst mikið. Ritst. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egilsson. Reykjavik 1892. — Fjelagsprentsmiajan.

x

Reykvíkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.