Reykvíkingur - 01.01.1896, Blaðsíða 4
4
12. hoðorð: bankastj. er að endingu ánægður
yfir því, að eyru hans girnast ilit að heyra, minni
hans það að geyma og munnurinn það að mæla, og
því til sönnunar segir hann sjer detti i hug orð
eins bæjarfulltrúa hjer á fjölmennum fundi í húsi
mínu, þar sem fulltrúinn hafi heimtað, að það væri
bókað (en engin bók var til á fundi þessum), að
hvort einasta orð, sem stæði í „Reykvíkingi", væri
lygi» °g jeg, sem hefði setið á fundi við mjög
vesæla frammistöðu, hefði ekki mótmælt þessu. (Jm
fund þennan má lesa í febrúar-blaði „Reykvíkings"
1894, og var frammistaða min þar, að flestra rómi,
þó umtalsefnið væri umfangsmikið, mun betri en
bankastj. á fundinum, þegar mest var brosað að
því, er Þorbjörg Sveinsen ávítaði bankastj. að
maklegleikum fyrir ísjaka-pólitík hans. Viðvikjandi
orðum fulltrúans, þá hefur sá sami fulltrúi í votta-
viðurvist lýst bankastj. ösannindamann að þeim, og
er þvi ekki að undra, að jeg ekki mótmælti þeim
orðum, sem aldrei voru töluð. En skyldi fulltrúinn
hafa sagt, þetta, þá hefur mjer sjálfsagt dottið í
hug, að bankastj. hafi fengið fulltrúann til að fremja
slíkan bjánaskap, og fulltrúinn sjálfur ekki vitað
gildi slíkra orða, og jeg þess vegna einskisvirt þau
og ekki hirt um að mótmæla þeim.
Þá eru nú þessi 12 boðorð bankastjðrans á enda.
En eptirtektavert er það, að jeg ritaði í „Reykvík-
ing“ viðvíkjandi aukastörfum bankastj. — alltsvo
nm málefni, Bem almenning varðaði. En bankastj.
svarar mjer í „ísafold" með ástæðulausu, persónulegu
brigzli og útúrsnúningum, sem virðast benda til, þó
sorglegt sje, að aptur á bak eða öfugur út á hlið,
með byrgt fyrir augu og troðið upp í eyru = blind-
ur og heyrnarlaus, hljóti bankastj. Tr. G. að hafa
um alla sína æfiumgengiztsiðprúðamenn, —en meðept-
irtekt og athygli numið rithátt sinn (eins og hann
er á brjefi hans til mín í „ísafold“) af götudrengj-
um eða illa uppöldum óaldalýð.
W. Ó. Breiðfjörð.
Skemtanir fyrir fólkiö.
Óvanalega mikið af skemtunum hefur nú
verið hjer í vetur, fyrir og um jóliu. Snemma
í desember var byrjað að Ieika „Skuggasvein"
í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs. Fyrirlestrar
hafa nú upp á síðkastið verið haldnir á
hverjum sunnudegi fyrir jólin í Templara-
húsinu, og einn fyrirlestur hjelt herra B.
Gröndal í húsi W. Ó. Breiðfjörðs rjett fyr-
ir jólin, um eðli dýranna og afreksverk
þarfanauts bæjarins. Einuig ljeku skólapilt-
ar sjónleiki nokkur kvöld milli jóla og ný-
árs, og buðu bæjarmönnum, nema eitt kvöld-
ið ljeku þeir fyrir peninga.
Viðvíkjandi Skuggasveini, þá voru mis-
jafnir dómar manna um það fyrstu kvöidin
hvernig hann væri leikinn. Óvildar og öf-
undarmenn úr Templarareglunni, úthúðuðu
leikendunum á allar lundir, hvað illa þeir
ættu að leika, og sumum hverjum öldung-
is ástæðulaust, og hjeldu þeir um það hróka-
ræður við alla, sem þeir gátu náð í. Þess
má geta, að jeg hef opt í ritum og ræðum
áður gefið öllum Templurum óskilið mál, þegar
jeg hef skýrt frá atferli þeirra viðvíkjandi sum-
um utanreglumönnum. Enn nú hefur nánari
þekking mín á þeim sýnt mjer, að það var ekki
rjett, því eins og það eru sumir at Templ-
urum hreinustu rætur, eins eru sumir, þó
Templarar sjeu, lausir við alla ástæðulausa
övild og hatur við utanreglumenn.
Til „Reykvíkings11 hefur veriðsend grein
um Skuggasveins leikinn, enn sökum rúm-
leysis í blaðinu set jeg hjer orðrjettan út-
drátt af grein þeirri. — „Lárenzíus má heita
leikinn mikið vel, einkurn eptir þriðja kvöld-
ið, því áður viðhafði hann ekki nógu
mikið af rembilæti, sem mun hafa verið
eiginlegt sumum þátíðar-yfirvöldum. Rullu
Sigurðar lögrjettumanns i Dal er erfitt að
leika svo almenningi íiki. Ásta er leikin
fremur vei, og í sumum rullunum prýðilega.
Stúdentana mætti leika betur, sjerstaklega
Grím. Bændurnir, sjerstaklega annar þeirra,
Grani, er prýðilega leikinn, en Geir ermið-
ur leikinn. Galdra-Hjeðínn er rjett vel
Ieikinn, nema rúnagerð hans á gólfinu er
ekki rjett. Jón sterki er óaðfinnaalegur.
Gvendur smali og Grasa-Gudda eru leikin
rnjög vel. Margrjet færir ekki persónuna
sem skyldi, en leikur þó ekki svo illa.
Skugga-Svein mun vart unnt að leika bet-
ur en hann er nú leikinn. Haraldur er
í sumum rullum hans leikinn sæmilega, og
róm og persónu-gjörvileika hefur hann. Ög-
mundur leikur mjög vel þunglyndis-rulluna.
Ketill leikur lakast af leikendunum í
„Skuggasveini".
Sjónleikir hjá skólapiltum eru mjög
skemmtilegir eins og æfinlega er.
Athugasemd um handakast niðurjöfnun-
arnefndarinnar kemur í næsta bl., og mun
þess sannarlega þörf fyrir framtíðina, því
opt hefur vel verið með ójöfnuðinn, en aldrei
eins áþreifanlega og nú.
Útgefcmdi.
Að halda ísfjelagsfundinn 8. febrúar,
mun vera gjört til þess, að jeg geti ekki
verið á fundinum.
W. Ó. Breiðfjörð.
Misprentað í Bíðasta blaði, bls. 48, í 32. línu
að ofan: undir 20 rúður í luktinni, á að vera: und-
ir 20 rúður í Laugahúsinu; og á sömu síðu í dálkn-
um til hægri í brunabótavirðingunum: Bær Eyjólfs
Jónssonar, á að vera: Bær Brynjólfs Jónssonar; hús
Þorkells Þorkelssonar, á að vera: hús Þórhalla
Þórhallasonar.
Útgefandi: W. Ó. Breiðfýörð.
Reykjavík 1896. — Fjelagsprentsmiðjan.