Reykvíkingur - 01.01.1893, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.01.1893, Blaðsíða 3
3 saman í bróðerni með gleðióskum þennan eina dag af árinu. Oss sem höfum átt hjer fleiri óvildarmenn en vini, hafa opt á ný- ársdagskvöld komið til hugar þessi orð skálds- ins: „Núbiika við sólarlag sædjúpin köld: „Ó svona ætti að vera hvert einasta kvöld“. 1. bæj arstj órn arfundur 5. janúar. 1. mál. Lagður fram til endurskoðunar alþýðustyrktarsjóðs reikningurinn fyrir árið 1892; til að endurskoða hann vóru kosnir Jón Jensson og Halldór Jónsson. — 2. Lögð fram brjef frá 12 bæjarbúum, er sóttu um, takast á hendur útmælingar á mó og grjóti i landi bæjarins; steinhöggvara J. Schau var veitt umsjónin við grjótútmæl- ingar, en fátækrafulltrúa Ólaíi Ólafssyni móútmælingar; næstur honum fjekk nætur- vörður Sv. Sveinsson 4 atkv. Það sem oss finst undarlegt við þessar veitiugar er það, að bæði mó- og grjótútmælingar starfinn var auglýstur saman; enn er á að fara að veita hann, er hann skilinn í sundur hauda tveimur: hvað mundu menn segja um embætta veitingarvaldið, ef það færi þannig að; en bæjarstjórnin getur allt — 3. Póstarn- ir beiddu sig undanþegna hundaskatti. Form. gat þess að þeir póstar, sem byggju hjer í Reykjavík yrðu harðara úti með þann skatt (10 kr.) en aðrir póstar. H. Jónsson sagði, að póststjórnin ætti að borga fyrir þá hundaskattinn; miklar umræður urðu um þetta mál; til umtals kom að gefa eptir skattinn á einum hundi, og láta alla póst- ana 3 hafa hann; en það virtist ekki ráð- legt ; var því beiðendunum synjað um eptir- gjöfina á hundaskattinum. — 4. Áskorun frá W. Ó. Breiðfjörð, að bæjarstjórnin ákvæði að kaupa stiga þann, sem henni var sendur uppdráttur af 2. júní í sumar og uppdrátt- ur stendur af í Reykvíkingi, tölubl. 7. Form. var mjög á móti því. H. Kr. Friðriksson sagði, að það væri æskilegt að við gætum fengið stigann nú, og stakk uppá að senda brunamálanefndinui hjer áskorunina. Form. áleit það þýðingarlaust, og ljet í ljósi mis- þóknun sýna yfir því, að Breiðfjörð skyldi vera að skipta sjer af þessu; slökkviliðs- stjóri ætti að gjöra það (það vita víst flestir, hvaða skörungur hann er). Þórhallur Bjarnarson sagði, að bæjarstjórnin hefði bundist þeim fastmælum, að kaupa ekkert verulegt til brunaáhaldanna, fyrri en að dönsku kaupstaða brunamála-fyrirliðarnir skipuðu það. H. Jónsson sagði i háði, að það væri ekki einu sinni nóg að fá hjer einn svona stiga, heldur ætti sjálfsagt að fá þrjá. Form. bar mál þetta ekki upp til atkvæða, heldur var það svæft, en bókar- inn bókaði að málinu væri frestað þaugað tii útkljáð væri um spurninguna, hvort dönsku- kaupstaðirnir vildu taka að sjer að öllu leiti brunaábyrgðina á húsum bæjarins. Það er þá augljóst, að bæjarstjórnin endur- bætir ekkert af því marga, sem endurbótar þarf hjer, við brunaáhöldin og annað, fyrri enn hún fær skipun þar til frá Danmörku, og brunamálanefndin hjer gjörir víst hið sama, því þrátt fyrir það þó það sje skipað í 4. gr. reglugjörðarinnar um brunamál í Reykjavík frá 1874, að æfa skuli liðið að minsta kosti tvisvar á ári, þá skiptir hún sjer ekkert af því, hvort liðið er æft einu sinni eðar aldrei á ári. Þannig var iiðið aidrei verulega æft árið sem leið, þvi þessa ómyndar æfingu, sem þeir mynduðust við að framkvæma 19. október (sjá 11. tölublað ,,Reykvíkings“) teljum vjer ekki, og þar að auki þar sem brunamálanefndin hjer, sem um getið er í seinasta bl. „Reykvíkings“, ónýtti að mestu ieyti niðurröðunina, sem gjörð var á brunaiiðinu. Hjer er því ekki annað að gjöra fyrir bæjarbúa, sem hafa líf og muni undir svona tryggri vernd, en rita (þó hart sje) brunaforstjóra dönsku kaupstaðanna í Khöfn og biðja hann nauð- synlegrar aðstoðar í þessu efni — 5. Beiðni frá Jóni Thorstensen á Grímsstöðum um eptirgjöf á hundatolli árið sem leið; synjað. — 6. Hundatolls eptirmáli. Til að ákveða, á hvaða þremum býlum ótollaða hunda skyldi hafa yzt i laudi bæjarins til vörzlu fyrir ágangi af skepnum, voru kosnir Þórhallur og H. Kr. Friðrikssou, og eiga þeir að bera undir bæjarstjórnina álit sitt þar um. — 7. Nikulási Sigvaldasyni veittur frestur til næstu mánaðamóta, að hirða mó sinn í Vatnsmýrinni; verði hann ekki hirtur fyrir þann tíma, fellur hann til bæjarins — 8. Jóni Runólfssyni í Stöðlakoti veitt ókeypis kensla fyrir seinni hlutann fyrir son sinn (sjera Þórhallur var á móti því) — 9. Lauga- húsvörður Jón Guðnason sótti um að fá 10 potta af olíu til Laugahúss luktarinnar; hon- um vóru aðeins veittir 5 pottar. (Að vera „knífnari“ á eyrinum en krónunum, eru hygg- indi!) — 10. Lagður fram reikningur frá M. Benjamínssyni, 45 kr., fyrir uppdrátt og við- gjörð á kirkjuúrinu, sem hvorki slær eður gengur rjett. Neitað að borga honum nema að bæjarstjórnin fái uppdráttinn og nánari upplýsingar um aðgjörðina (nú vantar illa úrsmið í bæjarstjórnina!) — 11. Samþykktr reikningur fyrir Vs PHrt at gren.ía gæzlu

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.